Bandaríkin Vilja heimila lausasölu getnaðarvarnarpillu Ráðgjafanefnd Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að kostir þess að heimila sölu getnaðarvarnarlyfs án lyfseðils vegi þyngra en áhættan af því að heimila smásölu lyfsins. Var nefndin samhljóða í áliti sínu. Erlent 11.5.2023 09:26 Segist geta bundið enda á átökin í Úkraínu á 24 klukkustundum „Niðurstöðum kosninganna var ekki hagrætt, herra forseti. Þú getur ekki haldið áfram að tyggja á því í allt kvöld,“ sagði Kaitlan Collins, stjórnandi íbúafundar CNN með Donald Trump í New Hampshire í gær, eftir ítrekaðar staðhæfingar Trump um svik í forsetakosningunum 2020. Erlent 11.5.2023 07:42 Neitar sök og ætlar ekki að segja af sér George Santos, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdómara í dag. Þrátt fyrir að þingmaðurinn sé ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti ætlar hann ekki að segja af sér embætti. Erlent 10.5.2023 21:53 Seldi út á sorgina en nú grunuð um morð Bandarísk kona sem skrifaði barnabók um sorg eftir að eiginmaður hennar dó skyndilega í fyrra, hefur verið handtekin og ákærð fyrir að myrða hann. Hann hafði varað fjölskyldu sína við því að hún væri að reyna að eitra fyrir honum en eftir að hann dó fannst gífurlega mikið magn fentanýls í blóði hans. Erlent 10.5.2023 16:01 Lygni þingmaðurinn ákærður fyrir fjárþvætti og svik George Santos, umdeildur fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá New York, hefur verið ákærður fyrir að nota kosningasjóði sína í einkaþágu og fyrir að ljúga að þinginu, svo eitthvað sé nefnt. Ákærur gegn honum voru opinberaðar í dag en þingmaðurinn hefur verið handtekinn. Erlent 10.5.2023 13:54 Kynferðisbrotamál Trump muni verða til umræðu í kosningabaráttunni Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, telur að kynferðisbrots dómur Donald Trump munu vafalaust verða til umræðu í kosningabaráttunni. Óvíst sé hver áhrifin verða í atkvæðum talið. Erlent 10.5.2023 12:20 Musk meðal þeirra sem dreifðu samsæriskenningum Lögreglan í Allen í Texas hefur staðfest að Mauricio Garcia, sem skaut átta til bana og særði sjö í verslunarmiðstöð í bænum um helgina, var skreyttur nasista húðflúrum. Sömuleiðis hafði hann lýst yfir aðdáun sinni á nasistum á netinu. Erlent 10.5.2023 10:07 Sagður hafa sett upp falda myndavél á klósetti skemmtiferðaskips Karlmaður hefur verið sakaður um að koma upp faldri myndavél á klósetti eins stærsta skemmtiferðaskips í heimi. Maðurinn er sagður hafa tekið upp yfir 150 manns að nota klósettið, þar á meðal mikið af börnum. Erlent 10.5.2023 08:36 Fjórtán ára stúlka í feluleik skotin í höfuðið Fjórtán ára stúlka var skotin í höfuðið þegar hún var í feluleik á landareign manns í bænum Starks í Louisiana. Maðurinn sem skaut stúlkuna hefur verið handtekinn og ákærður en stúlkan er ekki talin vera í lífshættu. Erlent 10.5.2023 01:51 Lygni þingmaðurinn ákærður Bandaríska dómsmálaráðuneytið er sagt hafa ákært George Santos, fulltrúadeildarþingmann Repúblikanaflokksins frá New York, fyrir glæp. Santos varð uppvís að umfangsmiklum lygum um ævi sína og störf eftir að hann náði kjöri á