Reykjavík Finna reiðina og losa hana út í Druslugöngunni Druslugangan fer fram í ellefta skiptið í dag. Hún var fyrst gengin árið 2011 en lá niður í tvö ár í heimsfaraldrinum. Lísa Margrét Gunnarsdóttir, ein af skipuleggjendum göngunnar, segir öll velkomin hvort sem það séu þolendur, aðstandendur eða fólk sem vill styðja við bakið á þeim sem hafa lent í kynferðisofbeldi. Innlent 22.7.2023 12:46 Gosmóðan kemur og fer Því hefur verið spáð að gosmóða muni liggja yfir höfuðborgarsvæðinu fram á þriðjudag en árrisulir íbúar höfuðborgarsvæðisins tóku vafalítið eftir því í morgun að hún er heldur minni en í gær. Veðurfræðingur segir þó að hún komi líklegast til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis. Innlent 22.7.2023 08:11 Stofnaði ítrekað til slagsmála í miðborginni Maður í mjög annarlegu ástandi var handtekinn og vistaður í fangaklefa í nótt eftir að hafa ítrekað stofnað til slagsmála í miðborg Reykjavíkur. Annar var handtekinn og vistaður í fangaklefa fyrir að ráðast á dyravörð skemmtistaðar á svipuðum slóðum. Innlent 22.7.2023 07:30 Gosmóðan ekki á förum í bráð Veðurfræðingur býst við áframhaldandi gosmóðu og mengun á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni fram yfir helgi. Ekki er búist við vaxandi suðaustanátt fyrr en á þriðjudag. Loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfisstofnun hvetur þá sem eru veikir fyrir að hafa hægt um sig. Innlent 21.7.2023 22:35 Vilja Rey Cup-bikarinn til Afríku Sextán malavískir knattspyrnudrengir eru staddir hér á landi til að keppa á Rey Cup sem fer fram í Laugardalnum í næstu viku. Drengirnir eru bjartsýnir á að þeim takist að vinna mótið. Sport 21.7.2023 22:05 „Hérna er allt þægilegt og kósí og mjúk teppi“ Hjón búsett í Úkraínu undirbúa nú listasýningu í Reykjavík, sem fjallar um innri ró þrátt fyrir yfirþyrmandi erfiðleika vegna innrásar Rússa. Verkin sem verða til sýnis voru unnin í Kænugarði, oft í niðamyrkri vegna rafmagnsleysis eftir árásir Rússa á borgina. Menning 21.7.2023 20:00 Minni bjórglös og buddan tæmist hraðar Bjórglösin á mörgum börum miðbæjarins hafa minnkað. Stór bjór, sem áður var í fimm hundruð millilítra glösum, er nú kominn í fjögur hundruð millilítra glös. Um er að ræða tuttugu prósent minnkun bjórglasa. Neytendur, sérstaklega þeir í yngri kantinum, eru ósáttir við þessa þróun enda hefur bjórverðið hækkað töluvert á sama tíma. Neytendur 21.7.2023 14:15 Segja Reykjavíkurborg mismuna dóttur þeirra með synjun Hjón segja Reykjavíkurborg mismuna dóttur sinni með því að synja henni um þátttöku í verkefni sem snýst um aðlögun að grunnskóla. Stúlkan fær ekki að taka þátt af því hún var ekki í leikskóla í hverfinu þegar hún þarf í raun sérstaklega á verkefninu að halda vegna þess. Innlent 21.7.2023 13:17 Lögðu hald á leikfangabyssur eftir ónæði í miðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eða nótt vegna manna sem voru sagðir aka um miðborgina og skjóta gelkúlum úr leikfangabyssum úr bifreiðinni. Þóttu þeir hafa valdið miklu ónæði með þessu og lagði lögregla hald á byssurnar. Innlent 21.7.2023 06:28 Milliflutningar hjá Félagsbústöðum taki lengri tíma þegar fólk hafi sérstakar óskir Framkvæmdastjóri Félagsbústaða segir nóg til af íbúðum hjá félaginu fyrir fólk með hreyfihömlun. Erfitt sé að breyta íbúðum og auka aðgengi, sérstaklega gera úrbætur á lyftuaðstöðu, þegar um íbúð í fjölbýli þar sem eru fleiri eigendur er að ræða. Innlent 20.7.2023 16:10 Gerendameðvirkni og normalíseríng grasseri enn Á laugardaginn verður Druslugangan haldin í ellefta sinn enn gengið verður bæði í Reykjavík og á Sauðárkróki. Einn skipuleggjenda göngunnar segir þolendur kynferðisofbeldis finna samstöðu og styrk í krafti hvers annars með því að ganga öskrandi niður Skólavörðustíginn. Innlent 20.7.2023 16:01 Guðrún Sesselja skipuð