Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Fjölnir 1-3 | Fjölnismenn rúlluðu yfir meistarana Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. júní 2015 00:01 Fjölnismenn fagna. vísir/vilhelm Fjölnir lyfti sér upp í 3. sæti Pepsi-deildarinnar með öruggum 1-3 sigri á Íslandsmeisturum Stjörnunnar á heimavelli þeirra í Garðabænum í kvöld. Fjölnismenn hafa byrjað tímabilið vel og sýndu í kvöld að þessi byrjun er engin tilviljun. Gestirnir voru miklu sterkari aðilinn í leiknum og sigur þeirra var sanngjarn. Skipulag liðsins og vinnusemi leikmanna voru til fyrirmyndar og þá voru sóknir Fjölnismanna margar og baneitraðar með Aron Sigurðarson fremstan í flokki. Fjölnismenn mættu ákveðnir til leiks og pressuðu varnarlínu Stjörnunnar stíft. Þeir komu Stjörnumönnum oft og iðulega mikil vandræði og unnu boltann á hættulegum stöðum. Og þegar pressan bar ekki árangur strax duttu þeir niður í sínar stöður, þéttir fyrir og með lítið bil á milli línanna (þ.e. varnar, miðju og sóknar). Þórir Guðjónsson og Mark Charles Magee voru saman í framlínunni í leikkerfinu 4-4-2 og það var sá síðarnefndi sem kom Fjölni yfir á 10. mínútu. Englendingurinn fékk boltann frá Aroni við D-bogann, sneri sér og skoraði svo með glæsilegu skoti sem Gunnar Nielsen réði ekki við. Fjölnismenn héldu áfram að hamra járnið meðan það var heitt og hótuðu öðru marki. Aron var í miklu stuði á vinstri kantinum, vel studdur af bakverðinum Viðari Ara Jónssyni. Aron sýndi á köflum ótrúlega takta og Heiðari Ægissyni, hægri bakverði heimamanna, var vorkunn að þurfa að eiga við hann í þessum ham. Guðmundur Karl Guðmundsson var á hinum kantinum og spilaði mjög óeigingjarna rullu. Var agaður og duglegur að hjálpa Arnóri Eyvari Ólafssyni í varnarleiknum. En þrátt fyrir yfirburðina náðu Fjölnismenn ekki að bæta við marki fyrir hálfleik. Daníel Laxdal átti stóran þátt í því en hann var í fullri vinnu við að slökkva elda í vörn Stjörnunnar. Þá varði Gunnar glæsilega frá Aroni og Guðmundur Karl hitti ekki markið í góðu færi. Stjörnumenn sluppu með 0-1 stöðu inn í hálfleik en það hlaut að koma að því að Fjölnismenn bættu öðru marki við og það gerðist á 49. mínútu þegar Magee lyfti boltanum smekklega yfir Gunnar eftir að hafa fengið sendingu frá Ólafi Páli Snorrasyni inn fyrir vörn Stjörnunnar. Eftir markið lifnaði loksins yfir heimamönnum og þeir settu Fjölnisvörnina undir talsverða pressu. Brynjar Gauti Guðjónsson, sem átti afar erfitt uppdráttar í kvöld, átti skalla sem Þórður Ingason varði og svo átti Heiðar fínt skot yfir. En þetta voru bara dauðakippir. Fjölnismenn náðu völdunum á nýjan leik og á 68. mínútu fékk Þórir frábært skallafæri eftir fyrirgjöf Arnórs Eyvars en skallaði framhjá. Þórir, sem hefur verið heitur upp við mark andstæðinganna í sumar, fór einnig illa með gott færi í upphafi seinni hálfleik en rann í þann mund sem hann ætlaði að skjóta boltanum á markið. Á 71. mínútu kom svo þriðja markið sem gulltryggði sigur gestanna. Ólafur Páll tók aukaspyrnu á vinstri kantinum og sendi boltann inn í teig þar sem Brynjar stýrði honum í markið framhjá varnarlausum Gunnari. Afar klaufalegt svo ekki sé meira sagt. Ólafur Páll átti afbragðs leik inni á miðju Fjölnis í kvöld og hefur aðlagast þessu nýja hlutverki ótrúlega vel eftir að hafa spilað sem kantmaður mest allan sinn feril. Stjörnumenn klóruðu í bakkann á 79. mínútu þegar varamaðurinn Halldór Orri Björnsson skoraði úr vítaspyrnu sem dæmd var á Þórð fyrir að keyra leikmann Stjörnunnar niður í vítateignum. Nær komust heimamenn hins vegar ekki. Þeir áttu einhverjar hornspyrnur og skalla í kjölfar þeirra en ekkert sem olli Fjölnismönnum miklum vandræðum. Bergsveinn Ólafsson og félagar í vörn gestanna voru með allt á hreinu í