
Slysavarnir

„Ef hann hefði verið einn þá hefði þetta getað farið miklu verr“
Tveggja ára drengur datt ofan í vatnsbrunn í Garðabænum þegar hann gekk yfir brunnlok sem var ekki almennilega fest. Til allrar lukku var drengurinn ekki einn þegar hann datt og slapp sömuleiðis óskaddaður.

„Með því alvarlegra sem ég hef séð frá Vinnueftirlitinu“
Bróðir manns sem lést eftir að hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík segir niðurstöður rannsóknar Vinnueftirlitsins á slysinu með því alvarlegra sem hann hafi litið augum. Nú þurfi dómsmálaráðherra að taka undir kröfur fjölskyldunnar um að setja á fót óháða rannsóknarnefnd. Vinnueftirlitið spyr hvort verkefnið hafi verið áhættunnar virði.

Foreldrar margoft kvartað undan hættulegum gatnamótum
Íbúar í Vogahverfi hafa ítrekað gert athugasemdir við hættuleg gatnamót við Sæbraut þar sem banaslys varð seint í gærkvöldi. Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sem sækja skóla og frístundir yfir götuna og skora á borgarstjórn að kynna sér aðstæður.

„Íslenska vegakerfið er líklega hættulegasti ferðamannastaður landsins“
Stofnaður hefur verið starfshópur til að bregðast við fjölda alvarlegra slysa hjá erlendum ferðamönnum. Ferðamálastjóri segir íslenska vegakerfið sennilega hættulegasta ferðamannastað landsins. Finna þurfi betri leiðir til að koma upplýsingum um hætturnar sem leynast á landinu til ferðamanna.

Vinnuslys töluvert tíðari á Íslandi en í Noregi
Ekki hafa fleiri látist í vinnuslysum við mannvirkjagerð á Íslandi í sex ár. Vinnuslys eru sögð umtalsvert tíðari við mannvirkjagerð á Íslandi en í Noregi.

Ákall um aðgerðir!
Það þarf oft alvarlega atburði svo stjórnvöld vakni við og grípi til aðgerða og sá alvarlegi atburður sem varð þegar farþega rúta brann rétt utan við gangnamunna Vestfjarðarganga hlýtur að vekja stjórnvöld við og að ráðist verði í viðunandi ráðstafanir í Vestfjarðargöngum sem eru orðin eins og rússnesk rúlletta með mikilli umferð og einbreiðum göngum að stærstum hluta.

Öryggi í upphafi skólaárs
Nú þegar rútínan tekur yfir líf barnafjölskyldna og ungir vegfarendur taka að streyma út úr húsunum eldsnemma á morgnana með skólatöskur á bakinu, þurfum við sem setjumst upp í bílinn á morgnana og lendum oft í smá átökum við tímann að gæta sérstaklega að akstrinum og aðlagast haustumferðinni.

Hnullungar á fleygiferð: „Ég man ekki eftir öðru eins“
Bæjarstjóri Bolungarvíkur segir mikinn mun á Óshlíðinni suðaustan við bæinn vegna grjóthruns í sumar. Fólki er ráðlagt að fara varlega.

Þjóðgarðurinn hafi getað komið í veg fyrir slysið
Vatnajökulsþjóðgarður hefði getað komið í veg fyrir slysið á Breiðamerkurjökli ef farið hefði verið eftir skýrslu þar sem varað var við hættu, segir ráðherra. Framkvæmdastjóri þjóðgarðsins segir stofnunina finna til ábyrgðar og að fyrirkomulag á svæðinu verði endurskoðað.

Senda tækið til útlanda til skoðunar og vilja endurgreiða Steinunni
Framkvæmdastjóri Elko segir fyrirtækið líta mál þar sem kolsýrutæki sprakk með þeim afleiðingum að neytandi hlaut skaða á hendi alvarlegum augum. Hann segist hafa ítrekað starfsreglur og sent tækið til útlanda í skoðun hjá sérfræðingum.

Sodastream-flaskan sem sprakk í frumeindir sínar
Steinunn Ólafsdóttir framkvæmdastjóri vill vara fólk við Sodastream-tæki sem keypt var í Elko. Hún hefur staðið í bréfaskriftum við fyrirtækið sem segir engin tæki hættulaus. Mestar líkur séu á því að flaskan hafi verið sett skakkt í tækið, eitthvað sem Steinunn kannast ekkert við.

Segir hjálminum að þakka að hann sé á lífi
Stjörnukokkurinn og Íslandsvinurinn Gordon Ramsay minnir fylgjendur sína á að hjóla ávallt með hjálm í nýrri færslu á X. Hjálmurinn hafi bjargað honum þegar hann lenti í hættulegu reiðhjólaslysi í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum í vikunni.

Óttast um öryggi barna á leiðinni á golfvöllinn
Íbúar í Urriðaholti óttast um öryggi barna sem fara gangandi á sumarnámskeið hjá golfklúbbi í hverfinu. Einn þeirra segir ökumenn aka á miklum hraða í blindbeygju án þess að slá af. Bregðast þurfi við sem fyrst.

Baðaði sig í Reynisfjöru
Barbora Georgsdóttir Fialová, grunnskólakennari, varð vitni að því þegar að maður um þrítugt gerði sér lítið fyrir og tók stuttan sundsprett í Reynisfjöru að kvöldi til þann 22. maí.

Skjáhætta í umferð
Samkvæmt rannsóknum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum bendir allt til þess að um 12-25% allra umferðarslysa megi rekja beint til notkunar farsíma við akstur og bendir ekkert til þess að málum sé öðruvísi háttað á Íslandi.

