Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ás­mundar­sal

Það var líf og fjör í Ásmundarsal 30. nóvember síðastliðinn þegar hin árlega og eftirsótta jólasýning opnaði. Margt var um manninn þar sem listunnendur komu saman og báru verk eftir vinsælustu íslensku listamennina augum. 

Menning
Fréttamynd

Snorri skein skært í hátíðarbrókinni

Það var stemning og mikil gleði á jólatónleikum Snorra Ásmundssonar í Hannesarholti í síðustu viku þar sem hann flutti frumsamin verk og sömuleiðis spunaverk sem samin voru á augnablikinu. Snorri skartaði glimmerbrók og skein skært.

Menning
Fréttamynd

Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tví­bura

Það hefur margt á daga Sævars Breka drifið en hann myndar tvíeykið NUSSUN ásamt Agli Breka. Þeir stóðu fyrir stórum útgáfutónleikum í síðustu viku þar sem þeir gáfu út stuttmynd og tónlistarmyndband og á föstudag eignuðust Sævar Breki og unnusta hans Guðrún Lóa svo tvíbura. 

Tónlist
Fréttamynd

Var Kurt Cobain myrtur?

Allt frá andláti Kurt Cobain, forsöngvara hinnar íkonísku grunge hljómsveitar, Nirvana, árið 1994, hafa þrálátar samsæriskenningar um að honum hafi verið komið fyrir kattarnef verið á kreiki.

Lífið
Fréttamynd

„Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“

Leikstjórinn Hannes Þór Halldórsson segir svo gott sem alla sem komu að sjónvarpsþáttunum Iceguys í upphafi hafa haft miklar efasemdir um verkefnið. Hann hafi sjálfur verið efins, handritshöfundurinn Sóli Hólm haft sínar efasemdir og forráðamenn Símans sömuleiðis. Hannes þurfti auk þess að heyra sjálfur í Rúriki Gíslasyni og sannfæra hann um verkefnið.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Enginn ætti að lesa skila­boðin sem honum hafi borist

Írski leikarinn Barry Keoghan hefur fengið sig fullsaddan af hatri í hans garð á netinu. Hann sættir sig ekki við að fólk sitji um heimili sonar hans og dreifi fölskum sögusögnum. Keoghan hætti nýlega með bandarísku söngkonunni Sabrinu Carpenter en sá orðrómur gekk að hann hefði haldið framhjá henni.

Lífið
Fréttamynd

Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða

Rúbínrauðu skór Dóróteu sem Judy Garland klæddist í Galdrakarlinum í Oz seldust á uppboði í Dallas á laugardag fyrir tæpa fjóra milljarða króna. Skórnir eiga sér merkilega sögu því þeim var stolið árið 2005 og fundust ekki fyrr en þrettán árum seinna.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Breyta japönskum dúett í ís­lenskt jóla­lag

Einn þekktasti leikari og grínisti landsins Vilhelm Neto hefur breytt einu af sínu uppáhalds popplögum frá Japan í íslenskt jólalag ásamt söngkonunni og leikkonunni Vigdísi Hafliðadóttur. Vilhelm sem alltaf er kallaður Villi segist sitja á fleiri erlendum lögum sem hann er handviss um að myndu sóma sér vel sem jólalög.

Tónlist
Fréttamynd

Með óútskýrða floga­veiki í kjöl­far fæðingar

Jónína Margrét Bergmann byrjaði að glíma við illvíga og óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar eldri dóttur sinnar árið 2005. Með árunum þróaðist sjúkdómurinn yfir í sex tegundir af flogum, með mismunandi einkennum og mislöng, allt frá nokkrum mínútum upp í 36 klukkustundir.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta drepur fólk á endanum“

„Ég gat ekki staðið upp í margar vikur. Það var mjög auðmýkjandi að geta bókstaflega ekki hreyft sig. Kærastinn minn þurfti að bera mig allt,“ segir rísandi stórstjarnan, leikkonan og söngkonan Elín Hall sem hefur átt risastórt ár en lenti á vegg eftir að hafa verið á ofsahraða að láta draumana rætast. Blaðamaður ræddi við Elínu um uppbygginguna, listina, lífið og tilveruna.

Lífið
Fréttamynd

Gæsa­húð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl

„Þegar við frumsýnum svona flaggskip þá tjöldum við öllu til, þetta er goðsagnakenndur bíll sem á stóran stað í hjarta margra. Okkar markmið var að skapa hughrif og tilfinningar og það tókst. Fólk fékk gæsahúð,“ segir Sigrún Ágústa Helgudóttir, vörumerkjastjóri Mercedes-Benz, en hún fékk listræna stjórnandann Stellu Rósenkranz til að hanna opnunaratriði frumsýningar Öskju á rafmögnuðum G-Class.