kvöld. Lokatölur 1-3, Fjölni í vil. Sigurinn var, eins og áður sagði, sanngjarn og gefur Grafarvogspiltum væntanlega mikið sjálfstraust fyrir næstu leiki. Stjörnumenn þurfa hins vegar að fara í naflaskoðun. Meistararnir hafa ekki unnið leik síðan í 2. umferð og eru komnir niður í 7. sæti, sjö stigum á eftir toppliði FH. Eins og Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði í viðtali við Vísi eftir leikinn var vörn liðsins of götótt og þá áttu Michael Præst og Atli Jóhannsson, sem lék sinn fyrsta leik í sumar, erfitt uppdráttar í kvöld. Fremstu menn Garðbæinga voru einnig týndir og tröllum gefnir í kvöld.Rúnar Páll: Erum í lægð Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ómyrkur í máli eftir tap Íslandsmeistaranna fyrir Fjölni á Samsung-vellinum í kvöld. "Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Það eru mín fyrstu viðbrögð," sagði Rúnar en Stjarnan hefur nú tapað tveimur deildarleikjum í röð með markatölunni 6-1. "Ég er gríðarlega óánægður með leik minna manna í kvöld, eins einfalt og það nú er. Við vorum eftir á í öllum stöðum og það vantaði alla stemmningu, vinnslu og baráttu í liðið. Ef menn nenna þessu ekki fáum við ekkert út úr leikjunum." Fjölnismenn settu Stjörnumenn undir mikla pressu sem þeir áttu í miklum vandræðum með að leysa. "Það sást greinilega, við vorum í tómum vandræðum í leiknum. Við sköpuðum okkur ekki fá færi nema kannski í blálokin þegar staðan var orðin slæm. "Við erum í einhverri lægð núna og þurfum að gera betur," sagði Rúnar en hvað þurfa hans menn að gera til að komast aftur á sigurbraut? "Vörnin var eins og gatasigti í fyrri hálfleik. Þeir hefðu getað verið 4-0 yfir í hálfleik. Vörnin er ekki nógu góð og menn eru ekki að gera það sem fyrir þá er lagt. "Ef menn nenna ekki að hreyfa sig, færa sig til og vinna fyrsta og annan boltann gengur þetta ekki upp. Þá töpum við leikjum," sagði Rúnar að lokum.Ágúst: Ákváðum að prófa þá aðeins "Þetta var okkar besti leikur í sumar, það er alveg pottþétt," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir sigur Grafarvogspilta á Stjörnunni í kvöld. "Þetta var frábær frammistaða, jafnt innan vallar sem utan. Við fengum frábæran stuðning frá áhorfendum og við spiluðum frábæran leik inni í vellinum," sagði Ágúst sem fyrirskipaði sínum mönnum að pressa Stjörnuna hátt uppi á vellinum sem bar góðan árangur. "Við ákváðum að ýta aðeins á þá og prófa þá aðeins og það gekk mjög vel. Við fengum fullt af færum í fyrri hálfleik og leiddum 0-1 í hálfleik. "Við skoruðum svo frábært mark í byrjun seinni hálfleiks og þriðja markið kláraði þetta svo. Liðsheildin var frábær og það var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda miðað við hvenrig við mættum í leikinn," sagði Ágúst en hafði hann áhyggjur af því að leiða bara með einu marki í hálfleik miðað við spilamennskuna í fyrri hálfleik? "Já, að sjálfsögðu. Maður hefur alltaf áhyggjur þegar þú ert búinn að pressa vel og skapa fullt af færum en skora bara eitt mark. Það er alltaf möguleiki að fá þetta í andlitið. "En sem betur fer héldum við uppteknum hætti í seinni hálfleik og mér fannst þetta vera komið eftir þriðja markið." Aron Sigurðarson, vinstri kantmaður Fjölnis, hefur byrjað frábærlega í sumar og verið í hópi bestu leikmanna Pepsi-deildarinnar. Ágúst er að vonum ánægður með sinn mann og hrósaði einnig bakverðinum Viðari Ara Jónssyni en þeir Aron ná einkar vel saman. "Þetta búið að vera frábært sumar hjá honum það sem af er. En eins og ég hef oft sagt áður er þetta rétt að byrja. "Hann er með góðan vinstri bakvörð fyrir aftan sig sem hefur einnig spilað frábærlega í sumar. Liðið í heild sinni hefur staðið sig vel og ég er sáttur með uppskeruna," sagði Ágúst að endingu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Fleiri fréttir Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Sjá meira
