

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir
Greinar eftir Kolbrúnu Baldursdóttur, þingmann Flokks fólksins.

Ráðgjafa- og skýrslukaup borgarinnar komin úr böndum
Í gegnum árin hef ég sem oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn ítrekað vakið máls á sóun og bruðli í Reykjavíkurborg þegar kemur að aðkeyptri þjónustu eins og kaup á ráðgjöf og skýrslum eða kaup á ýmsum verkefnum stórum sem smáum.

Hættu!
Í dag 8. nóvember er hinn árlegi Dagur gegn einelti og kynferðisofbeldi í öllum aldurshópum. Í tilefni dagsins er vert að staldra við og skoða hvar við erum stödd með þessi erfiðu og viðkvæmu mál. Þessi grein fjallar um aðgerðir gegn einelti á meðal barna.

Er ég upp á punt?
Ímyndum okkur hvernig okkur myndi líða ef við ættum að mæta fimm daga í viku í aðstæður þar sem við værum í sífelldri baráttu við að fylgja eftir fyrirmælum. Er einhver möguleiki á að þróa með sér gott sjálfstraust, lífshamingju og gleði við þessar aðstæður? Svarið er „nei“.

Íbúaráðin- sýndarsamráð
Fyrir mistök starfsmanna Reykjavíkurborgar á fundi íbúaráðs Laugardals opinberuðust neikvæð og niðrandi orðaskipti þeirra öllum á fundinum sem sýndur var beint á YouTube-síðu Reykjavíkurborgar. Niðurlægjandi tal þeirra snerist að fulltrúum í ráðinu sem vildu bóka um leikskólamál og fá spurningum um biðlista svarað. Á tali starfsmannanna að dæma voru þeir að finna leiðir til að þagga niður í ráðsmönnum og koma í veg fyrir „með klækjum“ að mál/bókanir rötuðu í fundargerð.

Staða lóðamála í Reykjavík
Það hefur verið dapurt að fylgjast með umræðunni um lóðamál í Reykjavík. Lögaðili segir engar lóðir að fá og engar óseldar lóðir séu til en starfsmaður borgarinnar þvertekur fyrir það í svari í Morgunblaðinu. Flokkur fólksins hefur látið sig þessi mál varða enda óþolandi hversu mikill framboðsskortur er í Reykjavík þrátt fyrir að byggt hafi verið talsvert. Vissulega hefur borgarbúum fjölgað mikið.

Helsjúkur leigumarkaður í Reykjavík
Við í Flokki fólksins viljum ræða leigumarkaðinn í Reykjavík á næsta borgarstjórnarfundi sem er 16. maí næstkomandi. Leiga er að sliga fjölmarga leigjendur sem eiga ekki krónu afgangs þegar búið er að greiða leigu og aðrar nauðsynjar. Grunnvandinn er húsnæðisskortur sem er mikill í Reykjavík. Það sárvantar húsnæði af öllu stærðum og gerðum.

Að þekkja sinn vitjunartíma
Fjármál Reykjavíkurborgar hafa verið í umræðunni eftir að Ársreikningur 2022 var lagður fram. Það er ekki nóg með að fjármálastaðan er svört heldur reyndist síðan skekkja í reikningnum sem hefur áhrif á niðurstöðu veltufjár frá rekstri og fjármögnunarhreyfingar í sjóðstreymi. Það er alvarlegt að það skuli lagður fram rangt uppsettur ársreikningur fyrir kjörna fulltrúa.

Kveikjum neistann í Reykjavík
Kveikjum neistann er rannsóknar og þróunarverkefni sem Grunnskóli Vestmannaeyja tekur þátt í og hefur verið í gangi með nemendum í bráðum tvö ár. Þau Hermundur Sigmundsson prófessor við NTNU og HÍ og Svara Þ. Hjaltalín, sérkennari og læsisfræðingur eiga veg og vanda af verkefninu sem er í umsjá Rannsóknarseturs um menntun og hugarfar við HÍ.

Hafa foreldrar verið spurðir?
Á biðlista eftir fyrstu og frekari þjónustu eru nú 2430 börn samkvæmt upplýsingum á tölfræðivef Reykjavíkurborgar. Einna helst er beðið eftir þjónustu sálfræðinga og talmeinafræðinga. Árið 2018 þegar hóf störf sem borgarfulltrúi voru 400 börn á þessum sama biðlista.

