Danmörk

Fréttamynd

Ó­veðrið Hans veldur usla á Norður­löndum

Yfirvöld í Noregi og Svíþjóð hafa sagt íbúum að búa sig undir gríðarmikið úrhelli næsta sólarhringinn, þegar óveðrið Hans gengur yfir. Miklar rigningar og öflugar vindhviður hafa nú þegar valdið aurskriðum sem truflað hafa vegasamgöngur og þá hafa tilkynningar borist um að þök hafi rifnað af húsum.

Erlent
Fréttamynd

Danir og Svíar í­huga bann á Kóran­brennum

Utanríkisráðuneyti Danmerkur hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem það segist íhuga að banna mótmæli sem ganga út á að brenna Kóraninn eða önnur trúarleg rit. Mótmælin ógni öryggi íbúa og skaði orðspor Danmerkur út á við. 

Erlent
Fréttamynd

Lykilhringrás í Atlantshafi gæti stöðvast samkvæmt nýrri rannsókn

Samkvæmt nýrri rannsókn sérfræðinga við Háskólann í Kaupmannahöfn gæti lykilhringsrás sjávar í Atlantshafinu stöðvast á næstu árum, jafnvel árið 2025. Slíkar vendingar myndu leiða af sér hamfarakennd áhrif á loftslagið, þar á meðal Íslandi. Rannsóknin er afar umdeild meðal vísindamanna.

Erlent
Fréttamynd

Í ströngustu öryggis­vist vegna skot­á­rásarinnar í Kaup­manna­höfn

Hinn 23 ára gamli karl­maður sem á­kærður var fyrir skot­á­rásina í verslunar­mið­stöðinni Fields í Kaup­manna­höfn í júlí á síðasta ári hefur verið dæmdur sekur fyrir þrjú mann­dráp og ellefu til­raunir til mann­dráps. Hann verður vistaður í öryggis­vistun sem er ætluð sér­stak­lega hættu­legum föngum, í ótakmarkaðan tíma.

Erlent
Fréttamynd

Móðirin hafi myrt barnið sitt og stokkið frá borði

Harmleikurinn sem átti sér stað í Eystrasalti í síðustu viku var ekki slys samkvæmt danskri slysarannsóknarnefnd. Upphaflega var greint frá því að móðir hefði stokkið á eftir sjö ára syni sínum eftir að hann féll frá borði. Nú er hins vegar grunur um að hún hafi myrt barnið sitt.

Erlent
Fréttamynd

Dæmdur í ó­tíma­bundið fangelsi fyrir morðið á Miu

Hinn 38 ára gamli Thomas Thom­sen sem fundinn var sekur í gær um morðið á Miu Skadhauge Stevn í Ála­borg í Dan­mörku á síðasta ári og fyrir til­raun til nauðgunar og ó­sæmi­lega með­ferð á líki hennar var í dag dæmdur í ó­tíma­bundið fangelsi. Um er að ræða dóm sem kveðinn er upp yfir föngum sem taldir eru sér­stak­lega hættu­legir.

Erlent
Fréttamynd

Dæmdur sekur fyrir morðið á Miu

Thomas Thom­sen, 38 ára gamall karl­maður, hefur verið dæmdur sekur vegna morðsins á hinni 22 ára gömlu Miu Skadhauge Stevn í Ála­borg í Dan­mörku á síðasta ári. Þá var hann fundinn sekur um til­raun til að nauðga henni og ó­sæmi­lega með­ferð á líki hennar sem hann sagaði í sundur í 231 búta.

Erlent
Fréttamynd

Margrét Þór­hildur hætt að reykja

Margrét Þórhildur Danadrottning er hætt að reykja. Það mega heita nokkuð stór tíðindi en drottningin hefur löngum verið mikil reykingamanneskja, eða frá því hún var 17 ára gömul.

Erlent
Fréttamynd

„Þetta er ekki raunverulegt, þetta er ekki raunverulegt“

Þrettán ára drengur sem var staddur í Field's verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn þegar árásarmaður lét til skarar skríða síðasta sumar og skaut þrjá til bana, segir hann hafa verið reiðilegan á svip og litið út eins og hann væri andlega veikur.

Erlent
Fréttamynd

Fimm­tán ára danskar stúlkur ráði sjálfar þungunar­rofi

Danska ríkisstjórnin hyggst lækka lágmarksaldur stúlkna sem geta gengist undir þungunarrof án samþykkis foreldra. Núgildandi lög kveða á um að stúlkur yngri en átján ára þurfi samþykki foreldra, en breytingin fæli í sér að sá aldur yrði lækkaður í fimmtán.

Erlent
Fréttamynd

Telja að maðurinn hafi kyrkt Emili­e Meng

Saksóknarnar í Danmörku telja að 32 ára karlmaður, sem er í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa rænt og nauðgað þrettán ára stúlku á Sjálandi í mars, hafi kyrkt hina sautján ára Emilie Meng árið 2016 og komið líki hennar fyrir í stöðuvatni.

Erlent
Fréttamynd

Danir gáfu Diljá tólf stig

Danir gáfu framlagi Íslands fullt hús stiga, eða tólf stig, í atkvæðagreiðslunni á seinna undanúrslitakvöldinu í Eurovision síðastliðinn fimmtudag.

Lífið
Fréttamynd

Munu fara fram á himin­háar bætur frá Græn­lendingum

Ástralska námuvinnslufyrirtækið Energy Transition Minerals, sem áður hét Greenland Minerals, ætla sér að stefna dönskum og grænlenskum stjórnvöldum og fara fram á himinháar skaðabætur, fái fyrirtækið ekki heimild til að halda fyrirhugaðri námuvinnslu áfram í Kuannersuit. 

Erlent
Fréttamynd

Snýr aftur úr veikinda­leyfi í ágúst

Jakob Ellemann-Jensen, varnarmálaráðherra Danmerkur og formaður Venstre, mun snúa aftur úr veikindaleyfi í byrjun ágústmánaðar. Ráðherrann fór í veikindaleyfi fyrir þremur mánuðum síðan og vísaði þar til í álags.

Erlent
Fréttamynd

„En okkur líkar við flugvélarnar ykkar“

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, stakk óvænt upp kollinum í Helsinki í Finnlandi í dag þar sem hann fundaði með leiðtogum Norðurlanda. Honum var heitið auknum stuðningi frá Norðurlöndum en enn sem áður þrýsta Úkraínumenn á að fá herþotur frá Vesturlöndum.

Erlent