Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Stjórnsýslufræðingur segir tilfærslu fráfarandi ríkislögreglustjóra endurspegla samkomulag við dómsmálaráðherra fremur en formlega afsögn. Hann telur ákvörðunina fela í sér sterka yfirlýsingu um ábyrgð í einu valdamesta embætti ríkisins. Tilfærslan hefur sætt gagnrýni. Innlent 11.11.2025 23:16 Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Dómsmálaráðherra telur ákvörðun ríkislögreglustjóra um að segja af sér bæði farsæla og rétta. Hún hafi skipað hana í stöðu sérfræðings í dómsmálaráðuneytinu á fullum launum lögum samkvæmt. Settur ríkislögreglustjóri var ekki lengi að ákveða sig þegar kallið kom í gær. Innlent 10.11.2025 22:01 Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir málflutning dómsmálaráðherra í tengslum við brotthvarf ríkislögreglustjóra hafa verið mjög villandi og það sé áhyggjuefni að vísað hafi verið til almenningsálits í umræðu stjórnarliða um málið. Skýringar dómsmálaráðherra standist ekki og skoða þurfi málið frekar. Innlent 10.11.2025 19:15 Arndís Soffía tekur við af Grími Arndís Soffía Sigurðardóttir, fyrrverandi sýslumaður í Vestmannaeyjum, hleypur í skarðið fyrir Grím Hergeirsson, lögreglustjórann á Suðurlandi, á meðan hann gegnir embætti ríkislögreglustjóra tímabundið. Innlent 10.11.2025 16:18 Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur um árabil gegnt lykilembættum innan lögreglunnar á Íslandi, en hefur nú sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra í kjölfar umdeildra mála. Í tilkynningu á vef ríkislögreglustjóra er tíðrætt um farsælan feril hennar í starfi en þó er óhætt að segja að gustað hafi um Sigríði Björk þar sem mál sem tengjast henni fjölskylduböndum hafa vakið hvað mesta athygli. Innlent 10.11.2025 14:11 Heldur fullum launum Sigríður Björk Guðjónsdóttir verður á fullum launum ríkislögreglustjóra í nýju starfi sem sérfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu. Dómsmálaráðherra segir það betri nýtingu á opinberum fjármunum en ef Sigríður Björk sæti heima á launum. Innlent 10.11.2025 12:09 Sigríður Björk segir af sér Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra. Öll spjót hafa staðið á henni frá því að greint var frá því að embætti hennar hefði greitt ráðgjafarfyrirtæki 160 milljónir króna, meðal annars fyrir verslunarferðir í Jysk. Hún verður flutt í stöðu sérfræðings í aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi í dómsmálaráðuneytinu. Grímur Hergeirsson, lögreglustjórinn á Suðurlandi, hefur verið settur ríkislögreglustjóri tímabundið. Innlent 10.11.2025 11:00 Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Án vafa mun Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri læra af mistökunum sem hún segist hafa gert vegna umdeildra viðskipta við ráðgjafa. Skoðun 10.11.2025 08:46 Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Þingflokksformaður Miðflokksins segir mörg dæmi um að opinberar stofnanir fari of frjálslega með opinbert fé. Hún kallar eftir því að dómsmálaráðherra leiði mál ríkislögreglustjóra til lykta út frá lögum en ekki almenningsáliti. Innlent 9.11.2025 13:15 Ríkislögreglustjóri verður að víkja Ef friður á að skapast um störf lögreglu, og ef almenningur á að geta treyst æðsta yfirmanni hennar, þá verður Sigríður Björk að víkja. Skoðun 6.11.2025 21:03 Gagnrýnisverð hegðun Þingflokksformaður Viðreisnar telur viðskipti embættis Ríkislögreglustjóra við ráðgjafafyrirtækið vera gagnrýnisverð. Hann segir ríkislögreglustjóra ekki endilega rétta einstaklinginn til að endurvinna traust til embættisins. Innlent 6.11.2025 19:05 Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Ríkislögreglustjóri segist hafa