Allt að tuttugu gráðu hiti sunnan heiða á morgun Hitinn gæti náð allt að átján stigum í dag og spáð er bjartviðri um mest allt land. Vindáttin verður breytileg og vindhraði milli þriggja og tíu metra á sekúndu. Hlýjast verður inn til landsins. 14.6.2024 07:35
Níu manns sagt upp hjá Veitum Níu starfsmönnum Veitna var sagt upp um mánaðamótin. Rún Ingvarsdóttir samskiptastýra Veitna segir uppsagnirnar vera vegna skipulagsbreyinga sem tilkynnt var um 29. maí síðastliðinn. 13.6.2024 13:47
Mikilvægt að ómenningu sé ekki sýnt umburðarlyndi Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til dómsmálaráðherra varðandi heiðurstengt ofbeldi og umfang þess á Íslandi. Hún segir tilefnið vera ljótt mál um ofbeldi innan palestínskrar fjölskyldu á Suðurnesjum sem virðist vera heiðurstengt. 13.6.2024 10:54
Enginn vinningshafi gefið sig fram í happdrætti Ástþórs Ástþór Magnússon segist ekkert vita um hvort einhver hafi hreppt stærsta vinninginn í happdrætti Lýðræðishreyfingarinnar fyrir forsetaframboð Ástþórs. Vinningurinn var rafmagnsbíll af gerðinni Hupmobile K3 en ásamt honum var fjöldinn allur af smærri vinningum. 13.6.2024 10:04
Lokað í Bláa lóninu vegna gasmengunar Lokað verður í Bláa lóninu til hádegis í það minnsta í dag vegna slæmra loftgæða. Í nótt var suðaustanátt og gasmengun úr eldgosinu í Sundhnúkagígum blés til norðvesturs yfir Reykjanesbæ og Bláa lónið. 13.6.2024 08:31
Ellefu aðildarfélög BSRB skrifa undir kjarasamninga Ellefu aðildarfélög BSRB undirrituðu á öðrum tímanum í nótt nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Samið var á sambærilegum nótum og á almennum markaði í vor. 13.6.2024 08:22
Blíðviðri á Norðurlandi í dag Blíðviðri verður á Norðurlandi í dag og getur hitinn náð allt að 19 stigum. Rigning verður með köflum á sunnanverðu landinu en yfirleitt bjart fyrir norðan. Líkur eru á þokulofti á annesjum við norður- og austurströndina. 13.6.2024 07:32
Heitavatnslaust á Seltjarnarnesi Ekkert heitt vatn er á Seltjarnarnesi vegna rafmagnsbilunar hjá Hitaveitu Seltjarnarness. Viðgerðarteymi hefur verið kallað út og kemur heitt vatn aftur á kerfið innan skamms. 13.6.2024 07:22
Pólitísk afskipti ráðherra tilefni til alvarlegra áhyggja Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir aðgerðir Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra og Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra gagnvart íslenskum fyrirtækjum tilefni til mikilla áhyggja. 12.6.2024 16:54
Dómsmálaráðherra skammar fjármálaráðherra fyrir afskipti Dómsmálaráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem kemur fram að ráðuneyti stjórnarráðsins og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eigi ekki að hafa afskipti af því hvort eða hvernig mál séu tekin til rannsóknar sem sakamál. 12.6.2024 15:08