Gaf ókunnugri stúlku hundrað ára fiðlu fyrir námið Halldór Guðmundsson leigubílstjóri gaf fyrir páska hinni fimmtán ára gömlu Arndísi Snorradóttur hundrað ára gamla fiðlu. Þau þekkjast ekki neitt en hún var að safna fé fyrir námskeiði hljóðfæranámi. Góðverkið hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum. Lífið 11. apríl 2023 21:01
Berglind Festival, Logi Geirs og Steindi skemmtu sér á forsýningu Aftureldingar Það var stemning í loftinu í Bíó Paradís nú á dögunum þegar þar fór fram forsýning á íslensku þáttaröðinni Aftureldingu. Stórskotalið íslenskra leikara kemur saman í þáttaröðinni undir leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Göggu Jónsdóttur og Elsu Maríu Jakobsdóttur. Lífið 11. apríl 2023 18:01
Stranger Things stjarna trúlofuð syni Bon Jovi Leikkonan Millie Bobby Brown og leikarinn Jake Bongiovi eru trúlofuð ef marka má nýja Instagram færslu Brown. Lífið 11. apríl 2023 15:02
Al Jaffee er látinn Verðlaunateiknarinn Al Jaffee sem teiknaði fyrir tímaritið Mad í 77 ár, er látinn 102 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að snúa hinni svokölluðu miðopnu (e. centerfold) á höfuð sér þegar hann fann upp á the Mad Fold-in þar sem lesendur áttu að brjóta baksíðu tímaritsins saman svo það kæmi falin mynd í ljós. Lífið 11. apríl 2023 13:12
Heimalöguðu veitingarnar eina áhyggjuefni eiginmannsins Grínistinn, skemmtikrafturinn og áhrifavaldurinn Eva Ruza Miljevic hélt fermingarveislu frumburða sinna nú fyrir skemmstu. Hún segir töluverðan mun á börnunum sem eru tvíburar hvað skipulagningu varðar. Sjálf er hún, að eigin sögn, hamfarakokkur en lagði þó til heimalagaðar veitingar í veisluna sem urðu eina áhyggjuefni eiginmannsins. Lífið 11. apríl 2023 13:00
Kim Kardashian sýnir ógnvekjandi hliðar Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian er óhrædd við að takast á við ný og jafnvel ógnvekjandi verkefni, ef marka má nýjustu færslu hennar á samfélagsmiðlinum Instagram. Þar kom fram að Kim fari með hlutverk í væntanlegri seríu af hryllingsþáttunum American Horror Story. Bíó og sjónvarp 11. apríl 2023 10:55
Opinn fyrir því að eignast þrettánda barnið með Swift Barnamaskínan og sjónvarpskynnirinn Nick Cannon segist vera opinn fyrir því að eignast sitt þrettánda barn og það með söngkonunni Taylor Swift. Hann segist telja þau verða mjög gott par skildu þau byrja saman. Lífið 11. apríl 2023 09:32
Gítarleikari Mötley Crüe lögsækir félaga sína Mick Mars, gítarleikari þungarokkssveitarinnar Mötley Crüe kærði félaga sína á fimmtudag, 6. apríl. Krefst hann þess að afhent verði öll gögn um fjárhag sveitarinnar. Sakar hann félaga sína um að leyna fjárhagslegum upplýsingum. Erlent 10. apríl 2023 12:20
Eiga ekki pening fyrir öllu skólaárinu Félag íslenskra listdansara hefur sett á fót undirskriftalista til að skora á Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra að veita fjármunum til listdansnáms til samræmis við aðrar greinar. Greininni sé mismunað. Innlent 10. apríl 2023 11:30
Lasse Wellander er látinn Sænski tónlistarmaðurinn Lasse Wellander er látinn, 70 ára að aldri. Hann var meðal annars gítarleikari fyrir sænsku hljómsveitina ABBA. Lífið 10. apríl 2023 10:34
