Orkumál Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Haustfundur Landsvirkjunar fer fram á Hótel Selfossi milli klukkan 13 og 15 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilara að neðan. Viðskipti innlent 30.10.2024 12:32 Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Fjárfesting í kolefnisförgunarfyrirtækinu Carbfix verður tæplega þrjátíu milljörðum krónum lægri en áður var reiknað með samkvæmt nýrri fjárhagsspá Orkuveitunnar. Förgunarmiðstöð í Hafnarfirði verður nær alfarið fjármögnuð með nýju hlutafé en viðræður við erlendan fjárfesti eru sagðar ganga vel. Viðskipti innlent 30.10.2024 11:07 Sjálfbærni er þjóðaröryggismál Við hjá Framsókn stöndum fyrir því að nýta okkar náttúruauðlindir á ábyrgan hátt og byggja undir sjáldbæra framtíð fyrir land og þjóð. Sjálfbærni snýst um að vera sjálfum okkur nóg, hvort sem það er í matvælaframleiðslu, orkumálum eða annarri verðmætasköpun. Skoðun 29.10.2024 16:02 Evrópa er að segja að hún verði að fara íslensku leiðina í orkumálum Ný skýrsla um samkeppnishæfni Evrópu, sem leiddi meðal annars í ljós að sveiflukennt orkuverð er ein helsta ástæða efnahagsvanda álfunnar, undirstrikar að „íslenska leiðin“ með áherslu á langtímasamninga við stórnotendur er forsenda fjárfestinga og öflugs atvinnulífs, að mati forstjóra Landsvirkjunar. Hann telur að umræða um að grípa mögulega inn í tvíhliða samninga milli Landsvirkjunar og stórra viðskiptavina í tengslum við heimildir til endursölu, með því að kippa þeim úr sambandi eða breyta með lagasetningu, endurspegla „ótrúlega skammsýni og algjört þekkingarleysi.“ Innherji 29.10.2024 15:33 Ísland fyrirmynd í raforkuviðskiptum Á Íslandi starfar öflugur og samkeppnishæfur iðnaður en hornsteinn hans er raforkusamningar til langs tíma. Langtímasamningar veita nauðsynlegan fyrirsjáanleika um orkuafhendingu og raforkuverð, sem er lykilatriði í harðri alþjóðlegri samkeppni. Skoðun 29.10.2024 14:31 6 nauðsynlegar afneitanir Þrátt fyrir augljósa kosti orkuskipta í samgöngum á Íslandi er ennþá nokkuð hávær hópur sem telur rafbíla vera óskynsamlega hugmynd. Það sem meira er þá er þessi hópur svo sannfærður um að orkuskiptin séu svo óskynsamleg að hann leggur sig fram við að sannfæra aðra um að rafbílar séu galin hugmynd. Skoðun 29.10.2024 11:17 „Aldrei gott að toppa of snemma“ Halla Hrund Logadóttir fyrrverandi forsetaframbjóðandi og oddviti Framsóknarflokks í Suðurkjördæmi segir að af eigin reynslu sé ekki gott að toppa of snemma í kosningabaráttu. Víðir Reynisson, oddviti Samfylkingar í sama kjördæmi segist ekki sjá merki um gremju í flokknum vegna ummæla formannsins um Dag B. Eggertsson. Þetta er meðal þess sem kom fram í Pallborðinu á Vísi í dag. Innlent 28.10.2024 19:02 Ó nei, ekki aftur! Leyfisveitingar fyrir Hvammsvirkjun Meiri hluti sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps veitti á ný framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun á sveitarstjórnarfundi 24. október síðastliðinn. Áður hafði meiri hlutinn veitt leyfi fyrir framkvæmdinni 14. júní 2023 en degi síðar voru forsendur þess brostnar þegar úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi leyfi Orkustofnunar fyrir sömu framkvæmd (mál 3/2023). Ákvörðun úrskurðarnefndarinnar afhjúpaði slæleg vinnubrögð, þekkingarleysi og veikburða stjórnsýslu sem varð til þess að grundvallarþættir vatnalöggjafarinnar til verndar náttúrunni voru hunsaðir. Þetta var áfellisdómur sem á sér ekki fordæmi hér á landi. Skoðun 26.10.2024 20:02 Vill hefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun fyrir árslok Landsvirkjun er komin með öll tilskilin leyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá og stefnir að því að hefja framkvæmdir fyrir árslok. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi í dag. Innlent 24.10.2024 22:00 Samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í dag umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá með fjórum atkvæðum gegn einu. Þar með hafa bæði hlutaðeigandi sveitarfélög samþykkt framkvæmdaleyfi en sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti leyfið fyrir sitt leyti í síðustu viku, þann 16. október. Innlent 24.10.2024 13:56 Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Framkvæmdir hófust í gær við gerð fyrsta vindorkuvers landsins. Búrfellslundur eða Vaðölduver verður á sautján ferkílómetra svæði í kringum Vaðöldu í Rangárþingi ytra. Viðskipti innlent 24.10.2024 11:26 Kristján tekur við af Höllu Hrund í Orkustofnun Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur sett Kristján Geirsson, sviðsstjóra Sjálfbærrar auðlindanýtingar hjá Orkustofnun, tímabundið til áramóta í embætti forstjóra Orkustofnunar. Innlent 23.10.2024 23:55 Varar við því að skerðingar á raforku geti staðið fram á vor Landsvirkjun tilkynnti í dag að grípa yrði til aukinna skerðinga á raforku til stórnotenda og varaði við því að þær gætu staðið fram á vor. Slæm vatnsstaða miðlunarlóna er sögð meginskýringin. Innlent 23.10.2024 21:26 Hugleiðingar ellilífeyrisþega um landsmálin, umhverfis og orkumálin. Víst er hún skondin tík þessi pólitík, ég er oft hugsi yfir þingmönnum okkar sem eru líðræði landsins vægt sagt dýrir í rekstri, eru jafnvel stundum til óþurftar. Heildargreiðslur til nokkura hávaðasamra óbreyttra þingmanna eru fyrstu 8 mánuði yfirstandandi árs kr 16.131.504, á mann, að meðaltali, sem gera þá 2.016.438 kr á mánuði (heimildin er vefur Alþingis). Skoðun 23.10.2024 18:33 Náttúran þarf að fá rödd sína aftur Eftir að ráðuneyti umhverfis var lagt niður fyrir þremur árum og breytt í orku- og landsöluráðuneyti er staða umhverfisverndar gjörbreytt. Jafnvel fólk sem vill hafa marktæka rödd í umhverfis og loftslagsmálum þorir ekki lengur að nefna náttúruvernd án þess að taka skýrt fram í leiðinni að það sé ekki á móti „grænum“ stórframkvæmdum og skilji þörf á margföldun orkuframleiðslu fyrir heiminn, því Ísland megi ekki sitja hjá. Skoðun 23.10.2024 16:31 Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Landsvirkjun hefur tilkynnt stórnotendum á norður- og austurhluta landsins að grípa verði til skerðinga á afhendingu raforku til þeirra frá 23. nóvember næstkomandi, en á morgun taka við áður boðaðar skerðingar hjá stórnotendum á suðvesturhluta landsins. Viðskipti innlent 23.10.2024 10:55 Rafmagnslaust á Húsavík fram á kvöld Rafmagnslaust er í stórum hluta Húsavíkur og gert er ráð fyrir að rafmagnsleysið vari til 22:30 í kvöld. Innlent 22.10.2024 13:58 Sjávarorka; stefnuleysi og fordómar flokkanna Stutt er til næstu þingkosninga. Flokkarnir hamast við að stilla upp á lista og dusta rykið af sínum stefnuskrám sem munu svo rykfalla aftur í skúffum eftir kjördag. Skoðun 21.10.2024 13:31 Rangfærslur bæjarstjóra Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði fór mikinn á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga nú fyrr í október. Í frétt Morgunblaðsins sem endursögð er að hluta á mbl.is segir Rósa kærur náttúruverndarsamtaka hafa kostað Hafnarfjarðarbæ 8 milljarða. Skoðun 20.10.2024 22:31 Enn rafmagnslaust á Kúbu Enn er rafmagnslaust á Kúbu eftir að stjórnvöldum mistókst í þriðja sinn að koma á rafmagni rétt fyrir