Ósmekklegar ávirðingar gagnvart borgarskjalaverði í skýrslu KPMG
Nú verður Borgarskjalasafn lagt niður á fundi borgarstjórnar þriðjudaginn 7. mars og til grundvallar er skýrsla KPMG. Sagt er að gjörningurinn sé til að spara. Það sjá allir í hendi sér hvílíkt kjaftæði það er.

Heimgreiðslur, mannekla í leikskólum og viðbrögð skólayfirvalda vegna skólaforðunar
Næstu mál okkar Flokks fólksins í borgarstjórn 7. febrúar snúa annars vegar að tillögu um heimgreiðslu vegna alvarlegra manneklu í leikskólum og langs biðlista og hins vegar að umræðu um orsakir skólaforðunar og viðbrögð skólayfirvalda og fagfólks skóla þegar barn glímir við skólaforðun.

Foreldrar að bugast
Í dag, 17. janúar, var umræða í borgarstjórn að beiðni borgarfulltrúi Flokks fólksins um manneklu í leikskólum. Mannekla í leikskólum er langvarandi vandamál í Reykjavík sem meirihlutinn hefur ekki getað leyst.

Óbreytt staða í borgarstjórn
Nýtt kjörtímabil hófst á árinu og stimplaði Flokkur fólksins sig aftur inn í borgarstjórn. Vonir okkar í Flokki fólksins stóðu til að fá tækifæri til að komast í meirihluta borgarstjórnar til þess að geta tekið þátt í ákvörðunum sem leiða mættu til bættra lífskjara hinna verst settu og þeirra sem standa höllum fæti. Það varð hins vegar ekki hlutskiptið að þessu sinni í það minnsta.

Ekki bara slagsmál heldur einbeitt árás til að skaða
Ekkert okkar hefur farið varhluta af fréttum um aukið ofbeldi meðal ungmenna og fjölgun stunguárása. Lögregla gaf nýverið út yfirlýsingu þar sem hún lýsti áhyggjum yfir auknum vopnaburði meðal ungmenna í miðbæ Reykjavíkur.

Vandi hverfur ekki þótt hann sé hunsaður
Umræða um langa biðlista eftir sálfræði- og talmeinaþjónustu í Reykjavík var í borgastjórn 4.10 að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins. Ég hef rætt biðlistavandann nánast sleitulaust frá 2018 og lagt fram tillögur til úrlausnar.

Inn-, útvistun eða blanda af hvoru tveggja
Útvistanir til einkaaðila hafa gengið misvel auk þess sem útvistanir geta leitt til lægri launa, verra starfsumhverfis og verri þjónustu. Flestir eru sammála um að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu er t.d. engin töfralausn.

Leikskólamál í lamasessi
Ástandið í leikskólamálum borgarinnar er óásættanlegt. Enginn mótmælir því, ekki einu sinni meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur.

Nýtt kjörtímabil hafið og baráttan heldur áfram
Kosningum til sveitarstjórna er lokið og ljóst hvernig landið liggur næstu fjögur árin í borgarstjórn Reykjavíkur. Flokkur fólksins mun gera sitt besta til að koma mikilvægum baráttumálum í þágu borgarbúa í brennipunkt umræðunnar. Við lifum áfram í þeirri von að dropinn holi steininn.

Dýrkeypt fjarlægð milli barna og sálfræðinga
Árum saman hef ég sem sálfræðingur og borgarfulltrúi barist fyrir því að sálfræðingar hafi aðsetur í skólunum sjálfum frekar en á þjónustumiðstöðvum. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur hunsað þetta mikilvæga mál.

Flokkur fólksins útilokar ekki að setja tímabundið leiguþak
Við í Flokki fólksins skiljum vel þann alvarlega vanda sem leigjendur eru í. Á leigjendamarkaði er neyðarástand. Í raun má segja að sveitarfélögin uppfylli ekki 14. gr. laga um húsnæðismál. Flokkur fólksins vill efna til stórátaks í framboði á lóðum. Fái flokkurinn framgang í kosningum 14. maí munum við berjast fyrir því að byggt verði í hverfum þar sem nóg rými er og innviðir sem þola fjölgun íbúa. Sem dæmi eru einir 7 skólar í Grafarvogi sem geta bætt við nemendum. Flokkur fólksins telur að skoða þurfi alvarlega að brjóta land undir nýja byggð og gæti það t.d. orðið í suðurhlíðum Úlfarsfells og svæðinu austur af Úlfarsárdal.

