
Sýn

Veislan tekin af dagskrá FM957
Útvarpsþátturinn Veislan á FM957 sem Ágúst Beinteinn og Patrik Atlason, betur þekktir sem Gústi B og Prettyboitjokko, hafa haldið úti heyrir sögunni til. Þetta staðfestir forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar. Þátturinn hefur verið á dagskrá stöðvarinnar í á þriðja ár.

Gefa út afkomuspá eftir allt saman
Stjórn Sýnar hefur ákveðið að gefa út afkomuspá fyrir árið 2024 en ákveðið var samhliða útgáfu ársreiknings félagsins í febrúar að gera það ekki. Það var meðal vegna óvissu um framtíðareignarhald vefmiðla og útvarpsstöðva, sem nú hefur verið eytt. Spáin gerir ráð fyrir rekstrarhagnaði upp á um einn milljarð króna.

Endurtekið efni á Stöð 2 vegna rafmagnsbrunans
Enn er unnið að viðgerð vegna rafmagnsbruna sem kom upp í tækjarými Sýnar í nótt. Vegna þess er sjónvarpsdagskrá Stöðvar 2 og Stöðvar 2 Sport með óhefðbundnum hætti sem lýsir sér þannig að viðskiptavinir sjá endurtekið efni.

„Country tónlist er ekki lengur bara sakbitin sæla“
„Við erum ótrúlega spennt að færa íslenskum hlustendum þessa nýju útvarpsstöð. Aukning á vinsældum country tónlistar bæði hér á landi um allan heim hefur verið eftirtektarverð og við teljum að Country Bylgjan muni mæta síaukinni eftirspurn hlustenda,“ segir Þórdís Valsdóttir, forstöðumaður útvarps hjá Sýn um splunkunýja útvarpsstöð sem fer í loftið á morgun og spilar eingöngu country tónlist.

Siðanefnd sýknar Halldór og Vísi af kæru Arnars Þórs
Siðanefnd Blaðamannafélagsins hefur sýknað Halldór Baldursson teiknara og Vísi af kæru Arnars Þórs Jónssonar lögmanns og fyrrverandi forsetaframbjóðanda.

Hvers vegna kaupir Sýn ekki eigin bréf?
Stjórn Sýnar fékk heimild hluthafafundar til kaupa á allt að tíu prósent eigin bréfa í apríl síðastliðnum. „Ég tel að stjórnendur hljóti að vera sammála hluthöfum í því að virði undirliggjandi eigna endurspegli ekki markaðsvirði fyrirtækisins,“ segir einn af hluthöfum félagsins í aðsendri grein.

Sex frambjóðendur senda kröfubréf til Stöðvar 2
Sex forsetaframbjóðendur hafa sent forsvarsmönnum Sýnar bréf þar sem þeir krefjast þess að fá að vera með í kappræðum vegna forsetakosninga 2024. Fréttastjóri segir kappræðurnar hugsaðar út frá þjónustu við kjósendur, fólkið í landinu.

„Það var algjört kossaflens í gangi í Breiðholtinu“
„Ég er með rosalegan bucket-lista sem er skipt í flokka. Staðir, veitingastaðir, fjöll sem mig langar að ganga á og margt fleira,“ segir Þórdís Valsdóttir, lögfræðingur og forstöðumaður hljóðmiðla hjá Sýn. Þórdís er mikil útivistarkona og segist ætla að haka eitt atriði af bucket-listanum í sumar og ganga Laugaveginn.

Rekstrarafkoma Sýnar ekki ásættanleg
Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, segir rekstrarafkomu félagsins ekki ásættanlega. Hins vegar sé gert ráð fyrir umtalsverðum rekstrarbata á síðari hluta ársins og á því næsta, eftir því sem skipulagsbreytingar nái fram að ganga.

Metur Sýn 40 prósent yfir markaðsvirði
Mikið aðhald hefur einkennt reksturinn hjá Sýn undanfarið og er það auðséð á ársuppgjöri, segir í verðmati sem lækkaði um nærri tólf prósent. Það er þó umtalsvert yfir markaðsverði.

Farsímatekjur undir væntingum
Reiknað er með því að EBIT afkoma Sýnar á fyrsta ársfjórðungi verði umtalsvert minni en samanborið við sama tímabil í fyrra eða sem nemur rúmum 308 milljónum króna. Þetta kemur fram í afkomuviðvörun til Kauphallar. Áætluð EBIT afkoma verður um 120 milljónir króna en var 428 á sama tíma í fyrra.

Skiljanleg ákvörðun að selja ekki vefmiðla og útvarpsstöðvar
Hvers vegna skyldi Sýn selja frá sér vaxtarbrodd fyrirtækisins í hávaxtaumhverfi sem nú ríkir, á meðan samkeppnisaðilar keppast við að finna tækifæri til vaxtar? Hugmyndin var fráleit og ég fagna niðurstöðunni.