miðnætti í gær, laugardag. Rafmagn fór fyrst af á föstudag þegar bilun varð í einu stærsta orkuveri landsins. Í gær, laugardag, hrundi kerfið svo aftur þegar var verið að reyna að koma aftur á rafmagni. Erlent 20.10.2024 08:45 Aftur rafmagnslaust á Kúbu Kúba varð rafmagnslaus í annað sinn á rúmum sólahring í dag. Tilkynnt var um það í gærkvöldi að landið væri allt rafmagnslaust vegna bilunar í einu stærsta orkuveri landsins. Í frétt á Guardian segir að rafmagnskerfið hafi svo hrunið í annað sinn eftir að yfirvöld voru byrjuð að koma rafmagni aftur á. Erlent 19.10.2024 13:36 „Það þarf að nýta auðlindir landsins, það er alveg ljóst“ Halla Hrund Logadóttir fráfarandi orkumálastjóri og verðandi oddviti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi segir alveg ljóst að nýta þurfi auðlindir landsins, en nýtingin þurfi að vera ábyrg. Hún segir að Framsókn sé samvinnuflokkur sem geti unnið þvert á pólitíska hagsmuni. Innlent 18.10.2024 23:54 „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Ég heyri það oft þegar ég ræði við til dæmis gamla skólafélaga eða aðra, að það er misskilningur á því í hverju starf verkefnastjóra felst. Ég segi kannski að ég starfi sem verkefnastjóri og þá segir fólk: Já er það? Ég líka! Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum,“ segir Halla Margrét Hinriksdóttir, verkefnastjóri hjá Orku náttúrunnar. Atvinnulíf 17.10.2024 07:02 Eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti gæti náð hámarki á þessum áratug Aukin framleiðsla endurnýjanlegrar orku í heiminum gæti orðið til þess að eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti nái hámarki sínu fyrir lok áratugsins. Stríðsátök sem olíuríki eru aðilar að í Miðausturlöndum og Rússlandi eru þó sögð skapa mikla óvissu. Erlent 16.10.2024 15:33 Bein útsending ASÍ: Heilbrigðisþjónusta, auðlindir og orkumál 46. þing Alþýðusambands Íslands fer fram á Hilton hótel í Reykjavík í dag og hefst klukkan 10. Beint streymi verður frá þinginu á Vísi. Innlent 16.10.2024 09:02 Kosið um græna framtíð Eftir tíðindi helgarinnar af vettvangi stjórnmálanna virðist ljóst að sýn stjórnarflokkanna á orkumál þjóðarinnar og möguleika til grænnar framtíðar hafi haft umtalsverð áhrif á málalyktir. Skoðun 16.10.2024 07:47 Um 200 tilkynningar um tjón vegna rafmagnsleysis Hátt í 200 manns hafa tilkynnt tjón til Rarik vegna rafmagnsleysis sem varð á Norður- og Austurlandi þann 2. október. Þá varð truflun á í flutningsneti Landsnets í kjölfar útleysingar hjá Norðuráli með þeim afleiðingum að víða var rafmagnslaust í nokkra klukkutíma. Innlent 15.10.2024 15:14 Vilja Guðlaugur Þór, Landsvirkjun og Hafnarfjarðarbær afnema kærurétt almennings? Töluvert ber um þessar mundir á því að stjórnvöld, fyrirtæki og hagsmunasamtök kenni öðrum um eigin hrakfarir. Skoðun 14.10.2024 09:15 Áform um einkavæðingu á vatnsveitu Sandgerðis Í nútímasamfélagi er eitt mikilvægasta verkefni okkar að tryggja jafnan aðgang að grunninnviðum eins og vatni og rafmagni. Nú liggja fyrir áform um einkavæðingu á vatnsveitu Sandgerðis í Suðurnesjabæ, áform sem geta haft víðtækar og ófyrirséðar afleiðingar fyrir íbúa. Skoðun 13.10.2024 09:02 Rafeldsneyti vegna íslenskrar tækni dugar til orkuskipta alls skipaflotans Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling hefur samið um hönnun rafeldsneytisverksmiðju í Kína. Þetta er einn stærsti samningur í sögu fyrirtækisins en með honum stefnir í að framleiðslumagn vistvæns eldsneytis á grunni íslenskrar tækni dugi til orkuskipta á öllum íslenska skipaflotanum. Innlent 12.10.2024 22:44 « ‹ 2 3 4 5 6 7 8 9 10 … 64 ›
Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Haustfundur Landsvirkjunar fer fram á Hótel Selfossi milli klukkan 13 og 15 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilara að neðan. Viðskipti innlent 30.10.2024 12:32
Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Fjárfesting í kolefnisförgunarfyrirtækinu Carbfix verður tæplega þrjátíu milljörðum krónum lægri en áður var reiknað með samkvæmt nýrri fjárhagsspá Orkuveitunnar. Förgunarmiðstöð í Hafnarfirði verður nær alfarið fjármögnuð með nýju hlutafé en viðræður við erlendan fjárfesti eru sagðar ganga vel. Viðskipti innlent 30.10.2024 11:07
Sjálfbærni er þjóðaröryggismál Við hjá Framsókn stöndum fyrir því að nýta okkar náttúruauðlindir á ábyrgan hátt og byggja undir sjáldbæra framtíð fyrir land og þjóð. Sjálfbærni snýst um að vera sjálfum okkur nóg, hvort sem það er í matvælaframleiðslu, orkumálum eða annarri verðmætasköpun. Skoðun 29.10.2024 16:02
Evrópa er að segja að hún verði að fara íslensku leiðina í orkumálum Ný skýrsla um samkeppnishæfni Evrópu, sem leiddi meðal annars í ljós að sveiflukennt orkuverð er ein helsta ástæða efnahagsvanda álfunnar, undirstrikar að „íslenska leiðin“ með áherslu á langtímasamninga við stórnotendur er forsenda fjárfestinga og öflugs atvinnulífs, að mati forstjóra Landsvirkjunar. Hann telur að umræða um að grípa mögulega inn í tvíhliða samninga milli Landsvirkjunar og stórra viðskiptavina í tengslum við heimildir til endursölu, með því að kippa þeim úr sambandi eða breyta með lagasetningu, endurspegla „ótrúlega skammsýni og algjört þekkingarleysi.“ Innherji 29.10.2024 15:33
Ísland fyrirmynd í raforkuviðskiptum Á Íslandi starfar öflugur og samkeppnishæfur iðnaður en hornsteinn hans er raforkusamningar til langs tíma. Langtímasamningar veita nauðsynlegan fyrirsjáanleika um orkuafhendingu og raforkuverð, sem er lykilatriði í harðri alþjóðlegri samkeppni. Skoðun 29.10.2024 14:31
6 nauðsynlegar afneitanir Þrátt fyrir augljósa kosti orkuskipta í samgöngum á Íslandi er ennþá nokkuð hávær hópur sem telur rafbíla vera óskynsamlega hugmynd. Það sem meira er þá er þessi hópur svo sannfærður um að orkuskiptin séu svo óskynsamleg að hann leggur sig fram við að sannfæra aðra um að rafbílar séu galin hugmynd. Skoðun 29.10.2024 11:17
„Aldrei gott að toppa of snemma“ Halla Hrund Logadóttir fyrrverandi forsetaframbjóðandi og oddviti Framsóknarflokks í Suðurkjördæmi segir að af eigin reynslu sé ekki gott að toppa of snemma í kosningabaráttu. Víðir Reynisson, oddviti Samfylkingar í sama kjördæmi segist ekki sjá merki um gremju í flokknum vegna ummæla formannsins um Dag B. Eggertsson. Þetta er meðal þess sem kom fram í Pallborðinu á Vísi í dag. Innlent 28.10.2024 19:02
Ó nei, ekki aftur! Leyfisveitingar fyrir Hvammsvirkjun Meiri hluti sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps veitti á ný framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun á sveitarstjórnarfundi 24. október síðastliðinn. Áður hafði meiri hlutinn veitt leyfi fyrir framkvæmdinni 14. júní 2023 en degi síðar voru forsendur þess brostnar þegar úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi leyfi Orkustofnunar fyrir sömu framkvæmd (mál 3/2023). Ákvörðun úrskurðarnefndarinnar afhjúpaði slæleg vinnubrögð, þekkingarleysi og veikburða stjórnsýslu sem varð til þess að grundvallarþættir vatnalöggjafarinnar til verndar náttúrunni voru hunsaðir. Þetta var áfellisdómur sem á sér ekki fordæmi hér á landi. Skoðun 26.10.2024 20:02