Fjölnir lyfti sér upp í 3. sæti Pepsi-deildarinnar með öruggum 1-3 sigri á Íslandsmeisturum Stjörnunnar á heimavelli þeirra í Garðabænum í kvöld. Fjölnismenn hafa byrjað tímabilið vel og sýndu í kvöld að þessi byrjun er engin tilviljun. Gestirnir voru miklu sterkari aðilinn í leiknum og sigur þeirra var sanngjarn. Skipulag liðsins og vinnusemi leikmanna voru til fyrirmyndar og þá voru sóknir Fjölnismanna margar og baneitraðar með Aron Sigurðarson fremstan í flokki. Fjölnismenn mættu ákveðnir til leiks og pressuðu varnarlínu Stjörnunnar stíft. Þeir komu Stjörnumönnum oft og iðulega mikil vandræði og unnu boltann á hættulegum stöðum. Og þegar pressan bar ekki árangur strax duttu þeir niður í sínar stöður, þéttir fyrir og með lítið bil á milli línanna (þ.e. varnar, miðju og sóknar). Þórir Guðjónsson og Mark Charles Magee voru saman í framlínunni í leikkerfinu 4-4-2 og það var sá síðarnefndi sem kom Fjölni yfir á 10. mínútu. Englendingurinn fékk boltann frá Aroni við D-bogann, sneri sér og skoraði svo með glæsilegu skoti sem Gunnar Nielsen réði ekki við. Fjölnismenn héldu áfram að hamra járnið meðan það var heitt og hótuðu öðru marki. Aron var í miklu stuði á vinstri kantinum, vel studdur af bakverðinum Viðari Ara Jónssyni. Aron sýndi á köflum ótrúlega takta og Heiðari Ægissyni, hægri bakverði heimamanna, var vorkunn að þurfa að eiga við hann í þessum ham. Guðmundur Karl Guðmundsson var á hinum kantinum og spilaði mjög óeigingjarna rullu. Var agaður og duglegur að hjálpa Arnóri Eyvari Ólafssyni í varnarleiknum. En þrátt fyrir yfirburðina náðu Fjölnismenn ekki að bæta við marki fyrir hálfleik. Daníel Laxdal átti stóran þátt í því en hann var í fullri vinnu við að slökkva elda í vörn Stjörnunnar. Þá varði Gunnar glæsilega frá Aroni og Guðmundur Karl hitti ekki markið í góðu færi. Stjörnumenn sluppu með 0-1 stöðu inn í hálfleik en það hlaut að koma að því að Fjölnismenn bættu öðru marki við og það gerðist á 49. mínútu þegar Magee lyfti boltanum smekklega yfir Gunnar eftir að hafa fengið sendingu frá Ólafi Páli Snorrasyni inn fyrir vörn Stjörnunnar. Eftir markið lifnaði loksins yfir heimamönnum og þeir settu Fjölnisvörnina undir talsverða pressu. Brynjar Gauti Guðjónsson, sem átti afar erfitt uppdráttar í kvöld, átti skalla sem Þórður Ingason varði og svo átti Heiðar fínt skot yfir. En þetta voru bara dauðakippir. Fjölnismenn náðu völdunum á nýjan leik og á 68. mínútu fékk Þórir frábært skallafæri eftir fyrirgjöf Arnórs Eyvars en skallaði framhjá. Þórir, sem hefur verið heitur upp við mark andstæðinganna í sumar, fór einnig illa með gott færi í upphafi seinni hálfleik en rann í þann mund sem hann ætlaði að skjóta boltanum á markið. Á 71. mínútu kom svo þriðja markið sem gulltryggði sigur gestanna. Ólafur Páll tók aukaspyrnu á vinstri kantinum og sendi boltann inn í teig þar sem Brynjar stýrði honum í markið framhjá varnarlausum Gunnari. Afar klaufalegt svo ekki sé meira sagt. Ólafur Páll átti afbragðs leik inni á miðju Fjölnis í kvöld og hefur aðlagast þessu nýja hlutverki ótrúlega vel eftir að hafa spilað sem kantmaður mest allan sinn feril. Stjörnumenn klóruðu í bakkann á 79. mínútu þegar varamaðurinn Halldór Orri Björnsson skoraði úr vítaspyrnu sem dæmd var á Þórð fyrir að keyra leikmann Stjörnunnar niður í vítateignum. Nær komust heimamenn hins vegar ekki. Þeir áttu einhverjar hornspyrnur og skalla í kjölfar þeirra en ekkert sem olli Fjölnismönnum miklum vandræðum. Bergsveinn Ólafsson og félagar í vörn gestanna voru með allt á hreinu í kvöld. Lokatölur 1-3, Fjölni í vil. Sigurinn var, eins og áður sagði, sanngjarn og gefur Grafarvogspiltum