Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Ó­þekkjan­leg stjarna

Hollywood-stjarnan Sydney Sweeney mun leika Christy Martin í nýrri ævisögumynd um bandaríska boxarann. Fyrsta opinbera ljósmyndin úr kvikmyndinni sýnir óþekkjanlega dökkhærða Sweeney.

Bíó og sjónvarp

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman

Rokkgoðsögnin Ozzy Osbourne, sem féll frá í gær, er samkvæmt kenningum netverja endurfæddur sem sonur samfélagsmiðlastjörnunnar Trishu Paytas og þannig bróðir Elísabetar Englandsdrottningar endurfæddrar og jafnvel Frans páfa. Drengurinn heitir Aquaman Moses.

Lífið
Fréttamynd

Berg­þórs­hvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð

Njálsbrenna verður sviðsett og Bergþórshvoll brenndur með hópreið 99 brennumanna á fjögurra daga Njáluhátíð sem nýstofnað Njálufélag undir forystu Guðna Ágústssonar, fyrrverandi ráðherra, efnir til í Rangárþingi í næsta mánuði. Guðni segir þetta verða tignarlegustu sjón allra tíma.

Innlent
Fréttamynd

Cosby Show-stjarna látin

Bandaríski leikarinn Malcolm-Jamal Warner er látinn 54 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að leika í The Cosby Show.

Lífið
Fréttamynd

Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísa­firði

Bókaklúbburinn Gormar pantaði pítsur frá Hamraborg á Ísafirði með flugi því barnaperri í glæpasögunni Hildi eftir Satu Rämö elskar að fá sér Hamraborgarpítsu með rækjum, ananas og kjúklingi. Pítsurnar voru barnaafmælisvolgar en ljúffengar.

Lífið
Fréttamynd

Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur

Hagnaður Magnum opus ehf., félags í eigu kvikmyndatónlistarhöfundarins Atla Örvarssonar, nam 764 milljónum króna í fyrra. Höfundarréttartekjur námu tæplega milljarði króna og stjórn leggur til að Atla verði greiddar 410 milljónir króna í arð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Millie Bobby Brown í hóp Ís­lands­vina

Stranger Things-stjarnan Millie Bobby Brown birtir mynd tekna í Reykjavík í nýrri Instagram færslu. Af því má ráða að hún sé komin í hóp fjölmargra Íslandsvina úr röðum fræga fólksins.

Lífið
Fréttamynd

Stór saga í litlum um­búðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“

Í sínu fyrsta útgefna verki kafar unga skáldið Fríða Þorkelsdóttir ofan í hugarfylgsni æskunnar og tekst á við tímamót, breytingar og sorg eins og fáum er lagið. Bókin ber nafnið Fjölskyldusaga og óhætt er að segja að um sé að ræða stóra sögu í litlum umbúðum, enda kemst bókin öll fyrir í meðalstóran brjóstvasa.

Lífið
Fréttamynd

Charli xcx gifti sig

Raftónlistarkonan fræga Charlie xcx giftist ástmanni sínum til þriggja ára í dag. Sá heppni heitir George Daniel og spilar á trommur í rokkhljómsveitinni 1975.

Lífið
Fréttamynd

Stjórn fyrir­tækisins hefur form­lega rann­sókn

Astronomer, bandarískt hugbúnaðarfyrirtæki í hringiðunni á einhverju umtalaðasta framhjáhaldshneyksli síðari ára, hefur hleypt af stað formlegri rannsókn á málinu. Andy Byron, giftur forstjórinn, var gripinn glóðvolgur á stóra skjánum á Coldplay-tónleikum í aðeins of innilegum faðmlögum með mannauðsstjóranum í vikunni.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lenskur fjár­hundur á Bessa­staði?

Það var allt fullt af hundum í Árbæjarsafni í Reykjavík í dag á Degi íslenska fjárhundsins. Forseti Íslands mætti þar líka til að fagna hundunum og naut þess að klappa og knúsa þá enda mikil hundakona og útilokar ekki að íslenskur hundur verði hluti af fjölskyldunni á Bessastöðum.

Innlent
Fréttamynd

Braga­son leikur Zeldu prinsessu

Bo Bragason mun leika Zeldu prinsessu í kvikmynd sem byggð er af tölvuleikjaröð af sama nafni. Leikkonan er 21 árs og, eins og eftirnafn hennar gefur til kynna, Íslendingur.

Lífið
Fréttamynd

Ó­trú­leg upp­lifun að vera í al­gjöru myrkri á tón­leikum

Raftónlistardúettinn Autechre stígur á svið í Silfurbergi í Hörpu þann 15. ágúst næstkomandi. Örlygur Steinar Arnalds er mikill aðdáandi hljómsveitarinnar. Hann hefur séð hana tvisvar á tónleikum og segir það mikinn heiður að hita upp fyrir þá með hljómsveit sinni, raftónlistartríóinu, sideproject. Tónlistarkonan Hekla mun einnig hita upp fyrir Autechre.

Lífið
Fréttamynd

Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálma­sonar

Nýjasta kvikmynd Hlyns Pálmasonar verður frumsýnd á Íslandi 14. ágúst næstkomandi. Um er að ræða ljúfsára skilnaðarmynd, með Sögu Garðarsdóttur og Sverri Guðnasyni í aðalhlutverkum, sem fylgir eftir fjölskyldu yfir fjórar árstíðir.

Lífið