Mexíkó

Fréttamynd

Forstjóri tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna segir af sér eftir gagnrýni vegna aðbúnaðar flóttabarna

John Sanders, starfandi forstjóri tolla og landamæraeftirlits Bandaríkjanna hefur ákveðið að segja stöðu sinni lausri í kjölfar fréttaflutnings vestra um aðbúnað barna innflytjenda sem eru í haldi stofnunarinnar í Texas. Fréttir höfðu borist af því að sum börnin hafi verið látin dúsa í stöðinni í fleiri vikur og við illan aðbúnað. Aðstæður í innflytjendaskýlum sætir harðri gagnrýni réttindasamtaka og stjórnarandstæðinga.

Erlent
Fréttamynd

Repúblikanar búa sig undir slag við Trump um tolla

Þingmönnum Repúblikanaflokksins var heitt í hamsi eftir fund með embættismönnum Hvíta hússins í vikunni. Þeir hótuðu því að ógilda neitunarvald forsetans til að koma í veg fyrir að hann legði tolla á mexíkóskar vörur.

Erlent
Fréttamynd

Handtóku meðlim hægri-öfgahóps

Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið mann sem er hluti hægri-öfgahóps sem er ásakaður um að hafa ólöglega haldið innflytjendum föngum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.

Erlent
Fréttamynd

Flóttafólki haldið undir brú

Ástandið á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó fer síversnandi, þar sem landamæraeftirlit Bandaríkjanna ræður ekki við þann mikla fjölda fólks sem sækir um hæli í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Trump hótar að loka landamærunum

Komi Mexíkó ekki í veg fyrir það að ólöglegir innflytjendur fari yfir landamærin og til Bandaríkjanna tafarlaust munu Bandaríkin loka landamærunum, segir Bandaríkjaforseti, Donald Trump.

Erlent
Fréttamynd

Repúblikanar á þingi fara gegn Trump

Þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings samþykktu í kvöld að fella niður neyðarástandsyfirlýsingu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, varðandi landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó.

Erlent
Fréttamynd

Sextán ríki kæra neyðarástand Trump

Sextán ríki Bandaríkjanna, með Kalíforníu í broddi fylkingar, hafa ákveðið að fara í mál við Donald Trump, forseta landsins, vegna ákvörðunar hans um að lýsa yfir neyðarástandi.

Erlent
Fréttamynd

Líklegt að fjölmörg ríki kæri neyðarástand Trump

Dómsmálaráðherra Kaliforníu-ríkis Bandaríkjanna segir að fjölmörg ríki þar í landi muni taka þátt í lögsókn Kaliforníu vegna neyðarástandsins sem Donald Trump lýsti yfir á dögunum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.

Erlent
Fréttamynd

Trump mun lýsa yfir neyðarástandi

Hann ætlar einnig að skrifa undir útgjaldafrumvörp sem þingmenn Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins komust að samkomulagi um varðandi fjármögnun til öryggismála á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.

Erlent