Rússneski boltinn

Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi
Arnór Smárason átti skammvinnan en áhugaverðan tíma í Rússlandi er hann lék sem lánsmaður hjá liði Torpedo Moskvu fyrir tæpum áratug. Launin skiluðu sér misvel frá félaginu.

Ragnar Sigurðsson gæti snúið aftur til Rússlands
Það virðist næsta öruggt að Ragnar Sigurðsson verði ekki áfram þjálfari Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu. Samningur hans er runninn út og Fram hefur gefið út að Rúnar Kristinsson sé efstur á blaði. Nú virðist sem Ragnar gæti verið á leið til Rússlands.

Norskur fótboltamaður flýr Rússland og Rússarnir hóta málsókn
Norski fótboltamaðurinn Mathias Normann fórnaði norska landsliðinu fyrir það að spila í rússneska boltanum en nú hefur hann yfirgefið Rússland af öryggisástæðum.

Arnór búinn að skrifa undir hjá Blackburn
Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson hefur gengið til liðs við Blackburn í ensku Championship deildinni. Hann skrifar undir eins árs samning við félagið.

Átján mánaða fangelsi fyrir að stinga frænda sinn
Knattspyrnumaðurinn Quincy Promes hefur verið dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir að ráðast á frænda sinn. Leikmaðurinn þarf einnig að borga ættingja sínum skaðabætur.

Rússum boðið á mót í Asíu þrátt fyrir bönn UEFA og FIFA
Rússneska karlalandsliðinu í fótbolta hefur verið boðið að taka þátt í nýju móti knattspyrnusambands Mið-Asíu sem fram fer í júní.

Arnór í viðtali við Aftonbladet: Margir í Rússlandi sem eiga þetta ekki skilið
Arnór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu segir í viðtali við sænska Aftonbladet að framtíð hans hjá rússneska félaginu CSKA sé óljós. Hann segir alla vilja að stríðsátökunum í Úkraínu ljúki.

Vill rússneskan ríkisborgararétt til að forðast framsal vegna morðtilraunar
Hollendingurinn Quincy Promes hefur sótt um rússneskan ríkisborgararétt samkvæmt þarlendum fjölmiðlum. Promes er sakaður um að hafa reynt að myrða frænda sinn og gerir nú allt til að forðast framsal til Hollands.

Sjáðu hópslagsmálin þegar allt sauð upp úr í leik Zenit og Spartak
Zenit St. Pétursborg og Spartak Moskva áttust við í rússneska bikarnum í knattspyrnu á sunnudag. Það væri ekki frásögu færandi nema fyrir þá staðreynd að það sauð allt upp úr í leiknum og á endanum fengu sex leikmenn rautt spjald eftir hópslagsmál undir lok leiks. Þá höfðu alls tíu gul spjöld farið á loft í venjulegum leiktíma.

Félag sem átti að verða eitt það besta í Evrópu leggur upp laupana
Rússneska liðið Anzhi Makhachkala átti að verða að einu stærsta liði Evrópu árið 2011 þegar óligarkinn Suleyman Kerimov pumpaði peningum í félagið sem raðaði inn stórstjörnum. Nú er félagið á barmi gjaldþrots og hefur ekki fengið keppnisréttindi í þriðju efstu deild í Rússlandi.

Arnór endurnýjar kynnin við Norrköping
Arnór Sigurðsson er genginn til liðs sænska úrvalsdeildarliðið Norrköping en hann kemur þangað á lánssamningi frá CSKA Moskvu.

CSKA mun leita réttar síns
Rússneska knattspyrnufélagið CSKA Moskva ætlar að leita réttar síns gagnvart ákvörðun FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, er varðar samningsstöðu erlendra leikmanna í Rússlandi. Arnór Sigurðsson er meðal þeirra sem hafa nýtt sér téð ákvæði.

Hörður Björgvin um stríðið í Úkraínu: Leiðinlegt mál sem ég get ekki tjáð mig neitt um
Hörður Björgvin hefur verið í röðum CSKA síðan 2018 en er samningslaus í dag. Hann ræddi við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakka Stöðvar 2. Ræddi hann meðal annars um tíma sinn hjá CSKA og tímann eftir að Rússland réðst inn í Úkraínu.

Hörður Björgvin kvaddi með víkingaklappi
Hörður Björgvin Magnússon spilaði í kvöld sinn síðasta leik fyrir CSKA Moskvu. Kvaddi hann aðdáendur liðsins með víkingaklappinu fræga.

Hörður Björgvin yfirgefur CSKA Moskvu í sumar
Landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon mun yfirgefa CSKA Moskvu í sumar. Þetta kemur fram á samfélagsmiðlum rússneska félagsins.