þing. Erlent 9.5.2023 22:28 Þáttastjórnandi sem Fox losaði sig við færir sig yfir á Twitter Fjarhægrisinnaði sjónvarpsþáttastjórnandinn Tucker Carlson sem Fox News-sjónvarpsstöðin rak nýlega tilkynnti að hann ætlaði að byrja með nýjan þátt á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Carlson lýsir Twitter sem síðasta vígi málfrelsisins. Viðskipti erlent 9.5.2023 21:38 Trump fundinn sekur um kynferðisofbeldi og ærumeiðingar Kviðdómur í New York dæmdi Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sekan um kynferðisofbeldi og ærumeiðingar í garð E. Jean Carroll í dag. Trump var dæmdur til þess að greiða Carroll fimm milljónir dollara í miskabætur, jafnvirði tæpra 690 milljóna íslenskra króna. Erlent 9.5.2023 19:16 Sjöunda barn DeNiro komið í heiminn Leikarinn Robert DeNiro greindi frá því í viðtali í gær að hann væri nýbúinn að eignast sitt sjöunda barn. Sjálfur verður DeNiro áttræður í ágúst en það er ekki enn vitað hvað barnið heitir né hver móðir þess er. Lífið 9.5.2023 18:47 Óperustjarnan Grace Bumbry er látin Bandaríska óperusöngkonan Grace Bumbry er látin, 86 ára að aldri. Bumbry þykir eitt stærsta nafnið í heimi óperunnar og var ein þeirra sem ruddi brautina fyrir svarta í heimi óperutónlistar. Menning 9.5.2023 06:54 Zuckerberg vann til gullverðlauna á sínu fyrsta móti Mark Zuckerberg var óvænt meðal keppenda í brasilísku jiu-jitsu móti í Redwood City í Kaliforníu um helgina og vann þar til gull og silfurverðlauna. Lífið 8.5.2023 23:37 Byssumaðurinn sagður hafa aðhyllst hvíta öfgahyggju Samfélagsmiðlanotkun karlmanns sem skaut átta manns til bana í verslunarmiðstöð í bænum Allen í Texas um helgina bendir til þess að hann hafi aðhyllst hvíta þjóðernishyggju og nýnasisma. Hann er meðal annars sagður hafa kennt sig við hægrisinnaðar dauðasveitir á herklæðum sínum. Erlent 8.5.2023 23:09 Ökumaður sem ók inn í hóp fólks ákærður fyrir manndráp Yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum ákærðu karlmann á fertugsaldri sem ók bíl sínum inn í hóp fólks við skýli fyrir flóttafólk fyrir átta manndráp í dag. Maðurinn er sagður eiga langan sakaferil að baki og lögregla hefur ekki útilokað að hann hafi ekið viljandi á fólkið. Erlent 8.5.2023 22:01 Talar minna eftir að gamall draumur rættist Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúhersson, betur þekktur undirlistamannanafninu Auður, segir gamlan draum hafa ræst þegar hann flutti til Los Angeles nýlega. Lífið 8.5.2023 14:30 Sjö látnir eftir að jeppa var ekið inn í hóp fólks í Texas Að minnsta kosti sjö eru látnir og ellefu slasaðir eftir að maður ók jeppa inn í hóp fólks sem beið við strætisvagnastöð fyrir utan móttöku fyrir flóttamenn í Brownsville í suðurhluta Texas í Bandaríkjunum í dag. Erlent 7.5.2023 17:29 Skaut átta manns til bana í verslunarmiðstöð Maður skaut átta manns til bana og særði að minnsta kosti sjö til viðbótar í verslunarmiðstöð nærri borginni Dallas í Texas-ríki í nótt. Talið er að skotmaðurinn sé einnig látinn. Erlent 7.5.2023 07:45 Íbúar í Old Bridge í New Jersey furðu lostnir eftir 225 kílóa pastafund Hermaður á eftirlaunum er grunaður um að