gert mistök að bjóða ekki út verkefni sem Intra sinnti. Embættið taki mjög alvarlega þá annmarka sem hafa komið fram um kaup stofnunarinnar á ráðgjöf og þjónustu utanaðkomandi sérfræðinga eða ráðgjafa og greiðslur til verktaka. Unnið sé að ítarlegum verklagsreglum um innkaup og samningagerð til að tryggja gagnsæi og samræmi við opinber innkaup. Innlent 6.11.2025 12:05 Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Ríkislögreglustjóri afhenti dómsmálaráðuneytinu umbeðin gögn vegna Intra- málsins svokallaða um miðnætti að sögn ráðherra. Hún segist ætla að vinna málið hratt og vel og skynji vel þungan í umræðunni. Staða ríkislögreglustjóra sé alvarleg. Innlent 6.11.2025 11:46 Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis telur ekki tímabært að fjalla um mál embættis Ríkislögreglustjóra. Greiðslur til ráðgjafafyrirtækis um margra ára skeið sem nema um 160 milljónum hafa mikið verið í umræðunni síðustu daga. Innlent 3.11.2025 13:59 „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir ljóst að fjárútlát Ríkislögreglustjóra til ráðgjafafyrirtækisins Intru verði að hafa afleiðingar. Álíka meðhöndlun á opinberu fé sé aldrei fyrirgefanleg. Málið verður tekið fyrir á fundi nefndarinnar á morgun. Innlent 2.11.2025 22:02 Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur verið helsta fréttaefni síðustu daga, vegna furðulegra og svimandi hárra greiðslna af almannafé til ráðgjafa sem tók yfir 30 þúsund krónur á tímann, meðal annars fyrir að fara í búðir, velta fyrir sér staðsetningu píluspjalds og ekki síst fyrir að spjalla við Sigríði í síma um eitt og annað. Skoðun 1.11.2025 18:00 Reiði meðal lögreglumanna Formaður Landssambands lögreglumanna segir reiði gæta meðal lögreglumanna eftir að fram kom að ríkislögreglustjóri hafi greitt 160 milljónir króna til ráðgjafa yfir fimm ára tímabil. Málið rýri traust almennings til lögreglunnar og hann hefði viljað sjá upphæðina nýtta á betri hátt innan vanfjármagnaðra lögregluembætta. Innlent 31.10.2025 19:33 Íhugar ekki stöðu sína Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segist ekki íhuga stöðu sína vegna greiðslna Ríkislögreglustjóra til ráðgjafafyrirtækisins Intra ráðgjafar. Ekki hafi gefist tími til að bjóða verkið út og þrjátíu milljóna króna reikningur fyrir síðasta ár sé ekki mikið miðað við tólf milljarða króna veltu embættisins á sama tíma. Hún kallar eftir því að Ríkisendurskoðun fari yfir fjármál embættisins. Innlent 31.10.2025 14:40 Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Einn þriggja starfsmanna landamæradeildar ríkislögreglustjóra sem var sagt upp segir uppsagnirnar hafa komið henni í opna skjöldu. Hún segir engan starfsmann geta tekið yfir sérhæfð verkefni þeirra án þess að sækja sér sérstaka menntun. Skýringin fyrir uppsögninni hafi verið aðhaldskrafa og um væri að ræða uppsagnir þvert á deildir. Innlent 31.10.2025 14:28 Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Dómsmálaráðherra segist leggja upp með að vinna mál ríkislögreglustjóra faglega og fara að lögum og reglum. Hún er undrandi á háum verktakagreiðslum yfir langan tíma til ráðgjafa ríkislögreglustjóra. Hún svarar að því stöddu ekki beinum orðum hvort ríkislögreglustjóri njóti trausts eða ekki. Innlent 31.10.2025 13:40 Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Ríkislögreglustjóri þarf að endurskoða bókhaldið hjá sér vegna mikils halla í rekstri. Sú stefna að lækka kostnað þegar tækifæri gefst, forðast uppsagnir heldur láta nægja að ráða ekki í störf sem losna skilar ekki nægum árangri. Styrkja þarf stjórnskipulag embættisins og gera áætlunargerð embættisins að gagnsærra og virkara stjórntæki. Þetta kemur fram í