
Þróttur Reykjavík

Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-4 | Miklir yfirburðir Blika í blíðunni
Þróttur tók á móti gestunum í Breiðablik í Bestu deild kvenna í knattspyrnu á Avis-vellinum. Það var einstaklega fallegur dagur í Laugardalnum og heyrði blaðamaður gárungana í stúkunni ræða um besta dag sumarsins. Hvort það er satt veit undirritaður ekki en víst er að það var skuggi í stúkunni en sól á vellinum.

ÍR upp í fjórða sæti Lengjudeildarinnar
ÍR-ingar eru komnir í góða stöðu fyrir lokasprettinn í Lengjudeild karla en liðið lagði Þrótt 1-0 í Breiðholtinu í kvöld.

Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur R. 1-2 | Mikilvægur sigur Þróttara
Tindastóll tók á móti Þrótti á Sauðárkróki í Bestu deild kvenna í kvöld en liðin eru í harðri baráttu í neðri hluta deildarinnar og með augastað á síðasta sætinu í efri hlutanum. Þróttur vann að lokum 1-2 í kuldanum á Sauðárkróki í kvöld.

Þrumuskotið sem Val á toppinn, endurkoma Víkinga og öll hin mörkin
Það vantaði ekki mörkin í fimmtándu umferð Bestu deildar kvenna en það voru skoruð nítján mörk í leikjunum fimm. Nú má sjá þau öll hér inn á Vísi.

Gott gengi Þróttara heldur áfram
Þróttur og Fjölnir gerðu markalaust jafntefli í 15. umferð Lengjudeild karla í kvöld.

Uppgjörið: Þróttur - Keflavík 4-2 | Endurkomusigur Þróttar
Þróttur vann ótrúlegan 4-2 endurkomusigur á Keflavík í Bestu deild kvenna í kvöld. Keflvíkingar komust tveimur mörkum yfir en heimakonur létu það ekki slá sig út af laginu og svöruðu með fjórum mörkum.

Ólafur um dómgæsluna: „Happa og glappa hvað kemur upp úr hattinum“
Þróttur vann 4-2 sigur gegn Keflavík í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Heimakonur lentu tveimur mörkum undir en sneru dæminu sér í vil og Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttara, var ánægður með karakter þeirra.

Allt jafnt í Víkinni í fjörugum leik
Víkingur og Þróttur skildu jöfn í Bestu deild kvenna í kvöld í markalausum en fjörugum leik.

Framkvæmdastjóri Rey Cup: Landsliðskonur hjálpa við að lokka stórliðin
Helena Ólafsdóttir hitaði upp að venju fyrir umferðina sem framundan er í Bestu deild kvenna og fékk til sín góðan gest, Gunnhildi Ásmundsdóttir, framkvæmdastjóra Rey Cup fótboltamótsins.

„Ég held að það hafi verið vel hugsað um þær á þessum tíma“
Þróttarakonur sátu lengi í fallsæti í Bestu deild kvenna í fótbolta en eru núna komnar upp í sjötta sæti deildarinnar. Bestu mörkin ræddu ferðalag Þróttaraliðsins upp töfluna.

Sláttuvélarfögnuður Þróttarastelpna sló í gegn í Gautaborg
Sextán ára stelpur í Þrótti tryggðu sér sigur á Gothia Cup um helgina sem er árlegt og risastórt unglingamót í Gautaborg í Svíþjóð.

Þróttur gerði jafna deild enn jafnari
Þróttur Reykjavík vann 1-0 útisigur á Þór Akureyri í Lengjudeild karla í dag.

Tryggði Þrótti þrjú stig í frumrauninni
Melissa Alison Garcia skoraði sigurmark Þróttar gegn FH, 2-1, í fyrsta leik sínum fyrir félagið. Með sigrinum komust Þróttarar upp í 6. sæti deildarinnar.

Þróttur fagnaði þriðja sigrinum í röð
Þróttur vann sinn þriðja leik í röð í Lengjudeild karla þegar liðið tók á móti ÍBV og vann 2-1 sigur.

Sjáðu þrennu Söndru, fernu Huldu og táningana sjá um þetta fyrir Val
Fótboltastelpurnar í Bestu deildinni fundu skotskóna á ný eftir afar fá mörk í umferðinni á undan.

Uppgjörið og viðtöl: Þróttur R. - Þór/KA 2-4 | Sandra María Jessen með þrennu í sigri
Sandra María Jessen fór á kostum í sigri Þórs/KA gegn Þrótti í Bestu deild kvenna í dag en hún skoraði þrjú mörk í 2-4 sigri.