Lífið samstarf
Fréttamynd

„No Hingris Honly Mandarin“

Myndlistarmaðurinn Jón Óskar opnaði sýningu sína í gær á Vinnustofu Kjarval, nýjum samkomu- og sýningarsal á vegum Kjarvalsstofu í Austurstræti 10a á 2. hæð. Við þetta tækifæri var Jón Óskar gerður að sérlegum heiðurslistamanni staðarins.

Lífið
Fréttamynd

Segist vera sá lista­maður sem vor­kennir sér mest

Halldór Armand rithöfundur lét krossfesta sig í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þegar rætt var við hann á skemmtistaðnum Röntgen í miðbæ Reykjavíkur. Halldór fékk ekki listamannalaun í ár þrátt fyrir að hafa fengið þau síðustu ár.

Lífið
Fréttamynd

Mynd­band: Sungu snjó­korn falla á ís­lensku tákn­máli

Krakkarnir í Táknmálseyju í Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra tóku sig til í vikunni og sungu eitt þekktasta jólalag Íslands, Snjókorn falla á íslensku táknmáli. Myndband af krökkunum hefur vakið mikla athygli en krakkarnir senda landsmönnum hlýjar jólakveðjur.

Lífið
Fréttamynd

Konur hlusta á konur og karla, karlar hlusta á karla

Í vikunni birti mbl.is frétt um streymistölur íslendinga á veitunni Spotify fyrir árið 2024. Í fréttaflutningnum þótti okkur blaðamann skorta heildræna sýn á kynjamál í tónlistarbransanum og stilla upp ansi dapurlegri mynd.

Skoðun
Fréttamynd

Jóladrottningin stal senunni

Húsfyllir og rífandi stemning var í frumsýningarteiti hljómsveitarinnar Húbba Búbba sem fór fram í Kolaportinu á dögunum. Þar frumsýndu þeir tónlistarmyndband við lagið JólaHúbbaBúbba, þar sem hin margrómaða jóladrottning, Svala Björgvins, stal senunni frá strákunum, eins og henni einni er lagið.

Jól
Fréttamynd

Ör­laga­ríkt við­tal varð að tuttugu ára vin­áttu

Sjónvarpskonurnar Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir verða saman á skjánum í allra fyrsta sinn í kvöld í söfnunar- og skemmtiþætti UNICEF á Íslandi, Búðu til pláss. Það er ótrúlegt mál enda hafa þær starfað í sama geira síðustu ár en eru þar að auki perluvinkonur eftir örlagaríkt viðtal fyrir tuttugu árum síðan.

Lífið
Fréttamynd

Jón Nor­dal er látinn

Jón Nordal tónskáld og fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík andaðist í gær, 5. desember, 98 ára að aldri. Hann var meðal ástsælustu tónskálda þjóðarinnar og einn helsti forystumaður í uppbyggingu tónlistarlífs á Íslandi á síðastliðinni öld.

Innlent
Fréttamynd

Lands­lið tón­listar­manna mætti þegar Maggi Ei­ríks var hylltur

Þakkarorða íslenskrar tónlistar var afhent þann 1. desember á Degi íslenskrar tónlistar á sérstökum hátíðartónleikum til heiðurs tónlistarmanninum Magnúsi Eiríkssyni. Tónleikarnir fóru fram fyrir fullum Eldborgarsal í Hörpu og var þjóðinni boðið að sækja sér miða sem ruku út á nokkrum mínútum. Tónleikarnir voru einnig teknir upp og verða sýndir á RÚV 26. desember.

Tónlist
Fréttamynd

Engin sé upp­skeran ef kar­töflurnar eru ekki settar niður

Fyrirkomulagið við úthlutun listamannalauna snýst ekki lengur um pólitíska bitlunga líkt og áður var og er nú allt á réttri leið. Þetta segir Edda Björgvinsdóttir leikkona sem er ein þeirra tvö hundruð og fimmtíu listamanna sem fá listamannalaun á næsta ári. Hún kveðst þakklát fyrir það framlag sem hún fær sem geri henni kleift að gefa enn meira af sér til baka til samfélagsins og íslenskrar menningar en ella.

Menning
Fréttamynd

Frum­sýning á Vísi: „Er ég að fara að missa allt?“

„Íþróttir skipta okkur ótrúlegu máli. Þetta er eitthvað sem við sækjum okkar identity í og við erum mjög stolt af því að vera íþróttabær,“ segir Bryndís Gunnlaugsdóttir aðstoðarþjálfari kvennaliðs Grindavíkur í fyrstu stiklunni úr heimildarþáttunum Grindavík eftir Garðar Örn Arnarson og Sigurð Má Davíðsson, þeim sömu og gerðu Edduverðlaunaþáttaraðirnar Víkingur: Fullkominn endir og Jón Arnór.

Lífið
Fréttamynd

Þessi fá lista­manna­laun 2025

Tilkynnt hefur verið hvaða listamenn fá úthlutun úr Launasjóði listamanna fyrir árið 2025. Færri komust að en vildu, en alls var úthlutað 1720 mánaðarlaunum úr átta mismunandi sjóðum. 

Menning