Víkingur Reykjavík

Fréttamynd

Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri

Íslandsmeistarar Víkings unnu 5-2 sigur gegn Leikni í Breiðholtinu í kvöld, í fyrsta leik Reykjavíkurmóts karla í fótbolta. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö fyrstu mörk Víkinga og hinn 16 ára Þorri Ingólfsson var aftur á skotskónum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Utan vallar: Var Helgi Guð­jóns að eiga Steina Gísla sumar?

Víkingar eru Íslandsmeistarar í fótbolta í þriðja sinn á síðustu fimm árum. Liðið er búið að tryggja sér titilinn í Bestu deildinni fyrir síðustu tvær umferðirnar. Ein af hetjunum í Hamingjunni í sumar var leikmaður sem var færður mun aftar á völlinn en við erum vön að sjá hann.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn

Bikarmeistarar Fram unnu Víking, sem leikur í Grill 66 deildinni, með tveggja marka mun, 39-41, í tvíframlengdum leik í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta. Leikurinn fór fram á heimavelli Víkinga í Safamýrinni þar sem Framarar léku í mörg ár.

Handbolti