héraðsdómari Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Guðrúnu Sesselju Arnardóttur í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, frá og með 1. september næstkomandi. Innlent 20.7.2023 15:02 Töluðu um gott innbrot eftir þjófnað á Rólex og Louis Vuitton Pólskir bræður hafa verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir stórfelld fíkniefnabrot og þjófnað. Meðal rannsóknaraðferða lögreglu var uppsetning eftirlitsmyndavélar og notkun eftirfarar- og hlerunarbúnaðar á bifreið sakbornings. Innlent 20.7.2023 14:54 Rauði krossinn og borgin undirbúa bæði rekstur neyslurýmis Rauði krossinn skoðar það nú hvort hægt sé að koma fyrir nýju neyslurými í einingahúsi frá Terra Einingum. Enn vantar þó landið fyrir húsið. Reykjavíkurborg segir mikinn vilja fyrir áframhaldandi rekstri en að þau kjósi frekar varanlegt húsnæði. Innlent 20.7.2023 13:20 Hagnast um 14,5 milljarða og greiða 16,5 fyrir nýjar höfuðstöðvar Landsbankinn hagnaðist um 14,5 milljarða króna á fyrri helmingi ársins 2023, þar af 6,7 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Hreinar vaxtatekjur jukust um 28,6% milli ára og hreinar þjónustutekjur um 6,1%. Kostnaður við byggingu nýrra höfuðstöðva hefur farið fram úr áætlun og er nú áætlaður 16,5 milljarðar Viðskipti innlent 20.7.2023 13:18 Birnir, GDRN og Sykur á ríkulegri dagskrá Innipúkans Tónlistarhátíðin Innipúkinn fer fram í tuttugasta og fyrsta skiptið í Reykjavík um Verslunarmannahelgina. Að vana er hátíðin haldin innandyra og í annað skiptið er hún haldin í Gamla Bíó og á Röntgen. Lífið 20.7.2023 11:43 Bylgjulest og götubiti í Hljómskálagarðinum Bylgjulestin verður í Hljómskálagarðinum í Reykjavík næsta laugardag en sömu helgi fer fram þar hin árlega Götubitahátíð. Lífið samstarf 20.7.2023 09:20 Nóró lokaniðurstaðan og endurgreiða veikum gestum Talið er að umfangsmikil hópsýking sem upp kom hjá starfsfólki og gestum á veitingastað Hamborgarafabrikkunnar í Kringlunni hafi verið af völdum nóróveiru. Þetta er niðurstaða embættis sóttvarnalæknis en nokkuð hefur verið á reiki hvort um nóróveirusýkingu hafi verið að ræða eða bakteríu sem veldur líkum einkennum og hefur greinst í álíka hópsýkingum. Innlent 19.7.2023 19:26 Eftirlýstur maður hljóp 400 metra Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann í annarlegu ástandi í Hlíðunum í Reykjavík í dag, það er hverfi 105. Var hann fluttur á lögreglustöðina við Hlemm en við eftirgrennslan kom í ljós að hann var eftirlýstur og átti að hefja afplánun. Innlent 19.7.2023 17:55 Bleikklæddar stjörnur mættu á forsýningu Barbie Forsýning á bandarísku kvikmyndinni Barbie fór fram í Sambíóunum Kringlunni í gærkvöldi. Stjörnur landsins mættu í litríkum klæðnaði í anda kvikmyndarinnar eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Lífið 19.7.2023 10:46 Kærunefnd útboðsmála gefur grænt ljós á Arnarnesveg Kærunefnd útboðsmála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Vegagerðinni hafi verið heimilt að hafna lægsta tilboði í lagningu Arnarnesvegar og ganga til samninga við aðra. Innlent 19.7.2023 07:40 Handtekinn fyrir að krota á nýbygginguna við Alþingishúsið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í gær sem var að krota á nýbygginguna við Alþingishúsið. Þegar lögregla hugðist ræða við manninn tók hann af stað en náðist eftir stutta eftirför. Innlent 19.7.2023 07:06 Hafa greint bæði nóróveirur og E.coli bakteríur en ekkert í matnum Gestir Hamborgarafabrikkunnar greindust sannarlega með nóróveiru. Frá þessu greinir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir í samtali við mbl.is en áður var talið að um bakteríusýkingu hefði verið að ræða. Innlent 19.7.2023 06:37 Verð húsnæðis lækkaði á höfuðborgarsvæðinu Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1,1 prósent milli maí og júní. Vísitalan