hafa hellt niður 225 kílóum af pasta nærri læk í Old Bridge í New Jersey. Málið er allt hið furðulegasta og hefur vakið mikla athygli og vangaveltur síðan pastahrúgan fannst í apríl. Erlent 6.5.2023 21:44 Íslandsferð hæstaréttardómara sögð siðferðislega vafasöm Íslandsferð Neil Gorsuch, hæstaréttardómara í Bandaríkjunum, árið 2021 er sögð siðferðislega ámælisverð. Ferðin var greidd af íhaldssamri lagadeild rannsóknarháskóla. Innlent 5.5.2023 19:10 Fyrrverandi eiginmaður og vinkonur höfða mál á víxl vegna þungunarrofs í Texas Tvær konur hafa höfðað mál á hendur manni að nafni Marcus Silva, fyrir brot á friðhelgi einkalífsins. Silva höfðaði sjálfur mál á hendur konunum fyrir að hafa ráðlagt fyrrverandi eiginkonu hans um það hvernig hún gæti gengist undir þungunarrof. Erlent 5.5.2023 11:10 Lét leyna greiðslum til eiginkonu hæstaréttardómara Forsvarsmaður íhaldssamtaka gætti þess sérstaklega að fela tug þúsund dollara greiðslur til eiginkonu íhaldssams hæstaréttardómara fyrir ráðgjafarstörf. Nýlega hefur komið fram að sami dómari hafi þegið ýmis konar sporslur frá bakhjarli Repúblikanaflokksins án þess að greina frá þeim. Erlent 5.5.2023 10:24 Skólayfirvöld í Flint banna bakpoka í skólum vegna skotárása Skólayfirvöld í Flint í Michigan í Bandaríkjunum hafa ákveðið að banna bakpoka í skólum til að koma í veg fyrir að nemendur komi með vopn eða aðra bannaða hluti í skólann. Erlent 5.5.2023 09:17 Clinton segist hafa vitað frá 2011 að Pútín myndi gera innrás Financial Times hefur birt tilvitnanir í Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þar sem hann segist hafa vitað það árið 2011 að það væri aðeins tímaspursmál hvenær Vladimir Pútín Rússlandforseti myndi ráðast inn í Úkraínu. Erlent 5.5.2023 06:54 Auðjöfur greiddi skólagjöld fyrir hæstaréttardómara Bandarískur auðjöfur sem er umfangsmikill bakhjarl Repúblikanaflokksins, greiddi skólagjöld fyrir barn sem hæstaréttardómari ól upp. Clarence Thomas, dómarinn, greindi ekki frá þessum greiðslum í hagsmunaskráningu sína en sami auðjöfur hefur verið mjög gjafmildur í garð Thomas um árabil. Erlent 4.5.2023 22:27 Ed Sheeran fagnar sigri í deilunni um Thinking Out Loud Kviðdómendur í Bandaríkjunum hafa komist að þeirri niðurstöðu að breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran byggði lag sitt Thinking Out Loud ekki á laginu Let‘s Get It On með Marvin Gaye. Afkomendur Ed Townsend, annars mannsins sem skrifað lagið síðarnefnda, höfðuðu mál gegn Sheeran. Erlent 4.5.2023 17:53 FDA leggur blessun sína yfir fyrsta bóluefnið gegn RS vírus Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur lagt blessun sína yfir bóluefni gegn RS vírus, algengri kvefveiru sem er yfirleitt tiltölulega meinlaus en getur valdið dauða hjá ungabörnum og eldra fólki. Erlent 4.5.2023 08:05 Heiðra Carrie Fisher með Hollywood-stjörnu á Stjörnustríðsdeginum Um sex árum eftir dauða hennar stendur til að heiðra leikkonuna Carrie Fisher í Hollywood með því að afhjúpa stjörnu með nafni hennar á Hollywood Walk of Fame síðar í dag, á óformlegum þjóðhátíðardegi Stjörnustríðsaðdáenda. Lífið 4.5.2023 07:40 « ‹ 76 77 78 79 80 81 82 83 84 … 334 ›
