Heilbrigðismál

Fréttamynd

Ör­yrkjar í hluta­starfi oft tekju­hærri en fólk í fullu starfi

Með nýju örorkulífeyriskerfi gætu ráðstöfunartekjur einstaklinga á hlutaörorku í mörgum tilfellum orðið hærri en hjá einstaklingi í fullu starfi á sömu launum. Læknir segir ljóst að ef frumvörp um greiðslur TR til örorkulífeyrisþega nái fram að ganga verði heildartekjur öryrkja hærri en laun einstaklinga í fullu starfi. 

Innlent
Fréttamynd

Fjórðungur drekki orkudrykki dag­lega

Í nýrri samantekt á vegum embættis landlæknis segir að rúmur fjórðungur þeirra á aldrinum átján til 34 ára drekki orkudrykki á hverjum degi. Helmingi fleiri drukku orkudrykki daglega árið 2024 heldur en árið 2020.

Innlent
Fréttamynd

Seldu sam­heita­lyf við hvít­blæði og HIV fyrir hundruð milljóna

Lyfjafyrirtækið Coripharma seldi í júlímánuði lyf sem þau þróuðu sjálf, og aðrar vörur, fyrir tæpan hálfan milljarð. Tvö lyf sem voru þróuð af Coripharma og fóru á markað á síðasta ári, reyndust langstærst samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. Annars vegar Bosutinib, sem er lyf við hvítblæði, og hins vegar Raltegravir, sem er lyf við HIV veirunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“

Sigríður Á. Andersen, þingkona Miðflokksins, segir mikilvægt að fá að ræða málefni trans fólks. Hún fari þegar fram í skólum og fólk verði að fá að ræða til dæmis meðferð sem sé í boði við ódæmigerðum kyneinkennum. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði mikilvægt í þessari umræðu að tala ekki um trans fólk og börn sem skoðun, afstöðu eða hugmyndafræði. Tilvist þeirra sé raunveruleg og það þurfi að viðurkenna það.

Innlent
Fréttamynd

Hrósar eigin­konu Bruce Willis fyrir um­önnun leikarans

Leikkonan Demi Moore segir Emmu Heming Willis standa sig vel sem umönnunaraðili eiginmanns hennar, leikarans Bruce Willis, sem greindist með framheilabilun í febrúar 2023. Heming greindi nýlega frá því að hún hafi þurft að flytja eiginmann sinn á viðeigandi stofnun.

Lífið
Fréttamynd

Mót­mælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, andmælti áður frumvarpi til laga sem fól í sér breytingar á almannatryggingakerfinu sem tóku gildi í dag. Í ræðustól Alþingis í júní 2024 sagði hún að Flokkur fólksins myndi aldrei greiða atkvæði með frumvarpinu en í dag sagði hún nýja kerfið betra og sanngjarnara.

Innlent
Fréttamynd

Ein­faldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga

Formaður Félags geislafræðinga segir tillögur um úrbætur á geislameðferðum á Landspítalanum ekki langtímalausn. Óskiljanlegt sé að eyða eigi fjármagni í skammtímalausnir í stað þess að bæta kjör geislafræðinga. Þá vanti ekki á landinu, þeir kjósi að starfa annars staðar vegna slæmra kjara.

Innlent
Fréttamynd

Vara við því að Kenne­dy ógni heilsu lands­manna

Níu fyrrverandi forstöðumenn helstu lýðheilsustofnunar Bandaríkjanna undanfarinna tæplega fimmtíu ára vara við því að núverandi heilbrigðisráðherra ógni heilsu landsmanna. Framferði ráðherrans sé fordæmalaust í sögu Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Á­hersla lögð á and­lega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd

Gulur september hefst í dag en það er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Í ár verður sérstök áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem verkefnastjóri hjá Landlækni segir síður leita sér hjálpar en þau sem yngri eru. 

Innlent
Fréttamynd

Opið bréf til inn­viðaráðherra

Kæri nafni. Ég vil byrja á að þakka þér fyrir fund þinn á Egilsstöðum þann 26. ágúst. Ég kvaðst þar ekki öfunda þig af því hlutskipti að þurfa að velja fyrir innviði landsins milli margra ólíkra meðferðarkosta, hlutskipti sem mér fannst kannski ekki svo ýkja fjarlægt minni eigin vinnu.

