Reykjavík síðdegis

Fréttamynd

Virknin færir sig nær höfuð­borgar­svæðinu: „Þetta er þessi nýi veru­leiki“

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir stóran skjálfta sem skók suðvesturhornið rétt fyrir hádegi í dag benda til þess að skjálftavirknin sé að færa sig hægt og rólega yfir í Trölladyngju sem staðsett er mitt á milli höfuðborgarsvæðisins og Grindavíkur. Skjálftin er ekki vísbending um að neitt stórt sé að fara að gerast á svæðinu á næstu mánuðum.

Innlent
Fréttamynd

Maðurinn með níu líf

Guðmundur Hinrik Hjaltason húsasmíðameistari er sagður vera með níu líf. Í vikunni fór hann inn í logandi bíl, til að losa hann úr handbremsu. Aðgerðin bjargaði líklega húsi Guðmundar frá eldsvoða.

Innlent
Fréttamynd

Eddu Björk hafi verið gert að tala norsku við börnin sín

Helga Vala Helgadóttir lögmaður og fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar segir ekki nóg hlustað á börnin í forsjármáli Eddu Bjarkar Arnardóttur sem framseld var til Noregs í dag. Hún gagnrýnir einnig framferði norskra yfirvalda í málum sem varða börn. Þetta og fleira ræddi hún í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag

Innlent
Fréttamynd

Of­­notkun á nef­spreyi geti endað í víta­­hring

Nefúði getur verið ávanabindandi og notkun hans getur orðið að ákveðnum vítahring. Lyfja gaf nýlega út bækling þar sem þeir, sem nota úðann of mikið, er varaðir við og hjálpað að hætta. Lyfjafræðingur segir að ofnotkun geti orðið að krónísku vandamáli.

Innlent
Fréttamynd

Passaði að minnast ekki á gjaldþrot bankanna í ræðunni

Fimmtán ár eru liðin frá því að Geir H Haarde þáverandi forstætisráðherra Íslands bað Guð að blessa Ísland vegna hruns íslensku bankanna. Þá um kvöldið, 6. október 2008, samþykkti Alþingi fordæmalaus lög, neyðarlögin, sem veittu Fjármálaeftirlitinu víðtækar heimildir til að taka yfir starfsemi bankanna og veita innstæðum forgang yfir aðrar kröfur.

Innlent
Fréttamynd

Vonaðist til að verða ekki spurð hvernig faðir sinn hefði dáið

Arna Pálsdóttir, sem situr í stjórn Píetasamtakanna, ræddi um sjálfsvíg föður síns í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann féll frá árið 2001 þegar Arna var einungis sextán ára gömul. Tilefni viðtalsins er átakið gulur september, en markmið þess er að vekja athygli á geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum.

Innlent
Fréttamynd

Segist alls ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist alls ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum. Hann segir stjórnvöld hafa brugðist hárrétt við í heimsfaraldri Covid-19 miðað við forsendur á sínum tíma. Andstæðingar bóluefna eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér.

Innlent
Fréttamynd

Ó­tækt að þyrlurnar séu nánast komnar ofan í kaffi­bolla íbúa

Fram­kvæmda­stjóri Norður­flugs segir að sér lítist ekki illa á að flytja starf­semi fyrir­tækisins á Hólms­heiði. Skiljan­legt sé að í­búar séu þreyttir á há­vaða­mengun af völdum þyrlu­um­ferðar en fyrir­tækið lúti nú­verandi flug­ferlum og ráði ekki flug­leiðum inn á og út af Reykja­víkur­flug­velli.

Innlent
Fréttamynd

„Alltaf varanlegur skaði eftir hvern bruna“

„Mér finnst sorglegt að sjá hversu margir eru illa brenndir,“ segir Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir. Hún segir vaxandi tíðni vera á húðkrabbameini í heiminum, Ísland sé engin undantekning á því og minnir á mikilvægi þess að bera á sig sólarvörn. 

Innlent
Fréttamynd

Gosið í takt við fyrri gos og fer ró­lega af stað

Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir í samtali við þáttastjórnendur að eldgosið sem nú er hafið sé í takt við hin gosin og að ekki sé um stórgos að ræða. 

Innlent