Vilja heimila lausasölu getnaðarvarnarpillu Ráðgjafanefnd Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að kostir þess að heimila sölu getnaðarvarnarlyfs án lyfseðils vegi þyngra en áhættan af því að heimila smásölu lyfsins. Var nefndin samhljóða í áliti sínu. Erlent 11.5.2023 09:26
Segist geta bundið enda á átökin í Úkraínu á 24 klukkustundum „Niðurstöðum kosninganna var ekki hagrætt, herra forseti. Þú getur ekki haldið áfram að tyggja á því í allt kvöld,“ sagði Kaitlan Collins, stjórnandi íbúafundar CNN með Donald Trump í New Hampshire í gær, eftir ítrekaðar staðhæfingar Trump um svik í forsetakosningunum 2020. Erlent 11.5.2023 07:42
Neitar sök og ætlar ekki að segja af sér George Santos, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdómara í dag. Þrátt fyrir að þingmaðurinn sé ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti ætlar hann ekki að segja af sér embætti. Erlent 10.5.2023 21:53
Seldi út á sorgina en nú grunuð um morð Bandarísk kona sem skrifaði barnabók um sorg eftir að eiginmaður hennar dó skyndilega í fyrra, hefur verið handtekin og ákærð fyrir að myrða hann. Hann hafði varað fjölskyldu sína við því að hún væri að reyna að eitra fyrir honum en eftir að hann dó fannst gífurlega mikið magn fentanýls í blóði hans. Erlent 10.5.2023 16:01
Lygni þingmaðurinn ákærður fyrir fjárþvætti og svik George Santos, umdeildur fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá New York, hefur verið ákærður fyrir að nota kosningasjóði sína í einkaþágu og fyrir að ljúga að þinginu, svo eitthvað sé nefnt. Ákærur gegn honum voru opinberaðar í dag en þingmaðurinn hefur verið handtekinn. Erlent 10.5.2023 13:54
Kynferðisbrotamál Trump muni verða til umræðu í kosningabaráttunni Silja Bára Ómarsdóttir, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, telur að kynferðisbrots dómur Donald Trump munu vafalaust verða til umræðu í kosningabaráttunni. Óvíst sé hver áhrifin verða í atkvæðum talið. Erlent 10.5.2023 12:20
Musk meðal þeirra sem dreifðu samsæriskenningum Lögreglan í Allen í Texas hefur staðfest að Mauricio Garcia, sem skaut átta til bana og særði sjö í verslunarmiðstöð í bænum um helgina, var skreyttur nasista húðflúrum. Sömuleiðis hafði hann lýst yfir aðdáun sinni á nasistum á netinu. Erlent 10.5.2023 10:07
Sagður hafa sett upp falda myndavél á klósetti skemmtiferðaskips Karlmaður hefur verið sakaður um að koma upp faldri myndavél á klósetti eins stærsta skemmtiferðaskips í heimi. Maðurinn er sagður hafa tekið upp yfir 150 manns að nota klósettið, þar á meðal mikið af börnum. Erlent 10.5.2023 08:36
Fjórtán ára stúlka í feluleik skotin í höfuðið Fjórtán ára stúlka var skotin í höfuðið þegar hún var í feluleik á landareign manns í bænum Starks í Louisiana. Maðurinn sem skaut stúlkuna hefur verið handtekinn og ákærður en stúlkan er ekki talin vera í lífshættu. Erlent 10.5.2023 01:51
Lygni þingmaðurinn ákærður Bandaríska dómsmálaráðuneytið er sagt hafa ákært George Santos, fulltrúadeildarþingmann Repúblikanaflokksins frá New York, fyrir glæp. Santos varð uppvís að umfangsmiklum lygum um ævi sína og störf eftir að hann náði kjöri á þing. Erlent 9.5.2023 22:28
