Kanada

Fréttamynd

Star Trek-stjarna látin

Kanadíski leikarinn Kenneth Mitchell frægur fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttunum Stark Trek: Discovery er látinn eftir fimm ára baráttu við blandaða hreyfitaugahrörnun.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Greinir í fyrsta sinn opin­ber­lega frá mann­falli

Um það bil 31 þúsund hermenn hafa fallið í átökum eftir að innrás Rússa hófst í Úkraínu. Frá því greindi forseti landsins, Volodmír Selenskíj, á viðburði í Kænugarði í dag þar sem þess var minnst að tvö ár eru frá upphafi stríðsins.

Erlent
Fréttamynd

Stígur á bremsuna í mál­efnum inn­flytj­enda

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, ætlar að draga úr fjölda innflytjenda sem fá að setjast að í Kanada. Trudeau hefur lengi hyllt innflytjendur sem flytja til Kanada en umfangsmiklar breytingar hafa orðið á viðhorfi almennings í Kanada varðandi málaflokkinn, samhliða skorti á húsnæði og auknu álagi á heilbrigðiskerfi landsins.

Erlent
Fréttamynd

Græn­lendingar hefja beint flug til Kanada

Air Greenland, þjóðarflugfélag Grænlendinga, hyggst hefja áætlunarflug milli Grænlands og Norður-Kanada í sumar. Flogið verður milli höfuðstaðarins Nuuk og bæjarins Iqaluit, höfuðstaðar Nunavut, sjálfsstjórnarsvæðis Inúíta í Kanada.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vítis­engill og morðingi sakaðir um til­raun til launmorða fyrir Íran

Tveir kanadískir menn hafa verið ákærðir fyrir að taka að sér að fremja morð í Bandaríkjunum fyrir hönd leyniþjónusta Írans. Annar mannanna er meðlimur í Hells Angels glæpasamtökunum en þeir tveir eru sakaðir um að hafa hópað saman nokkrum mönnum með því markmiði að fara til Maryland í Bandaríkjunum í lok árs 2020 eða byrjun 2021 og myrða mann og konu sem búa þar.

Erlent
Fréttamynd

Leik­stjórinn Norman Jewi­son er fallinn frá

Kanadíski leikstjórinn og framleiðandinn Norman Jewison er látinn, 97 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að hafa leikstýrt myndum á borð við Moonstruck, In The Heat Of The Night og Fiðlaranum á þakinu.

Lífið
Fréttamynd

Réðust aftur gegn Hútum í Jemen í nótt

Bandaríkjamenn og Bretar skutu aftur á skotmörk í Jemen sem þeir telja tengjast Hútum. Í tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Pentagon í gær kom fram að skotið hefði verið á átta skotmörk.

Erlent
Fréttamynd

Dánar­or­sök Matthew Perry ljós

Leikarinn Matthew Perry sem fór með hlutverk Chandlers Bing í gamanþáttunum Friends lést eftir að hann tók inn ketamín. Efnið er notað sem lyf við þunglyndi og kvíða en einnig sem vímuefni.

Lífið
Fréttamynd

Kanadísk „ofursvín“ ógna Banda­ríkjunum

Íbúar nokkurra ríkja í norðanverðum Bandaríkjunum óttast innrás kanadískra „ofursvína“ og eru að grípa til aðgerða gegn þeim. Stofn svínanna hefur stækkað gífurlega í Kanada og óttast sérfræðingar þar að svínin muni valda hamförum á lífríkinu þar.

Erlent
Fréttamynd

Saka Ind­verja um bana­til­ræði í Banda­ríkjunum

Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð hafa stöðvað banatilræði gegn síka-aðgerðasinna í Bandaríkjunum. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa rætt við ráðamenn í Indlandi um að þeir síðarnefndu hafi komið að tilræðinu. Stutt er síðan ríkisstjórn Kanada sakaði Indverja um að hafa komið að morði á leiðtoga aðskilnaðarsinna síka þar í landi.

