Skeggi hélt áfram að hrella Los Angeles-liðin Eftir misjafna frammistöðu á tímabilinu sýndi James Harden allar sínar bestu hliðar þegar Brooklyn Nets vann Los Angeles Clippers, 108-124, í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 28. desember 2021 08:01
Varnarleikur Lakers hvorki fugl né fiskur án Anthony Davis Los Angeles Lakers hefur ekki verið upp á sitt besta í NBA-deildinni í körfubolta á leiktíðinni en eftir að Anthony Davis meiddist nýverið hefur varnarleikur liðsins verið hrein martröð. Körfubolti 27. desember 2021 19:00
Söguleg frammistaða Jokic gegn Clippers Nikola Jokic skoraði 26 stig, tók 22 fráköst og gaf átta stoðsendingar þegar Denver Nuggets sigraði Los Angeles Clippers, 100-103, í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 27. desember 2021 07:31
Enginn skoraði fleiri stig á Jóladag en LeBron LeBron James náði merkum áfanga í er Los Angeles Lakers tapaði enn einum leiknum í nótt. Körfubolti 26. desember 2021 21:31
Curry dró vagninn í jólauppgjöri bestu liða NBA-deildarinnar Það var nóg um dýrðir í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en fimm jólaleikir voru spilaðir. Stephen Curry skoraði 33 stig er Golden State Warriors vann níu stiga sigur gegn Phoenix Suns, 116-107, og lyfti sér þar með aftur á toppinn í Vesturdeildinni. Körfubolti 26. desember 2021 09:25
Stríðsmennirnir og Sólirnar mætast í jólauppgjöri bestu liða NBA-deildarinnar Golden State Warriors og Phoenix Suns eru liðin með besta árangur tímabilsins hingað til í NBA-deildinni í körfubolta. Liðin sitja í fyrsta og öðru sæti Vesturdeildarinnar, en þau mætast einmitt í Phoenix í kvöld. Körfubolti 25. desember 2021 12:00
Um endurkomu Kyrie: „Gerir þá líklegri til að verða meistarar“ Svo virðist sem Kyrie Irving muni loksins spila með Brooklyn Nets í NBA-deildinni þrátt fyrir að vera óbólusettur. Hann mun þó aðeins spila í þeim borgum þar sem leikmenn mega spila þrátt fyrir að vera óbólusettir. Körfubolti 24. desember 2021 20:25
Ömurlegt gengi Lakers og Knicks heldur áfram | Sjáðu sýninguna hjá Curry Alls fóru 11 leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í kvöld. Ömurlegt gengi Los Angeles Lakers og New York Knicks heldur áfram á meðan Stephen Curry skoraði 46 stig í sigri Golden State Warriors. Körfubolti 24. desember 2021 12:00
Bucks aftur á sigurbraut | Boston Celtics stöðvaði sigurhrinu Cavaliers NBA-deildin í körfubolta bauð upp á fimm leiki í nótt. Milwaukee Bucks komst aftur á sigurbraut með stórsigri gegn Houston Rockets, 126-106, og Boston Celtics batt enda á sex leikja sigurhrinu Cleveland Cavaliers með góðum tíu stiga sigri, 111-101. Körfubolti 23. desember 2021 11:23
Dökkt yfir herbúðum LeBrons eftir þriðja tap Lakers liðsins í röð Það er ekki bjart yfir Los Angeles Lakers liðinu í NBA-deildinni í körfubolta og enn eitt tapið leit dagsins ljós í nótt. Körfubolti 22. desember 2021 07:31
Boston Celtics menn réðu ekkert við Joel Embiid í nótt Joel Embiid átti frábæran leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og það á útivelli á móti Boston Celtics. Tveir leikmenn voru með þrennu í sigrum sinna liða þar af hjálpaði annar þeirra Steph Curry að ná enn einum þrjátíu stiga leiknum sínum Körfubolti 21. desember 2021 07:30
Sneri aftur eftir kórónuveirusmit og skoraði 38 stig í sigri á Lakers Kórónuveiran setur mikinn svip á NBA-deildina þessa dagana. Fresta þurfti þremur leikjum í nótt og flest lið líka þurftu að spila án leikmanna og sum meira að segja án þjálfara sinna. Körfubolti 20. desember 2021 07:31
Stjarna Los Angeles Lakers frá í mánuð Anthony Davis, framherji bandaríska stórliðsins Los Angeles Lakers, er með skaddað liðband á hné og verður ekki með liðinu næsta mánuðinn hið minnsta. Körfubolti 19. desember 2021 11:00
NBA: SGA sökkti Clippers með flautukörfu Shai Gilgeous-Alexander, leikmaður Oklahoma City Thunder, gerði sér lítið fyrir og skoraði þriggja sitga körfu á meðan að tíminn rann út og tryggði sínum mönnum sigur gegn Los Angeles Clippers, 104-103. Körfubolti 19. desember 2021 09:30
NBA deildinni verður ekki frestað Þrátt fyrir mikla aukningu smita ætlar NBA deildin ekki að stöðva deildina sjálfa eins og gerðist í Mars 2020. Körfubolti 18. desember 2021 10:30
