Umhverfismál

Fréttamynd

Bíll fullur af bensínbrúsum lekur

Slökkviliðið og lögregla á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út á fjórða tímanum í dag vegna tilkynningar um mengunarslys. Bíll, fullur af bensínbrúsum, sem stendur við Stigahlíð lekur. Íbúi í hverfinu hefur áður óskað eftir aðstoð slökkviliðs og lögreglu vegna bílsins þar sem hann taldi aðstæðurnar geta valdið alvarlegu slysi.

Innlent
Fréttamynd

Fljótandi ruslsuga fjar­lægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina

Faxaflóahafnir hafa nú fjárfest í DPOL fljótandi „ruslsugu“ frá fyrirtækinu EKKOPOL í Frakklandi. DPOL er fljótandi vatnsdæla sem myndar sterkan yfirborðsstraum sem sýgur til sín yfirborðsrusl, olíubrák og fljótandi grút, sem svo safnast í áfesta netapoka og ísogspylsur.

Innlent
Fréttamynd

Rannsóknar­leyfi Rastar hafnað

„Ráðuneytið lauk afgreiðslu umsóknar Rastar um rannsóknarleyfi fyrir helgi og var félaginu tilkynnt með bréfi sl. föstudag að umsókn félagsins um rannsóknarleyfi hefði verið hafnað.“

Innlent
Fréttamynd

Halla á hátíðarsýningu Attenborough

Það var margt um manninn í Smárabíói síðastliðinn föstudag á hátíðarsýningu Hafsins, nýjustu myndar Davids Attenborough. Meðal gesta voru forseti Íslands, Halla Tómasdóttir og eiginmaður hennar Björn Skúlason, en vinur þeirra hjóna, enski athafnamaðurinn Jasper Smith sem er eigandi Arksen, er einn af framleiðendum myndarinnar og kom hann sérstaklega til landsins til að taka þátt í viðburðinum.

Lífið
Fréttamynd

Við erum hafið

Frá 9. til 13. júní 2025 mun Frakkland í samstarfi við Kosta Ríka halda þriðju hafráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (UNOC3) í Nice. Á þessari mikilvægu ráðstefnu munu um 100 þjóðhöfðingjar og ríkisstjórnir koma saman, ásamt tugþúsundum vísindamanna, fræðimanna, fólki úr atvinnulífinu, aktívistum og almennum borgurum frá öllum heimshornum. Markmið Frakklands með þessari ráðstefnu er skýrt: að vernda hafið með áþreifanlegum aðgerðum.

Skoðun
Fréttamynd

Svansvottaðar í­búðir – fjár­festing í lífs­gæðum

Það er engin tilviljun að Svansvottaðar íbúðir eru sífellt algengari á fasteignamarkaði. Neytendur gera meiri kröfur en áður og byggingaraðilar bregðast við með því að huga betur að umhverfi, heilsu og lífsgæðum. En hvað felst í Svansvottun og hvers vegna ættir þú að hafa áhuga á henni sem væntanlegur íbúðareigandi?

Skoðun
Fréttamynd

„Prófið að plokka og sjáið árangurinn“

Stóri Plokkdagurinn er haldinn í dag áttunda árið í röð en um er að ræða stærsta hreinsunarátak á Íslandi. Dagurinn var settur í Breiðholti í morgun af eiginmanni forseta Íslands en verðlaunaplokkari frá Eyrarbakka segir plokkið vera það skemmtilegasta sem hún geri.

Lífið
Fréttamynd

Björn plokkar í stað Höllu

Stóri Plokkdagurinn fer fram í dag við Sorpu í Jafnaseli í Breiðholti. Þetta er í áttunda árið sem blásið er til viðburðarins og er þetta lang stærsta einstak hreinsunarverkefni á Íslandi. Til stóð að Halla Tómasdóttir setti viðburðinn en þar sem hún þurfti frá að hverfa vegna útfarar Frans páfa hleypur Björn Skúlason eiginmaður hennar í skarðið. 

Lífið
Fréttamynd

Stóri plokk­dagurinn haldinn á sunnu­daginn

„Stóri plokkdagurinn“ verður haldinn um land allt næstkomandi sunnudag. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, mun setja daginn við Sorpu í Breiðholti klukkan 10:00 og hafa öll verið hvött til að koma og taka þátt í opnunarviðburðinum, sérstaklega íbúar í Breiðholti.

