Bandaríkin

Fréttamynd

Í mál við Lady Gaga eftir að hafa skilað hundunum hennar

Kona sem skilaði hundum söng- og leikkonunnar Lady Gaga eftir að þeim var stolið hefur farið í mál við hana. Gaga lofaði að „spyrja engra spurninga“ yrði hundunum skilað en síðan kom í ljós að konan tengdist þjófnaðnum og var dæmd fyrir aðild sína. 

Erlent
Fréttamynd

Gátu ekki hætt að kyssast

Elvis-leikarinn Austin Butler og kærasta hans, Kaia Gerber, gátu ekki sleppt hvoru öðru í veislu W-tímaritsins í Los Angeles um helgina. Fjöldi stjarna var samankominn í veislunni. 

Lífið
Fréttamynd

Xi sagður efast um getu Kínverja til að taka Taívan

Xi Jinping, forseti Kína, efast um getu kínverska hersins til að hertaka Taívan en þær efasemdir eiga rætur í slæmu gengi Rússa í Úkraínu. Þetta sagði William Burns, yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), í viðtali í gær.

Erlent
Fréttamynd

Höfundur Dil­berts segir orð­spor sitt í rúst

Scott Adams, höfundur teiknimyndaseríunnar Dilberts, segir orðspor sitt í rúst og að hann sjái fram á að missa meirihluta tekna sinna í þessari viku eftir að útgefendur hundraða dagblaða ákváðu að hætta að birta seríuna. Ástæðan er rasískur reiðilestur Adams um svart fólk.

Erlent
Fréttamynd

Dró mann út úr bíl fyrir að gleypa pillu og skaut hann

Lögregluþjónn dró hinn 32 ára gamla Richard Ward út úr bíl móður hans í fyrra og skaut hann þrisvar sinnum í bringuna. Tilefnið virðist hafa verið að Ward stakk upp í sig pillu eftir að hann lýsti því yfir að hann yrði stressaður í návígi við lögregluþjóna.

Erlent
Fréttamynd

Kennarinn hafi notfært sér ungan aldur hennar

Raunveruleikastjarnan Paris Hilton hefur gengið í gegnum margt á sinni ævi. Í forsíðuviðtali við Glamour tímaritið opnar hún sig um hluti sem hún segist ekki einu sinni hafa sagt fjölskyldunni sinni frá áður.

Lífið
Fréttamynd

Fyrsti bylur Los Angeles í 34 ár

Í fyrsta sinn í 34 ár er byl spáð í Los Angeles. Veðurfræðingar í borginni voru forviða í fjölmiðlum í vikunni þar sem þeir höfðu aldrei nokkurn tímann séð slíka viðvörun á ferli sínum. 

Erlent
Fréttamynd

Sex­tán ár bætast við dóm Wein­stein

Nauðgarinn og fyrrverandi kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein hefur verið dæmdur í 16 ára fangelsi, til viðbótar við þann 23 ára fangelsisdóm sem hann afplánar nú. 

Erlent
Fréttamynd

R. Kel­ly fær annan þungan fangelsis­­dóm

Dómstóll í Bandaríkjunum hefur dæmt tónlistarmanninn og barnaníðinginn R. Kelly, í tuttugu ára fangelsi fyrir framleiðslu barnakláms og fyrir að hafa lokkað stúlkur til að stunda með sér kynlíf. 

Erlent
Fréttamynd

Skoða að birta gögn um mögulega hernaðaraðstoð Kína

Innan ríkisstjórnar Joes Bidens, forseta Bandaríkjanna, standa nú yfir umræður um það hvort opinbera eigi upplýsingar sem taldar eru sýna fram á að yfirvöld í Kína séu að íhuga að senda Rússum vopn og hergögn. Það yrði þá gert fyrir fund Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á morgun sem marka mun það að ár er liðið frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst.

Erlent
Fréttamynd

Glímdi tvisvar við fæðingarþunglyndi

Athafnakonan og raunveruleikastjarnan Kylie Jenner prýðir forsíðu ítölsku útgáfu Vanity Fair tímaritsins í mars. Í viðtalinu ræðir Kylie meðal annars um það að glíma við fæðingarþunglyndi.

Lífið
Fréttamynd

Tók sjálfu yfir njósna­belgnum

Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert opinbera svokallaða „sjálfu“ (e. selfie) flugmanns sem tekin var fyrir ofan kínverska njósnabelginn sem var skotinn niður á dögunum.

Erlent
Fréttamynd

Pútín dá­­samaður á mikilli hyllingar­­sam­komu í Moskvu

Biden Bandaríkjaforseti fundaði í dag í Varsjá með leiðtogum níu aðildarríkja NATO í austur Evrópu um varnir álfunnar og stuðning við Úkraínu. Pútín reyndi að fá Kínverja til liðs við sig og mætti síðan á hyllingarsamkomu með stuðningsmönnum sínum.

Erlent
Fréttamynd

Þing­maður vill kljúfa Banda­ríkin í tvennt

Umdeildur fulltrúadeildarþingmaður með vaxandi áhrif innan Repúblikanaflokksins kallaði eftir því að Bandaríkjunum yrði skipt í tvennt í annars vegar ríki þar sem meirihluti kýs repúblikana og hins vegar þar sem flestir kjósa demókrata. Þá vill hún banna þeim sem flytja frá síðarnefndu ríkjunum til þeirra fyrrnefndu að kjósa tímabundið.

Erlent
Fréttamynd

Ráð­herra þáði hundruð milljóna frá eitur­lyfja­hring

Genaro García Luna, fyrrverandi öryggismálaráðherra Mexíkó, var í gær sakfelldur fyrir dómi í Bandaríkjunum fyrir að hafa þegið milljónir dollara í mútur frá mexíkóska eiturlyfjahringnum Sinaloa. Hann mun dvelja í fangelsi að minnsta kosti næstu tuttugu árin. 

Erlent