Vill hefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun fyrir árslok Landsvirkjun er komin með öll tilskilin leyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá og stefnir að því að hefja framkvæmdir fyrir árslok. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi í dag. Innlent 24.10.2024 22:00
Samþykkti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í dag umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar í Þjórsá með fjórum atkvæðum gegn einu. Þar með hafa bæði hlutaðeigandi sveitarfélög samþykkt framkvæmdaleyfi en sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti leyfið fyrir sitt leyti í síðustu viku, þann 16. október. Innlent 24.10.2024 13:56
Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Framkvæmdir hófust í gær við gerð fyrsta vindorkuvers landsins. Búrfellslundur eða Vaðölduver verður á sautján ferkílómetra svæði í kringum Vaðöldu í Rangárþingi ytra. Viðskipti innlent 24.10.2024 11:26
Kristján tekur við af Höllu Hrund í Orkustofnun Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur sett Kristján Geirsson, sviðsstjóra Sjálfbærrar auðlindanýtingar hjá Orkustofnun, tímabundið til áramóta í embætti forstjóra Orkustofnunar. Innlent 23.10.2024 23:55
Varar við því að skerðingar á raforku geti staðið fram á vor Landsvirkjun tilkynnti í dag að grípa yrði til aukinna skerðinga á raforku til stórnotenda og varaði við því að þær gætu staðið fram á vor. Slæm vatnsstaða miðlunarlóna er sögð meginskýringin. Innlent 23.10.2024 21:26
Hugleiðingar ellilífeyrisþega um landsmálin, umhverfis og orkumálin. Víst er hún skondin tík þessi pólitík, ég er oft hugsi yfir þingmönnum okkar sem eru líðræði landsins vægt sagt dýrir í rekstri, eru jafnvel stundum til óþurftar. Heildargreiðslur til nokkura hávaðasamra óbreyttra þingmanna eru fyrstu 8 mánuði yfirstandandi árs kr 16.131.504, á mann, að meðaltali, sem gera þá 2.016.438 kr á mánuði (heimildin er vefur Alþingis). Skoðun 23.10.2024 18:33
Náttúran þarf að fá rödd sína aftur Eftir að ráðuneyti umhverfis var lagt niður fyrir þremur árum og breytt í orku- og landsöluráðuneyti er staða umhverfisverndar gjörbreytt. Jafnvel fólk sem vill hafa marktæka rödd í umhverfis og loftslagsmálum þorir ekki lengur að nefna náttúruvernd án þess að taka skýrt fram í leiðinni að það sé ekki á móti „grænum“ stórframkvæmdum og skilji þörf á margföldun orkuframleiðslu fyrir heiminn, því Ísland megi ekki sitja hjá. Skoðun 23.10.2024 16:31
Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Landsvirkjun hefur tilkynnt stórnotendum á norður- og austurhluta landsins að grípa verði til skerðinga á afhendingu raforku til þeirra frá 23. nóvember næstkomandi, en á morgun taka við áður boðaðar skerðingar hjá stórnotendum á suðvesturhluta landsins. Viðskipti innlent 23.10.2024 10:55
Rafmagnslaust á Húsavík fram á kvöld Rafmagnslaust er í stórum hluta Húsavíkur og gert er ráð fyrir að rafmagnsleysið vari til 22:30 í kvöld. Innlent 22.10.2024 13:58
Sjávarorka; stefnuleysi og fordómar flokkanna Stutt er til næstu þingkosninga. Flokkarnir hamast við að stilla upp á lista og dusta rykið af sínum stefnuskrám sem munu svo rykfalla aftur í skúffum eftir kjördag. Skoðun 21.10.2024 13:31
Rangfærslur bæjarstjóra Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði fór mikinn á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga nú fyrr í október. Í frétt Morgunblaðsins sem endursögð er að hluta á mbl.is segir Rósa kærur náttúruverndarsamtaka hafa kostað Hafnarfjarðarbæ 8 milljarða. Skoðun 20.10.2024 22:31