væntanlega mikið sjálfstraust fyrir næstu leiki. Stjörnumenn þurfa hins vegar að fara í naflaskoðun. Meistararnir hafa ekki unnið leik síðan í 2. umferð og eru komnir niður í 7. sæti, sjö stigum á eftir toppliði FH. Eins og Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði í viðtali við Vísi eftir leikinn var vörn liðsins of götótt og þá áttu Michael Præst og Atli Jóhannsson, sem lék sinn fyrsta leik í sumar, erfitt uppdráttar í kvöld. Fremstu menn Garðbæinga voru einnig týndir og tröllum gefnir í kvöld.Rúnar Páll: Erum í lægð Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ómyrkur í máli eftir tap Íslandsmeistaranna fyrir Fjölni á Samsung-vellinum í kvöld. "Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Það eru mín fyrstu viðbrögð," sagði Rúnar en Stjarnan hefur nú tapað tveimur deildarleikjum í röð með markatölunni 6-1. "Ég er gríðarlega óánægður með leik minna manna í kvöld, eins einfalt og það nú er. Við vorum eftir á í öllum stöðum og það vantaði alla stemmningu, vinnslu og baráttu í liðið. Ef menn nenna þessu ekki fáum við ekkert út úr leikjunum." Fjölnismenn settu Stjörnumenn undir mikla pressu sem þeir áttu í miklum vandræðum með að leysa. "Það sást greinilega, við vorum í tómum vandræðum í leiknum. Við sköpuðum okkur ekki fá færi nema kannski í blálokin þegar staðan var orðin slæm. "Við erum í einhverri lægð núna og þurfum að gera betur," sagði Rúnar en hvað þurfa hans menn að gera til að komast aftur á sigurbraut? "Vörnin var eins og gatasigti í fyrri hálfleik. Þeir hefðu getað verið 4-0 yfir í hálfleik. Vörnin er ekki nógu góð og menn eru ekki að gera það sem fyrir þá er lagt. "Ef menn nenna ekki að hreyfa sig, færa sig til og vinna fyrsta og annan boltann gengur þetta ekki upp. Þá töpum við leikjum," sagði Rúnar að lokum.Ágúst: Ákváðum að prófa þá aðeins "Þetta var okkar besti leikur í sumar, það er alveg pottþétt," sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir sigur Grafarvogspilta á Stjörnunni í kvöld. "Þetta var frábær frammistaða, jafnt innan vallar sem utan. Við fengum frábæran stuðning frá áhorfendum og við spiluðum frábæran leik inni í vellinum," sagði Ágúst sem fyrirskipaði sínum mönnum að pressa Stjörnuna hátt uppi á vellinum sem bar góðan árangur. "Við ákváðum að ýta aðeins á þá og prófa þá aðeins og það gekk mjög vel. Við fengum fullt af færum í fyrri hálfleik og leiddum 0-1 í hálfleik. "Við skoruðum svo frábært mark í byrjun seinni hálfleiks og þriðja markið kláraði þetta svo. Liðsheildin var frábær og það var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda miðað við hvenrig við mættum í leikinn," sagði Ágúst en hafði hann áhyggjur af því að leiða bara með einu marki í hálfleik miðað við spilamennskuna í fyrri hálfleik? "Já, að sjálfsögðu. Maður hefur alltaf áhyggjur þegar þú ert búinn að pressa vel og skapa fullt af færum en skora bara eitt mark. Það er alltaf möguleiki að fá þetta í andlitið. "En sem betur fer héldum við uppteknum hætti í seinni hálfleik og mér fannst þetta vera komið eftir þriðja markið." Aron Sigurðarson, vinstri kantmaður Fjölnis, hefur byrjað frábærlega í sumar og verið í hópi bestu leikmanna Pepsi-deildarinnar. Ágúst er að vonum ánægður með sinn mann og hrósaði einnig bakverðinum Viðari Ara Jónssyni en þeir Aron ná einkar vel saman. "Þetta búið að vera frábært sumar hjá honum það sem af er. En eins og ég hef oft sagt áður er þetta rétt að byrja. "Hann er með góðan vinstri bakvörð fyrir aftan sig sem hefur einnig spilað frábærlega í sumar. Liðið í heild sinni hefur staðið sig vel og ég er sáttur með uppskeruna," sagði Ágúst að endingu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Fleiri fréttir Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Sjá meira