Sjáðu sextán ára stelpu koma meisturunum til bjargar
Valskonur komust upp að hlið Breiðabliki í Bestu deild kvenna í fótbolta eftir sigur á Þrótti í gær en það munaði ekki miklu að Íslandsmeistararnir töpuðu stigum.

„Þurfum bara að dekka í svona leikatriðum“
„Það er ekki hægt að setja tölur á tilfinningar og það er bara svekkjandi að tapa. Þetta var 0-0 leikur og við bara klikkum á dekkningu undir lokin og Valur refsar,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, eftir grátlegt 1-0 tap gegn Valskonum á Hlíðarenda í 11. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta.

Uppgjörið: Valur - Þróttur 1-0 | Dramatískur sigur Íslandsmeistaranna
Valur sigraði Þrótt með sigurmarki á 90. mínútu að Hlíðarenda í 11. umferð Bestu deild kvenna . Lokatölur 1-0 í jöfnum leik sem Þróttarar geta verið sár svekktir með að fara tómhentir heim.

Njarðvík mistókst að komast á toppinn og botnliðið náði í mikilvæg stig
Afturelding vann góðan 5-2 sigur er liðið heimsótti Njarðvík í Lengudeild karla í knattspyrnu í kvöld. Á sama tíma vann botnlið Þróttar mikilvægan 1-0 sigur gegn Grindavík.

Uppgjör og viðtöl: Valur - Þróttur 3-0 | Valskonur í bikarúrslit
Valur og Þróttur mættust í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna nú í dag. Svo fór að Valur vann sannfærandi 3-0 sigur og í leiðinni tryggði liðið sig í úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem Breiðablik bíður þeirra en Blikar tryggðu sig í úrslitin í gær með 2-1 sigri á Þór/KA eftir framlengdan leik.

Uppgjör: Þróttur - Fylkir 1-0 | Þróttur náði í afar mikilvæg stig í fallbaráttuslag gegn Fylki í Laugardalnum
Þróttur lagði Fylki að velli með einu marki gegn ngu þegar liðin áttust við í fallbaráttuslag í tíundu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta á Avis-vellinum í Laugardalnum í kvöld.

Skoraði mögulega mark sumarsins en fagnaði ekki neitt: Öll mörkin í gær
Það vantaði ekki mörkin í Bestu deild kvenna í gær þegar níunda umferðin kláraðist. Valur, Tindastóll, Þór/KA og þróttur fögnuðu sigri í sínum leikjum.

Uppgjörið og viðtöl: Þróttur-Stjarnan 1-0 | Heimakonur upp úr fallsæti
Þróttur vann sinn annan sigur í Bestu deild kvenna í kvöld er liðið hafði betur gegn Stjörnunni og er því komið upp úr fallsæti.

Sjáðu Öglu skora úr horni, sjálfsmark sem bjargaði stigi og markaveislu Vals
Áttunda umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta lauk í gær með þremur leikjum og í þeim voru skoruð tíu mörk. Nú er hægt að sjá þessi mörk hér inn á Vísi.

„Vilja öll lið verða fyrsta liðið til að taka af okkur stig“
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, stýrði liðinu til 3-0 sigurs gegn sínu gamla félagi, Þrótti, er liðin mættust í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í dag.

„Vitum að Agla er markagráðug en ég held hún hafi ekki verið að reyna þetta“
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, var nokkuð ánægður með spilamennsku síns liðs þrátt fyrir 3-0 tap gegn Breiðablik í Bestu-deild kvenna í dag.

„Ég virðist ekkert vera að reyna að skora þessa dagana“
Agla María Albertsdóttir skoraði annað mark Breiðabliks er liðið vann öruggan 3-0 sigur gegn Þrótti í áttundu umferð Bestu-deildar kvenna í dag.

Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-0 | Toppliðið keyrði yfir botnliðið í seinni hálfleik
Breiðablik er enn með fullt hús stiga í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu eftir öruggan 3-0 sigur gegn botnliði Þróttar í dag.

Áfall fyrir botnlið Þróttar
Sierra Marie Lelli, leikmaður botnliðs Þróttar Reykjavíkur í Bestu deildar kvenna í fótbolta, mun ekki spila meira með liðinu á þessari leiktíð vegna meiðsla sem hún varð fyrir í æfingaleik gegn U-23 ára landsliði Íslands.