Bandaríkin

Fréttamynd

El Chapo í lífstíðarfangelsi

Einn alræmdasti fíkniefnasmyglari heims, fyrrverandi leiðtogi Sinaloa-hringsins, Joaquin "El Chapo“ Guzmán, var í dag dæmdur til lífstíðar fangelsisvistar í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Standa vörð um Huawei-bann

Öldungadeildarþingmenn úr flokkum bæði Demókrata og Repúblikana í Bandaríkjunum lögðu í gær fram frumvarp sem myndi meina ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta að heimila viðskipti við kínverska tæknirisann Huawei án samþykkis þings.

Erlent
Fréttamynd

Þátttakendur tilkynntir í dag

Demókrataflokkurinn bandaríski greinir frá því í dag hvaða forsetaframbjóðendur uppfylltu skilyrði fyrir því að fá sæti, eða öllu heldur ræðupall, í næstu kappræðum flokksins.

Erlent
Fréttamynd

Hálf öld frá fyrstu tunglferðinni

Hálf öld er í dag liðin frá fyrstu ferð mannsins til tunglsins. Á þessum degi fyrir 50 árum var Apollo 11 geimflauginni skotið á loft frá Kennedyhöfða á Flórída og lentu geimfararnir þrír sem voru um borð á tunglinu fjórum dögum síðar.

Erlent
Fréttamynd

Barry aftur orðinn stormur

Barry var um stutta stund í flokki fellibylja. Dregið hefur úr vindstyrk hans og flokkast hann nú aftur sem hitabeltisstormur.

Erlent
Fréttamynd

Barry orðinn fellibylur

Hitabeltisstormurinn Barry sem berst nú að ströndum Louisiana hefur náð styrk fellibyls en búist er við að hann skelli að ströndum ríkisins seinna í dag.

Erlent
Fréttamynd

Áhrif Megan

Megan Rapinoe, fyrirliði bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta, skýtur fast og ekki bara innan vallar, því hún hefur skotið föstum skotum bæði á Donald Trump, bandaríska knattspyrnusambandið og FIFA. Árangurinn lætur ekki á sér standa.

Lífið