Innrás Rússa í Úkraínu

Innrás Rússa í Úkraínu

Fréttir af yfirstandandi innrás Rússa í Úkraínu sem hófst 24. febrúar 2022.

Fréttamynd

Líf milljóna manna í algerri upplausn og neyð

Líf milljóna manna er í algerri upplausn og að minnsta kosti hundruð þúsunda eru í algerri neyð vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Í dag voru gerðar tilraunir til að flytja þúsundir manna frá umkringdum borgum víðs vegar um landið. Nú hafa um 2,2 milljónir manna flúið Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Vændi - fram­boð og eftir­spurn

Það var frétt á RÚV um helgina þar sem kom fram að glæpasamtök sem stunda mansal sætu um úkraínskar konur á flótta til að ræna þeim og selja þær í vændi.

Skoðun
Fréttamynd

Myndir þú berjast fyrir Ís­land?

Sem ungur maður eftir átta mánaða endurhæfingu, vegna heilaæxlis í annað sinn, þá hefur það vakið áhuga minn að sjá samstöðuna í Úkraínu og hve miklu fólk er tilbúið að fórna fyrir hvert annað.

Skoðun
Fréttamynd

Sprengjum varpað á barnaspítala í Mariupol

Barnaspítali og meðgöngudeild í úkraínsku borginni Mariupol er nú í rústum eftir að sprengjum var varpað á borgina í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska hermenn hafa verið að verki. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að brjóta gegn vopnahléi sem komið var á í dag. 

Erlent
Fréttamynd

Viðlíka verðhækkun í Evrópu ekki sést í manna minnum

„Þetta er auðvitað skelfileg verðþróun. Við sjáum það bara að á tíu dögum hefur verðið hækkað um 20 kr. til neytenda á útsölustöðum og það sér ekki endilega fyrir endann á þessu þannig að við vitum ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér.“

Innlent
Fréttamynd

UNICEF kemur 62 tonnum af hjálpargögnum til Úkraínu

Um helgina komu sex fulllestaðir flutningabílar frá UNICEF til Lviv í vesturhluta Úkraínu með alls 62 tonn af hjálpargögnum. Sendingin kemur frá alþjóðlegu vöruhúsi UNICEF í Kaupmannahöfn og meðal hjálpargagna eru hlífðarfatnaður fyrir heilbrigðisstarfsfólk, margvísleg sjúkragögn, þar á meðal lyf, skyndihjálparpakkar, ljósmóðurpakkar og tæki og búnaður til skurðaðgerða. Hátt í 20 þúsund hlý teppi og vetrarfatnaður fyrir börn eru einnig á leið til Úkraínu gegnum Pólland frá vöruhúsi UNICEF í Tyrklandi.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Smá­sál vermir stól for­seta lýð­veldisins

Það fer um mig hrollur að fyrsta framlag ríkisstjórnarinnar til „friðar” í Úkraníu hafi verið að leggja til Íslenska flugvél undir vopnaflutninga. Með þeirri aðgerð tók Ísland beinan þátt í styrjöld sem var svo trompað í Silfri RÚV af forseta sem gengur nú erinda vopnaframleiðenda eins og ég sagði í aðdraganda forsetakosninga að hann myndi gera á örlagastundu ef kjörinn í embætti.

Skoðun
Fréttamynd

Vinnum að friði!

Á níunda áratug síðustu aldar var veröldin á heljarþröm. Risaveldin kepptust við að stækka vopnabúr sín og óttast var að heimsstyrjöld gæti brotist út, jafnvel bara fyrir mistök eða misskilnings.

Skoðun
Fréttamynd

Tugir fallið í borgum Úkraínu í dag

Tugir hafa fallið í stórskotaliðs- og eldflaugaárásum Rússa á borgir í Úkraínu undanfarinn sólarhring. Rússar hóta að hætta útflutningi á gasi til Þýskalands og annarra evrópuríkja. Bandaríkjaforseti tilkynnti um bann á innflutningi á olíu frá Rússlandi í dag og Bretar ætla að þynna innflutninginn út á árinu. Um tvær milljónir manna hafa flúið Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Eiga von á að Biden banni innflutning á olíu frá Rússlandi

Fastlega er gert ráð fyrir að innflutningsbann á jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi verði hluti af næsta efnahagsþvinganapakka Bandaríkjastjórnar vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem kynntur verður í dag. Blaðamannafundur Joe Biden Bandaríkjaforseta hefst klukkan 15:45.

Erlent