Íslandsvinir

Fréttamynd

Átrúnaðargoðin úr áttunni ætla að trylla lýðinn með Todmobile

Þrjár helstu goðsagnirnar níunda áratugarins eru mættar á klakann og ætla að hjálpa Todmobile að fagna rækilega 35 ára afmæli hljómsveitarinnar með tónlistarveislu annað kvöld í Hörpu. Níundi áratugurinn verður í algjörum forgrunni en tvennir tónleikar fara fram annað kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Ævintýraleg Íslandsferð Chris Hemsworth

Ástralski stór­leikarinn Chris Hemsworth og dóttir hans, India Rose, áttu ævintýralega daga á Íslandi síðastliðna viku þar sem ísklifur á Sólheimajökli, útreiðar og laxveiðar komu við sögu. Feðginin kvöddu klakann í gær þegar þau fóru með vél Icelandair til Oslóar.

Lífið
Fréttamynd

Chris Hemsworth á Ís­landi

Ástralski stór­leikarinn Chris Hemsworth er staddur á klakanum. Hann kom hingað til lands síð­degis í dag og er hér á­samt dóttur sinni, hinni 11 ára gömlu India Rose.

Lífið
Fréttamynd

Nærmynd af konunum í tunnunum

Mótmælendurnir tveir sem komu sér fyrir í tunnum hvalveiðibátanna Hvals 8 og Hvals 9 í Reykjavíkurhöfn í gærmorgun til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga hafa vakið athygli margra. 

Lífið
Fréttamynd

Segir hring­ferðina um Ís­land hafa breytt lífi sínu

Yasmine Adriss setti sér það markmið í vor að hjóla hringinn í kringum Ísland og varð þar með fyrsta sádí-arabíska konan til að gera það. Hún tók ákvörðun um að gera það eftir að hún hætti í vinnunni og vissi ekki hvert hennar næsta skref átti að vera.

Innlent
Fréttamynd

Martha Stewart fór á stúfana á Ís­landi með Dor­rit

Martha Stewart, at­hafna­kona og sjón­varps­drottning, var stödd á Ís­landi um helgina en virðist nú vera komin til Græn­lands ef marka má sam­fé­lags­miðla. Hún fór á stúfana með Dor­rit Moussa­i­eff, fyrr­verandi for­seta­frú og heim­sóttu þær ýmis fyrir­tæki, meðal annars Íslenska erfðagreiningu.

Lífið
Fréttamynd

„Ekki amalegt að fá að elda fyrir Gordon Ramsay!“

Stjörnukokkurinn Gordon Ramsay er staddur á Íslandi þessa stundina, eins og oft áður. Hann var gestur á veitingastaðnum í Þrastalundi í gær en þetta er annað árið í röð sem hann snæðir þar. Ásamt honum var leikarinn Max Beesley.

Lífið
Fréttamynd

Gekk um staðinn eins og hann væri heima hjá sér

Sjón­varpskokkurinn Gor­don Ramsay var ó­væntur gestur á veitinga­staðnum OTO á Hverfis­götu í gær­kvöldi. Eig­andinn vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann sá nafn kokksins á lista yfir bókanir.

Lífið
Fréttamynd

„Ef ekki væri fyrir þessa ís­lensku fjöl­skyldu þá væri ég ekki til“

„Með því að hjálpa þeim er ég í raun að endurgjalda þeim mitt eigið líf,“ segir hin breska Sue Frecklington í samtali við Vísi. Á hernámssárunum var faðir Sue heimtur úr helju af íslenskum bónda hér á landi. Mennirnir tveir þróuðu í kjölfarið með sér vináttu sem átti eftir að spanna marga áratugi og ná þvert yfir fjórar kynslóðir.

Innlent
Fréttamynd

Ætlar að verða fyrsta sádi-arabíska konan sem hjólar hring­veginn um Ís­land

„Ef það væri ekkert sem stoppaði mig, hvað myndi ég þá gera? Það er það sem kom upp í hugann á mér. Ég vildi upplifa alvöru ævintýri – krefjandi ævintýri. Eitthvað sem myndi ögra mér og þvinga mig til að þroskast,“ segir Yasmine Adriss sem hyggst hjóla hringveginn um Ísland á næstu vikum. Hjólaferð hennar hófst þann 4. júlí síðastliðinn en ef hún kemst á leiðarenda mun hún verða fyrsta sádi-arabíska konan sem afrekar það.

Innlent
Fréttamynd

Amy Poehler birtir myndband frá Íslandi

Svo virðist vera sem bandaríska leikkonan og grínistinn Amy Poehler sé stödd á Íslandi. Í myndbandi sem leikkonan birtir á samfélagsmiðlinum TikTok sýnir hún frá helstu ferðamannastöðum Íslands en þó ekki sjálfa sig.

Lífið
Fréttamynd

Neuer varði kvöldinu á Hvolsvelli

Þýska knattspyrnugoðsögnin Manuel Neuer borðaði kvöldmat á veitingastaðnum Hygge í Fljótshlíðinni í gær. Hann fékk sér lax, salat, spænskar kartöflur og kaloríusnauðan Gull Light og var í heila þrjá tíma á staðnum.

Lífið
Fréttamynd

Trudeau bað Gísla um mynd eftir matinn

Matreiðslumaðurinn Gísli Matthías Auðunsson tók á móti forsætisráðherrum og fjölmennu fylgdarliði þeirra á veitingastöðum sínum um helgina. Gísli segir að í enda máltíðarinnar hafi forsætisráðherra Kanada beðið um að fá mynd af sér með honum.

Lífið
Fréttamynd

Fýlu­ferð til Ís­lands endaði með einka­tón­leikum

Erlendir aðdáendur söngkonunnar Bjarkar sem áttu miða á Cornucopia tónleika hennar duttu heldur betur í lukkupottinn á dögunum þegar blásið var til einkatónleika handa þeim sem höfðu skipulagt ferð til landsins fyrir tónleikana. Tilkynnt var í maí um að Cornucopia tónleikum Bjarkar yrði aflýst.

Lífið
Fréttamynd

Lor­een á Ís­landi

Sænska Euro­vision ofur­stjarnan Lor­een er á Ís­landi. Hún er hér á landi vegna sam­starfs síns við ís­lenska tón­listar­manninn Ólaf Arnalds.

Lífið
Fréttamynd

Støre í sundi og Macron á Þing­völlum

Jonas Gahr Støre, for­sætis­ráð­herra Noregs, heim­sótti Sund­höll Reykja­víkur í gær og skellti sér í heita pottinn. Emmanuel Macron, for­seti Frakk­lands, fór á Þing­velli í morgun á­samt Dúa J. Land­mark og þjóð­garðs­verði.

Lífið
Fréttamynd

Þessi hafa boðað komu sína á leiðtogafundinn

Mikill fjöldi fólks hefur boðað komu sína á leiðtogafund Evrópuráðsins sem fram fer í Hörpu í vikunni. Forsetar, forsætisráðherrar, aðrir ráðherrar og kardínáli eru á meðal þeirra sem eru á gestalistanum. Ekki hefur verið gefið upp hvort einhver frá Úkraínu komi á fundinn.

Innlent
Fréttamynd

Warwick Davis á leið til Ís­lands í frí

Breski stór­leikarinn Warwick Davis er á leið til Ís­lands í frí í þessum mánuði. Þetta sagði hann ís­lenskum að­dá­endum sem mættu á sér­staka Stjörnu­stríðs­ráð­stefnu í London um páskana.

Lífið