Fiskeldi

Fréttamynd

Kaffikarlar fyrir vestan segja tafir stofnanafólks óeðlilegar

„Það er alveg sama hvað við ætlum að reyna að fá. Við fáum aldrei neitt. Sérðu með laxeldið. Það eru bara einhverjir sportveiðimenn sem ráða því. Við viljum bara fá laxeldið í Djúpið,“ segir Pétur Runólfsson, einn karlanna sem við hittum að skrafi í Olís-búðinni í Bolungarvík.

Innlent
Fréttamynd

Þrjú­þúsund milljón á­stæður

Þrátt fyrir falleinkun Skipulagsstofnunar og einarða andstöðu afgerandi meirihluta heimafólks á Seyðisfirði halda forsvarsmenn Fiskeldis Austfjarða ótrauðir áfram að reyna að þröngva í gegn áformum sínum um tíu þúsund tonna sjókvíaeldi á laxi í Seyðisfirði.

Skoðun
Fréttamynd

Nýtt ráðuneyti – ný vinnubrögð

Með gagnsæjum vinnubrögðum munum við auka samfélagslega sátt. Matvælaráðuneyti tók til starfa 1. febrúar. Ráðuneytið byggir á grunni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis auk þess sem málefni landgræðslu og skógræktar hafa bæst við. Ráðuneyti matvæla byggir á grunni málaflokka sem lengi hefur verið deilt um í íslensku samfélagi.

Skoðun
Fréttamynd

Eignar­hald í lax­eldi á Ís­landi

Fiskeldi á Íslandi er ung atvinnugrein í örum vexti en mikill uppgangur hefur verið í fiskeldi á heimsvísu undanfarna áratugi. Gríðarleg framþróun hefur einnig orðið í laxeldi í nágrannalöndum okkar í Norður-Atlantshafi; laxeldi er til að mynda umfangsmeira í hagkerfi Noregs en hefðbundinn sjávarútvegur.

Skoðun
Fréttamynd

15 til 20 prósent eldislax í kvíum Arctic Fish drepist

Fimmtán hundruð til tvö þúsund tonn af eldislaxi hafa drepist í tveimur sjókvíum Arctic Fish í Dýrafirði það sem af er þessu ári. Um er að ræða 15 til 20 prósent af lífmassa kvíanna en alls eru um tíu þúsund tonn af laxi í þeim.

Innlent
Fréttamynd

Lax­eldis­fyrir­tæki á neta­veiðum

Í gær birtust fréttir af því að enginn lax hefði veiðst í net í Reyðarfirði eftir að gat kom á sjókví þar. Í hvert skipti sem slysaslepping á sér stað er kastað út neti í stóran fjörð, látið liggja í dag eða tvo og þar með er viðbragðsáætlun lokið.

Skoðun
Fréttamynd

Gat á sjó­kví í Reyðar­firði

Gat var á nótarpoka einnar sjókvíar Laxa fiskeldis við Vattarnes í Reyðarfirði. Fyrirtækið tilkynnti Matvælastofnun um þetta í dag en gatið uppgötvaðist við reglubundið eftirlit með kvíum á stöðinni.

Innlent
Fréttamynd

Ice Fish Farm kaupir allt hluta­fé í Löxum

Meirihlutaeigendur ICE Fish Farm og Laxa skrifuðu undir samkomulag um mögulega sameiningu félaganna eftir lokun markaða í dag. ICE Fish Farm mun kaupa öll hlutabréf í Löxum og borga fyrir með hlutabréfum í ICE Fish Farm í kjölfar samþykkis aðalfunda félaganna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Iða úr Arnarlax í Lax-Inn

Iða Marsibil Jónsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Lax-inn fræðslumiðstöðvar fiskeldis í Reykjavík. Iða var áður ein af lykilmönnum Arnarlax, samkvæmt tilkynningu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Grunur um blóðþorra í fyrsta skipti á Íslandi

Rökstuddur grunur er um blóðþorra, svonefnda ISA-veiru, í laxi í sjókví Laxa fiskeldis í Reyðarfirði. Veiran uppgötvaðist við krufningu og sýnatöku í kjölfar vaxandi óútskýrðra affalla í sjókví númer sjö hjá Löxum. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir fyrirtækið komið með þykkan skráp fyrir áföllum.

Innlent
Fréttamynd

Afneitun MAST ristir djúpt

Sú einkennilega staða er uppi við útgáfu leyfa fyrir sjókvíaeldi á laxi að ekkert er litið til hversu miklum skaða fiski- og laxalúsasmit veldur á umhverfinu og lífríkinu.

Skoðun
Fréttamynd

Laxastofninn í Fífudalsá er ofurseldur sjókvíaeldinu

Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur, einn okkar fremsti sérfræðingur á sviði ferskvatnsfiska, segir nú liggja fyrir með óyggjandi hætti að laxastofninn í Fífudalsá er útsettur fyrir erfðablöndun við eldisfisk. Ef fram fer sem horfir heyrir villti laxastofninn við Ísland senn sögunni til.

Innlent
Fréttamynd

Grænþvottur og hrognkelsi

Þessa dagana keppist laxeldisiðnaðurinn við það klappa sjálfum sér á bakið. Reynt er að sannfæra landsmenn um það að sjókvíaeldi standi fyrir sjálfbæra, umhverfisvæna og græna framtíð.

Skoðun
Fréttamynd

Ó­um­beðin verk­stjórn af­þökkuð

Nýlega var tilkynnt hvaða verkefni hefðu orðið fyrir valinu við fyrstu úthlutun úr Fiskeldissjóði. Heildarfjárhæð úthlutunar var um 100 milljónir króna. Alls bárust sjóðnum 14 umsóknir frá sveitarfélögum á Vestfjörðum og Austfjörðum þar sem sótt var um 240 milljónir króna alls.

Skoðun
Fréttamynd

Lax­eldis­iðnaðurinn beitir sefjun fyrir kosningar

Nýlega náði Veiga Grétarsdóttir, umhverfisverndarsinni og kajakræðari, ógeðfelldu myndefni í sjókvíum á Austurlandi. Nú er þetta í annað skipti á skömmum tíma þar sem myndefni Veigu sýnir hve slæmt opið sjókvíaeldi er í raun.

Skoðun