
Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Skyndiheimsóknir, GPS og myndbönd notuð svo ensku liðin svindli ekki
Enska úrvalsdeildin mun setja upp viðamikið eftirlitskerfi til þess að tryggja það að ekkert af liðum deildarinnar komist upp með að brjóta strangar reglur um samskiptafjarlægð.

Hik er sama og tap!
Skaftárhreppur er eitt af þeim sveitarfélögum sem ljóst er að verða fyrir hlutfallslega mestu tekjutapi vegna afleiðinga Covid 19 líkt og fram hefur komið í greiningu Byggðastofnunar.

Trump setur WHO afarkosti
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að Bandaríkin hætti fjárframlögum til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um ókomna tíð vegna viðbragða stofnunarinnar við faraldri kórónuveiru.

Merkel gefur eftir og samþykkir styrkveitingar
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tilkynntu í kvöld að þau hefðu komist að samkomulagi um drög að 500 milljarða evra neyðarsjóð, sem nota á til að aðstoða þau ríki sem hafa orðið hvað verst úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar.

Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfs sem Trump hefur tekið til varnar gegn veirunni
Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hafi undanfarna eina og hálfa viku tekið inn malaríulyfið Hydroxychloroquine til varnar gegn faraldri kórónuveirunnar.

Kátína hjá fastagestum að komast aftur í sundlaugina
Landsmenn voru greinilega orðnir óþreyjufullir að komast í sund, miðað við biðraðirnar sem mynduðust á miðnætti í Reykjavík þegar laugarnar voru opnaðar, eftir nærri tveggja mánaða lokun.

Katrín um opnun landsins: „Má ekki snúast um þrýsting“
Forsætisráðherra segir af og frá að verið sé að láta undan þrýstingi ferðaþjónustunnar með því að stefna að opnun landsins fyrir ferðamenn í júní. Varfærnasta leiðin hafi orðið fyrir valinu og heilbrigðisyfirvöld hafi ekki verið beitt þrýstingi um að láta það ganga upp.

Segir heilbrigðiskerfið hafa staðist álagið vel
„Íslenska heilbrigðiskerfið hefur staðist álagið vel. Við búum að sterkri, samhæfðri opinberri heilbrigðisþjónustu sem hefur sýnt aðdáunarverðan sveigjanleika og aðlögunarhæfni.“

Erfitt fyrir suma að stíga aftur út í samfélagið vegna heilsukvíða
Margir eiga erfitt með að snúa aftur út í samfélagið nú þegar allt virðist á réttri leið eftir kórónuveirufaraldurinn. Sumir fundu fyrir létti þegar takmarkanir voru sem mestar, að sögn sálfræðings, sem segir of mikla varkárni geta valdið kvíða og haft áhrif á andlega heilsu.

Atvinnuleysisbætur stúdenta: Jafnræði, öryggi og hugarró
Kalli stúdenta eftir atvinnuleysisbótum hefur ekki verið svarað.

Mælir með því að fólk haldi sig við reglubundna bólfélaga
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir er frekar á því að Íslendingar, sem og aðrir, eigi að halda sig við sína reglubundnu bólfélaga um þessar mundir.

Þórólfur ósammála þeim sem eru ósammála
„Ég er bara ekkert sammála þessari skoðun og vænti þess að ég geti rætt við þessa góðu kollega mína,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir um gagnrýni sem læknar hafa sett fram á áætlanir um að opna aftur fyrir komu ferðamanna hingað til lands

Vilja hljóðnema á hliðarlínuna og sýna beint úr klefanum
Sjónvarpsrétthafar af ensku úrvalsdeildinni vilja bæta í útsendingar sínar frá deildinni á meðan áhorfendur mega ekki vera viðstaddir leiki.

Xi varði viðbrögð Kína við faraldrinum, WHO lofar rannsókn
Kínversk stjórnvöld eru opin fyrir óháðri úttekt á viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum eftir að ríkjum tekst að hafa hemil á honum. Xi Jinping, forseti Kína, varði viðbrögð ríkisstjórnar sinnar á fundi Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í dag þar sem forstjóri stofnunarinnar lofaði rannsókn eins fljótt og auðið yrði.

Ensku úrvalsdeildarliðin samþykkja að hefja æfingar á morgun
Æfingar hjá öllum ensku úrvalsdeildarliðunum í knattspyrnu hefjast á morgun, þriðjudaginn 19. maí.

Svona var sjötugasti upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í Skógarhlíð 14 í dag.

