
Box

Mayweather borgar fyrir útför George Floyd
Fjölskylda Georges Floyd hefur þegið boð Floyds Mayweather að greiða fyrir útför hans.

Katrín Tanja á topp fimmtíu listanum yfir bestu íþróttamenn allra tíma
Hnefaleikagoðsögnin Muhammad Ali var kosinn besti íþróttamaður allra tíma í netskosningu þar sem yfir 47 þúsund völdu Muhammad Ali. Ísland á hins vegar fulltrúa meðal efstu fimmtíu á listanum.

Hafþór búinn að léttast um 18 kíló síðan hann fór að æfa hnefaleika
Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson er á fullu að undirbúa sig fyrir hnefaleikabardaga við Eddie Hall sem fer fram í Las Vegas á næsta ári.

Fury segist hafa fengið tilboð að berjast við Tyson
Boxbardagakappinn Tyson Fury segir í samtali við BT Sport að hann hafi fengið boð um að berjast gegn Mike Tyson í endurkomunni í boxhringinn.

Tyson heldur áfram að heimsækja vini sína sem frömdu morð í fangelsi
Boxarinn skrautlegi, Mike Tyson, segist enn heimsækja vini sína í fangelsum Bandaríkjanna en Tyson komst reglulega í kast við lögin á sínum yngri árum. Hann var meðal annars handtekinn 38 sinnum áður en hann var þrettán ára.

Hafþór trylltur vegna myndbandsins hans Eddie Hall og segist vera hættur
Við sjáum ekki „Fjallið“ okkar keppa aftur í keppninni um sterkasta mann heims en þetta tilkynnti öskureiður Hafþór Júlíus Björnsson í Twitch netspjallinu um helgina.

Ætlar ekki að berjast í bakgarðinum hjá Eddie Hearn fyrir framan engar áhorfendur
Boxarinn Amir Khan hefur lítinn sem engan áhuga á því að berjast í bakgarðinum hjá Eddie Hearn og mun bíða þangað til að hann getur barist fyrir framan áhorfendur.

Eddie Hall sendir Hafþóri grjóthörð skilaboð og sakar „Fjallið“ um óheiðarleika
Eddie Hall vann Hafþór Júlíus Björnsson með einu stigi í keppnini um sterkasta mann heims árið 2017. Síðan þá hafa þeir ásakað hvorn annan nú ætlar Eddie Hall að berja Hafþór og já-mennina hans í klessu í Las Vegas á næsta ári.

Kári tók hnefaleika fyrir í skúrnum: „Horfði á alla bardagana með ömmu hans“
Hnefaleikar voru Kára Kristjáni Kristjánssyni ofarlega í huga þegar hann sendi inn innslag úr skúrnum sínum í Eyjum í Sportið í dag á Stöð 2 Sport.

Conor klár í að berjast gegn De La Hoya
Á dögunum steig hnefaleikakappinn Oscar De La Hoya fram í viðtali og sagði að hann myndi 100% vinna gegn UFC-kappanum, Conor McGregor, myndu þeir mætast í boxhringnum.

Kolbeinn byrjaði að æfa box því hann var of þungur og langaði að hreyfa sig
Kolbeinn Kristinsson er eini karlkyns atvinnu boxari landsins. Hann var gestur í Sportinu í dag en Kolbeinn hefur unnið ellefu fyrstu bardaga sína sem atvinnumaður og hefur enn ekki tapað sínum fyrsta bardaga.

Kolbeinn tilbúinn að hjálpa Hafþóri fyrir milljónabardagann gegn Hall
Eini karlkyns atvinnubardagamaður landsins, Kolbeinn Kristinsson, er reiðubúinn að hjálpa Hafþóri Júlíusi Björnssyni fyrir bardagann gegn Eddie Hall í Las Vegas í september á næsta ári.

Hætti fyrir ellefum árum en er kokhraustur: „Myndi klára Conor í tveimur lotum“
Boxarinn magnaði, Oscar De La Hoya, segir að hann myndi afgreiða UFC-stjörnuna Conor McGregor ef þeir myndu mætast í boxhringnum í dag. De La Hoya barðist síðast í desember árið 2008 og hætti í apríl 2009.