hækkaði um 0,7 prósent í mánuðinum á undan og hafði þá farið upp fjóra mánuði í röð. Tölfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) segir að heilt yfir sé íbúðaverð tiltölulega stöðugt. Viðskipti innlent 18.7.2023 16:31 Slógust með hníf og sög í miðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skarst í leikinn í dag þar sem tveir menn slógust með hníf og sög í miðborg Reykjavíkur. Þetta er meðal þess sem fram kemur í dagbók lögreglu. Innlent 17.7.2023 17:31 „Það var alltaf einlægur vilji hans að vera edrú“ „Ég á rosalega margar staðsetningarlausar minningar tengdar pabba. Svona minningarbrot þar sem ég er með honum en ég veit ekkert hvar ég er. Í sumum þessum minningum er ég kannski einhvers staðar að borða með honum og það eru fullt af ókunnugu fólki, mest karlmönnum í kringum okkur,“ segir Hrefna Daðadóttir. Innlent 16.7.2023 20:02 Líklega ekki nóróveira Líkur eru á að hópsmit á Hamborgarafabrikkunni hafi ekki verið af völdum nóróveiru heldur annarrar þekktar bakteríu, sem áður hefur valdið hópsmiti á veitingastöðum. Innlent 16.7.2023 18:31 Ölvaður maður áreitti listamann Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í nótt. Þó nokkrar tilkynningar bárust um slagsmál, þjófnað og fólk í annarlegu ástandi. Þá var fjöldi ökumanna sektaður vegna hraðaksturs og aðrir teknir vegna gruns um akstur undir áhrifum. Innlent 16.7.2023 08:15 Eldur kviknaði í skúr í Stekkjarbakka Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í nótt vegna gamals skúrs sem varð alelda í Stekkjarbakka í Breiðholtinu. Mikill eldsmatur var í skúrnum og tók því rúma þrjá tíma að ráða niðurlögum eldsins. Engan sakaði vegna brunans. Innlent 16.7.2023 07:45 Fimm vistaðir í fangaklefa í dag Erilsamt hefur verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Fimm hafa verið vistaðir í fangaklefa frá því í morgun. Innlent 15.7.2023 18:32 « ‹ 98 99 100 101 102 103 104 105 106 … 334 ›
Finna reiðina og losa hana út í Druslugöngunni Druslugangan fer fram í ellefta skiptið í dag. Hún var fyrst gengin árið 2011 en lá niður í tvö ár í heimsfaraldrinum. Lísa Margrét Gunnarsdóttir, ein af skipuleggjendum göngunnar, segir öll velkomin hvort sem það séu þolendur, aðstandendur eða fólk sem vill styðja við bakið á þeim sem hafa lent í kynferðisofbeldi. Innlent 22.7.2023 12:46
Gosmóðan kemur og fer Því hefur verið spáð að gosmóða muni liggja yfir höfuðborgarsvæðinu fram á þriðjudag en árrisulir íbúar höfuðborgarsvæðisins tóku vafalítið eftir því í morgun að hún er heldur minni en í gær. Veðurfræðingur segir þó að hún komi líklegast til með að leggjast af þunga á svæðið síðdegis. Innlent 22.7.2023 08:11
Stofnaði ítrekað til slagsmála í miðborginni Maður í mjög annarlegu ástandi var handtekinn og vistaður í fangaklefa í nótt eftir að hafa ítrekað stofnað til slagsmála í miðborg Reykjavíkur. Annar var handtekinn og vistaður í fangaklefa fyrir að ráðast á dyravörð skemmtistaðar á svipuðum slóðum. Innlent 22.7.2023 07:30
Gosmóðan ekki á förum í bráð Veðurfræðingur býst við áframhaldandi gosmóðu og mengun á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni fram yfir helgi. Ekki er búist við vaxandi suðaustanátt fyrr en á þriðjudag. Loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfisstofnun hvetur þá sem eru veikir fyrir að hafa hægt um sig. Innlent 21.7.2023 22:35
Vilja Rey Cup-bikarinn til Afríku Sextán malavískir knattspyrnudrengir eru staddir hér á landi til að keppa á Rey Cup sem fer fram í Laugardalnum í næstu viku. Drengirnir eru bjartsýnir á að þeim takist að vinna mótið. Sport 21.7.2023 22:05
„Hérna er allt þægilegt og kósí og mjúk teppi“ Hjón búsett í Úkraínu undirbúa nú listasýningu í Reykjavík, sem fjallar um innri ró þrátt fyrir yfirþyrmandi erfiðleika vegna innrásar Rússa. Verkin sem verða til sýnis voru unnin í Kænugarði, oft í niðamyrkri vegna rafmagnsleysis eftir árásir Rússa á borgina. Menning 21.7.2023 20:00
