Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

„Þetta er gjör­sam­lega út í hött“

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er alls ekki sáttur við svar stjórnar Persónuverndar sem stofnunin sendi Íslenskri erfðagreiningu fyrr í dag. Hann segir Persónuvernd hafa sýnt ómældan sóðaskap og hyggst leita til dómstóla.

Innlent
Fréttamynd

Fella niður kennslu fyrir austan

Aðgerðastjórn Austurlands ákvað á fundi í dag að fella niður kennslu í Nesskóla í Neskaupstað, Eskifjarðarskóla og Grunnskóla Reyðarfjarðar á morgun, föstudaginn 14. janúar. Það er gert vegna fjölgunar smitaðra á landshlutanum undanfarna daga.

Innlent
Fréttamynd

Lokuðu leik­skólanum í dag vegna stórrar hóp­­sýkingar

38 börn og starfsmenn í leikskólanum Sæborg í Reykjavík hafa greinst með Covid-19. Tvær deildir af fjórum hafa verið lokaðar seinustu daga vegna þessa en ákveðið var að loka skólanum alfarið í dag og á morgun eftir að þriðja deildin var send í sóttkví.

Innlent
Fréttamynd

Færa keppnina um viku vegna faraldursins

Ákveðið hefur verið að fresta öllum viðburðum Söngvakeppninnar 2022 á RÚV um eina viku eftir samráð við sóttvarnayfirvöld. Vonir standa enn til að hægt verði að selja inn á keppnina.

Lífið
Fréttamynd

Þórólfur búinn að skila minnisblaði til Willums

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lokið við skrif nýs minnisblaðs vegna stöðunnar í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Blaðinu hefur hann skilað Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Hann vill ekkert gefa uppi um innihald þess að svo stöddu.

Innlent
Fréttamynd

Seljaskóla skellt í lás fram á þriðjudag

Allt skólastarf fellur niður í Seljaskóla á morgun, föstudaginn 14. janúar og mánudaginn 17. janúar vegna fjölda nemenda og starfsfólks em greinst hefur verið Covid-19. Frístundastarf og íþróttaæfingar hjá ÍR falla einnig niður.

Innlent
Fréttamynd

Persónuvernd svarar Kára

Stjórn Persónuverndar hefur birt bréf sem hún sendi í dag á Íslenska erfðagreiningu, vegna ummæla Kára Stefánssonar, forstjóra fyrirtækisins um ákvörðun Persónuverndar sem Kári hefur gagnrýnt mjög.

Innlent
Fréttamynd

Bretar stytta einangrun úr sjö dögum í fimm

Fólk sem greinist með Covid-19 á Englandi þarf einungis að sæta einangrun í fimm daga að lágmarki í stað sjö frá og með næsta mánudegi. Þetta tilkynnti Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Breta, í neðri málstofu breska þingsins í dag.

Erlent
Fréttamynd

1.101 greindist innan­lands í gær

1.101 einstaklingur greindist með kórónuveiruna innanlands í gær og 105 á landamærum. 46% þeirra sem greindust innanlands voru í sóttkví við greiningu og 54% utan sóttkvíar.

Innlent
Fréttamynd

Andlát vegna Covid-19

Karlmaður á tíræðisaldri lést á Landspítala í gær af völdum Covid-19. Um er að ræða fimmta andlátið vegna Covid-19 hérlendis á þessu ári, en alls hafa 43 nú látist af völdum Covid-19 hér á landi frá upphafi faraldursins.

Innlent
Fréttamynd

Auknar tak­markanir á há­skóla­starfi

Ráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um takmarkanir á háskólastarfi sem gildi tekur á miðnætti í kvöld. Í reglugerðinni felst meðal annars að nemendum ber að viðhafa tveggja metra fjarlægð í kennslu- og lesrýmum.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei fleiri börn mætt í sýnatöku

Aldrei hafa fleiri börn mætt í sýnatöku en í dag en í dag mættu í kringum 1.200 þeirra. Þá var einnig góð mæting í bólusetningu barna í Laugardalshöll í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ein tilkynning um aukaverkun í yngsta aldurshópnum

Þriðji dagur bólusetninga barna á aldrinum fimm til ellefu ára á höfuðborgarsvæðinu hófst í Laugardalshöll í morgun en mætingin síðustu tvo daga hefur verið um sjötíu prósent. Fyrr í mánuðinum hófust bólusetningar í öðrum sveitarfélögum.

Innlent
Fréttamynd

Læknar vilja við­bótar­greiðslur í sam­ræmi við álag

Læknar vilja breytinga á kjarasamningum og leggja til viðbótargreiðslur í samræmi við aukið álag. Mikið hafi mætt á heilbrigðisstarfsfólki í kórónuveirufaraldrinum og læknar segja eðlilegt að hluti þeirra fjármuna sem fallið hafa til samfélagsins í faraldrinum fari einnig til heilbrigðisstarsfólks.

Innlent
Fréttamynd

Búin að fá svínaflensuna og þrjú afbrigði af Covid19

Kona sem hefur þrisvar sinnum greinst með Covid19 segir ákveðin vonbrigði að greinast með þrjú helstu afbrigði veirunnar. Áður en Covid kom til sögunnar smitaðist hún af svínaflensunni og segir því létt í bragði að henni líði eins og tilraunadýri.

Innlent
Fréttamynd

Hin mikla Maya

Siddhartha Gautama a.k.a Buddha, var prins sem var uppi í eldgamladaga. Honum var haldið innan veggja ríkis og mataður af upplýsingum.

Skoðun
Fréttamynd

Þetta snýst um fólkið í fram­línunni

Nú hefur neyðarstigi almannavarna verið lýst yfir í fjórða sinn í yfirstandandi faraldri vegna álags á heilbrigðiskerfið. Hluti röksemdafærslunnar er sá að ekki verði hlaupið að því að styrkja mönnun kerfisins utan frá vegna einangrunar landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Leggur mögulega til hertar aðgerðir fyrir helgi

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir allt stefna í það að hann þurfi að leggja til að að sóttvarnarreglur verði hertar innanlands til að draga úr daglegum fjölda þeirra sem greinist með Covid-19. Hann segist jafn vel reikna með að skila tillögum um hertar aðgerðir fyrir helgi.

Innlent