Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Fréttamynd

Segir víða hægt að spara meira

Fjármálaráðherra hefur óskað eftir því að opinberar stofnanir ráðist í umbætur til að hagræða í rekstri. Hann vonar að nýjar lausnir leiði til þess að í einhverjum mæli að ekki þurfi að ráða í stað þeirra sem hætta. Mjög víða megi gera betur.

Innlent
Fréttamynd

Tíu milljarða vantar í fjárlög upp í loforðin í vegagerð

Tíu milljarða króna gat er í nýsamþykktum fjárlögum næsta árs til að unnt verði að standa við þau fyrirheit sem gefin voru í samgönguáætlun fyrir síðustu kosningar. Breikkun Suðurlandsvegar í útjaðri Reykjavíkur er meðal þeirra verkefna sem skorin verða niður.

Innlent
Fréttamynd

Gjaldahækkanir dynja á bíleigendum um áramót

Álögur á bíleigendur um áramótin hækka mun meira en sem nemur verðlagshækkunum, samkvæmt bandormi ríkisstjórnarinnar, sem Alþingi samþykkti fyrir helgi. Talsmaður FÍB segir skattahækkanirnar bitna verst á íbúum dreifbýlisins, sem þurfa að sækja þjónustu um langan veg.

Neytendur
Fréttamynd

„Ég mun tryggja að svona gerist ekki aftur“

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ætlar að tryggja að álíka ástand og verið hefur á Reykjanesbraut síðustu sólarhringa, með tilheyrandi raski á flugumferð, myndist ekki aftur. Hann segir flókið að taka ákvörðun um lokun brautarinnar og segir að ástandið ætti að opna augu fólks fyrir öryggishlutverki Reykjavíkurflugvallar. 

Innlent
Fréttamynd

Blöskrar brjálað bruðl Bjarna í báknið

Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar í Eyjum og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sendir Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og fyrrverandi félögum sínum tóninn og sakar þá um gegndarlausan austur úr sameiginlegum sjóðum í opinberan rekstur. Eða báknið eins og það er stundum kallað með vísun í gamalt slagorð Sjálfstæðisflokksins: Báknið burt!

Innlent
Fréttamynd

Nýtt hverfi í Reykjavík rís á Keldnalandinu

Á næstu árum mun rísa nýtt hverfi á Keldum og Keldnaholti en ríkið afsalaði sér landinu með formlegum hætti til Betri samgangna ohf. í gær. Skipulagsvinna hefst strax á næsta ári en svæðið er sagt vera álíka stórt og miðborg Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Fimm­tán milljarða samningur tryggir Betri sam­göngum Keldna­land

Ríkissjóður og Betri samgöngur ohf. hafa gengið frá samningi sín á milli um að félagið taki við landsvæðinu við Keldur og Keldnaholt ásamt þeim réttindum og skyldum sem því tengjast. Landið er alls um 116 hektarar eða að svipaðri stærð og miðborg Reykjavíkur að flatarmáli.

Innlent
Fréttamynd

Erfiðir skandalar áttu pólitíska sviðið í ár

Eftir tvö ár af algerri pólitískri lægð þar sem helsta þrætueplið snerist um hvort tíu, tuttugu eða fimmtíu manns mættu hittast í einu tók Alþingi aftur til eðlilegra starfa og gat einbeitt sér af stóru málunum í samfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Á­skorun til mat­væla­ráð­herra

Staða þeirra landsmanna sem stunda sauðfjárrækt að atvinnu hefur verið til umræðu um langa hríð án þess að nokkurt bitastætt hafi gerst í þá veru að gera því fólki rekstur sinna sauðfjárbúa bærilegan með tilliti til afkomu. Það er helst á hátíðis- og tyllidögum sem ráðamenn hafa uppi stór orð um að aðgerða sé þörf en þegar til kastanna kemur þá gerist því miður fátt.

Skoðun
Fréttamynd

Barði í borð og sagði Katrínu hafa sam­þykkt eitur­pillu í lofts­lags­málum

Heimild til þess að ríkið geti notað óseldar losunarheimildir vegna stóriðju upp í sínar eigin loftslagsskuldbindingar var samþykkt á Alþingi í dag. Þingmenn stjórnarflokkanna og Miðflokks greiddu atkvæði með frumvarpinu. Þingmaður Pírata segir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hafa samþykkt eiturpillu inn í aðgerðaráætlun í loftslagsmálum.

Innlent
Fréttamynd

Frumvarpið sem leigubílstjórar óttast orðið að lögum

Leigubílafrumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra var samþykkt nú síðdegis með 38 atkvæðum. Tíu þingmenn sögðu nei. Frumvarpið rýmkar skilyrði sem þarf til að reka leigubíl, meðal annars með því að afnema reglur um heildarfjölda starfsleyfa.