Minni bjórglös og buddan tæmist hraðar Bjórglösin á mörgum börum miðbæjarins hafa minnkað. Stór bjór, sem áður var í fimm hundruð millilítra glösum, er nú kominn í fjögur hundruð millilítra glös. Um er að ræða tuttugu prósent minnkun bjórglasa. Neytendur, sérstaklega þeir í yngri kantinum, eru ósáttir við þessa þróun enda hefur bjórverðið hækkað töluvert á sama tíma. Neytendur 21.7.2023 14:15
Segja Reykjavíkurborg mismuna dóttur þeirra með synjun Hjón segja Reykjavíkurborg mismuna dóttur sinni með því að synja henni um þátttöku í verkefni sem snýst um aðlögun að grunnskóla. Stúlkan fær ekki að taka þátt af því hún var ekki í leikskóla í hverfinu þegar hún þarf í raun sérstaklega á verkefninu að halda vegna þess. Innlent 21.7.2023 13:17
Lögðu hald á leikfangabyssur eftir ónæði í miðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eða nótt vegna manna sem voru sagðir aka um miðborgina og skjóta gelkúlum úr leikfangabyssum úr bifreiðinni. Þóttu þeir hafa valdið miklu ónæði með þessu og lagði lögregla hald á byssurnar. Innlent 21.7.2023 06:28
Milliflutningar hjá Félagsbústöðum taki lengri tíma þegar fólk hafi sérstakar óskir Framkvæmdastjóri Félagsbústaða segir nóg til af íbúðum hjá félaginu fyrir fólk með hreyfihömlun. Erfitt sé að breyta íbúðum og auka aðgengi, sérstaklega gera úrbætur á lyftuaðstöðu, þegar um íbúð í fjölbýli þar sem eru fleiri eigendur er að ræða. Innlent 20.7.2023 16:10
Gerendameðvirkni og normalíseríng grasseri enn Á laugardaginn verður Druslugangan haldin í ellefta sinn enn gengið verður bæði í Reykjavík og á Sauðárkróki. Einn skipuleggjenda göngunnar segir þolendur kynferðisofbeldis finna samstöðu og styrk í krafti hvers annars með því að ganga öskrandi niður Skólavörðustíginn. Innlent 20.7.2023 16:01
Guðrún Sesselja skipuð héraðsdómari Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Guðrúnu Sesselju Arnardóttur í embætti héraðsdómara með fyrsta starfsvettvang hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, frá og með 1. september næstkomandi. Innlent 20.7.2023 15:02
Töluðu um gott innbrot eftir þjófnað á Rólex og Louis Vuitton Pólskir bræður hafa verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir stórfelld fíkniefnabrot og þjófnað. Meðal rannsóknaraðferða lögreglu var uppsetning eftirlitsmyndavélar og notkun eftirfarar- og hlerunarbúnaðar á bifreið sakbornings. Innlent 20.7.2023 14:54
Rauði krossinn og borgin undirbúa bæði rekstur neyslurýmis Rauði krossinn skoðar það nú hvort hægt sé að koma fyrir nýju neyslurými í einingahúsi frá Terra Einingum. Enn vantar þó landið fyrir húsið. Reykjavíkurborg segir mikinn vilja fyrir áframhaldandi rekstri en að þau kjósi frekar varanlegt húsnæði. Innlent 20.7.2023 13:20
Hagnast um 14,5 milljarða og greiða 16,5 fyrir nýjar höfuðstöðvar Landsbankinn hagnaðist um 14,5 milljarða króna á fyrri helmingi ársins 2023, þar af 6,7 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Hreinar vaxtatekjur jukust um 28,6% milli ára og hreinar þjónustutekjur um 6,1%. Kostnaður við byggingu nýrra höfuðstöðva hefur farið fram úr áætlun og er nú áætlaður 16,5 milljarðar Viðskipti innlent 20.7.2023 13:18
Birnir, GDRN og Sykur á ríkulegri dagskrá Innipúkans Tónlistarhátíðin Innipúkinn fer fram í tuttugasta og fyrsta skiptið í Reykjavík um Verslunarmannahelgina. Að vana er hátíðin haldin innandyra og í annað skiptið er hún haldin í Gamla Bíó og á Röntgen. Lífið 20.7.2023 11:43
Bylgjulest og götubiti í Hljómskálagarðinum Bylgjulestin verður í Hljómskálagarðinum í Reykjavík næsta laugardag en sömu helgi fer fram þar hin árlega Götubitahátíð. Lífið samstarf 20.7.2023 09:20
