Orkumál

Fréttamynd

Að draga á­lyktanir af þrettán ára frétt

Haustið 2011 var mikill áhugi víða í samfélaginu að ráðast í hraða uppbyggingu orkuvinnslu fyrir ný álver, svo koma mætti íslensku efnahagslífi sem fyrst aftur á rétta braut eftir hrun. Væntingar voru ekki alltaf raunhæfar, m.a. um að byggja tvö ný álver á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Þurfa ekki lengur að treysta á olíuna

Nýr samningur sem Orkubú Vestfjarða og Landsvirkjun gerðu með sér í dag um sölu á raforku til fjarvarmaveitna á Vestfjörðum mun tryggja raforkuafhendingu til mikilla muna næstu fjögur árin. Forstjóri Orkubús Vestfjarða segir samninginn mikilvægan þátt í orkuskiptum Vestfjarða.

Innlent
Fréttamynd

Að sjúga í sig orku­lindir Ís­lendinga

„Hörður segir líklegt að á næstu 15 til 20 árum verði nýtt meira eða minna allt vatnsafl og jarðvarmi sem nýtanlegur sé á landinu. [...] Síðasta stóra framkvæmdaskeiðið í virkjanagerð er að renna upp og því er sérstaklega mikilvægt að vel sé vandað til verka.“

Skoðun
Fréttamynd

Af upplýsingaóreiðu um orku­mál

Sá sem á tilvitnaða textann hér að neðan, er ekki bara einhver „Jón á bolnum“ út í bæ. Heldur fer þarna mikinn, Bjarni Bjarnason fyrrverandi forstjóri OR, næststærsta orkufyrirtækis landsins og núverandi meðlimur svokallaðs fagráðs Landverndar.

Skoðun
Fréttamynd

Aukinn úr­tölu­tónn í um­ræðum um lofts­lags­vá

Formaður Loftslagsráðs merkir aukinn úrtölutón í umræðum um loftslagsvána og telur hana skýrast af vanmati á umfangi vandans sem mannkyn stendur frammi fyrir. Sérstaklega telur hann að umræða um kolefnisförgunaverkefni hafi farið út af sporinu.

Innlent
Fréttamynd

Að hjóla í manninn!

Nú get ég ekki orða bundist lengur og sé mig knúinn til að leggja orð í belg, slík er orrahríðin. Haraldur Þór Jónsson oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps er gæinn á grillinu hjá ÖLLUM hinum réttlátu, réttsýnu og sanngjörnu.

Skoðun
Fréttamynd

Rann­sókn lög­reglu á á­höfn Hugins VE lokið

Rannsókn lögreglu á áhöfn Hugins VE í Vestmannaeyjum er nú lokið. Karl Gauti Hjaltason lögreglustjóri í Vestmannaeyjum segir lögreglu hafa lokið rannsókn sinni nýlega, í lok sumars, og hafi þá sent málið til ákærusviðs. Hann á von á ákvörðun þeirra á næstu vikum.

Innlent
Fréttamynd

Rangar full­yrðingar for­stjóra Lands­virkjunar – kafli 2

Áfram held ég fjalla um þær rangfærslur sem komu fram í Speglinum á Rás 2, miðvikudaginn 4. september, þegar rætt var rætt við forstjóra Landsvirkjunar um Búrfellslund. Fyrir þá sem sáu ekki greinina mína frá því í gær undir á visir.is, Rangar fullyrðingar forstjóra Landsvirkjunar – kafli 1, þá er um að gera að byrja á því að lesa hana áður en þú heldur áfram.

Skoðun
Fréttamynd

Gæti tafið virkjanaframkvæmdir um tvö ár og skaðað sam­fé­lagið

Forstjóri Landsvirkjunar segir kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps á virkjanaleyfi Búrfellslundar geta tafið framkvæmir um tvö ár og skaðað samfélagið sem þurfi á orkunni að halda. Hreppurinn hafi ekkert með útgáfu framkvæmdaleyfis að gera og hafi ekki nýtt sér ítrekuð tækifæri til athugasemda. 

Innlent
Fréttamynd

Meiri­hluti vill að hið opin­bera nýti vindinn

Mikill meirihluti þjóðarinnar telur mikilvægt að vindorkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Helmingur þjóðarinnra er hlynntur fyrirhugaðri vindorkuframleiðslu í Búrfellslundi. 

Innlent
Fréttamynd

Rangar full­yrðingar for­stjóra Lands­virkjunar – kafli 1

Í Speglinum á Rás 2 í gær, miðvikudaginn 4. september, var rætt við forstjóra Landsvirkjunar. Viðtalið var rúmar 7 mínútur og átti ég í fullu fangi við að punkta niður allar þær röngu fullyrðingar sem forstjórinn hélt fram. Satt best að segja trúði ég ekki mínum eigin eyrum hvað var hægt að koma fyrir mörgum staðreyndavillum á framfæri á jafn stuttum tíma!