Draumurinn rættist þegar Netflix hringdi Ljósmyndarinn Benjamin Hardman hefur verið hugfanginn af Íslandi frá því hann kom hingað í fyrsta skipti árið 2013. Tveimur árum síðar flutti hann hingað og hefur síðan þá unnið hörðum höndum að því að láta draum sinn rætast um að vinna af fullum krafti við ljósmyndun og myndbandsgerð. Hann á að baki sér áhugaverða og einstaka sögu en Benjamin Hardman er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Menning 10. apríl 2023 07:01
„Þetta var stórkostleg björgun“ Á jóladagsnótt árið 1986 sökk flutningaskipið Suðurland við dularfullar aðstæður á leið sinni til Murmansk. Veður var slæmt og kafbátar á vegum Rússa og Breta voru á ferð í nálægð við skipið. Skipið tók á sig mikið högg, sjór flæddi nær stjórnlaust inn, og það tók að sökkva hratt. Lífið 9. apríl 2023 07:00
Herra Hnetusmjör og Frikki Dór aftur á toppnum Tónlistarmennirnir Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór sitja á toppi Íslenska listans með lagið Vinn við það. Lagið hefur flakkað upp og niður listann á síðustu vikum. Tónlist 8. apríl 2023 17:01
Fimmtíu ár liðin frá andláti Pablo Picasso Þess er minnst á Spáni í dag, og reyndar víðar, að hálf öld er liðin frá andláti Pablo Picasso, mesta listmálara Spánar á 20. öldinni. Verk hans seljast sem aldrei fyrr en þó hefur fallið á glansmyndina eftir að ofbeldisfull samskipti hans við konur komust í hámæli. Erlent 8. apríl 2023 14:28
Hefur aldrei látið kvíðann stoppa sig „Það sem hefur líka hjálpað mér er að ég er strangtrúaður,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson í viðtali í Einkalífinu á Vísi og Stöð 2+. Lífið 8. apríl 2023 09:01
Stikla fyrir nýja Indiana Jones mynd er lent Stikla fyrir nýja Indiana Jones mynd er lent. Myndin heitir Indiana Jones and the Dial of Destiny, sem gæti útlagst á íslensku sem Indiana Jones og örlagaskífan. Bíó og sjónvarp 7. apríl 2023 19:23
Þrjár nýjar Star Wars-myndir á leiðinni Tilkynnt var um þrjár nýjar leiknar kvikmyndir sem eiga sér stað í heimi Star Wars í dag. Þá var sýnd æsispennandi stikla úr sjónvarpsseríunni Ahsoka sem kemur út í ár og fjallar um lærling Anakins. Bíó og sjónvarp 7. apríl 2023 15:25
Coolio hafi dáið af Fentanyl-ofskammti Rapparinn Coolio sem gerði garðinn frægan með smellnum Gangsta's Paradise lést af völdum Fentanyl-ofskammts segir umboðsmaður hans. Erlent 7. apríl 2023 10:48
Flutti úlpulaus til Íslands en fann lykilinn að listsköpunni Benjamin Hardman flutti úlpulaus til Íslands frá Ástralíu fyrir rúmum sjö árum með um það bil þúsund fylgjendur á Instagram og draum um að geta unnið sem ljósmyndari. Hann er nú með um 725 þúsund fylgjendur þar sem hann deilir ævintýrum sínum og sinnir ástríðu sinni á ljósmyndun og myndbandsgerð af fullum krafti. Benjamin Hardman er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst, þar sem hann ræðir opinskátt um lífið, listina og mikilvægi þess að elta draumana sína. Menning 7. apríl 2023 09:00