Hafþór um bardagann gegn Hall: „Sé þetta fyrir mér að ég roti hann í fyrstu lotu“
Það var staðfest í kvöld að heimsmethafinn í réttstöðulyftu, Hafþór Júlíus Björnsson, mun berjast við Eddie Hall í Las Vegas á næsta ári en þetta staðfesti Hafþór sjálfur í þættinum Sportinu í dag sem fór fram eins og alla virka daga á Stöð 2 Sport í dag.

Búið að staðfesta bardaga Hafþórs og Eddie Hall í Las Vegas
Hafþór Júlíus Björnsson, Fjallið, tilkynnti á samfélagsmiðlum sínum nú rétt í þessu að búið væri að staðfesta boxbardaga hans gegn Eddie Hall en bardaginn mun fara fram í Las Vegas í september á næsta ári.

Sprautuðu alla keppendur með sótthreinsivökva
Smitvarnir í hnefaleikakeppni um helgina hafa hneykslað marga enda fóru mótshaldarar nýja leið til að „tryggja“ öryggi keppenda.

Mike Tyson bauð rúma milljón til að fá að slást við górillu
Hnefaleikakappinn Mike Tyson er þekktur fyrir að vera léttgeggjaður og taka upp á ýmsu, bæði á meðan ferli hans stóð en líka eftir hann. Nú er komin fram enn ein góða sagan af honum og þessa sagði hann sjálfur.

Bestu íþróttamyndir síðari ára
Þar sem fáir íþróttaviðburðir eru á dagskrá þessa dagana þá er um að gera að nýta tímann í að horfa á sumar af bestu íþróttamyndum allra tíma. Í fréttinni er listi af eftirminnilegustu íþróttamyndum sem undirritaður hefur séð á lífsleiðinni.

Á dagskrá í dag: Lokadagar The Open, úrslitasería KR og ÍR, krakkamót og tölvuleikir
Það er mikið af dagskrárefni í boði á Stöð 2 Sport og hliðarstöðvum í dag þrátt fyrir það ástand sem hefur skapast í íþróttaheiminum af völdum kórónuveirunnar.

Á dagskrá í dag: Krakkamót, bikarúrslitaleikir og CS
Það er mikið af dagskrárefni í boði á Stöð 2 Sport og hliðarstöðvum í dag þrátt fyrir það ástand sem hefur skapast í íþróttaheiminum af völdum kórónuveirunnar.

Bardagi Kolbeins blásinn af
Kolbeinn Kristinsson berst ekki við Rodney Moore á föstudaginn eins og til stóð.

Annað áfall Mayweather á innan við viku
Floyd Mayweather, hnefaleikakappinn öflugi, á um sárt að binda þessa daganna en í gærkvöldi var staðfest að annar fjölskyldumeðlimur hans hafi látist á innan við viku.

Barnsmóðir Mayweathers fannst látin
Josie Harris fannst látin á heimili sínu í Kaliforníu.

Mayweather hefur áhuga á að kaupa Newcastle
Mun einn fremsti boxari allra tíma frelsa stuðningsmenn Newcastle United undan Mike Ashley?

Fury íhugar að leggja hanskana á hilluna eftir bardagann við Joshua
Tyson Fury, sem nýlega varð tvöfaldur heimsmeistari í þungavigt, íhugar alvarlega að leggja hanskana á hilluna eftir næstu tvo bardaga.

Eignaðist barn tólf ára gömul en nú keppir hún á ÓL í Tókýó í sumar
Keníska hnefaleikakonan Christine Ongare tryggði sér um helgina farseðil á Ólympíuleikanna í Tókýó í sumar en saga hennar hefur vakið heimsathygli.

Fury og Wilder mætast aftur í sumar
Deontay Wilder hefur nýtt rétt sinn til þess að skora Tyson Fury aftur á hólm og þeir munu því berjast í þriðja sinn í sumar.

Wilder og Fury fullkomna þríleikinn
Ljóst er að Deontay Wilder og Tyson Fury munu mætast í þriðja sinn í hringnum eftir að Wilder nýtti sér ákvæði í samningi þeirra frá síðasta bardaga til að skora á Fury.

Fury fékk höfðinglegar móttökur | Myndband
Fjöldi fólks tók á móti heimsmeistaranum við komuna til Manchester.

Kennir inngöngumúnderingunni um tapið fyrir Fury
Deontay Wilder segir að búningurinn sem hann var í er hann gekk inn í hringinn hafi verið of þungur og átt þátt í því að hann tapaði fyrir Tyson Fury.