Enn rafmagnslaust á Kúbu Enn er rafmagnslaust á Kúbu eftir að stjórnvöldum mistókst í þriðja sinn að koma á rafmagni rétt fyrir miðnætti í gær, laugardag. Rafmagn fór fyrst af á föstudag þegar bilun varð í einu stærsta orkuveri landsins. Í gær, laugardag, hrundi kerfið svo aftur þegar var verið að reyna að koma aftur á rafmagni. Erlent 20.10.2024 08:45
Aftur rafmagnslaust á Kúbu Kúba varð rafmagnslaus í annað sinn á rúmum sólahring í dag. Tilkynnt var um það í gærkvöldi að landið væri allt rafmagnslaust vegna bilunar í einu stærsta orkuveri landsins. Í frétt á Guardian segir að rafmagnskerfið hafi svo hrunið í annað sinn eftir að yfirvöld voru byrjuð að koma rafmagni aftur á. Erlent 19.10.2024 13:36
„Það þarf að nýta auðlindir landsins, það er alveg ljóst“ Halla Hrund Logadóttir fráfarandi orkumálastjóri og verðandi oddviti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi segir alveg ljóst að nýta þurfi auðlindir landsins, en nýtingin þurfi að vera ábyrg. Hún segir að Framsókn sé samvinnuflokkur sem geti unnið þvert á pólitíska hagsmuni. Innlent 18.10.2024 23:54
„Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Ég heyri það oft þegar ég ræði við til dæmis gamla skólafélaga eða aðra, að það er misskilningur á því í hverju starf verkefnastjóra felst. Ég segi kannski að ég starfi sem verkefnastjóri og þá segir fólk: Já er það? Ég líka! Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum,“ segir Halla Margrét Hinriksdóttir, verkefnastjóri hjá Orku náttúrunnar. Atvinnulíf 17.10.2024 07:02
Eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti gæti náð hámarki á þessum áratug Aukin framleiðsla endurnýjanlegrar orku í heiminum gæti orðið til þess að eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti nái hámarki sínu fyrir lok áratugsins. Stríðsátök sem olíuríki eru aðilar að í Miðausturlöndum og Rússlandi eru þó sögð skapa mikla óvissu. Erlent 16.10.2024 15:33
Bein útsending ASÍ: Heilbrigðisþjónusta, auðlindir og orkumál 46. þing Alþýðusambands Íslands fer fram á Hilton hótel í Reykjavík í dag og hefst klukkan 10. Beint streymi verður frá þinginu á Vísi. Innlent 16.10.2024 09:02
Kosið um græna framtíð Eftir tíðindi helgarinnar af vettvangi stjórnmálanna virðist ljóst að sýn stjórnarflokkanna á orkumál þjóðarinnar og möguleika til grænnar framtíðar hafi haft umtalsverð áhrif á málalyktir. Skoðun 16.10.2024 07:47
Um 200 tilkynningar um tjón vegna rafmagnsleysis Hátt í 200 manns hafa tilkynnt tjón til Rarik vegna rafmagnsleysis sem varð á Norður- og Austurlandi þann 2. október. Þá varð truflun á í flutningsneti Landsnets í kjölfar útleysingar hjá Norðuráli með þeim afleiðingum að víða var rafmagnslaust í nokkra klukkutíma. Innlent 15.10.2024 15:14
Vilja Guðlaugur Þór, Landsvirkjun og Hafnarfjarðarbær afnema kærurétt almennings? Töluvert ber um þessar mundir á því að stjórnvöld, fyrirtæki og hagsmunasamtök kenni öðrum um eigin hrakfarir. Skoðun 14.10.2024 09:15
Áform um einkavæðingu á vatnsveitu Sandgerðis Í nútímasamfélagi er eitt mikilvægasta verkefni okkar að tryggja jafnan aðgang að grunninnviðum eins og vatni og rafmagni. Nú liggja fyrir áform um einkavæðingu á vatnsveitu Sandgerðis í Suðurnesjabæ, áform sem geta haft víðtækar og ófyrirséðar afleiðingar fyrir íbúa. Skoðun 13.10.2024 09:02
Rafeldsneyti vegna íslenskrar tækni dugar til orkuskipta alls skipaflotans Íslenska tæknifyrirtækið Carbon Recycling hefur samið um hönnun rafeldsneytisverksmiðju í Kína. Þetta er einn stærsti samningur í sögu fyrirtækisins en með honum stefnir í að framleiðslumagn vistvæns eldsneytis á grunni íslenskrar tækni dugi til orkuskipta á öllum íslenska skipaflotanum. Innlent 12.10.2024 22:44