Lakers tapaði í fyrsta leik Thomas Það var nóg um að vera í NBA deildinni í nótt eins og oft áður. Los Angeles Lakers freistaði þess að vinna sinn fjórða leik í röð í deildinni en liðið mætti Minnesota Timberwolves. Lakers sótti nýlega til sín fyrrum stjörnuleikmanninn Isaiah Thomas. Körfubolti 18. desember 2021 09:30
Herða sóttvarnareglur yfir jólin eftir mikinn fjölda smita Vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í NBA-deildinni í körfubolta hafa forráðamenn deildarinnar ákveðið að herða sóttvarnareglur yfir jólahátíðina. Körfubolti 17. desember 2021 07:31
Ósvikinn fögnuður eftir sturlaða flautukörfu Það velkist enginn í vafa um hver mögnuðustu tilþrif næturinnar voru í NBA-deildinni í körfubolta. Devonte Graham skoraði sigurkörfu frá eigin vallarhelmingi í 113-110 sigri New Orleans Pelicans á Oklahoma City Thunder. Körfubolti 16. desember 2021 07:30
Curry sló metið og fagnaði með þeim sem átti það Stephen Curry getur nú státað sig af því að hafa skorað fleiri þriggja stiga körfur en nokkur leikmaður í sögu NBA-deildarinnar. Hann sló met Ray Allen í nótt, fyrir framan fráfarandi methafa. Körfubolti 15. desember 2021 07:30
Curry þarf að bíða eftir metinu merka en uppskar sætan sigur Stephen Curry á góða möguleika á að slá þristamet Rays Allen í NBA-deildinni í körfubolta í Madison Square Garden í nótt því nú munar aðeins tveimur þristum á þeim. Curry virtist staðráðinn í að slá metið í gærkvöld en uppskar þó sigur. Körfubolti 14. desember 2021 07:30
Bakslag hjá Zion: Spilar ekki fyrr en á nýju ári Það verður seint sagt að NBA-ferill Zion Williamson hafi verið dans á rósum til þessa. Frá því New Orleans Pelicans valdi Zion í nýliðavali deildarinnar árið 2019 hefur hann verið meira og minna meiddur. Hann mun ekki spila aftur fyrr en á næsta ári. Körfubolti 13. desember 2021 23:30
Fór yfir fimmtíu stig eftir sekt fyrir að blóta áhorfanda Kevin Durant skoraði yfir fimmtíu stig í einum og sama leiknum og LeBron James átti stórleik fyrir LA Lakers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 13. desember 2021 07:31
Það eina stöðuga við tímabilið hjá Lakers er óstöðugleiki Tímabilið hjá Los Angeles Lakers hefur verið vægast sagt upp og niður. Þegar liðið virðist loks hafa hrist af sér slenið tapar það gegn slökum mótherjum og þegar það virðist vera að sökkva í hyldýpi vinnur það góða sigra. Körfubolti 12. desember 2021 15:31
Hitinn frá Miami fór illa með Nautin og Stríðsmennirnir lágu í valnum Golden State Warriors og Chicago Bulls töpuðu bæði í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en alls fóru sex leikir fram. Körfubolti 12. desember 2021 09:46
Lakers aftur á sigurbraut, Durant hafði betur gegn Trae og Sólirnar skinu skært í Boston Það var nóg um að vera að venju í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar alls fóru fram níu leikir. Los Angeles Lakers sneri aftur á sigurbraut, Kevin Durant hafði getur gegn Trae Young er Brooklyn Nets lagði Atlanta Hawks og þá vann Phoenix Suns stórsigur á Boston Celtics. Körfubolti 11. desember 2021 09:31
Saga Showtime liðsins hjá Lakers orðin að leiknum sjónvarpsþáttum Það bíða örugglega margir Los Angeles Lakers aðdáendur eftir sjónvarpsþáttunum „Winning Time“ sem verða frumsýndir á HBO í mars næstkomandi. Körfubolti 10. desember 2021 15:00
Barkley skírði dóttur sína eftir verslunarmiðstöð Margir skíra börnin sín eftir foreldrum, ættingjum eða vinum eða bara einhverjum frægum. En Charles Barkley skírði dóttur sína eftir verslunarmiðstöð í Delaware. Körfubolti 10. desember 2021 13:01
Birnirnir frá Memphis juku enn á óhamingju Lakers-manna Vandræði Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta halda áfram en í nótt tapaði liðið fyrir Memphis Grizzlies, 108-95. Körfubolti 10. desember 2021 07:31
Ekkja Kobes óttast að myndum af flugslysinu verði lekið á netið Vanessa Bryant, ekkja Kobes Bryant, óttast mjög að myndir af flugslysinu þar sem Kobe og dóttir þeirra, Gianna, létust muni rata á netið. Körfubolti 9. desember 2021 14:00
Curry nálgast þristamet Allens og Miami vann meistarana Stephen Curry nálgast óðum met Rays Allen yfir flestar þriggja stiga körfur í sögu NBA-deildarinnar. Curry setti niður sex þrista í 104-94 sigri Golden State Warriors á Portland Trail Blazers í nótt og vantar nú aðeins níu þrista til að jafna met Allens. Körfubolti 9. desember 2021 07:15