Innlent
Fréttamynd

Markmiðið að til verði einn héraðsdómstóll í stað átta sjálfstæðra

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur hafið undirbúning að sameiningu átta héraðsdómstóla í einn héraðsdómstól. Forsenda sameiningarinnar að mati ráðherra er sú að héraðsdómstóllinn hafi áfram starfsstöðvar á landsbyggðinni þar sem núverandi dómstólar eru staðsettir. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

Innlent
Fréttamynd

Ingibjörg tekur við af Hörpu sem safnstjóri Listasafns Íslands

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur skipað Ingibjörgu Jóhannsdóttur til að gegna embætti safnstjóra við Listasafn Íslands. Hún tekur við starfinu af Hörpu Þórsdóttir sem skipuð var þjóðminjavörður í ágúst síðastliðnum. 

Innlent
Fréttamynd

Hundrað milljónirnar fara í almenna styrki til fjölmiðla

Menningar- og viðskiptaráðherra segir að hundrað milljónir króna sem meirihluti fjárlaganefndar lagði upphaflega til að rynni til fjölmiðla á landsbyggðinni fari í almennt styrkjakerfi fyrir fjölmiðla. Styrkirnir hækki þannig úr tæpum 400 milljónum í tæpar 500 milljónir á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

„Það er ekki hægt að taka nokkurt einasta mark á þessu fólki“

Tekist var á um hinn svokallaða fjárlagabandorm ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag en þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver á fætur öðrum upp í pontu til að gagnrýna áform ríkisstjórnarinnar. Þingmaður Samfylkingarinnar sagði hækkanir á krónutölugjöldum fram úr öllu hófi en fjármálaráðherra beindi spjótum sínum að sveitarfélögunum. 

Innlent
Fréttamynd

For­sætis­ráð­herra segir engar blekkingar varðandi barna­bætur

Forsætisráðherra segir engum blekkingum hafa verið beitt í kynningu á hækkun barnabóta í tengslum við nýgerða kjarasamninga eins og þingmenn í stjórnarandstöðu haldi fram. Formaður Samfylkingarinnar segir muna þremur milljörðum á raunveruleikanum og þeim hækkunum sem ríkisstjórnin kynnti.

Innlent
Fréttamynd

Sam­starf um stöðug­leika

Þegar ég bauð mig fram til Alþingis síðastliðið haust var það vegna þess að ég vildi gera vel. Ástandið í heiminum hefur haft áhrif á efnahagsástandið hér á landi sem og annar staðar. Við getum þó ornað okkur við það að allar líkur eru á að um tímabundið ástand sé að ræða, staða ríkissjóðs er mun sterkari en áður var gert ráð fyrir og viðsnúningur getur því orðið hraður þegar ástandið færist aftur í eðlilegt horf. Við þurfum þó að stíga varlega til jarðar næstu mánuði, tryggja stöðugleika og ná niður verðbólgu og vöxtum.

Skoðun
Fréttamynd

Ráð­herra láti eins og hann sé „hvítþveginn af glæp sem ríkis­stjórnin framdi“

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, vandaði félags- og vinnumarkaðsráðherra og öðrum stjórnarliðum ekki kveðjurnar á Alþingi í dag. Það væri stundum eins og fólk í stjórnarliðinu ætti erfitt með að skilja á milli veruleika og ímyndunar. Umdeilt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra verður ekki á dagskrá þingsins fyrir jól, sem Píratar fagna. 

Innlent
Fréttamynd

Kaldar kveðjur for­sætis­ráð­herra

Nú liggja fyrir drög að frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, til heildarlaga um sanngirnisbætur til vistheimilabarna sem urðu fyrir varanlegum líkamlegum, sálrænum eða félagslegum skaða vegna illrar meðferðar meðan á vistun þeirra stóð.

Skoðun
Fréttamynd

„Óásættanleg“ framganga leigufélaga

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir framgöngu sumra leigufélaga óásættanlega. Hún hvetur leigufélög til að axla ábyrgð og sýna hófstillingu. Vinna við endurskoðun húsaleigulaga hefst fljótlega.

Innlent
Fréttamynd

Ætti að lækka fjármögnunarkostnað banka sem getur skipt „töluverðu máli“

Frumvarp um breytingar á lögum um sértryggð skuldabréf, sem mun greiða fyrir útgáfu og viðskiptum íslenskra banka með slík bréf þvert á landamæri innan Evrópu, ætti að leiða til þess að fjármögnunarkostnaður fjármálastofnana lækki á tímum þegar aðstæður á mörkuðum hafa versnað til muna, að sögn fjármálaráðherra, sem vill tryggja framgang málsins á sem skemmstum tíma. Samtök fjármálafyrirtækja segja mikilvægt að frumvarpið verði að lögum fyrir áramót ef bankarnir eiga að geta gefið út sértryggð skuldabréf sem teljast veðhæf hjá Evrópska seðlabankanum.

Innherji