úttekt sem unnin var fyrir dómsmálaráðuneytið á fjármálum embættisins. Ríkislögreglustjóri telur úttektina ekki taka tillit til fjölgunar verkefna á þeirra borði. Innlent 31.10.2025 10:43 Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Áætlaður rekstrarhalli embættis ríkislögreglustjóra árin 2023 til 2025 er 1,49 milljarður, eða 5,4 prósent af 27,4 milljarða veltu stofnunarinnar þessi ár. Embættið harmar mistök sem voru gerð í tengslum við viðskipti við félagið Intra og verður þriggja mánaða ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð. Innlent 30.10.2025 21:07 Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fyrrverandi starfsmaður í landamæradeild ríkislögreglustjóra, sem var sagt upp störfum í vikunni, getur ekki orða bundist yfir framferði embættis ríkislögreglustjóra. Hann segir að störf þriggja starfsmanna í landamæradeildinni hafi verið lögð niður, og erfitt sé að sjá hvernig embættið ætli að standa undir þeim kröfum sem gerðar eru til deildarinnar í framhaldinu. Konurnar þrjár sem sagt var upp hafi nýlega lýst yfir áhyggjum og óánægju með framgöngu nýs deildarstjóra landamæradeildarinnar. Innlent 30.10.2025 15:55 „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Forsætisráðherra segir greiðslur embættis ríkislögreglustjóra til ráðgjafa upp á vel á annað hundrað milljónir króna yfir fimm ára tímabil ekki slá sig vel. Ríkisstjórnin ætli alls ekki að verða varðhundar kerfisins heldur lyfta við öllum steinum þar sem vísbendingar séu um að betur megi fara með fé. Innlent 30.10.2025 10:24 Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þungt andrúmsloft er innan dómsmálaráðuneytisins og ákveðinna deilda embættis ríkislögreglustjóra vegna greiðslna embættisins til ráðgjafafyrirtækisins Intru. Þremur reynsluboltum var sagt upp hjá embættinu í gær sem skjóti skökku við að mati starfsfólks sem baðst undan því að koma fram undir nafni. Innlent 29.10.2025 20:03 Fundinum lokið án niðurstöðu Fundi dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóra vegna 190 milljóna króna greiðslna til ráðgjafa frá lögregluembættum Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lauk í morgun án niðurstöðu. Formaður Landssambands lögreglumanna fordæmir fjárútlát ríkislögreglustjóra. Ríkislögreglustjóri hefur hafnað ítrekuðum viðtalsbeiðnum fréttastofu. Innlent 29.10.2025 12:16 Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir fjárútlát ríkislögreglustjóra fara illa í lögreglumenn. Hann tekur undir með dómsmálaráðherra um slæma áferð á málinu. Peningum hefði betur verið varið í löggæslu og þjálfun lögreglumanna. Innlent 29.10.2025 09:17 Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Ráðgjafi sem fékk 160 milljónir króna greiddar fyrir störf sín fyrir embætti Ríkislögreglustjóra var ráðinn í tímabundið starf hjá embættinu tveimur dögum eftir að blaðamaður Ríkisútvarpsins óskaði eftir upplýsingum um starf ráðgjafans. Dómsmálaráðherra hyggst funda með ríkislögreglustjóra. Innlent 28.10.2025 20:51 Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Dómsmálaráðherra segir það blasa við að ríkislögreglustjóri hefði mátt standa betur að málum er varðar samstarf og greiðslur til stjórnandaráðgjafa sem nema tæpum 200 milljónum. Samkvæmt lögum hefði átt að ráðast í útboð og harmar embættið að það hafi ekki verið gert. Innlent 28.10.2025 19:47 Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Stjórnsýsla ríkislögreglustjóra við kaup á þjónustu ráðgjafafyrirtækisins Intra er óeðlileg og brýtur ýmsar reglur. Þetta er mat stjórnsýslufræðings sem segir augljóst að bjóða hefði átt þjónustuna út miðað við hve háar upphæðir sé um að ræða. Innlent 28.10.2025 14:03 « ‹ 1 2 ›
Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Stjórnsýslufræðingur segir tilfærslu fráfarandi ríkislögreglustjóra endurspegla samkomulag við dómsmálaráðherra fremur en formlega afsögn. Hann telur ákvörðunina fela í sér sterka yfirlýsingu um ábyrgð í einu valdamesta embætti ríkisins. Tilfærslan hefur sætt gagnrýni. Innlent 11.11.2025 23:16
Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Dómsmálaráðherra telur ákvörðun ríkislögreglustjóra um að segja af sér bæði farsæla og rétta. Hún hafi skipað hana í stöðu sérfræðings í dómsmálaráðuneytinu á fullum launum lögum samkvæmt. Settur ríkislögreglustjóri var ekki lengi að ákveða sig þegar kallið kom í gær. Innlent 10.11.2025 22:01
Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir málflutning dómsmálaráðherra í tengslum við brotthvarf ríkislögreglustjóra hafa verið mjög villandi og það sé áhyggjuefni að vísað hafi verið til almenningsálits í umræðu stjórnarliða um málið. Skýringar dómsmálaráðherra standist ekki og skoða þurfi málið frekar. Innlent 10.11.2025 19:15
Arndís Soffía tekur við af Grími Arndís Soffía Sigurðardóttir, fyrrverandi sýslumaður í Vestmannaeyjum, hleypur í skarðið fyrir Grím Hergeirsson, lögreglustjórann á Suðurlandi, á meðan hann gegnir embætti ríkislögreglustjóra tímabundið. Innlent 10.11.2025 16:18
Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur um árabil gegnt lykilembættum innan lögreglunnar á Íslandi, en hefur nú sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra í kjölfar umdeildra mála. Í tilkynningu á vef ríkislögreglustjóra er tíðrætt um farsælan feril hennar í starfi en þó er óhætt að segja að gustað hafi um Sigríði Björk þar sem mál sem tengjast henni fjölskylduböndum hafa vakið hvað mesta athygli. Innlent 10.11.2025 14:11
Heldur fullum launum Sigríður Björk Guðjónsdóttir verður á fullum launum ríkislögreglustjóra í nýju starfi sem sérfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu. Dómsmálaráðherra segir það betri nýtingu á opinberum fjármunum en ef Sigríður Björk sæti heima á launum. Innlent 10.11.2025 12:09
Sigríður Björk segir af sér Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra. Öll spjót hafa staðið á henni frá því að greint var frá því að embætti hennar hefði greitt ráðgjafarfyrirtæki 160 milljónir króna, meðal annars fyrir verslunarferðir í Jysk. Hún verður flutt í stöðu sérfræðings í aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi í dómsmálaráðuneytinu. Grímur Hergeirsson, lögreglustjórinn á Suðurlandi, hefur verið settur ríkislögreglustjóri tímabundið. Innlent 10.11.2025 11:00
Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Án vafa mun Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri læra af mistökunum sem hún segist hafa gert vegna umdeildra viðskipta við ráðgjafa. Skoðun 10.11.2025 08:46
Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Þingflokksformaður Miðflokksins segir mörg dæmi um að opinberar stofnanir fari of frjálslega með opinbert fé. Hún kallar eftir því að dómsmálaráðherra leiði mál ríkislögreglustjóra til lykta út frá lögum en ekki almenningsáliti. Innlent 9.11.2025 13:15
Ríkislögreglustjóri verður að víkja Ef friður á að skapast um störf lögreglu, og ef almenningur á að geta treyst æðsta yfirmanni hennar, þá verður Sigríður Björk að víkja. Skoðun 6.11.2025 21:03
Gagnrýnisverð hegðun Þingflokksformaður Viðreisnar telur viðskipti embættis Ríkislögreglustjóra við ráðgjafafyrirtækið vera gagnrýnisverð. Hann segir ríkislögreglustjóra ekki endilega rétta einstaklinginn til að endurvinna traust til embættisins. Innlent 6.11.2025 19:05
Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Ríkislögreglustjóri segist hafa gert mistök að bjóða ekki út verkefni sem Intra sinnti. Embættið taki mjög alvarlega þá annmarka sem hafa komið fram um kaup stofnunarinnar á ráðgjöf og þjónustu utanaðkomandi sérfræðinga eða ráðgjafa og greiðslur til verktaka. Unnið sé að ítarlegum verklagsreglum um innkaup og samningagerð til að tryggja gagnsæi og samræmi við opinber innkaup. Innlent 6.11.2025 12:05
Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Ríkislögreglustjóri afhenti dómsmálaráðuneytinu umbeðin gögn vegna Intra- málsins svokallaða um miðnætti að sögn ráðherra. Hún segist ætla að vinna málið hratt og vel og skynji vel þungan í umræðunni. Staða ríkislögreglustjóra sé alvarleg. Innlent 6.11.2025 11:46
Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis telur ekki tímabært að fjalla um mál embættis Ríkislögreglustjóra. Greiðslur til ráðgjafafyrirtækis um margra ára skeið sem nema um 160 milljónum hafa mikið verið í umræðunni síðustu daga. Innlent 3.11.2025 13:59
„Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir ljóst að fjárútlát Ríkislögreglustjóra til ráðgjafafyrirtækisins Intru verði að hafa afleiðingar. Álíka meðhöndlun á opinberu fé sé aldrei fyrirgefanleg. Málið verður tekið fyrir á fundi nefndarinnar á morgun. Innlent 2.11.2025 22:02
Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur verið helsta fréttaefni síðustu daga, vegna furðulegra og svimandi hárra greiðslna af almannafé til ráðgjafa sem tók yfir 30 þúsund krónur á tímann, meðal annars fyrir að fara í búðir, velta fyrir sér staðsetningu píluspjalds og ekki síst fyrir að spjalla við Sigríði í síma um eitt og annað. Skoðun 1.11.2025 18:00
Reiði meðal lögreglumanna Formaður Landssambands lögreglumanna segir reiði gæta meðal lögreglumanna eftir að fram kom að ríkislögreglustjóri hafi greitt 160 milljónir króna til ráðgjafa yfir fimm ára tímabil. Málið rýri traust almennings til lögreglunnar og hann hefði viljað sjá upphæðina nýtta á betri hátt innan vanfjármagnaðra lögregluembætta. Innlent 31.10.2025 19:33
Íhugar ekki stöðu sína Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segist ekki íhuga stöðu sína vegna greiðslna Ríkislögreglustjóra til ráðgjafafyrirtækisins Intra ráðgjafar. Ekki hafi gefist tími til að bjóða verkið út og þrjátíu milljóna króna reikningur fyrir síðasta ár sé ekki mikið miðað við tólf milljarða króna veltu embættisins á sama tíma. Hún kallar eftir því að Ríkisendurskoðun fari yfir fjármál embættisins. Innlent 31.10.2025 14:40
Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Einn þriggja starfsmanna landamæradeildar ríkislögreglustjóra sem var sagt upp segir uppsagnirnar hafa komið henni í opna skjöldu. Hún segir engan starfsmann geta tekið yfir sérhæfð verkefni þeirra án þess að sækja sér sérstaka menntun. Skýringin fyrir uppsögninni hafi verið aðhaldskrafa og um væri að ræða uppsagnir þvert á deildir. Innlent 31.10.2025 14:28
Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Dómsmálaráðherra segist leggja upp með að vinna mál ríkislögreglustjóra faglega og fara að lögum og reglum. Hún er undrandi á háum verktakagreiðslum yfir langan tíma til ráðgjafa ríkislögreglustjóra. Hún svarar að því stöddu ekki beinum orðum hvort ríkislögreglustjóri njóti trausts eða ekki. Innlent 31.10.2025 13:40
Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Ríkislögreglustjóri þarf að endurskoða bókhaldið hjá sér vegna mikils halla í rekstri. Sú stefna að lækka kostnað þegar tækifæri gefst, forðast uppsagnir heldur láta nægja að ráða ekki í störf sem losna skilar ekki nægum árangri. Styrkja þarf stjórnskipulag embættisins og gera áætlunargerð embættisins að gagnsærra og virkara stjórntæki. Þetta kemur fram í úttekt sem unnin var fyrir dómsmálaráðuneytið á fjármálum embættisins. Ríkislögreglustjóri telur úttektina ekki taka tillit til fjölgunar verkefna á þeirra borði. Innlent 31.10.2025 10:43
Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Áætlaður rekstrarhalli embættis ríkislögreglustjóra árin 2023 til 2025 er 1,49 milljarður, eða 5,4 prósent af 27,4 milljarða veltu stofnunarinnar þessi ár. Embættið harmar mistök sem voru gerð í tengslum við viðskipti við félagið Intra og verður þriggja mánaða ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð. Innlent 30.10.2025 21:07
Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fyrrverandi starfsmaður í landamæradeild ríkislögreglustjóra, sem var sagt upp störfum í vikunni, getur ekki orða bundist yfir framferði embættis ríkislögreglustjóra. Hann segir að störf þriggja starfsmanna í landamæradeildinni hafi verið lögð niður, og erfitt sé að sjá hvernig embættið ætli að standa undir þeim kröfum sem gerðar eru til deildarinnar í framhaldinu. Konurnar þrjár sem sagt var upp hafi nýlega lýst yfir áhyggjum og óánægju með framgöngu nýs deildarstjóra landamæradeildarinnar. Innlent 30.10.2025 15:55
„Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Forsætisráðherra segir greiðslur embættis ríkislögreglustjóra til ráðgjafa upp á vel á annað hundrað milljónir króna yfir fimm ára tímabil ekki slá sig vel. Ríkisstjórnin ætli alls ekki að verða varðhundar kerfisins heldur lyfta við öllum steinum þar sem vísbendingar séu um að betur megi fara með fé. Innlent 30.10.2025 10:24
Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þungt andrúmsloft er innan dómsmálaráðuneytisins og ákveðinna deilda embættis ríkislögreglustjóra vegna greiðslna embættisins til ráðgjafafyrirtækisins Intru. Þremur reynsluboltum var sagt upp hjá embættinu í gær sem skjóti skökku við að mati starfsfólks sem baðst undan því að koma fram undir nafni. Innlent 29.10.2025 20:03
Fundinum lokið án niðurstöðu Fundi dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóra vegna 190 milljóna króna greiðslna til ráðgjafa frá lögregluembættum Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lauk í morgun án niðurstöðu. Formaður Landssambands lögreglumanna fordæmir fjárútlát ríkislögreglustjóra. Ríkislögreglustjóri hefur hafnað ítrekuðum viðtalsbeiðnum fréttastofu. Innlent 29.10.2025 12:16
Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir fjárútlát ríkislögreglustjóra fara illa í lögreglumenn. Hann tekur undir með dómsmálaráðherra um slæma áferð á málinu. Peningum hefði betur verið varið í löggæslu og þjálfun lögreglumanna. Innlent 29.10.2025 09:17
Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Ráðgjafi sem fékk 160 milljónir króna greiddar fyrir störf sín fyrir embætti Ríkislögreglustjóra var ráðinn í tímabundið starf hjá embættinu tveimur dögum eftir að blaðamaður Ríkisútvarpsins óskaði eftir upplýsingum um starf ráðgjafans. Dómsmálaráðherra hyggst funda með ríkislögreglustjóra. Innlent 28.10.2025 20:51
Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Dómsmálaráðherra segir það blasa við að ríkislögreglustjóri hefði mátt standa betur að málum er varðar samstarf og greiðslur til stjórnandaráðgjafa sem nema tæpum 200 milljónum. Samkvæmt lögum hefði átt að ráðast í útboð og harmar embættið að það hafi ekki verið gert. Innlent 28.10.2025 19:47
Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Stjórnsýsla ríkislögreglustjóra við kaup á þjónustu ráðgjafafyrirtækisins Intra er óeðlileg og brýtur ýmsar reglur. Þetta er mat stjórnsýslufræðings sem segir augljóst að bjóða hefði átt þjónustuna út miðað við hve háar upphæðir sé um að ræða. Innlent 28.10.2025 14:03