Pompeo sagður hafa látið ríkisstarfsmann ganga með hundinn og útrétta fyrir sig
Innri endurskoðandi bandaríska utanríkisráðuneytisins var byrjaður að kanna ásakanir um að Mike Pompeo, utanríkisráðherra, hafi látið pólitískt skipaðan starfsmann sinna persónulegum viðvikum eins og fara út að ganga með hundinn sinn, sækja föt í hreinsun og fleira þegar Donald Trump forseti rak endurskoðandann skyndilega á föstudag. Pompeo er sagður hafa hvatt Trump til að reka eftirlitsmanninn.

Fimm dagar í röð án nýs smits
Enginn greindist með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn hér á landi, fimmta daginn í röð, samkvæmt nýjum tölum á Covid.is. Staðfest smit eru því, líkt og í gær, 1.802. Þá eru virk smit á landinu nú sex, líkt og í gær.

Víðir hefði viljað sjá meira bil á milli fólks í biðröðum fyrir utan sundlaugar
Uppselt var í Laugardalslaug 45 mínútum eftir að sundlaugar í Reykjavík voru opnaðar á miðnætti.

Hlutabréfaútgáfu Norwegian Air lokið
Virði hlutabréfa í norska lágfargjaldaflugfélaginu Norwegian Air féll um helming eftir að hlutabréfaútgáfu lauk í dag. Einnig stendur til að ljúka því að breyta kröfum í hlutafé til þess að reyna að sigla félaginu í gegnum ólgusjó kórónuveirufaraldursins.

Skoska slaufað og Celtic krýndir meistarar
Celtic hafa verið krýndir skoskir meistarar níunda árið í röð. Keppni í skosku úrvalsdeildinni var formlega hætt í dag.

Læra mjög hratt hvernig eigi að glíma við Kawasaki-líka sjúkdóminn í kjölfar „skrambans“ veirunnar
Læknar víða um heim fylgjast grannt með framgangi sjúkdóms sem svipar til Kawasaki-sjúkdómsins og læra mjög hratt hvernig best sé að bregðast við einkennum hans

Slakað á takmörkunum í Evrópu
Ítalíu og Spánn eru á meðal þeirra Evrópuríkja sem slökuðu frekar á takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Leyft verður að opna flest fyrirtæki eins og bari, veitingastaði og hárgreiðslustofur á Ítalíu. Faraldurinn virðist í rénun í báðum löndum sem eru á meðal þeirra sem hafa orðið verst úti í heiminum.

Báðust afsökunar á því að hafa notað kynlífsdúkkur í stúkuna sína
Suður-kóreskt knattspyrnufélag vildi lífga upp á tóman völl þegar fótboltadeildin hófst á ný í landinu en val þeirra á „áhorfendum“ þótti ekki alveg við hæfi.

Eftirkórónuhagkerfið
Tilraunir til að spá fyrir um hagkerfið eftir kórónufaraldur geta fljótt litið út eins og árleg spá völvu vikunnar. Viðburðir sem fara að spám þykja hafa verið fyrirsjáanlegir allan tímann. Spár sem rætast ekki bera í besta falli vitni um lélegar ágiskanir. En ýmislegt má samt ráða um þjóðfélagsþróun í og eftir heimsfaraldur í ljósi reynslunnar.

Sveitin verði mataráfangastaður á heimsvísu
Ferðaþjónustuaðilar í Eyjafjarðarsveit láta ekki kórónuveirufaraldurinn stoppa áætlanir um að gera sveitina að mataráfangastað á heimsvísu.

Farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg lokað
Farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg hefur verið lokað.

Óttast að spítalar Sao Paulo verði yfirfullir innan tveggja vikna
Bruno Covas, borgarstjóri Sao Paulo stærstu borgar Brasilíu og einnar stærstu borgar heims, segir að heilbrigðiskerfi borgarinnar sé á barmi þrots en kórónuveiran herjar nú á borgarbúa af miklum móð.

Rekin upp úr heita pottinum í Mosfellsbæ
Upp úr klukkan hálfeitt í nótt barst lögreglunni tilkynnt um að fólk væri í sundi í óleyfi í einni af sundlaugum Mosfellsbæjar.

Sjáðu þegar dyr Laugardalslaugar voru opnaðar rétt eftir miðnætti
Nokkur hundruð manns voru mættir við Laugardalslaugina um miðnætti þegar dyrnar að laugunum voru opnaðar á ný eftir að hafa staðið lokaðar í margar vikur.