Sextán ára farinn að spila á Hótel Sögu fyrir blindfullt fólk Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson fagnar sextugsafmæli sínu með stórtónleikum í Hörpu þann 22. apríl næstkomandi. Af því tilefni settist Jón niður með Ómari Úlfi og fór yfir magnaðan feril með hljómsveitunum Possibillies, Bítavinafélaginu og Nýdönsk. Þá er Jón einn af stofnmeðlimum Sálarinnar hans Jóns míns og hefur unnið mikið í leikhúsi. Menning 7. apríl 2023 07:01
Diddy segist þurfa að borga Sting 5.000 Bandaríkjadali á dag til dauðadags Tónlistarmógullinn Diddy, einnig þekktur sem Sean Combs eða Puff Daddy, greindi frá því nýverið að hann þurfi að borga tónlistarmanninum Sting fimm þúsund Bandaríkjadali á dag vegna lagabúts sem hann fékk ekki leyfi fyrir árið 1997. Lífið 6. apríl 2023 16:45
Játar að hafa selt The Wire-stjörnu banvænan skammt eiturlyfja Eiturlyfjasalinn Irvin Gartagena hefur játað að hafa selt leikaranum Michael K. Williams skammt eiturlyfja sem dró hann til dauða. Hann verður dæmdur í fimm til fjörutíu ára fangelsi fyrir glæpinn. Lífið 6. apríl 2023 12:02
Varar fólk við storminum sem er að skella á tónlistarsenuna „Þessi skífa er einfaldlega lognið undan storminum,“ segir tónlistarmaðurinn Issi, sem ætlar að gefa út EP plötuna Rauð viðvörun á miðnætti. Blaðamaður tók púlsinn á honum. Tónlist 6. apríl 2023 11:30
Colin From Accounts: Ástralirnir eru með þetta Þáttaröðin Colin From Accounts laumaði sér nýlega inn á streymisveitu Sjónvarps Símans án mikils lúðraþyts. Vel má því vera að hún hafi farið fram hjá áskrifendum, en það leiðréttist hér með, hún er með því ánægjulegra í sjónvarpinu þessi misserin. Gagnrýni 6. apríl 2023 11:00
Fólk mætti í skírteinismyndatöku og endaði í listrænu verkefni um bænina „Titill sýningarinnar er sóttur í kristna trú,“ segir listamaðurinn Sigurður Unnar sem er að opna sýninguna Lömb og Guðir á morgun, á föstudaginn langa. Blaðamaður tók púlsinn á honum. Menning 6. apríl 2023 10:01
Mjög veik eftir 40 tíma föstu: „Hélt að ég myndi deyja“ „Spáiði í því hvað það er þreytandi að vera alltaf í megrun?“ Segir einkaþjálfarinn Guðríður Erla Torfadóttir, eða Gurrý eins og hún er oftast kölluð, í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni. Lífið 6. apríl 2023 08:13
Deilan um Ríkarðshús leyst Samkomulag hefur náðst um framtíð Ríkarðshús á Djúpavogi á milli stjórnar félagsins og afkomenda myndhöggvarans Ríkarðs Jónssonar. Áður hafði gjafagerningur til safnsins verið dreginn til baka af Ásdísi dóttur Ríkarðs. Innlent 6. apríl 2023 07:01
Lifa af á rokgjörnum og hverfulum tíma Íslenska tölvuleikafyrirtækið Mussila fékk á dögunum verðlaun á hinni alþjóðlegu verðlaunahátíð Bett Awards sem afhent voru í Bretlandi í liðinni viku. Lífið 5. apríl 2023 17:01
Páskaglápið á Stöð 2+ Páskahelgin er fram undan með tilheyrandi rauðum dögum, súkkulaðiáti og almennri gleði. Lífið samstarf 5. apríl 2023 16:17
„Gaman að taka upp í rými sem veitir mikinn innblástur“ Nanna Bryndís Hilmarsdóttir gefur út lagið Disaster Master í dag. Lagið er samið af Nönnu og pródúserað af Josh Kauffman. Um er að ræða lag sem verður á væntanlegri sóló plötu hennar. Platan kemur út þann fimmta maí næstkomandi. Tónlist 5. apríl 2023 16:01