
Þjóðadeild karla í fótbolta

Kári Árna: Var eiginlega hættur en erfitt að segja nei
Eftir HM í Rússlandi var talið að Kári Árnason væri hættur með íslenska landsliðinu. Hann gaf það reyndar aldrei út sjálfur og er mættur í íslenska landsliðshópinn sem æfir í Austurríki þessa dagana.

Danir búnir að semja og stilla upp sínu besta liði gegn Wales
Danska knattspyrnusambandið hefur komist að tímabundnu samkomulagi við leikmannasambandið þar í landi og munu A-landsliðsmennirnir snúa aftur í landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Wales í Þjóðadeildinni.

Arnór Ingvi um styrkleika Sviss og Belgíu: Skemmtilegra fyrir vikið þegar við vinnum
Ísland hefur leik í Þjóðadeild UEFA eftir tvo daga. Arnór Ingvi Traustason segir það verði skemmtilegra að fagna sigri þegar liðið vinnur þessa sterku andstæðinga sem fram undan eru.

Íslenska liðið kveður fjallaparadísina og kemur til St. Gallen í dag
Strákarnir okkar æfa á keppnisvellinum annað kvöld.

Strákarnir geta sett saman Billy-hillur eftir leik eða kíkt í H&M
Völlurinn í St. Gallen sem íslenska landsliðið spilar er á efstu hæð í verslunarmiðstöð.

Miklu meiri áhugi á Futsal leikmönnunum en á vináttulandsleik með stórstjörnum Dana
Danska landsliðið stillti upp afar skrautlegu liði í vináttulandsleik á móti Slóvakíu í gær og það vildu greinilega margir horfa á þá spila í Danmörku.

Kolbeinn: Yfirlýsingar forseta Nantes eiga ekki við nein rök að styðjast
Landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson var borinn þungum sökum af forseta Nantes, Waldemar Kita, í gær en Kolbeinn segir lítið að marka sem forsetinn hafi verið að segja.

Sölumaður, námsmaður, futsal markvörður og internet stjarna í liði Dana í gær
Dönsku landsliðsmennirnir í vináttulandsleiknum á móti Slóvakíu í gærkvöldi hafa örugglega aldrei látið sig einu sinni dreyma um að fá að spila með danska landsliðinu á þessum tímapunkti í sínu lífi.

Toni Kroos segir að Sane þurfi að laga margt og þar á meðal líkamstjáningu sína
Leroy Sane var skilinn eftir heima á HM í Rússlandi í sumar þrátt fyrir að vera lykilmaður í Englandsmeistaraliði Manchester City. Sane er nú kominn aftur í þýska landsliðið en búinn að missa sætið sitt í liði Manchester City.

„Hef aldrei áður á ævinni fundið svona mikið til“
Ashley Williams endaði á sjúkrahúsi eftir síðasta landsleik sinn í maí en hann er mættur aftur í landsliðsbúninginn og spilar sinn 80. landsleik fyrir Wales á móti Írlandi í kvöld.

Kroos: Sane þarf að bæta líkamstjáninguna
Toni Kroos segir að samherji sinn í þýska landsliðinu, Leroy Sane, þurfi að bæta líkamstjáningu sína.

Guðlaugur Victor: Hef lagt hart að mér að komast aftur í þennan hóp
Guðlaugur Victor Pálsson er kominn aftur í íslenska landsliðshópinn eftir eins og hálfs árs fjarveru. Hann spilaði síðast fyrir Ísland í vináttulandsleik gegn Síle í Kína.

Lítur út fyrir að Sverrir byrji á móti Sviss: „Vonandi fer tækifærunum fjölgandi“
Sverrir Ingi Ingason er líklega að taka við af Kára Árnasyni í varnarleik íslenska landsliðsins.

Gummi Ben hitti Erik Hamrén: Sagður galinn að taka við Íslandi á þessum tímapunkti
Eric Hamrén stýrir Íslandi í fyrsta sinn eftir þrjá daga á móti Sviss.