Enska úrvalsdeildin neitar að samþykkja félagaskipti Moses frá Rússlandi
Enska úrvalsdeildarliðið Burnley hefur reynt, án árangurs, að semja við Victor Moses, fyrrum leikmann Chelsea og Liverpool, en hann ætti að geta verið laus allra mála hjá núverandi félagi sínu, Spartak Moskvu, vegna stríðsins í Úkraínu.

Hörður Björgvin og félagar unnu stórsigur
Hörður Björgvin Magnússon lék síðari hálfleikinn fyrir CSKA Moskvu er liðið vann 6-1 stórsigur gegn Rubin Kazan í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Fyrirliðinn vildi ekki vera valinn í rússneska landsliðið vegna stríðsins
Artem Dzyuba, fyrirliði rússneska landsliðsins, hafnaði því að vera valinn í landsliðshópinn vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

Úkraínumenn vilja refsa gamla fyrirliðanum fyrir að kóa með Rússum
Anatoliy Tymoshchuk, fyrrverandi fyrirliði og leikjahæsti leikmaður í sögu úkraínska landsliðsins, gæti misst þjálfararéttindi sín vegna þagnar sinnar eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu.

Feginn að vera á Ítalíu en með áhyggjur af vinum og liðsfélögum
„Þetta er fyrst og fremst ömurlegt eins og ég reikna með að langflestir séu sammála um,“ segir Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta, um stríðið í Úkraínu. Arnór er samningsbundinn CSKA Moskvu og viðurkennir að miðað við núverandi ástand sé ekki góð tilhugsun að snúa aftur til Rússlands í sumar.

„Get ekki lengur starfað í landi sem er að sprengja heimaland mitt“
Úkraínumaðurinn Andriy Voronin, fyrrverandi leikmaður Liverpool, er hættur sem aðstoðarþjálfari Dynamo Moskvu í Rússlandi og hefur yfirgefið landið.

Brosandi Hörður eftir að tíu mánaða bið lauk í dag
Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður í knattspyrnu, lék langþráðan leik í dag þegar hann spilaði með CSKA Moskvu í æfingaleik gegn danska liðinu Viborg í Campoamor á Spáni.

Hollenskur landsliðsmaður ákærður fyrir tilraun til manndráps
Hollenski knattspyrnumaðurinn Quincy Promes verður ákærður fyrir tilraun til manndráps og líkamsárás eftir hafa verið sakaður um að stinga fjölskyldumeðlim með hníf í fyrra.

Arnór lánaður til Íslendingaliðsins í Feneyjum
CSKA Moskva hefur lánað íslenska landsliðsmanninn Arnór Sigurðsson til ítalska úrvalsdeildarliðsins Venezia.

Arnór og Hörður Björgvin fá nýjan þjálfara
Ivica Olic, þjálfari rússneska knattspyrnuliðsins CSKA Moskvu, hefur sagt starfi sínu lausu. Íslensku landsliðsmennirnir Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson leika með liðinu.

Arnór kom inn á í tapi gegn nágrönnunum í lokaumferð rússnesku deildarinnar
Arnór Sigurðsson og félagar hans í CSKA Moskvu heimsóttu nágranna sína í Dynamo Moskvu í rússneska fótboltanum í dag. Mark Arsen Zakharian á 89. mínútu tryggði heimamönnum í Dynamo 3-2 sigur.

Sá eini úr meistaraliði Liverpool frá því fyrra sem vann titil annað árið í röð
Liverpool náði ekki að fylgja eftir glæsilegum sigri sínum í ensku úrvalsdeildinni í fyrra og þetta tímabil hefur verið allt annað en sannfærandi hjá ensku meisturunum. Það er þó einn meðlimur úr Liverpool liðinu í fyrra sem hélt áfram að vinna titla.

Reiknar með að spila áfram í Moskvu þrátt fyrir meiðslin
Hörður Björgvin, leikmaður CSKA Moskvu í Rússlandi og íslenska landsliðsins, verður frá næstu mánuðina eftir að hafa slitið hásin. Hann telur þó að meiðslin hafi ekki áhrif á samningsstöðu sína en hann verður samningslaus á næsta ári.

Samherjar og stuðningsmenn CSKA Moskvu sendu Herði Björgvini batakveðjur á íslensku og rússnesku
Hörður Björgvin Magnússon er greinilega í miklum metum hjá CSKA Moskvu en fyrir leikinn gegn Rotor Volgograd í gær sendu leikmenn og stuðningsmenn liðsins honum batakveðjur.

Hvatningarorð til Harðar og stoðsending frá Arnóri
CSKA Moskva byrjar vel undir stjórn Ivica Olic en þeir unnu annan leikinn í röð í dag er þeir höfðu betur gegn FC Rotor Volgograd.