Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

MIKA kynnir Eurovision í ár

Breski söngvarinn MIKA sem gerði garðinn frægan með laginu Grace Kelly verður einn af kynnum Eurovision hátíðarinnar 2022. Ásamt honum verða ítalska söngkonan Laura Pausini og ítalski þáttastjórnandinn Alessandro Cattelan kynnar en keppnin fer fram á Ítalíu.

Lífið
Fréttamynd

„Við erum svo hoppandi glöð“

Brynhildur Guðjónsdóttir, leikhústjóri Borgarleikhússins gat varla leynt gleði sinni í beinni útsendingu með þau tíðindi að frá og með morgundeginum verður hætt að gera kröfu um eins metra nálægðarmörk á sitjandi viðbrögðum.

Innlent
Fréttamynd

Verbúðin hlaut Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunin

Sjónvarpsþættirnir Verbúðin hlutu rétt í þessu Norrænu sjónvarpshandritaverðlaunin á Kvikmyndahátíðinni í Gautaborg í Svíþjóð, Göteborg Film Festival. Rakel Garðarsdóttir deilir þessum gleðifréttum á samfélagsmiðlum.

Menning
Fréttamynd

LÓN og RAKEL gefa út lagið Runaway

Meðlimir LÓNS kalla sig sveitapabba í útlegð í úthverfunum en þessir þjóðþekktu tónlistarmenn, Valdimar Guðmundsson, Ásgeir Aðalsteinsson og Ómar Guðjónsson, vildu láta reyna á rólegri hljóðheim með þessu nýja verkefni.

Albumm
Fréttamynd

„Mér hefur þótt erfitt að sleppa takinu“

Þann 4. febrúar frumsýnir Inga Maren Rúnarsdóttir verkið Hvíla sprungur á nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu. Dansarar sýningarinnar eru þau Ásgeir Helgi Magnússon, Emilía Benedikta Gísladóttir, Erna Gunnarsdóttir og Sigurður Andrean Sigurgeirsson.

Menning
Fréttamynd

Vilja eins metra regluna burt

Tónlistarmenn segja nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa verið vonbrigði. Ótækt sé að halda tónleika eins og núgildandi takmörkunum er háttað og eins metra regluna vilja þeir burt.

Innlent
Fréttamynd

Nightmare Alley: Oftast eru hinar troðnu slóðir betri

Bradley Cooper leikur Stanton Carlisle, dularfullan mann sem rambar í starf í ferðatívolí í Nightmare Alley, nýjustu kvikmynd Guillermo del Toro. Þessi nýjasta mynd mexíkóska Óskarsverðlaunahafans lítur mjög vel út á pappír en þegar á hólminn er komið ræður del Toro ekki við verkefnið.

Gagnrýni
Fréttamynd

Kimmel sendi Lauf­eyju pylsusinnep eftir þáttinn

Íslenska tónlistarkonan Laufey Lin Jónsdóttir fékk heldur betur sérstaka kveðju frá þáttastjórnandanum Jimmy Kimmel í gærkvöldi. Laufey birti kveðjuna á Instagram-síðu sinni en hún flutti lagið sitt Like The Movies í spjallþætti Kimmel fyrir rúmri viku. 

Lífið
Fréttamynd

Síldarbáturinn „Stígandi“ sökk með Afa Atla um borð

Leitandi er önnur smáskífa Atla Arnarssonar af plötunni Stígandi sem er væntanleg seinna á árinu. Þema plötunnar er sjóslys sem gerðist árið 1967 þegar síldarbáturinn Stígandi sökk langt norður í hafi. 12 menn voru um borð og einn þeirra er afi Atla.  

Albumm