Þáttastjórnandi sem Fox losaði sig við færir sig yfir á Twitter Fjarhægrisinnaði sjónvarpsþáttastjórnandinn Tucker Carlson sem Fox News-sjónvarpsstöðin rak nýlega tilkynnti að hann ætlaði að byrja með nýjan þátt á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Carlson lýsir Twitter sem síðasta vígi málfrelsisins. Viðskipti erlent 9.5.2023 21:38
Trump fundinn sekur um kynferðisofbeldi og ærumeiðingar Kviðdómur í New York dæmdi Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sekan um kynferðisofbeldi og ærumeiðingar í garð E. Jean Carroll í dag. Trump var dæmdur til þess að greiða Carroll fimm milljónir dollara í miskabætur, jafnvirði tæpra 690 milljóna íslenskra króna. Erlent 9.5.2023 19:16
Sjöunda barn DeNiro komið í heiminn Leikarinn Robert DeNiro greindi frá því í viðtali í gær að hann væri nýbúinn að eignast sitt sjöunda barn. Sjálfur verður DeNiro áttræður í ágúst en það er ekki enn vitað hvað barnið heitir né hver móðir þess er. Lífið 9.5.2023 18:47
Óperustjarnan Grace Bumbry er látin Bandaríska óperusöngkonan Grace Bumbry er látin, 86 ára að aldri. Bumbry þykir eitt stærsta nafnið í heimi óperunnar og var ein þeirra sem ruddi brautina fyrir svarta í heimi óperutónlistar. Menning 9.5.2023 06:54
Zuckerberg vann til gullverðlauna á sínu fyrsta móti Mark Zuckerberg var óvænt meðal keppenda í brasilísku jiu-jitsu móti í Redwood City í Kaliforníu um helgina og vann þar til gull og silfurverðlauna. Lífið 8.5.2023 23:37
Byssumaðurinn sagður hafa aðhyllst hvíta öfgahyggju Samfélagsmiðlanotkun karlmanns sem skaut átta manns til bana í verslunarmiðstöð í bænum Allen í Texas um helgina bendir til þess að hann hafi aðhyllst hvíta þjóðernishyggju og nýnasisma. Hann er meðal annars sagður hafa kennt sig við hægrisinnaðar dauðasveitir á herklæðum sínum. Erlent 8.5.2023 23:09
Ökumaður sem ók inn í hóp fólks ákærður fyrir manndráp Yfirvöld í Texas í Bandaríkjunum ákærðu karlmann á fertugsaldri sem ók bíl sínum inn í hóp fólks við skýli fyrir flóttafólk fyrir átta manndráp í dag. Maðurinn er sagður eiga langan sakaferil að baki og lögregla hefur ekki útilokað að hann hafi ekið viljandi á fólkið. Erlent 8.5.2023 22:01
Talar minna eftir að gamall draumur rættist Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúhersson, betur þekktur undirlistamannanafninu Auður, segir gamlan draum hafa ræst þegar hann flutti til Los Angeles nýlega. Lífið 8.5.2023 14:30
Sjö látnir eftir að jeppa var ekið inn í hóp fólks í Texas Að minnsta kosti sjö eru látnir og ellefu slasaðir eftir að maður ók jeppa inn í hóp fólks sem beið við strætisvagnastöð fyrir utan móttöku fyrir flóttamenn í Brownsville í suðurhluta Texas í Bandaríkjunum í dag. Erlent 7.5.2023 17:29
Skaut átta manns til bana í verslunarmiðstöð Maður skaut átta manns til bana og særði að minnsta kosti sjö til viðbótar í verslunarmiðstöð nærri borginni Dallas í Texas-ríki í nótt. Talið er að skotmaðurinn sé einnig látinn. Erlent 7.5.2023 07:45
