Borgarstjórn

Rekstur Reykjavíkurborgar neikvæður um 4,8 milljarða króna
Rekstarniðustaða fyrir fyrsta ársfjórðung A-hluta Reykjavíkurborgar fór 1,9 milljarða fram úr áætlun og er samtals neikvæð um 4,8 milljarða króna.

Reykjavík fari að fordæmi Helsinki í húsnæðismálum
Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands segir að borgarstjórn ætti að fara að fordæmi borgaryfirvalda í Helsinki og bæði fjölga félagslegum íbúðum og víkka út skilyrðin þannig að fleiri tekjuhópar geti nýtt sér úrræðið í ljósi hækkandi fasteignaverðs. Hlutfall félagslegs húsnæðis í Helsinki er um 19 til 25 prósent á meðan það er um 5 prósent í Reykjavík.

„Þetta virðist vera stjórnlaust ástand“
Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs og oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn segir að ástandið á húsnæðismarkaði sé stjórnlaust. Hann vonast til þess að fyrstu aðgerðir til að flýta úthlutun lóða í borginni komist á koppinn í sumar.

Nýtt kjörtímabil hafið og baráttan heldur áfram
Kosningum til sveitarstjórna er lokið og ljóst hvernig landið liggur næstu fjögur árin í borgarstjórn Reykjavíkur. Flokkur fólksins mun gera sitt besta til að koma mikilvægum baráttumálum í þágu borgarbúa í brennipunkt umræðunnar. Við lifum áfram í þeirri von að dropinn holi steininn.

Ný loftferðalög skerða skipulagsvald sveitarfélaga yfir flugvöllum
Ný ákvæði laga um loftferðir, sem Alþingi samþykkti á lokasprettinum í fyrrinótt, gera skipulagsreglur flugvalla rétthærri skipulagi sveitarfélaga. Bæði Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg lögðust gegn lagabreytingunni og sagði fráfarandi borgarstjórnarmeirihluti í Reykjavík hana kollvarpa því skipulagsvaldi sem sveitarfélög hefðu yfir flugvöllum.

Sendiherra Úkraínu og borgarstjóri heimsóttu Kænugarð
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur og Olga Dibrova, sendiherra Úkraínu í Finnlandi og á Íslandi, gengu um hádegi í dag saman frá ráðhúsinu yfir í Kænugarð, torgið á horni Garðastrætis og Túngötu.

Loforð um leikskólamál – skal þá dæst og stunið?
Í aðdraganda nýafstaðinna borgarstjórnarkosninganna var mér tjáð af þriggja barna móðir á fertugsaldri að því hefði oft verið lofað að „öll börn í Reykjavík fái leikskólapláss frá 12 mánaða aldri“ og eftir að hafa lagt áherslu á þessi orð sín, dæsti hún verulega.

Beitir sér fyrir stofnun Félags strætófarþega: „Mikilvægt að valdið komi neðan frá“
Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins hyggst beita sér fyrir stofnun Félags strætófarþega og vill vera milliliður notenda Strætó og stjórnkerfisins. Hann segir alveg ljóst að bestu tillögur til úrbóta myndu koma frá farþegunum sjálfum. Flokkurinn mun leggja fram tillögu í borgarstjórn um að farþegar og vagnstjórar fái fulltrúa í stjórn Strætó.

Ráðherra segir tryggt að borgin byggi ekki í Skerjafirði án samþykkis Isavia
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir sáttmála nýs borgarstjórnarmeirihluta tryggja að ekki verði byggt í Skerjafirði án samþykkis flugmálayfirvalda.

Áframhaldandi vandræði í Reykjavík
Nú eru kominn meirihluti í borgarstjórninni og búið að birta helstu mál. Þetta eru allt mjúk mál, en svo býður hin pólitíska tíska. Þar heyrðist lítið um helstu og dýrustu vandamál borgarinnar, fjármálin og samgöngumálin. Að vísu kom smá athugasemd um að næturstrætó myndi koma. Hann mun reynast borginni dýrari en nokkurn mann grunar í dag, en sjáum nú til.

Dagur og Einar njóta svipaðs fylgis í borgarstjórastólinn
Dagur B. Eggertsson og Einar Þorsteinsson njóta álíka mikils fylgis í embætti borgarstjóra meðal kjósenda flokkanna fjögurra sem mynda nýjan meirihluta í Reykjavík samkvæmt könnun Maskínu. Kosningu í tvö ný ráð borgarinnar var frestað í dag að ósk borgarfulltrúa minnihlutans.

Hvers vegna ekki félagshyggju og mannúð í Reykjavík?
Úrslit þessara kosninga voru áhugaverð að mörgu leyti en að öðru ekki. Sumir flokkar unnu mikið á, aðrir ekki. Meirihlutinn féll. Reyndar eins og í síðustu og þar síðustu kosningum. Við sjáum að fylgið hrundi hjá hægrinu og hefðbundnum vinstri flokkum. Það var sveifla frá hægri vængnum yfir á miðju, og frá miðjuvinstrinu yfir á róttækari flokka í borginni. Sósíalistar unnu mikið á ásamt Pírötum og Framsókn nær inn fjórum. Svo voru aðrir flokkar sem töpuðu fylgi. Þar með talið tveir þeirra sem nú mynda hinn nýja meirihluta.

Úthlutun lóðar í Skerjafirði frestað á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar
Úthlutun lóðar og sala byggingarréttar við Einarsnes í Skerjafirði var sett á dagskrá fyrsta fundar nýrrar borgarstjórnar í dag. Þetta gerðist aðeins sólarhring eftir að málefnasamningur nýs meirihluta var kynntur þar sem segir að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar verði tryggt á meðan unnið sé að undirbúningi nýs flugvallar í nágrenni borgarinnar.

