Katrín Jakobsdóttir sýndi töfrabragð „Þetta töfrabragð er ekki ætlað fyrir áhorfendur fyrir bak við mann,“ segir Katrín Jakobsdóttir létt í bragði. Hún hefur mikinn áhuga á töfrabrögðum og framkvæmdi eitt slíkt fyrir þau Eddu Andrésdóttur og Pál Magnússon í nýjasta þættinum af Öll þessi ár sem er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldum. Lífið 11. apríl 2024 20:00
OJ Simpson er látinn OJ Simpson, eða Orenthal James Simpson, er látinn, eftir nokkurra ára baráttu við krabbamein. Hann var 76 ára gamall en fjölskylda hans segir hann hafa látist í gær umkringdur börnum sínum og barnabörnum. Erlent 11. apríl 2024 14:49
Frumsýning á Vísi: Fyrsta kitlan úr Snertingu Snerting, nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, verður frumsýnd á Íslandi 29. maí næstkomandi. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, sem var mest selda bókin á Íslandi árið 2020 og hlaut mikið lof gagnrýnenda. Bíó og sjónvarp 11. apríl 2024 13:14
Lofar heljarinnar partý með Ryan James Ford Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ryan James Ford kemur fram í fyrsta skipti á Íslandi á næturklúbbnum Radar 4. maí næstkomandi. Ford er fyrsti erlendi tónlistarmaðurinn sem kemur fram á mánaðarlegu klúbbakvöldunum UNME. Lífið 11. apríl 2024 13:11
Uppselt á augabragði og bætt við tónleikum Forsala á tónleikana með Nick Cave hófst í morgun klukkan 10 og var barist um hvert sæti sem í boði var. Nú er orðið uppselt á tónleikana þriðjudagskvöldið 2. júlí og þurftu fjölmargir frá að hverfa tómhentir. Lífið 11. apríl 2024 11:52
Metum hvort við viljum breyta góðri sögu með sannleika Nýlega hóf útvarpsþátturinn Djúpið göngu sína á X977 en þar fara þeir félagar Sigurjón Kjartansson og Addi Tryggvason á dýptina í fróðlegri og skemmtilegri umfjöllun um tónlist. Lífið samstarf 11. apríl 2024 08:51
„Ég fór bara að gráta, þetta var of mikið“ „Ef einhver hefði á sínum tíma sagt mér hvað ég væri að gera í dag, ég held að ég hefði örugglega bara hlegið. Ég var svo ótrúlega feimin,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN. Hún er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir mjög svo einstaka vegferð sína, nýju plötuna, ástina, móðurhlutverkið, tilveruna og margt fleira. Lífið 11. apríl 2024 07:00
„Rödd ársins“ kemur úr Borgarnesi Hanna Ágústa Olgeirsdóttur, Borgnesingur með meiru var valin “Rödd ársins” söngkeppninnar VOX DOMINI 2024, sem fór fram nýlega í Salnum í Kópavogi. Hanna Ágústa lenti einnig í fyrsta sæti í opnum flokki keppninnar. Lífið 10. apríl 2024 19:20
Guðmundur Andri ritar bók um Feðraveldið Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur skrifaði í gær undir útgáfusamning við Hólmfríði Matthíasdóttur og birti mynd af útgáfusamningnum. Innlent 10. apríl 2024 15:00
Ætla að vera aðeins „hógværari“ en Ölfus við gerð bæjarskiltis Til stendur að reisa nokkur skilti við bæjarmörk Hveragerðisbæjar á þessu ári. Í minnisblaði menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar bæjarins er lagt til að vera ögn „hógværari“ en nágrannarnir í Ölfusi við gerð skiltanna. Innlent 10. apríl 2024 13:24
Bridget Jones 4 kemur út á næsta ári Fjórða myndin um hina seinheppnu en elskulegu Bridget Jones fer brátt í framleiðslu. Áætlað er að myndin verði sýnd í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum á sjálfan Valentínusardag strax á næsta ári. Bíó og sjónvarp 10. apríl 2024 10:16
„Doctor Victor kveikti í kofanum“ Tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel Kristmundsson hélt sína fyrstu tónleika, Í fyrsta skipti, fyrir fullu húsi í Iðnó á föstudagskvöldið. Viðtökurnar fóru fram úr hans björtustu vonum og komust færri að en vildu. Lífið 10. apríl 2024 09:17
Friðrik Þór fer fyrir dómnefnd á kvikmyndahátíð í Moskvu Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri og framleiðandi mun fara fyrir dómnefnd á Alþjóðlegu Kvikmyndahátíðinni í Moskvu. Vestræni kvikmyndaiðnaðurinn hefur ákveðið að sniðganga keppnina að mestu leyti vegna innrásar Rússlands inn í Úkraínu. Innlent 9. apríl 2024 23:04
Táraðist úr hlátri þegar hann lýsti hvernig Georg Bjarnfreðarson varð til „Næturvaktin var svona verkefni sem ég kom mér í með Ragnari Bragasyni og ég hafði enga trú þessu og hugsaði bara, djöfull verður þetta drepleiðinlegt,“ segir Jón Gnarr í síðasta þætti af Öll þessi ár sem er á dagskrá á sunnudagskvöldum á Stöð 2. Lífið 9. apríl 2024 21:00