Þegar björgunarskipið siglir fram hjá
Eitt af helstu baráttumálum Flokks fólksins er að útrýma biðlistum í borginni. Biðlistar eru rótgróið mein í Reykjavík. Aðeins hafa skitnar 140 milljónir verið settar til að stemma stigu við lengingu listanna sem hafa fimmfaldast á kjörtímabilinu.

Stafrænt bruðl í borg biðlistanna!
Í Reykjavík hafa biðlistar af öllu tagi ekki gert annað en að lengjast í tíð núverandi meirihluta. Einu gildir hvert litið er. Nú bíða um 1.900 börn eftir þjónustu m.a. sálfræðinga og talmeinafræðinga hjá Skólaþjónustu. Það kallast ófremdarástand.

Efnalítið fólk í húsnæðisvandræðum í Reykjavík
Það sem helst einkennir núverandi meirihluta í borgarstjórn er fjarlægð frá borgarbúum og skeytingarleysi um þarfir þeirra, sérstaklega efnaminna fólks. Þetta er mat Flokks fólksins eftir að hafa setið 4 ár í borgarstjórn.

Bætum næturlífið í miðbænum
Í grein minni sem birtist í Morgunblaðinu 20. apríl sl. sagði ég frá því að árið 2018 lagði Flokkur fólksins fram tillögu um að borgin tryggði eftirlit með framkvæmd reglugerðar um hávaðamengun í borginni og að henni yrði fylgt til hins ýtrasta.

Opnum stríðshrjáðu flóttafólki hlýjan faðm
Nú þegar hafa á annað hundrað flóttamenn frá Úkraínu óskað eftir hæli hérlendis frá því að innrásin hófst og þeim fjölgar enn dag frá degi. Þess er vænst að tekið verði á móti allt að 2.000 manns frá Úkraínu á næstu vikum. Sumir dveljast hér tímabundið en aðrir setjast að lengur og snúa jafnvel aldrei aftur heim. Miklu skiptir að þetta fólk mæti hér hlýju, skilningi og fjölþættri aðstoð.

Börn eru ekki súlurit á tölvuskjá!
Ég settist á þing í gær sem varaþingmaður og vil nýta stutta veru mína þar sem allra best.

Förum betur með peninga borgarbúa!
Flokkur fólksins hefur ítrekað gagnrýnt meirihluta borgarstjórnar fyrir bruðl með fjármuni Reykvíkinga og kallað eftir nauðsynlegri virðingu fyrir verðmætum, aga og ráðdeild.

Grænni Reykjavíkurborg – rafræn og blaðlaus!
Flokkur fólksins hefur lagt fram þá tillögu í borgarráði að frá og með árinu 2023 hætti Reykjavíkurborg og stofnanir hennar að kaupa dagblöð í blaðaformi fyrir aðra en þá eru ófærir um að nýta rafrænar áskriftir, svo sem vegna fötlunar eða öldrunar. Að öðru leyti kaupi borgin eingöngu rafrænar blaðaáskriftir.

Af ábyrgð stjórnenda
Forvarnardagur gegn einelti er í dag 8. nóvember. Sem sálfræðingur til þrjátíu ára hef ég komið að fjölda eineltismála bæði í skólum, á vinnustöðum og í aðstæðum þar sem börn og fullorðnir stunda íþróttir og áhugamál sín. Beint er sjónum að vinnustöðum í þessari grein.

Bætum rétt barna sem eiga tvö heimili
Á fundi borgarráðs lagði ég til fyrir hönd Flokks fólksins að reglur um strætókort handa nemendum í grunnskólum Reykjavíkurborgar yrðu rýmkaðar. Taka ætti mið af bæði lögheimili og búsetuheimili barns og að börn, sem sækja skóla í öðru skólahverfi en lögheimili þeirra segir til um, ættu einnig rétt á strætókorti.