Kusu í flest embætti en Alexandra og Magnús þurfa að bíða lengur
Fyrsti borgarstjórnarfundur nýs meirihluta Samfylkingarinnar, Framsókarflokks, Pírata og Viðreisnar fór fram í Ráðhúsinu í dag þar sem kosið var í hin ýmsu embætti borgarstjórnar.

Konur undir fertugu í miðbænum líklegastar til að vera ánægðar með meirihlutann
37 prósent borgarbúa eru ánægðir með borgarstjórnarsamstarf Framsóknar, Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar, samkvæmt könnun Maskínu. Íbúar í miðborginni og Vesturbænum eru ánægðastir með samstarfið.

Segir breytingar á forsætisnefnd vera pólitísk hrossakaup
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu í dag eftir því að afgreiðslu á tillögu meirihlutans um breytt hlutverk forsætisnefndar yrði frestað. Klukkan 14 hófst fyrsti borgarstjórnarfundur nýrrar borgarstjórnar.

Bein útsending: Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar
Ný borgarstjórn Reykjavíkur kemur saman til fundar í Ráðhúsinu klukkan 14 í dag. Um er að ræða fyrsta fund nýrrar borgarstjórnar sem kjörin var í borgarstjórnarkosningunum þann 14. maí síðastliðinn.

Verkaskipting í nefndum og ráðum borgarinnar gerð ljós í dag
Borgarstjóri segir að borgarlínu verði flýtt svo hægt verði að hefja uppbyggingu á Keldnalandinu sem fyrst. Gripið verði til nauðsynlegra mótvægisaðgerða ef þörf krefji eftir áhættumat sem unnið verði af Ísavía vegna uppbyggingar við Reykjavíkurflugvöll. Verkaskipting nýja meirihlutans í nefndum og ráðum kemur í ljós í dag.

Vonast eftir hraðri uppbyggingu á kjörtímabilinu
Oddvitar Framsóknarflokksins og Viðreisnar eru bjartsýnir á að framkvæmdir við nýjar íbúðir og Sundabraut geti farið hratt af stað á kjörtímabilinu. Nýr meirihluti sé einhuga um að drífa Sundabraut áfram.

Frítt í sund og strætó fyrir börn einu fingraför Framsóknar að mati Hildar
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að henni virðist einu fingraför Framsóknarflokksins á málefnasamningi nýja meirihlutans í borginni vera að frítt verði í sund og strætó fyrir börn. Hún kvartar yfir leiðindapólitík sem hafi verið stunduð þegar flokkar voru að máta sig í meirihlutaviðræðum.

Fjórir flokkar sem hafi þurft að mætast einhvers staðar
Oddviti Viðreisnar segir það fyrsta verk á dagskrá nýs borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík að setja aukinn kraft í húsnæðisuppbyggingu sem verði stórt áherslumál á næsta kjörtímabili.

Borgarstjóri ráði ekki öllu
Oddviti Pírata segir að hún hafi lagt meiri áherslu á að tryggja góðan framgang helstu baráttumála flokksins en að hreppa borgarstjórastólinn. Það markmið hafi náðst og hún sé ánægð með að Píratar fái nú tækifæri til að færa græn málefni á næsta stig.

Borgarlína mikilvægari en borgarstjórastóllinn
Dagur B. Eggertsson segir það skipta sig meira máli að tryggja framgang lykilverkefna á borð við Borgarlínu en að vera borgarstjóri. Tilkynnt var í dag að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, myndi taka við borgarstjórastólnum eftir átján mánuði og gegna embættinu meirihluta kjörtímabilsins.

Tímaeyðsla að fara í einhverja störukeppni
Oddviti Framsóknar segir samstarfssáttmála nýs meirihluta í Reykjavík svara að öllu leyti þeim kröfum um breytingar sem flokkurinn hafi lagt áherslu á. Hann sé gríðarlega ánægður og sáttur með niðurstöðuna.

Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár.

Segja að Einar og Dagur skiptist á að vera borgarstjóri
Einar Þorsteinsson og Dagur B. Eggertsson eru sagðir ætla að skipta með sér borgarstjórastólnum á kjörtímabilinu og nýr meirihluti ætla að kynna sérstakt húsnæðisátak í borginni.

Nýr borgarstjórnarmeirihluti kynntur
Hulunni verður svipt af meirihlutasamstarfi og málefnasamningi Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar á blaðamannafundi klukkan 15:00 í dag. Vísir fylgist með fundinum í beinni útsendingu og textalýsingu.

Kynna nýjan meirihluta í Elliðaárdal í dag
Oddvitar Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík hafa boðað til blaðamannafundar til að kynna nýjan meirihluta við stöðvarstjórahúsið í Elliðaárdal í dag.

Dagur kynnir málefnasamninginn fyrir Samfylkingarliðum annað kvöld
Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík mun kynna málefnasamning nýs meirihluta fyrir flokksmönnum sínum í borginni annað kvöld. Fundarboð barst félagsmönnum á níunda tímanum í kvöld.

Langt komin í yfirferð á flestum málum og horfa til þriðjudags
Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar munu halda meirihlutaviðræðum áfram um helgina. Oddviti Framsóknar segir yfirferð á flestum málaflokkum langt komna og góður samhljómur sé um stóru málin. Meirihlutasamstarf sé þó ekki í höfn fyrr en að öllu ferlinu loknu.