Nóró lokaniðurstaðan og endurgreiða veikum gestum Talið er að umfangsmikil hópsýking sem upp kom hjá starfsfólki og gestum á veitingastað Hamborgarafabrikkunnar í Kringlunni hafi verið af völdum nóróveiru. Þetta er niðurstaða embættis sóttvarnalæknis en nokkuð hefur verið á reiki hvort um nóróveirusýkingu hafi verið að ræða eða bakteríu sem veldur líkum einkennum og hefur greinst í álíka hópsýkingum. Innlent 19.7.2023 19:26
Eftirlýstur maður hljóp 400 metra Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann í annarlegu ástandi í Hlíðunum í Reykjavík í dag, það er hverfi 105. Var hann fluttur á lögreglustöðina við Hlemm en við eftirgrennslan kom í ljós að hann var eftirlýstur og átti að hefja afplánun. Innlent 19.7.2023 17:55
Bleikklæddar stjörnur mættu á forsýningu Barbie Forsýning á bandarísku kvikmyndinni Barbie fór fram í Sambíóunum Kringlunni í gærkvöldi. Stjörnur landsins mættu í litríkum klæðnaði í anda kvikmyndarinnar eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Lífið 19.7.2023 10:46
Kærunefnd útboðsmála gefur grænt ljós á Arnarnesveg Kærunefnd útboðsmála hefur komist að þeirri niðurstöðu að Vegagerðinni hafi verið heimilt að hafna lægsta tilboði í lagningu Arnarnesvegar og ganga til samninga við aðra. Innlent 19.7.2023 07:40
Handtekinn fyrir að krota á nýbygginguna við Alþingishúsið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í gær sem var að krota á nýbygginguna við Alþingishúsið. Þegar lögregla hugðist ræða við manninn tók hann af stað en náðist eftir stutta eftirför. Innlent 19.7.2023 07:06
Hafa greint bæði nóróveirur og E.coli bakteríur en ekkert í matnum Gestir Hamborgarafabrikkunnar greindust sannarlega með nóróveiru. Frá þessu greinir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir í samtali við mbl.is en áður var talið að um bakteríusýkingu hefði verið að ræða. Innlent 19.7.2023 06:37
Verð húsnæðis lækkaði á höfuðborgarsvæðinu Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1,1 prósent milli maí og júní. Vísitalan hækkaði um 0,7 prósent í mánuðinum á undan og hafði þá farið upp fjóra mánuði í röð. Tölfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) segir að heilt yfir sé íbúðaverð tiltölulega stöðugt. Viðskipti innlent 18.7.2023 16:31
Slógust með hníf og sög í miðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skarst í leikinn í dag þar sem tveir menn slógust með hníf og sög í miðborg Reykjavíkur. Þetta er meðal þess sem fram kemur í dagbók lögreglu. Innlent 17.7.2023 17:31
„Það var alltaf einlægur vilji hans að vera edrú“ „Ég á rosalega margar staðsetningarlausar minningar tengdar pabba. Svona minningarbrot þar sem ég er með honum en ég veit ekkert hvar ég er. Í sumum þessum minningum er ég kannski einhvers staðar að borða með honum og það eru fullt af ókunnugu fólki, mest karlmönnum í kringum okkur,“ segir Hrefna Daðadóttir. Innlent 16.7.2023 20:02
Líklega ekki nóróveira Líkur eru á að hópsmit á Hamborgarafabrikkunni hafi ekki verið af völdum nóróveiru heldur annarrar þekktar bakteríu, sem áður hefur valdið hópsmiti á veitingastöðum. Innlent 16.7.2023 18:31
Ölvaður maður áreitti listamann Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í nótt. Þó nokkrar tilkynningar bárust um slagsmál, þjófnað og fólk í annarlegu ástandi. Þá var fjöldi ökumanna sektaður vegna hraðaksturs og aðrir teknir vegna gruns um akstur undir áhrifum. Innlent 16.7.2023 08:15
Eldur kviknaði í skúr í Stekkjarbakka Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í nótt vegna gamals skúrs sem varð alelda í Stekkjarbakka í Breiðholtinu. Mikill eldsmatur var í skúrnum og tók því rúma þrjá tíma að ráða niðurlögum eldsins. Engan sakaði vegna brunans. Innlent 16.7.2023 07:45
Fimm vistaðir í fangaklefa í dag Erilsamt hefur verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Fimm hafa verið vistaðir í fangaklefa frá því í morgun. Innlent 15.7.2023 18:32