Íbúar í Old Bridge í New Jersey furðu lostnir eftir 225 kílóa pastafund Hermaður á eftirlaunum er grunaður um að hafa hellt niður 225 kílóum af pasta nærri læk í Old Bridge í New Jersey. Málið er allt hið furðulegasta og hefur vakið mikla athygli og vangaveltur síðan pastahrúgan fannst í apríl. Erlent 6.5.2023 21:44
Íslandsferð hæstaréttardómara sögð siðferðislega vafasöm Íslandsferð Neil Gorsuch, hæstaréttardómara í Bandaríkjunum, árið 2021 er sögð siðferðislega ámælisverð. Ferðin var greidd af íhaldssamri lagadeild rannsóknarháskóla. Innlent 5.5.2023 19:10
Fyrrverandi eiginmaður og vinkonur höfða mál á víxl vegna þungunarrofs í Texas Tvær konur hafa höfðað mál á hendur manni að nafni Marcus Silva, fyrir brot á friðhelgi einkalífsins. Silva höfðaði sjálfur mál á hendur konunum fyrir að hafa ráðlagt fyrrverandi eiginkonu hans um það hvernig hún gæti gengist undir þungunarrof. Erlent 5.5.2023 11:10
Lét leyna greiðslum til eiginkonu hæstaréttardómara Forsvarsmaður íhaldssamtaka gætti þess sérstaklega að fela tug þúsund dollara greiðslur til eiginkonu íhaldssams hæstaréttardómara fyrir ráðgjafarstörf. Nýlega hefur komið fram að sami dómari hafi þegið ýmis konar sporslur frá bakhjarli Repúblikanaflokksins án þess að greina frá þeim. Erlent 5.5.2023 10:24
Skólayfirvöld í Flint banna bakpoka í skólum vegna skotárása Skólayfirvöld í Flint í Michigan í Bandaríkjunum hafa ákveðið að banna bakpoka í skólum til að koma í veg fyrir að nemendur komi með vopn eða aðra bannaða hluti í skólann. Erlent 5.5.2023 09:17
Clinton segist hafa vitað frá 2011 að Pútín myndi gera innrás Financial Times hefur birt tilvitnanir í Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þar sem hann segist hafa vitað það árið 2011 að það væri aðeins tímaspursmál hvenær Vladimir Pútín Rússlandforseti myndi ráðast inn í Úkraínu. Erlent 5.5.2023 06:54
Auðjöfur greiddi skólagjöld fyrir hæstaréttardómara Bandarískur auðjöfur sem er umfangsmikill bakhjarl Repúblikanaflokksins, greiddi skólagjöld fyrir barn sem hæstaréttardómari ól upp. Clarence Thomas, dómarinn, greindi ekki frá þessum greiðslum í hagsmunaskráningu sína en sami auðjöfur hefur verið mjög gjafmildur í garð Thomas um árabil. Erlent 4.5.2023 22:27
Ed Sheeran fagnar sigri í deilunni um Thinking Out Loud Kviðdómendur í Bandaríkjunum hafa komist að þeirri niðurstöðu að breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran byggði lag sitt Thinking Out Loud ekki á laginu Let‘s Get It On með Marvin Gaye. Afkomendur Ed Townsend, annars mannsins sem skrifað lagið síðarnefnda, höfðuðu mál gegn Sheeran. Erlent 4.5.2023 17:53
FDA leggur blessun sína yfir fyrsta bóluefnið gegn RS vírus Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur lagt blessun sína yfir bóluefni gegn RS vírus, algengri kvefveiru sem er yfirleitt tiltölulega meinlaus en getur valdið dauða hjá ungabörnum og eldra fólki. Erlent 4.5.2023 08:05
Heiðra Carrie Fisher með Hollywood-stjörnu á Stjörnustríðsdeginum Um sex árum eftir dauða hennar stendur til að heiðra leikkonuna Carrie Fisher í Hollywood með því að afhjúpa stjörnu með nafni hennar á Hollywood Walk of Fame síðar í dag, á óformlegum þjóðhátíðardegi Stjörnustríðsaðdáenda. Lífið 4.5.2023 07:40