Lífið
Fréttamynd

Mót­taka skemmti­ferða­skipa - hlustað á í­búa

Lóan er komin og vorið kíkir undan vetri á sama tíma og fyrstu skemmtiferðaskipin koma til landsins. Móttaka skemmtiferðaskipa stendur á tímamótum í mörgum höfnum landsins þar sem sveitarfélög og hafnir hafa nýtt veturinn vel til undirbúnings og brugðist við nýrri aðgerðaáætlun í ferðaþjónustu sem samþykkt var síðasta vor af þáverandi ferðamálaráðherra.

Skoðun
Fréttamynd

Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að beita Mexíkó tollum eða refsiaðgerðum standi ríkið ekki við samkomulag frá 1944 um deilingu vatns úr ánni Rio Grande. Bændur í Texas, sem segja þurrka vera að gera út af við uppskeru þeirra, hafa beðið Trump um að sýna hörku.

Erlent
Fréttamynd

Vinnu­brögð Carbfix eru á­mælis­verð

Hafnarfjarðarbær hefur hafnað hugmyndum Carbfix um niðurdælingu á CO2-streymi undir iðnaðarsvæðið við Vellina. Umfangið á þessari framkvæmd var gríðarlegt og fyrirsjáanleg mikil umhverfis- og samfélagsleg áhrif.

Skoðun
Fréttamynd

„Bara ein­falt að leyfa fólki að leita að olíu“

Fyrrverandi umhverfisráðherra segir það um að gera að leita að olíu á Drekasvæðinu, ef einhver sækist eftir því. Enginn hafi viljað hefja leit á meðan hann sat í ráðherrastólnum. Það varði þjóðaröryggi að Íslendingar geti séð sjálfir fyrir orkunotkun sinni.

Innlent
Fréttamynd

Dæla tölvu­póstum á ráð­herra

Alls hafa 4.470 manns frá 63 löndum sent ráðherrunum Hönnu Katrínu Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, og Jóhanni Páli Jóhannssyni, umhverfisráðherra, 8.940 tölvupósta með hvatningu um að vernda náttúru og lífríki Íslands fyrir skaðanum sem sjókvíaeldi á laxi í opnum netapokum óhjákvæmilega veldur.

Innlent
Fréttamynd

Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025

Á HönnunarMars sameinast ólíkar greinar hönnunar og arkitektúrs í kraftmikilli og áhugaverðri hátíð sem snertir á fjölbreytilegum hliðum samfélags og atvinnulífs, allt frá fatahönnun til vöruhönnunar, arkitektúrs, grafískrar hönnunar, textílhönnunar, leirlistar, þjónustuhönnunar og stafrænnar hönnunar svo dæmi séu nefnd. Polestar tekur þátt í HönnunarMars á ýmsa vegu.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Er al­menningur rusl?

Stutta svarið við spurningunni að ofan er auðvitað nei. Almenningur vísar til hóps eða samfélagsins í heild. Almannahagsmunir eru mikilvægir og lýsa oft ákvörðunum sem bæta lífskilyrði eða vernda sameiginlega hagsmuni heildarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Plasttappamálið flaug í gegnum þingið

Frumvarp umhverfisráðherra um innleiðingu á Evrópureglum um áfasta tappa á drykkjarvörum flaug í gegnum þingið í dag. Allir viðstaddir þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu að frátöldum sjö þingmönnum Miðflokksins sem segja um óþarft mál af færibandinu í Brussel sé að ræða.

Neytendur
Fréttamynd

Kæra skóg­rækt við Húsa­vík vegna rasks á varp­lendi fugla

Fuglaverndarsamtök hafa kært framkvæmdir við skógrækt utan við Húsavík sem áttu sér stað í fyrra til lögreglu. Þau halda því fram að lög um náttúru- og dýravernd hafi verið brotin þar sem framkvæmdirnar hafi raskað varplendi fugla. Framkvæmdastjóri skógræktarfyrirtækisins segir að gætt hafi verið að því að engin hreiður væru á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Um­deildu trén á bak og burt og spennandi mögu­leikar í stöðunni

Starfsfólk Reykjavíkurborgar og verktakar hafa nú lokið við að fella þau 1.600 tré í Öskjuhlíð sem Samgöngustofa gerði kröfu um, svo aflétta mætti takmörkunum á annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Yfirmaður skrifstofu borgarlandsins segir fjölmörg tækifæri til að skapa skemmtilegt svæði þar sem trén stóðu áður.

Innlent