Erlent
Fréttamynd

A WEIRD timing

Over the recent weeks, several leaders from the WEIRD (White/Western, Educated, Industrialized, Rich, and Developed/Democratic) world have expressed criticism for Israel's indiscriminate attacks in the occupied Palestinian territory (oPt).

Skoðun
Fréttamynd

Hélt fyrst að bíllinn væri flug­vél

Sprenging varð á landamærum Bandaríkjanna og Kanada við Niagarafossa í gærkvöldi. Það gerðist þegar bíll sem ekið var á miklum hraða að landamærunum, Bandaríkjamegin, tókst á loft og sprakk. Hjón létu lífið og einn landamæravörður slasaðist en enn liggur ekki fyrir af hverju bílnum var ekið á svo miklum hraða.

Erlent
Fréttamynd

Fatlaður maður þurfti að skríða út úr flug­vélinni

Maður sem notar hjólastól þurfti að toga sig áfram á höndunum út úr flugvél Air Canada þar sem flugfélagið útvegaði honum ekki hjólastól. Hann var á leið til Las Vegas ásamt konu sinni til að fagna brúðkaupsafmæli. Hjónin héldu að flugþjónar væru að grínast.

Erlent
Fréttamynd

Matthew Perry látinn

Matthew Perry, ein af stjörnum gamanþáttanna Friends, er látinn 54 ára gamall. Perry lék Chandler Bing í tíu þáttaröðum Friends á árunum 1994 til 2004. Þættirnir eru einhverjir vinsælustu sjónvarpsþættir sögunnar.

Lífið
Fréttamynd

Náttúruhamfarir eyði byggðum frumbyggja í Kanada

Ráðherra norðurslóðamála í Kanada segir loftslagsbreytingar sjaldan hafa valdið öðrum eins náttúruhamförum í norðurhluta landsins og síðustu ár. Þjóðir heims verði að sameinast í baráttunni gegn loftslagsvánni. Mótmælendur kölluðu eftir aðgerðum í stað umræðu á ráðstefnunni Hringborði norðurslóða í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Fækka erindrekum á Indlandi vegna deilna um dráp á leiðtoga sjíka

Kanadísk stjórnvöld hafa ákveðið að fækka í liði erindreka sinna á Indlandi vegna deilna um dráp á leiðtoga síkha í Kanada í júní síðastliðnum. Áður höfðu indversk stjórnvöld tilkynnt að ákveðið hafi verið að stöðva útgáfu vegabréfsáritana til kanadískra ríkisborgara.

Erlent
Fréttamynd

Kanadamenn gruna indversk stjórnvöld um græsku

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir trúverðugar heimildir benda til tengsla milli stjórnvalda í Indlandi og morðs á kanadískum ríkisborgara. Indverskum diplómata í Kanada hefur verið vísað frá landi vegna málsins.

Erlent
Fréttamynd

Kín­verjar auka hernaðar­legan við­búnað við Taí­van

Kínverjar hafa aukið hernaðarlegan viðbúnað umhverfis Taívan eftir að herskipum frá Bandaríkjunum og Kanada var siglt um Taívan-sund á laugardag. Á fjórða tug herflugvéla og í kringum tuttugu herskip hafa farið um svæðið síðasta sólahring.

Erlent
Fréttamynd

Herinn sendur til Bresku Kólumbíu vegna gróður­elda

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagðist ætla að senda herinn til þess að aðstoða við baráttuna gegn miklum gróðureldum sem geisa í Bresku Kólumbíu. Neyðarástandi var lýst yfir í fylkinu og fleiri en 35.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín.

Erlent
Fréttamynd

Löng bíla­röð þegar allir bæjar­búar flúðu gróður­elda

Allir tuttugu þúsund íbúar bæjarins Yellowknife, höfuðstaðar Norðvesturhéraða Kanada, flýja nú í bílum sínum eða með flugvélum á meðan slökkviliðsmenn reyna að koma í veg fyrir að logarnir teygi sig til bæjarins. Rýmingin er sú langumfangsmesta í gróðureldatíðinni í Kanada í ár.

Erlent