
Fjölmiðlar

Meðvirkni fjölmiðla
Ég hef áður haft á orði að meðvirkni innan fjölmiðlastéttarinnar sé vandamál, en það er nú eitt af því sem stéttin var gagnrýnd fyrir í Rannsóknarskýrslu Alþingis á sínum tíma. Síðustu daga hefur meðvirknin hins vegar náð hæstu hæðum og nærtækt er að bera saman nokkrar fréttir af vistaskiptum.

Meira sótt í að auglýsa á netinu eftir að Fréttablaðið dró saman seglin
Fyrirtæki hafa keypt í auknum mæli auglýsingar á vef, útvarpi og umhverfismiðlum eftir að Fréttablaðið hætti að dreifa blöðunum inn á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Kaup á auglýsingum í erlendum miðlum, eins og Google og Facebook, hafa haldist óbreytt. „Það er enn verið að nýta fjármunina innan íslenska hagkerfisins.“

Þóra Arnórsdóttir hættir hjá RÚV
Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks hjá Ríkisútvarpinu, hefur sagt upp störfum hjá Ríkisutvarpinu. Hún segist skilja sátt eftir 25 ára starf í fjölmiðlum og ætlar í annan bransa sem þó er leyndarmál fyrst um sinn.

N4 ehf. óskar eftir gjaldþrotaskiptum
N4 ehf. hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt var á samfélagsmiðlum sjónvarpsstöðvarinnar.

244 blaðberum Póstdreifingar var sagt upp
Póstdreifingar sagði upp 244 blaðberum í síðasta mánuði. Allir voru þeir í hlutastarfi og sinntu útburði á dagblöðum. Flestum verður þó boðið aftur starf.

Þröstur Helgason hættir sem dagskrárstjóri Rásar 1
Þröstur Helgason hættir sem dagskrárstjóri Rásar 1 næstu mánaðamót. Ríkisútvarpið greinir frá þessu og vísar til fundar Þrastar með starfsmönnum rásarinnar í morgun.

Valur Hrafn ráðinn tæknistjóri hjá Stokki
Valur Hrafn Einarsson hefur verið ráðinn tæknistjóri (CTO) hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Stokki Software. Valur hefur víðtæka reynslu úr tæknigeiranum og hefur frá árinu 2018 stýrt vefþróunardeild Sýnar.

Ávinningur af skatti á streymisveitur sagður „óljós“
Tekjur ríkisins af því að leggja skatt á streymisveitur með sama hætti og mörg önnur Evrópuríki hafa gert gætu numið 200 milljónum króna á ári samkvæmt mati Fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Ráðuneytið telur hins vegar að ávinningurinn af slíkri skattheimtu sé „óljós“ og hugsanlega geti hún haft neikvæð áhrif á þann iðnað sem er nú þegar til staðar.

Lestur Fréttablaðsins hrynur
Lestur Fréttablaðsins hefur minnkað um nærri helming, eftir að ákveðið var að hætta að dreifa blaðinu á heimili fólks.

Tvíhöfði snýr aftur í hlaðvarpi
Grínistarnir Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr ætlar aftur að blaðra frá sér allt vit í þætti sínum Tvíhöfða. Tilkynnt var í sumar að Tvíhöfði yrði ekki á dagskrá Rásar 2 eftir fimm ára endurkomu þáttanna vinsælu.

Pólitískur rétttrúnaður og aðför að málfrelsinu mjög hættuleg þróun
Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður hóf störf á Morgunblaðinu í dag og lýsir því þar með sé hún komin heim. Það er, eftir um átta ára ferðalag á önnur mið; hún starfaði á Fréttablaðinu 2014-2022. Nú stendur til að taka þátt í umræðunni og halda borgaralegum gildum á lofti.

BÍ segir skilið við Alþjóðasamband blaðamanna
Blaðamannafélag Íslands hefur tilkynnt úrsögn sína úr Alþjóðasambandi blaðamanna, IFJ. BÍ stígur þetta stóra skref á sama tíma og systurfélög þess í Noregi, Danmörku og Finnlandi. Svíar hafa þá úrsögn til skoðunar.

„Ég hef aldrei gengist við öllum ásökunum hennar“
Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason segir fjölmiðla hafa misskilið yfirlýsingu sem hann gaf frá sér vegna ásakana á hendur honum sem komu fram í fyrra. Hann hafi aldrei gengist við öllum ásökunum fyrrverandi kærustu sinnar.

Brotnaði gjörsamlega eftir netníð og persónuárásir
Helga Gabríela Sigurðardóttir, kokkur og eiginkona Frosta Logasonar fjölmiðlamanns, segist sjá eftir því hvernig hún tók til varna á Twitter í vikunni. Síðasta ár hafi reynst henni gríðarlega erfitt eftir að fyrrverandi kærasta Frosta sakaði hann um andlegt ofbeldi fyrir áratug. Hún hafi aldrei viljað tjá sig en einfaldlega brotnað vegna netníðs og persónuárása í garð eiginmannsins.

Kolbrún Bergþórs snýr aftur á Moggann
Kolbrún Bergþórsdóttir, rithöfundur og bókagagnrýnandi, mun hefja störf á ný á Morgunblaðinu. Kolbrún var sagt upp á Fréttablaðinu síðasta sumar vegna skipulagsbreytinga og hagræðingar.

Harmageddon vaknar til lífs á ný: „Áhorfendur mega búast við látum“
Frosti Logason fjölmiðlamaður endurvekur útvarpsþáttinn Harmageddon, nú sem myndhlaðvarp og segist í samtali við Vísi ætla þar að segja það sem allir eru að hugsa en fáir þori að segja.