Horfa á bíómyndir og senda tölvupósta á meðan þeir keyra
Notkun samfélagsmiðla við akstur er sívaxandi vandamál að mati lögreglu. Vel er fylgst með símanotkun ökumanna þessa dagana auk þess sem fjölmargir hafa að undanförnu fengið himinháa sekt vegna nagladekkja.

Fólk setji símana á akstursstillingu til að koma í veg fyrir slys
Samgöngustofa í samvinnu við tryggingarfélagið Sjóvá hefur nú hrint af stað nýrri herferð gegn farsímanotkun sem ber yfirskriftina: Ekki taka skjáhættuna. Fólk er hvatt til að setja símann á akstursstillingu þannig hann trufli ekki við akstur.

Mesta hættan í unglingaherberginu
Brunagildrur leynast víða á heimilum Íslendinga og er því mikilvægt að huga að brunavörnum.

Er of mikill hiti í hleðslunni hjá þér?
Við leiðum sjaldnast hugann að snúrum, en á hverju heimili má að jafnaði finna tugi metra af rafmagnssnúrum sem liggja flestar í leyni meðfram veggjum og undir húsgögnum. Þó þær þyki ekki mikið prýði er hlutverk þeirra mikilvægt, enda sjá þær til þess að rafmagn berist í þau fjölmörgu rafmagnstæki sem meðal fjölskylda þarf á að halda daglega í leik og starfi.

Brunavarnir á byggingarsvæðum
Afleiðingar eldsvoða á byggingarstað geta verið gífurlegar, eins og nýleg dæmi sanna. Eldsvoði getur valdið manntjóni, miklu eignatjóni og stöðvun framkvæmda um langan tíma. Margar sögulegar byggingar hafa gereyðilagst hérlendis og erlendis svo sem Børsen í Kaupmannahöfn og Notre-Dame í París.

Foreldrar megi ekki vera vondir við sjálfa sig eftir stórt áfall
Sérfræðingur í slysavörnum barna segir það geta verið hættulegt fyrir ungabörn að sofa uppi í rúmi hjá foreldrum sínum. Hún segir foreldra sem lenda í áfalli ekki mega kenna sjálfum sér um.

Dóttirin hætt komin eftir að hárið flæktist utan um háls hennar
Móðir sjö mánaða stúlku sem hefði getað dáið eftir að hár móðurinnar flæktist um háls barnsins á meðan þær mæðgur sváfu er enn í áfalli. Ef ekki hefði verið fyrir nágrannana hefði geta farið mun verr.

Einn af hverjum hundrað lendir í vinnuslysi sem orsakar fjarveru frá vinnu
Það á ekki að geta gerst að einhver fari í vinnuna og snúi aldrei heim aftur. Fólk selur tíma sinn og hæfni til atvinnurekandans en ekki líf sitt. Líf hverrar manneskju er svo óendanlega miklu meira virði en sá kostnaður sem settur er í forvarnir og fyrirbyggjandi aðgerðir.

Enginn fari niður í fjöru í Reynisfjöru
Lögreglan á Suðurlandi vill vekja athygli á slæmri veðurspá sem hefur áhrif á aðstæður á Suðurlandi næsta sólarhringinn og er sérstaklega bent á að aðstæður í Reynisfjöru geti reynst mjög varhugaverðar.

Sprungur í Grindavík geti komið í ljós næstu mánuði og ár
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna Grindavíkur verða kynntar á morgun. Landris mælist enn í Svartsengi og land hefur ekki mælst hærra. Þyrla Landhelgisgæslunnar var notuð til að koma rafmagni á í Grindavík í dag.

Öryggi í sundlaugum
Sundlaugamenning Íslendinga er einstök og skipa sundlaugarnar stóran sess í lífi margra. Í upphafi voru sundlaugar byggðar til sundkennslu en í dag hafa þær fjölþættu hlutverki að gegna til heilsuræktar, slökunar og leikja sem gerir þær að líkamlegri, andlegri og félagslegri heilsulind.

Förum varlega í umferðinni
Nýtt ár er hafið og þótt við horfum mörg tilhlökkunaraugum til bjartari tíma þá erum við vön að þreyja þorrann. Því miður hafa áföll dunið yfir nú í upphafi árs og er nærtækast að minnast á eldsumbrotin í og við Grindavík. Umferðin hefur líka tekið sinn toll. Það sem af er ári hafa fimm látist í umferðinni á ellefu daga tímabili. Aldrei hafa fleiri látist í umferðinni á fyrstu dögum ársins frá því skráning hófst.

Góð ráð til að fljúga ekki á hausinn
Snjókoma, frost og bleyta undanfarna daga hefur framkallað hálku og margir sem hafa leitað á bráðamóttöku eftir byltu. Afleiðingar þess að detta geta verið allt frá öri á sálinni yfir í brot á útlimum og höfuðhögg. Þegar verst lætur og hálkan er mest þurfa tugir að leita sér aðstoðar á dag vegna hálkuslysa.

Fyllsta öryggis hafi ekki verið gætt
Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að sér hafi verið verulega brugðið vegna atviks þar sem björgunarsveitamaður féll með lærið ofan í sprungu í gær. Ljóst sé að öryggisreglum hafi ekki verið fylgt.

Hálkuslys
Þegar hálkuslys verða við hús er spurt um ábyrgð eigenda þeirra. Það er engin almenn skráð lagaregla um ábyrgð húseigenda vegna slíkra slysa. Hins vegar á ábyrgur húseigandi að vera vakandi gagnvart veðrabrigðum og slysagildrum.