Íslandsvinurinn Yung Lean setur stefnuna á risatónleika í Hörpu Sænski stórrapparinn Yung Lean verður með tónleika í Eldborg, Hörpu þann 25. október. Tónlist 9. apríl 2024 12:00
Mun túlka Springsteen Bandaríski leikarinn Jeremy Allen White, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum The Bear, mun túlka Bruce Springsteen í væntanlegri kvikmynd um stórsöngvarann. Bíó og sjónvarp 9. apríl 2024 08:49
Plötusnúðurinn Friction á leið til Íslands Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ed Keeley sem er betur þekktur sem Friction kemur fram á Radar föstudaginn 10. maí. Hann þeytir skífum á vegum plötusnúðahópsins Hausa. Lífið 9. apríl 2024 08:00
Fólk leggi of oft eins og Tjokkó Deildarstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir það gerast of oft að ökumenn leggi bílum í sérstakt neyðarstæði fyrir viðbragðsaðila. Hver mínúta skipti sköpum í bráðaflutningum og því nauðsynlegt að stæðin séu auð. Innlent 8. apríl 2024 22:44
Inga Sæland með sumarsmell í vasanum Inga Sæland formaður Flokks fólksins hyggst brátt gefa út lag. Hún segir um sumarslagara verði að ræða en heldur spilunum að öðru leyti þétt að sér. Tónlist 8. apríl 2024 16:17
Fagnaði 29 árum með glæsiteiti á Edition Ofurskvísan, listakonan og ljósmyndarinn Anna Maggý fagnaði 29 ára afmæli sínu á skemmtistaðnum Sunset á Edition við Reykjavíkurhöfn á dögunum. Öllu var tjaldað til í veislunni sem var hin glæsilegasta en gríðarleg stjörnuorka sveif yfir vötnum. Lífið 8. apríl 2024 15:15
Þessir líklegastir til að ná í gegn í baráttunni um Bessastaði Aðalsteinn Jörgensen briddsspilari með meiru dundar sér við að teikna í frístundum og nú slagurinn um Bessastaði efstur á blaði. Innlent 8. apríl 2024 13:41
Brúðkaupsdansinn er einn af hápunktum brúðkaupsins Brúðkaupsdagurinn er ógleymanlegur dagur, fullur af ást, gleði og rómantík. Margar hefðir fylgja þessum degi og ein sú sem margir halda í heiðri er dansinn sem nýgiftu hjónin stíga í veislunni. Lífið samstarf 8. apríl 2024 11:36
Fullur tilhlökkunar fyrir nýjum kafla „Það er ótrúlega gaman að vera búinn að gefa þetta út. Næsti síngúll er væntanlegur í apríl og svo erum við að vinna hörðum höndum að plötunni Floni 3,“ segir tónlistarmaðurinn Friðrik Róbertsson, betur þekktur sem Floni. Hann var að gefa út tónlistarmyndband við nýjasta lagið sitt Engill og vinnur sömuleiðis að nýrri plötu. Tónlist 8. apríl 2024 11:32
Eyþór Ingi tók lag með Laufeyju Lin Í þættinum Kvöldstund með Eyþóri Inga á föstudagskvöldið á Stöð 2 voru allskonar lög tekin. GDRN mætti sem gestasöngkona en einn flutningur vakti sérstaka athygli. Lífið 8. apríl 2024 10:30
Geymdi pasta á sviðinu ef hann skildi verða svangur milli laga Einn allra frægasti tenór sögunnar, Ítalinn Luciano Pavarotti, geymdi oft pastarétti í vængjum sviðsins sem hann söng á, svo hann gæti rölt út af sviðinu milli laga og fengið sér bita. Lífið 8. apríl 2024 10:22
Nick Cave til Íslands Tónlistarmaðurinn Nick Cave snýr aftur til Íslands í júlí og mun koma fram í Eldborgarsal Hörpu. Með honum á bassagítar verður Colin Greenwood úr Radiohead. Tónlist 8. apríl 2024 09:16
Bíl Tjokkó lagt í neyðarbílastæði meðan hann tróð upp Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, eða Prettyboitjokkó, tróð upp á glæsilegri árshátíð Landsbankans í Laugardalshöll í gærkvöldi. Það væri þó ekki í frásögur færandi nema fyrir það að meðan á „gigginu“ stóð lá glæsikerra hans í stæði sem ætlað er neyðarbílum. Innlent 7. apríl 2024 19:21
Finna enn gríðarlega sterk áhrif Eurovision-myndarinnar Verkefnastjóri Húsavíkurstofu segir að ferðamennska hafi aukist jafnt og þétt í Húsavík frá útgáfu Eurovision-bíómyndarinnar og síðasta sumar sé það blómlegasta í sögu bæjarins. Hann vekur athygli á að fyrir hverja krónu sem notuð er til fjárfestingar í kvikmyndagerð hérlendis koma 6,8 krónur til baka. Bíó og sjónvarp 7. apríl 2024 18:32
Stærðarinnar listaverk komið á sinn stað Stærðarinnar listaverk er risið við aðalinngang Smiðju, nýrrar skrifstofubyggingar Alþingis. Innlent 7. apríl 2024 08:51
Emelíana Lillý úr FNV vann Söngkeppni framhaldsskólanna Emelíana Lillý Guðbrandsdóttir sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna 2024 í kvöld fyrir hönd Framhaldsskóla Norðurlands vestra. Emelíana söng nýja íslenska útgáfu af laginu Never Enough úr kvikmyndinni The Greatest Showman. Tónlist 7. apríl 2024 00:09
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið