Heilbrigðismál

Fréttamynd

„Það er ekkert sem læknar þetta al­veg“

Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi forstjóri Dominos og Ikea, segir ekki koma ríkinu við í hvaða meðvitundarástandi fullorðið fólk sé heima hjá sér, á meðan það skaði ekki aðra. Hann hafi sjálfur klesst á vegg fyrir nokkrum og snúið lífi sínu við.

Lífið
Fréttamynd

Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í með­höndlun fíknivanda og áhættuhegðunar

Þrátt fyrir áratugalanga viðleitni velferðarkerfis og dómskerfis stöndum við enn frammi fyrir því að stór hluti samfélagsins okkar glímir við vímuefnavanda og áhættuhegðun. Það er varla ofmælt að segja að hver einasta fjölskylda á landinu hafi einhvern tíma fundið fyrir áhrifum vandans – beint eða óbeint. Við höfum flest séð fólk sem okkur þykir vænt um dragast inn í mikla áfengis- og vímuefnanotkun, og alltof oft höfum við horft á kerfin sem eiga að styðja þau, bregðast algjörlega.

Skoðun
Fréttamynd

„Við þurfum ekki öll að fara á sjúkra­hús“

Auður Axelsdóttir, framkvæmdastýra Hugarafls, segir niðurstöður nýrrar Gallup könnunar á þjónustu Hugarafls sýna að þjónusta þeirra og nálgun virkar. Samkvæmt niðurstöðunum líður miklum meirihluta mjög illa við komu til þeirra en líðan batna verulega eftir það. Auður segir mikla þörf á að fjölga starfsfólki og vonar að þessar niðurstöður aðstoði við það. Stjórnvöld þurfi betur að styðja við úrræði sem starfi utan kerfis.

Innlent
Fréttamynd

Anna ljósa fallin frá

Anna Eðvaldsdóttir, betur þekkt sem Anna ljósa, er látin 66 ára að aldri eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Hún var ein þekktasta ljósmóðir landsins, starfaði við fagið í tæpa þrjá áratugi og gaf út bækur með góðum ráðum fyrir verðandi og nýbakaða foreldra.

Innlent
Fréttamynd

Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið

Heilbrigðisráðherra hyggst gera breytingar á kerfi fyrir greiðsluþátttöku sjúkratryggðra um næstu áramót. Breytingarnar, sem eiga að spara Sjúkratryggingum Íslands fjögur hundruð milljónir króna á ári, felast í að bæta þrepi við greiðsluþátttökukerfið.

Innlent
Fréttamynd

Skvísur séu al­mennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd

Birna Þórisdóttir, lektor við matvæla- og næringarfræðideild HÍ, segir skvísur almennt frekar næringarsnauðar og að ekki eigi að gefa börnum of mikið af þeim. Mikilvægt sé að þau læri á mat með því að handleika hann og leika með hann. Birna og Jóhanna E. Torfadóttir, lektor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum HÍ og verkefnisstjóri næringar hjá embætti landlæknis fóru yfir næringu barna og ungmenna í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Verða bílveikari í rafbílum

Fólk upplifir meiri bílveiki í rafmagnsbílum heldur en öðrum bílum. Þetta segir háls-, nef- og eyrnalæknir sem segir vísindamenn ekki búna að átta sig á hvað veldur þó líklega megi skýringuna finna í hröðunarbreytingum í rafbílunum.

Innlent
Fréttamynd

Hol­skefla í kortunum

Krabbameinstilfellum á Íslandi mun fjölga um meira en helming á næstu tveimur áratugum ef spár ganga eftir. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins hefur áhyggjur af því hvort heilbrigðiskerfið muni ráða við þennan fjölda sjúklinga og segir mikilvægt að brugðist sé við.

Innlent
Fréttamynd

Mæla hik­laust með lyfinu á með­göngu ef þörf þykir á

Yfirmaður fæðingarteymis Landspítalans segir ekkert nýtt hafa komið fram sem bendi til tengsla milli neyslu á verkjalyfinu parasetamól og einhverfu barna. Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að slæmt væri að óléttar konur tækju lyfið, og sagði læknum að hætta að láta þær hafa það. 

Innlent
Fréttamynd

Að­eins helmingur telur sig við góða heilsu

Einungis helmingur stórs hóps 36 ára Íslendingar sem tekur þátt í gagnasöfnun Heilsuferðalagsins telur sig við góða heilsu. Um helmingur þeirra er einnig í ofþyngd og fimmtungur þeirra á við offitu að stríða.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að tengja paracetamol við ein­hverfu

Fastlega er búist við því að ríkisstjórn Donalds Trump muni í kvöld lýsa því yfir að tengsl hafi fundist milli notkunar óléttra kvenna á verkjalyfinu paracetamol/tylanol og einhverfu. Robert F. Kennedy yngri, umdeildur heilbrigðisráðherra, lofaði því fyrr á árinu að hann myndi finna út úr því hvað olli einhverfu fyrir lok septembermánaðar.