Skoðun
Fréttamynd

Vindorka: Þraut­reynd og umhverfisvæn

Rafmagnsframleiðsla með vindi er þrautreynd og örugg leið til að framleiða rafmagn á umhverfisvænan og árangursríkan hátt. Í nágrannalöndum okkar stendur vindorka undir stórum hluta raforkuþarfar og áform eru um að hraða uppbyggingu hennar í nágrannalöndum okkar til að tryggja aukið framboð, raforkuöryggi og ná loftslagsmarkmiðum stjórnvalda í hverju landi fyrir sig.

Skoðun
Fréttamynd

Kíló­metra­gjaldið verst fyrir þá tekju­lægri

Sérfræðingur hjá Alþýðusambandinu telur frumvarp fjármálaráðherra um upptöku kílómetragjalds koma verst niður á tekjulægri hópum. Þá hefur hún áhyggjur af því að olíufélögin nýti tækifærið til að auka gróðann.

Neytendur
Fréttamynd

Upp með sokkana

Ég er þeirrar skoðunar að uppeldið móti mann. Kannski er það helsta sem ég tek með mér frá mínu æskuheimili þessi setning: „Eyjólfur, upp með sokkana“.

Skoðun
Fréttamynd

Frá raf­mynt til gervi­greindar

Breyttar forsendur fyrir rafmyntavinnslu og framþróun í gervigreind hafa leitt til mikilla breytinga á gagnaversstarfsemi. Íslenskum gagnaverum hefur gengið vel að draga úr eða hætta rafmyntavinnslu og breyta starfseminni með samningum við stór alþjóðleg fyrirtæki og stofnanir á sviði loftslagsrannsókna, fjármálaútreikninga, bílahönnunar og erfða- og líftækni.

Skoðun
Fréttamynd

Hver þvælist fyrir hverjum!

Það var ánægjulegt að lesa grein Ásmundar Friðrikssonar í Morgunblaðinu í gær undir fyrirsögninni „Verst af öllu að þvælast fyrir“. Gott er að vita að þingmaðurinn sé sammála málflutningi mínum þegar kemur að tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga af orkumannvirkjum.

Skoðun
Fréttamynd

8 at­riði sem losa um­ferða­hnúta

Breyttar ferðavenjur eru einfaldlega langódýrasta og skynsamlegasta leiðin til að takast á við fjölþætt samfélags vandamál eins og umferðarteppur, mengun, olíubrennslu og lýðsheilsu. Breyttar ferðavenjur er í raun samheiti lausna sem minnka bílnotkun.

Skoðun
Fréttamynd

Spaðar

Um Breiðafjörð, Dali og Vestur Húnavatnssýslu stendur til að ræna fólk útsýni yfir ósnortinn fjallarhing með vindmylluskógi. Skógurinn mun teygja sig upp í 830 m hæð þar sem meðalhæð fjalla er 400-600 m. Um alla fyrirsjáanlega framtíð. Í þágu góðs málstaðar, auðvitað.

Skoðun
Fréttamynd

Ör­fáir starfs­menn fara inn í Svarts­engi til að huga að búnaði

Birna Lárusdóttir upplýsingafulltrúi HS Orku segir það létti hvernig eldgosið og hraunstreymið er að þróast. Eldgosið hófst í gærkvöldi og gýs enn úr tveimur sprungum við Stóra-Skógfell. Birna segir enga innviði í Svartsengi í hættu og hraunið ekki ógna vatnslögn þeirra frá Lágum.

Innlent
Fréttamynd

Tæp­lega 40 lekar komið upp

Upp komu tæplega 40 lekar í gær og í nótt á afmörkuðum svæðum í kjölfar þess að heitu vatni var hleypt aftur á stóran hluta höfuðborgarsvæðisins.

Innlent
Fréttamynd

Skilur Guð­laugur Þór orku­mál?

Í ræðustól á Alþingi í janúar síðastliðnum hélt Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, því fram að þjóðin væri í vanda því við hefðum „ekki gert neitt í 15 ár þegar kemur að raforkunni“. Þetta hefur hann endurtekið ítrekað í fjölmiðlum og greinum og aðrir apað upp eftir honum.

Skoðun
Fréttamynd

Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum að tryggt sé að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar og að ströng skilyrði séu fyrir nýtingu þessa kostar. Vindorkuver geta haft veruleg áhrif á landslag, lífríki og lífsgæði fólks í nærsamfélaginu.

Skoðun