Yfirgnæfandi meirihluti blaðamanna samþykkti kjarasamning
Rúmlega 98 prósent félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands greiddu atkvæði með samþykkt nýs skammtímakjarasamnings félagsins við Samtök atvinnulífsins. Af þeim sem voru á kjörskrá hjá Félagi fréttamanna greiddu rúmlega 96 prósent atkvæði með samþykkt samningsins.

Borgin styrkir Ríkisútvarpið um rúmar 18 milljónir
Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í gær að endurnýja sérstakan samstarfs- og styrktarsamning við Ríkisútvarpið ohf. sem snýr að dagskrárgerð fyrir ungt fólk og greiða fyrir hann rúmar 18 milljónir.

„Ósmekkleg fyrirsögn“ sem hefði ekki átt að birtast
Ritstjóri Viðskiptablaðsins segir fyrirsögn á skoðanapistli sem birtist í blaðinu í síðustu viku hafa verið ósmekklega. Beðist verður velvirðingar á fyrirsögninni í næsta tölublaði blaðsins en fyrirsögninni var breytt í netútgáfunni í gær.

Tekist á um nærbuxnaatriði og nektardans Lenoncie í héraði
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Helga Jónsson, eiganda og umsjónarmann Glatkistunnar, í meiðyrðamáli söngkonunnar Leoncie Indiu Martin. Henni hefur verið gert að greiða Helga 1,4 milljón í málskostnað.

Hið árvissa metnaðarleysi í málefnum fjölmiðla
Þrátt fyrir að ekki finnist vottur af eftirspurn, hvorki frá hinum endanlegu gefendum né þeim þiggjendum sem mestu máli skipta, hefur ráðherra tekist að festa styrkjakerfið í sessi. Nú er orðinn árviss viðburður að frumvarp þess efnis sé lagt fram við dræmar undirtektir og á hverju ári er hægt að slá því föstu að ráðherra láti hjá líða að takast á við orsök versnandi rekstrarumhverfis fjölmiðla, þ.e. umsvif erlendra miðla og Ríkisútvarpsins.

Árni yfirgefur Moggann og gengur til liðs við RÚV
Árni Matthíasson fyrrverandi netritstjóri Morgunblaðsins, pistlahöfundur og blaðamaður þar til fjörutíu ára hefur yfirgefið Hádegismóa og gengið til liðs við Ríkisútvarpið.

Nýr sameinaður fjölmiðill ber heitið „Heimildin“
Heimildin, nýr fjölmiðill, fór í loftið í morgun en hann er afsprengi sameiningar Kjarnans og Stundarinnar. „Þér er hér með boðið með í þetta ferðalag, sem er vonandi rétt að hefjast,“ segir í fyrsta leiðara miðilsins.

Flugstjórinn í rétti í máli Margrétar
Icelandair var heimilt að neita Margréti Friðriksdóttur um greiðslu staðlaðra skaðabóta eftir að henni var vísað úr flugvél félagsins í september á síðasta ári. Þetta er niðurstaða Samgöngustofu sem telur að ekki sé tilefni til að draga í efa ákvörðun flugstjórans um að neita Margréti um far í því skyni að tryggja öryggi flugvélarinnar.

Síður um stjórnanda sem „varð á“ verði fjarlægðar úr Google-leit
Persónuvernd hefur úrskurðað að Google skuli fjarlægja ákveðnar vefsíður um mann, sem gegnir stjórnunarstöðu í samfélaginu, úr leitarvél sinni. Maðurinn kvartaði til Persónuverndar sem mat það sem svo að einkalífsverndarhagsmunir mannsins og réttur hans til að gleymast væru ríkari en hagsmunir almennings að því að hafa aðgang að umræddum upplýsingum um hann.

Maðurinn sem skrifaði afdrifaríkustu frétt fjölmiðlasögunnar
„Ég heiti Andri Ólafsson og árið 2006 var ég blaðamaður á DV,“ segir viðmælandi þeirra Nadine Guðrúnar Yaghi og Þórhildar Þorkelsdóttur í nýjum þætti í hlaðvarpinu Eftirmál.

Fjölmiðlastyrkir nýtast illa í núverandi mynd og skekkja samkeppni „verulega“
Stjórnendur Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, mbl.is og K100, segja verulegt áhyggjuefni hvernig stjórnvöld og Alþingi hafa nálgast það að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla. Fyrirliggjandi frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningarráðherra fresti vanda einkarekinna miðla fremur en að leysa hann.

Blaðamenn gera skammtímasamning
Blaðamannafélag Íslands og Samtök atvinnulífsins skrifuðu undir skammtímakjarasamning í dag. Samningurinn er samhljóða þeim sem undirritaðir hafa verið á almennum markaði undanfarnar vikur.

Þrjú sveitarfélög hafna boði N4 um samstarf við fréttaflutning
Þrjú sveitarfélög, Norðurþing, Akureyri og Fjallabyggð, sem flokkast sem markaðssvæði sjónvarpsstöðvarinnar N4 á Norðurlandi, hafa hafnað erindi Maríu Bjarkar Ingvadóttur framkvæmdastjóra N4, um að hefja samtal um samstarf um fréttaflutning.

Hætta að dreifa Fréttablaðinu á heimili fólks
Fréttablaðið greinir frá því að hætt verði að dreifa blaðinu inn á heimili íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem og á Akureyri.