Erlent
Fréttamynd

Kvart­milljón fyrir bólu­setningu eftir al­var­leg veikindi dóttur

Fyrrverandi heilbrigðisráðherra og kona hans greiddu 240 þúsund krónur til að láta bólusetja sig gegn ristli eftir að dóttir þeirra á sextugsaldri veiktist alvarlega af sjúkdómnum hér á landi. Norrænn hópur hefur til skoðunar hvort tilefni sé til að gera bólusetningu við ristli sem hluta af almenna bólusetningarkerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Í fyrsta sinn fleiri börn með of­fitu en í undirþyngd

Í fyrsta sinn frá því mælingar hófust reynast fleiri börn og unglingar á skólaaldri á heimsvísu glíma við offitu en undirþyngd samkvæmt nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Eitt af hverjum tíu börnum á heimsvísu glíma við offitu samkvæmt skýrslunni og er markaðssetning mikið unninna matvæla sögð meðal mögulegra sökudólga.

Erlent
Fréttamynd

Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera dug­legri að harka af sér?

Fjölmiðlar hafa undanfarnar vikur fjallað um þá ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) að hætta að greiða niður þjónustu við vökvagjöf vegna svokallaðs POTS-heilkennis frá og með 1. október nk. Á Heilsuveru er hægt að fræðast um heilkennið sem veldur t.a.m. aukinni hjartsláttartíðni. Nýlega voru Samtök um POTS á Íslandi stofnuð, m.a. til að stuðla að aukinni vitundarvakningu um heilkennið.

Skoðun
Fréttamynd

PCOS: Er ó­dýrara að halda heilsu eða með­höndla veikindi?

Það er alltaf sjokk þegar einhver náinn manni greinist með lífsógnandi sjúkdóm eða aðra alvarlega heilsukvilla. Það er líka oft léttir ef viðkomandi greinist nægilega snemma svo auðvelt sé að meðhöndla meinið og jafnvel koma í veg fyrir frekari skerðingu á lífsgæðum seinna á lífsleiðinni.

Skoðun
Fréttamynd

Illa verndaðir Ís­lendingar

Í kvöldfréttum RUV s.l. laugardag var rætt um sjúkdóm, sem heitir ristill og farinn er að gera óþyrmilega vart við sig hér á Íslandi. Til er bólusetning, sem kemur í veg fyrir tilurð sjúkdómsins. Í viðtali við RUV sagði heilbrigðisráðherra, að sú bólusetning væri ekki boðin hér á Íslandi. Verið væri að skoða hvort árangur næðist af slíkum bólusetningum og málið yrða svo skoðað í ráðuneytinu en hver og einn landsmaður, sem teldi sig hafa þörf fyrir slíka aðgerð, gæti fengið hana með því að bera kostnaðinn sjálfur.

Skoðun
Fréttamynd

„Vökvagjöfin er ekki bara eitt­hvað sem ég trúi á“

„Ég þori eiginlega ekki að hugsa út í það hvernig lífið mitt á eftir að verða. Þegar ég fer að pæla í því þá er það svo kvíðavaldandi og stressandi, þannig að ég reyni eiginlega bara að hugsa ekkert um það,“ segir Ethel María Hjartardóttir. 

Lífið
Fréttamynd

Eigum við sam­leið

Á þessu ári eru Alzheimersamtökin 40 ára og þá er hollt að líta um öxl og kanna hvað hefur áunnist og hvað má enn gera betur. Alzheimersamtökin eru frjáls félagasamtök sem vinna að hagsmunum einstaklinga með heilabilun og aðstandenda þeirra. Við gerum það með stuðningi, ráðgjöf og fræðslu.

Skoðun
Fréttamynd

Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint mis­rétti“

Forstjóri Heilsustofnunarinnar í Hveragerði lýsir misrétti af hálfu heilbrigðisyfirvalda þar sem heilbrigðisráðuneytirð hyggist ekki veita stofnuninni nægilegt fjármagn. Hann segir starfsfólkið stofnunarinnar orðið útkeyrt og húsnæðið er úr sér gengið.

Innlent
Fréttamynd

Lág laun og á­lag í starfs­um­hverfi valda skorti á fag­fólki

Árum saman hafa heilbrigðisstéttir hér á landi varað við því að stærsta auðlind heilbrigðiskerfisins, starfsfólkið, fari þverrandi. Í heimsfaraldrinum afhjúpaðist þessi staða og vert er að minna á að það er ekki heilbrigðiskerfinu sjálfu að þakka hversu vel Ísland kom út úr faraldrinum heldur fagfólkinu sem þar starfar.

Skoðun