Bíó og sjónvarp

Fréttamynd

NCIS-stjarnan David Mc­Callum er látinn

Breski leikarinn David McCallum, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum The Man From U.N.C.L.E frá sjöunda áratugnum og í seinni tíð þáttunum NCIS, er látinn. Hann varð níræður.

Lífið
Fréttamynd

Sophia Loren vistuð á spítala

Ítalska leikkonan Sophia Loren var í dag send í aðgerð eftir að hafa fallið illa á heimili sínu í Sviss. Mun aðgerðin hafa gengið vel að sögn talsmanns hennar. 

Lífið
Fréttamynd

„Hann hefur skrifað með mér fjórar seríur“

Karen Björg Eyfjörð Þorsteinsdóttir handritshöfundur og uppistandari hefur í mörg horn að líta en samhliða líflegum starfsvettvangi er hún líka móðir og unnusta. Sonurinn, Guðmundur hefur þrátt fyrir ungan aldur verið viðstaddur skrif á fjórum þáttaröðum. Sú nýjasta, Kennarastofan er væntanleg í Sjónvarp Símans í byrjun næsta árs.

Lífið
Fréttamynd

„Fyrst við gátum lifað af Euro­vision saman getum við lifað allt af“

Tónlistarkonurnar Elísabet Eyþórsdóttir, jafnan þekkt sem Beta Ey, og ZÖE urðu góðar vinkonur á Eurovision þegar Beta fór út með hljómsveitinni Systur en ZÖE var í bakröddum. Þær hafa nú sameinað krafta sína með verkefninu Dreemfeeder Productions sem snýr að tónlist fyrir sjónvarpsefni og fleira. Blaðamaður ræddi við þær.

Tónlist
Fréttamynd

Chivalry: Færir höfundar, slöpp útkoma

Leikararnir Steve Coogan og Sarah Solemani eru fólk sem er með puttann á púlsinum. Þau tók eftir #metoo bylgjunni og náðu að selja Channel Four í Bretlandi hugmyndina að þau ættu að gera leikna þáttaröð sem tæklar mál henni tengd. Verst að útkoman er ekki sérlega beysin.

Gagnrýni
Fréttamynd

Ste­ve Martin neitar að hafa kýlt Miriam Margolyes

Bandaríski leikarinn Steve Martin þvertekur fyrir að hafa kýlt bresku leikkonuna Miriam Margolyes við tökur á grínmyndinni Litlu hryllingsbúðinni frá 1986. Margolyes segir Martin hafa kýlt sig í alvörunni en ekki í þykjustunni.

Lífið
Fréttamynd

Egill segir fjöl­skylduna fegna og segist ekki hafa sama á­huga

Egill Helga­son segist skilja sáttur við Silfrið, þar sem hann verður ekki þátta­stjórnandi í haust. Hann kveðst hafa minni á­huga á stjórn­málum nú en áður og segir fjöl­skylduna upp­lifa sig lausa úr prísund. Hann segist nú vinna að undir­búningi nýs sjón­varps­þáttar um pólitík en gefur ekkert upp um hvers eðlis sá þáttur er.

Innlent
Fréttamynd

Stjörnum prýdd forsýning Northern Comfort

Kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Northern Comfort, var forsýnt í gær. Myndin verður tekin til almennra sýninga á morgun. Mikill fjöldi lagði leið sína á forsýninguna í gær. 

Lífið
Fréttamynd

Von­laus bar­átta gegn símum í bíó

Snjallsímar og kvikmyndahús fara illa saman. Sá sem þetta skrifar upplifir mikla aukningu í símanotkun bíógesta á meðan á sýningu stendur. Kvikmyndagagnrýnandinn Jóna Gréta Hilmarsdóttir segist hafa orðið vör við þessa aukningu. Blaðamaðurinn Þórarinn Þórarinsson segist hins vegar ekki upplifa að vandamálið sé í mikilli aukningu, en þó mögulega einhverri. Að minnsta kosti sé ástandið ekki að skána.

Menning
Fréttamynd

Selma sýnir á sér skugga­hliðar

Kvikmyndin Kuldi var frumsýnd um mánaðamótin en hún er byggð á samnefndri metsölubók Yrsu Sigurðardóttur. Selma Björnsdóttir fer með eitt af lykilhlutverkunum myndarinnar og sýnir vægast sagt á sér nýjar og hrollvekjandi hliðar. Hún segist þakklát að hafa getað skilið persónuna eftir á tökustaðnum.

Lífið
Fréttamynd

Sagður bera á­byrgð á ban­eitraðri vinnu­staða­menningu

Núverandi og fyrrverandi starfsmenn sem unnu á bakvið tjöldin í framleiðslu á bandaríska skemmtiþættinum The Tonight Show saka Jimmy Fallon, um að hafa stuðlað að baneitraðri vinnustaðamenningu á setti þáttanna. Sextán starfsmenn, fjórtán fyrrverandi og tveir núverandi lýsa málum í viðtali við bandaríska tímaritið Rolling Stone. Þannig lét Jerry Seinfeld Jimmy Fallon eitt sinn biðja starfsmann afsökunar.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta er það ljótasta sem ein­hver gæti sagt um mig“

Birgitta Líf Björnsdóttir tók gagn­rýni á fyrstu seríu raun­veru­leika­þáttanna LXS, í út­varps­þættinum Lestinni í Ríkisútvarpinu, afar nærri sér. Þetta má sjá í broti úr fyrsta þætti annarrar seríu þáttanna sem frum­sýnd er í kvöld á Stöð 2 og Stöð 2+.

Lífið