Sýn hættir við að selja vefmiðla og útvarp
Stjórn Sýnar er hætt við að skoða frekar sölu á vefmiðla- og útvarpseiningu sinni. Forstjóri félagsins segir mikil verðmæti fyrir Sýn að hafa einigarnar áfram innan Sýnar.

Stöð 2+ lækkar verð
Frá og með 1. maí næstkomandi mun streymisveitan Stöð 2+ vera aðgengileg viðskiptavinum á lægra verði.

Tekur við stöðu rekstrarstjóra Stöðvar 2
Sigurður Amlín Magnússon hefur verið ráðinn í nýtt hlutverk rekstrarstjóra hjá Stöð 2.

Lilja leiðir nýja markaðs- og sjálfbærnideild Sýnar
Lilja Kristín Birgisdóttir hefur verið ráðin til þess að veita nýrri deild Markaðs- og sjálfbærni hjá Sýn forstöðu og mun leiða vörumerkja uppbyggingu Vodafone, Stöðvar 2, Stöð 2 Sport, Vísis, Bylgjunnar, FM957, X977 og Já.

Fréttir Stöðvar 2 öllum opnar frá og með kvöldinu
Í kvöld verða kvöldfréttir Stöðvar 2, sportpakkinn og Ísland í dag í opinni dagskrá í fyrsta sinn í þrjú ár. Allir landsmenn munu hafa greiðan aðgang að fréttunum frá og með kvöldinu, alla daga ársins.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá á ný
Frá og með mánudeginum 15. apríl munu allir landsmenn hafa greiðan aðgang að kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá, alla daga ársins klukkan 18:30. Opinn fréttagluggi mun ná yfir fréttir, sportpakkann og Ísland í dag.

Ragnar Páll og Petrea Ingileif koma ný inn í stjórn Sýnar
Ragnar Páll Dyer og Petrea Ingileif Guðmundsdóttir voru kjörin í stjórn Sýnar á aðalfundi félagsins, sem lauk nú á fimmta tímanum.

Þrjú ný andlit í framkvæmdastjórn Sýnar
Þrjú koma ný inn í framkvæmdastjórn Sýnar hf. Stjórn félagsins samþykkti nýtt skipulag á aðalfundi sínum í dag og tilkynnti til Kauphallar. Skipulagsbreytingarnar eiga að miða að því að auka skilvirkni í rekstri félagsins.

Óvænt sjötta framboð til stjórnar Sýnar
Mariam Laperashvili, fyrrverandi markaðsstjóri miðla hjá Sýn, hefur boðið sig fram til stjórnar félagsins. Tilnefningarnefnd hafði áður tilkynnt um þau fimm sem lagt er til að taki sæti í stjórn.

Sólgleraugu vekja undrun á Suðurlandsbraut
Stærðarinnar sólgleraugu hafa verið sett upp við skrifstofur Sýnar á Suðurlandsbraut og vekja undrun vegfarenda. Verkefnið er gjörningur af hálfu Vodafone og hluti af markaðsherferð þeirra Sjáðu Rautt.

Jón hættir sem stjórnarformaður Sýnar
Jón Skaftason, stjórnarformaður Sýnar, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Hann hefur setið í stjórninni síðan í ágúst 2022.

Sýn fær fjármálastjóra frá Kviku
Eðvald Gíslason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Sýn hf. Eðvald tekur við starfinu af Kristínu Friðgeirsdóttur sem lét af störfum fyrr í mánuðinum. Þetta kemur fram í tilkynningu Sýnar til Kauphallar.

Hulda hættir hjá Sýn og sviðið lagt niður
Hulda Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri nýsköpunar og rekstrar hjá Sýn hf., hefur óskað eftir að láta af störfum. Ákveðið var í kjölfarið að ráðast í skipulagsbreytingar og leggja sviðið niður. Verkefni sviðsins verða flutt á aðra stjórnendur.

Tíðinda af hugsanlegri sölu miðla að vænta á vormánuðum
Rekstrarhagnaður samstæðu Sýnar nam 3.544 milljónum króna árið 2023. Að teknu tilliti þriggja milljarða króna sölu á stofnneti félagsins og tiltekinna einskiptisliða og afskrifta tengdum rekstrarhagræðingu nam rekstrarhagnaður 1.945 milljónum króna.

Kristín kveður Sýn
Sýn og Kristín Friðgeirsdóttir hafa gert samkomulag um að Kristín láti af störfum sem fjármálastjóri félagsins. Kristín hefur gegnt þeirri stöðu frá árinu 2021.

Síminn greiðir Sýn sautján milljónir í bætur
Síminn þarf að greiða Sýn á sautjándu milljón króna í bætur vegna brots á fjölmiðlalögum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Taka höndum saman gegn ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis
Sýn og Síminn hafa skrifað undir samstarfssamning við samtökin NCP (Nordic Content Protection) um stafræna réttindavernd. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Tommi Steindórs nýr dagskrárstjóri á X977
Tómas Steindórsson, útvarpsmaður á X977, hefur verið ráðinn dagskrárstjóri stöðvarinnar.