Skoðun
Fréttamynd

Það sé skammtímalausn að lengja opnunar­tíma og senda fólk er­lendis í geisla­með­ferð

Félag geislafræðinga segir það mikil vonbrigði að í tillögum spretthóps um að styrkja geislameðferð á Landspítala hafi ekki verið að finna tillögur um hvernig megi bæta kjör og vinnuaðstæður á geislameðferðardeildinni. Bið eftir geislameðferð vegna krabbameins hefur tvöfaldast síðustu vikur og geislafræðingum fækkað verulega á deildinni síðustu ár. 

Innlent
Fréttamynd

Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun of­fitu við

Dagmar Ýr Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræðingur kynntist heilbrigðiskerfinu snemma af eigin raun. Hún heillaðist af læknavísindunum og vildi sjálf hjálpa fólki. Í dag stýrir hún starfsemi Novo Nordisk á Íslandi, fyrirtækis sem hefur verið í fararbroddi í fræðslu til heilbrigðisstarfsfólks og almennings um offitu og sykursýki 2, með heilbrigðara Ísland að markmiði.

Samstarf
Fréttamynd

Við getum öll bjargað lífi

Slys og bráð veikindi eins og hjartastopp geta komið upp hvenær og hvar sem er. Þegar slíkt gerist er mikilvægt að geta hjálpað og þekkja grunnatriði skyndihjálpar og þá sérstaklega endurlífgunar. 

Skoðun
Fréttamynd

„Erfið stund en mikil­væg“

Prestur segir röð áfalla á Austurlandi síðasta rúma árið hafa mikil áhrif á samfélagið þar. Mikilvægt sé að svara ákalli fjölskyldu konu sem féll fyrir eigin hendi, um úrbætur í geðheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni svo fleiri fjölskyldur þurfi ekki að upplifa slíkan harmleik. 

Innlent
Fréttamynd

Glund­roði hjá einni fremstu lýðheilsu­stofnun heims

Þrír af æðstu yfirmönnum Sjúkdómavarnamiðstöðvar Bandaríkjanna, einnar fremstu lýðheilsustofnunar í heimi, sögðu af sér eftir að tíðindi um að Hvíta húsið hefði rekið forstöðumann hennar. Sá varar við því að Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra, „vopnavæði“ nú lýðheilsu í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Sé hægt að gera byltingu í ís­lensku heil­brigðis­kerfi

Fyrrverandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að hægt sé að gera byltingu í íslenska heilbrigðiskerfinu með einstaklingsmiðaðri heilbrigðisþjónustu. Hver einstaklingur þurfi að bera meiri ábyrgð á að afla sér upplýsinga um sig sjálfan. Vinna að þess konar heilbrigðisþjónustu sé þegar hafin en ekki á þeim grundvelli að allir hafi jafnan aðgang.

Innlent
Fréttamynd

Bylting fram­undan en Land­spítalinn þurfi að hlaupa hraðar

Hægt er að stórefla forvarnir, greiningar og meðferðir sjúkdóma með því að nýta upplýsingar úr stórum gagna- og lífsýnasöfnum. Heilbrigðisráðherra telur að Ísland geti orðið leiðandi á sviðinu og undirbýr þingsályktun. Kona sem fékk vitneskju um erfðasjúkdóm með slíkri aðferð segir að alla eftirfylgni hafi vantað.

Innlent
Fréttamynd

Kynna drög að nýrri stefnu í heil­brigðis­málum

Starfshópur undir formennsku Kára Stefánssonar fyrrverandi forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, hefur skilað skýrslu til ráðherra með drögum að stefnu um einstaklingssniðna heilbrigðisþjónustu (EHÞ). Skýrslan verður kynnt á svokölluðum morgunverðarfundi heilbrigðisráðherra klukkan átta og verður í beinni útsendingu á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Sveinn nýr for­maður stjórnar Land­spítalans

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur skipað Svein Magnússon, lækni og fyrrverandi skrifstofustjóra í heilbrigðisráðuneytinu, formann stjórnar Landspítala út skipunartíma sitjandi stjórnar sem er 11. júlí 2026. Frá þessu er greint á vef ráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja

Serena Williams, einn besti tennisspilari allra tíma, hefur opnað sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja á sama tíma og hún er byrjuð að auglýsa slík lyf fyrir lyfjafyrirtækið Ro. Hún segir lyfin hafa verið afarkost þegar ekkert annað gekk.

Lífið