

Pan Shancu hafði verið í sóttkví heima hjá sér vegna útbreiðslu Covid19-veirunnar og ákvað að leggja í hlaupið eftir að hafa orðið þreyttur á kyrrsetunni.
Bryndís Svavarsdóttir tók prestsvígslu um síðustu helgi og mun þjóna Patreksfjarðarprestakalli fram á sumar 2020. En nú þreytir hún hvert maraþonið eftir annað í Asíu.
Bretinn Nick Butter hljóp maraþon í 196 ríkjum á rúmu einu og hálfu ári og ætlar að hlaua um Ísland á næsta ári.
Elín Edda Sigurðardóttir hljóp nýverið sitt annað heila maraþon í Frankfurt en þar bætti hún tíma sinn um tæpar fimm mínútur með því að koma í mark á 2:44,48 sekúndum. Hún á næstbesta tíma íslenskra kvenna á eftir þjálfara sínum.
Risastór kafli var skrifaður í íþróttasögunni í Vín í Austurríki í morgun.
Tapað veðmál við norskan handboltakappa varð til þess að 19 ára Íslendingur hljóp hálfmaraþon í Osló íklæddur Borat-skýlu. Uppátækið vakti mikla athygli ytra.
Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson gerði sér lítið fyrir og kláraði með fimmta besta tíma Íslendinga í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst.
Hlaupið átti að hefjast á föstudagskvöld en því var frestað um sólarhring vegna veðurs.
Hengill Ultra Trail er lengsta utanvegahlaup á Íslandi og er nú haldið áttunda árið í röð. Hlaupið er frá Skyrgerðinni í Hveragerði, upp Reykjadal að Ölkelduhnjúki og í kring um hann.
Hengils Ultra hlaupinu hefur verið frestað þar til í kvöld vegna veðurs.
Sex leituðu á bráðamóttöku eftir að hafa tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoninu.
Talsverð truflun verður á bílaumferð vegna Menningarnætur og Reykjavíkurmaraþonsins.
Edda Hermannsdóttir hleyptur hálft maraþon, en Katrín Jóhannsdóttir 10 kílómetra.
Norskar konur hlaupa maraþon næstum þrettán mínútum hraðar en bandarískir karlar samkvæmt nýrri rannsókn. Íslenskir hlauparar eru í sjöunda sæti og konur fjölmennar.
Eliud Kipchoge ætlar sér að verða sá fyrsti í sögunni til að hlaupa maraþonhlaup á undir tveimur klukkutímum. Hann hefur sett stefnuna á að ná þessu í hlaupi í Vín í októbermánuði.
Rannsóknarlögreglumaður á Austurlandi ætlar að hjóla og hlaupa fyrir samtök sem hann segir hafa bjargað lífi dóttur sinnar.
Breytingunum er ætlað að auka stemningu í kring um maraþonið.
Japanski ofurhlauparinn Yoshihiko Ishikawa valdi heldur betur sérstakan tíma á dögunum til að biðja kærustuna sína um að giftast sér.
Laugavegshlaupið fór fram í 23. skipti í góðu veðri um nýliðna helgi. Keppendur komu í mark í Þórsmörk þar sem var milt veður þegar þeir kláruðu hlaupið. Sigurvegarar hlaupsins þetta árið voru þau Þorbergur Ingi Jónsson og Anna Berglind Pálmadóttir.
Anna Berglind Pálmadóttir kom fyrst kvenna í mark í Laugavegshlaupinu 2019 nú um klukkan hálf þrjú á tímanum 5:24:00.
Þorbergur kláraði hlaupið á tímanum 04:32:15, sem er ellefti besti tími hlaupsins frá upphafi, en sjálfur á Þorbergur brautarmetið í hlaupinu. Frammistaða Þorbergs í dag verður þó að teljast afar góð – jafnvel mögnuð – í ljósi þess að hann hljóp Laugaveginn í nótt, áður en hið eiginlega hlaup hófst í morgun.
Hlaupagarpurinn Þorbergur Ingi Jónsson kom fyrstur í mark í Laugavegshlaupinu á tímanum 04:32:15 nú um klukkan hálf tvö.
Laugavegshlaupið var ræst frá Landmannalaugum klukkan níu í morgun. Hlauparar lögðu af stað úr Laugardalnum við dagrenningu klukkan hálf fimm og eiga því langt ferðalag að baki – en töluvert erfiðara ferðalag fyrir höndum.
Erla Bolladóttir er mikil hlaupakona. Hún varð fyrst íslenskra kvenna til að hlaupa Comrades-maraþonið sem er 90 kílómetra langhlaup.
Venjuleg ganga upp að Steini tekur rúman klukkutíma en búist við að CrossFit-keppendur verði í um 30 mínútur þangað upp.
Eliud Kipchoge og Brigid Kosgei frá Kenía unnu sigur í London maraþoninu um helgina og setti Kipchoge meðal annars brautarmet. Það var þó annar hlaupari sem stal eiginlega senunni.
Skipuleggjendur hálfmaraþons í Trieste á Ítalíu hafa sætt mikilli gagnrýni fyrir að bjóða aðeins evrópskum hlaupurum að taka þátt í hlaupinu.
Arnar Pétursson og Elísabet Margeirsdóttir eru langhlauparar ársins 2018 að mati hlaupara og lesenda hlaup.is.
Elísabet Margeirsdóttir er fyrsta konan sem hefur klárað Góbí - eyðimerkurhlaupið á innan við hundrað klukkutímum eða á 97 klukkustundum og ellefu mínútum. Hún kom í mark um sex leitið í gærdag að okkar tíma en þá var klukkan um tvö að nóttu í eyðimörkinni. Hlaupið er eitt það erfiðasta í heimi en að þessu sinni taka um 60 manns þátt, 53 karlar og sjö konur.
Elísabet Margeirsdóttir, næringarfræðingur og ofurhlaupari, nálgast nú óðfluga endamarkið í Góbí-eyðimerkurhlaupinu sem hún tekur þátt í þessa dagana.