Danir tefla fram futsal leikmönnum í Þjóðadeildinni
Landsliðshópur Dana fyrir leikinn gegn Wales í Þjóðadeildinni um helgina inniheldur leikmenn í neðri deildunum og futsal-leikmenn.

Fimm leikmenn æfðu utan hóps í dag
Erik Hamrén stýrir íslenska karlalandsliðinu í fyrsta skipti á laugardaginn þegar liðið mætir Sviss ytra í fyrsta leik í Þjóðadeildinni. Hann er bjartsýnn á framhaldið.

Þjálfarar Íslands og Englands komast ekki í Sky-úrvalslið þjálfara í Þjóðadeildinni
Þjóðadeildin er framundan og fyrsti leikur Íslands er á móti Sviss á laugardaginn. Sky Sports hitaði upp fyrir Þjóðadeildina með því að velja úrvalslið landsliðsþjálfaranna.

Þarf engan leikmann í staðinn fyrir Raheem Sterling
Raheem Sterling verður ekki með enska landsliðinu í leikjunum á móti Spáni og Sviss. Gareth Southgate ætlar samt ekki að velja neinn í staðinn.

Raggi Sig : „Talaði við nýju þjálfarana og fannst spennandi hlutir vera að koma“
Ragnar Sigurðsson tilkynnti eftir HM í Rússlandi að hann væri hættur í landsliðinu. Hann hefur tekið þá ákvörðun til baka og er mættur á landsliðsæfingu í Austurríki.

Kolbeinn: Búinn að vera heill í nánast átta mánuði
Kolbeinn Sigþórsson er kominn aftur í landsliðshóp Íslands í fótbolta, rúmum tveimur árum frá hans síðasta landsleik.

Diego Costa spilar ekki Englandsleikinn af persónulegum ástæðum
Diego Costa mun ekki snúa aftur til Lundúna á laugardaginn kemur eins og búist var við.

Liverpool maður orðinn fyrirliði skoska landsliðsins
Andrew Robertson er nýr fyrirliði skoska fótboltalandsliðsins en landsliðsþjálfarinn Alex McLeish segist vera nú búinn að finna líklegan framtíðarfyrirliða liðsins.

Landsliðsþjálfari Dana mætir ekki til starfa á meðan allt er í hers höndum
Åge Hareide þjálfar ekki varaliðið sem danska sambandið þarf að setja saman.

Cristiano Ronaldo tekur sér frí frá portúgalska landsliðinu
Cristiano Ronaldo ætlar að einbeita sér að því að koma sér almennilega fyrir hjá Juventus á Ítalíu. Landsliðið mun ekki trufla hann í næsta mánuði.

Tveir nýliðar í svissneska hópnum sem mætir Íslandi
Xherdan Shaqiri er á sínum stað í svissneska landsliðshópnum sem mætir Íslandi í Þjóðadeildinni í september. Tveir nýliðar eru í hópnum.

Guðmundur kallaður í landsliðshópinn
Guðmundur Þórarinsson hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn sem mætir Belgíu og Sviss í Þjóðadeildinni í byrjun september.

Hazard og Lukaku mæta á Laugardalsvöll
Eden Hazard, Romelu Lukaku og Marouane Fellaini eru í belgíska hópnum sem mætir Íslandi í september. Thierry Henry mun halda áfram sem aðstoðarlandsliðsþjálfari Belga.

Southgate gefur Shaw traustið á ný
Luke Shaw er í landsliðshópi Englendinga einu og hálfu ári eftir að hann spilaði sinn síðasta landsleik. Varnarmaðurinn Joe Gomez, sem missti af HM í Rússlandi, er kominn aftur inn.

Útkall frá Tyrklandi: Theódór Elmar kemur inn fyrir Jóhann Berg
Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefur þurft að gera breytingu á landsliðshópnum fyrir leikina á móti Sviss og Belgíu í Þjóðadeildinni.

Jóhann Berg ekki með gegn Belgíu og Sviss
Íslenska landsliðið verður án Jóhanns Bergs Guðmundssonar í Þjóðadeildinni gegn Belgíu og Sviss áttunda og ellefta september.