Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Djúpa lægðin sem hefur blásið hressilega frá hjá okkur síðustu daga stefnir nú á Skotland og er farinn að grynnast. Veður 2.12.2025 07:13
Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Litáískur karlmaður sem grunaður er ásamt tveimur öðrum um innflutning á fleiri kílóum af kókaíni segist ekkert kannast við kókaínið. Hann hafi ákveðið að flytja BMW-bifreið til Litáens og aftur til Íslands þar sem það væri ódýrara að gera við bílinn þar. Bíllinn hafi staðið eftirlitslaus við verkstæði í Litáen lengi vel og hver sem er hefði getað komið kókaíninu fyrir í bílnum. Innlent 2.12.2025 06:53
Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa stillt Nicolás Maduro, forseta Venesúela, upp við vegg í samtali á dögunum og krafist þess að hann segði af sér. Erlent 2.12.2025 06:46
Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Tíu prósent stöðugilda starfsfólks sem sjá um uppeldi og menntun leikskólabarna eru mönnuð af fólki sem nær ekki viðmiðum um meðalhæfni í íslensku. Árið 2023 voru rúmlega tuttugu prósent starfsmannanna innflytjendur. Innlent 1.12.2025 21:45
Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Dorrit Moussaieff fyrrverandi forsetafrú var rænd á dögunum þar sem hún var á göngu um London. Hún slasaðist lítillega og hvetur Íslendinga til að fara varlega í borginni, ræningjarnir sluppu en hefðu að mati Dorritar aldrei sloppið á Íslandi. Innlent 1.12.2025 21:33
Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Umdeild árás á bát sem sagður er hafa verið notaður til að flytja fíkniefni um Karíbahaf var fullkomlega lögleg, samkvæmt talskonu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Hún segir Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, ekki hafa gefið skipunina, heldur hafi það verið Frank M. Bradley, aðmíráll, sem leiðir sérsveitir Bandaríkjanna (SOCOM), sem hafi gert það. Erlent 1.12.2025 21:17
Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Aflýsa þurfti fyrsta áætlunarflugi í sögu Norlandair til Vestmannaeyja í dag vegna hvassviðris. Allt innanlandsflug féll niður í gær vegna ókyrrðar í lofti og í dag hefur aðeins tekist að fljúga frá Reykjavík til Akureyrar og Bíldudals. Rétt fyrir fréttir stóðu þó vonir til að Egilsstaðir myndu einnig opnast í kvöld. Innlent 1.12.2025 21:00
Adolf ekki lengur Hitler Adolf Hitler Uunona var endurkjörinn sveitarstjórnarfulltrúi í norðurhluta Namibíu. Eftir að hafa hlotið mikla athygli fyrir nafn sitt hefur hann ákveðið að breyta því og fjarlægja Hitler-nafnið. Erlent 1.12.2025 20:46
Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Ung kona ákvað eftir að hafa horft á þáttinn Blóðbönd á Sýn að gera tilraun til að finna bróður sinn sem hún hefur aldrei hitt. Hún segist óska þess að hafa nýtt tækifæri til þess á sínum tíma og að viðbrögðin við myndbandi sem hún birti á TikTok hafi verið mikil. Innlent 1.12.2025 19:18
Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Sonur hins víðfræga fíkniefnabaróns sem kallast „El Chapo“ er sagður ætla að gangast við sekt í dómsal í dag. Hann hefur verið ákærður fyrir fíkniefnasmygl í Chicago, eftir að hafa platað fyrrverandi samstarfsfélaga föður síns og annan stofnanda Sinaloa-samtakanna til Bandaríkjanna. Erlent 1.12.2025 19:03
Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Að minnsta kosti 604 eru látnir eftir mikil flóð á Indónesíu og að minnsta kosti 464 er enn saknað. Í heildina er vitað til þess að rúmlega þúsund manns hafi dáið vegna flóða í þremur löndum í Suðaustur-Asíu og er rúmlega átta hundruð saknað. Erlent 1.12.2025 18:07
Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Fjölbreyttur fréttatími er fram undan á Sýn. Við heyrum meðal annars í Dorrit Moussaieff sem er lemstruð eftir rán, hittum unga konu sem leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt og verðum í beinni útsendingu frá pakkaflóði eftir afsláttardaga. Innlent 1.12.2025 18:03
Miðflokkurinn áfram á flugi Miðflokkurinn mælist með 19,5 prósenta fylgi og hefur bætt við sig rúmum þremur prósentustigum á mánuði. Samfylkingin er enn stærsti flokkurinn hér á landi með 31,1 prósenta fylgi. Flestir aðrir flokkar eru á svipuðum slóðum eða með aðeins minna fylgi en í síðasta mánuði. Innlent 1.12.2025 17:34
Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Myndskeið Jóns Péturs Zimsen, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, þar sem hann gagnrýnir bókstafaeinkunnkerfið féll í grýttan jarðveg hjá kennarastéttinni. Þingmaðurinn talaði sjálfur fyrir kerfinu þegar hann var skólastjóri. Innlent 1.12.2025 17:18
Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Kristrún Frostadóttir birti færslu á Facebook í tilefni fullveldisdags Íslands. Þar viðrar hún hugmynd sína um að dagurinn ætti að vera rauður dagur. Innlent 1.12.2025 17:09
Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra opnaði nýtt sendiráð Íslands á Spáni í Madríd í dag. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu segir að undirbúningur að stofnun sendiráðsins hafi staðið frá því að Alþingi ákvað við afgreiðslu fjárlaga á síðasta ári að opnað yrði sendiráð á Spáni árið 2025. Kristján Andri Stefánsson er sendiherra Íslands á Spáni. Innlent 1.12.2025 15:46
Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Á þessum degi fyrir 107 árum varð Ísland fullvalda ríki en Halla Tómasdóttir forseti Íslands sendir landsmönnum heillaóskir að því tilefni. Þar sem alþingiskosningar fóru fram daginn fyrir fullveldisafmælið í fyrra verður þetta í fyrsta sinn sem dagskrá Höllu verður með hefðbundnu sniði á fullveldisdaginn eftir að hún tók við embætti. Innlent 1.12.2025 15:27
Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Bræður á fimmtugsaldri hafa verið dæmdir til annars vegar sex mánaða og hins vegar níu mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir stórfellda líkamsárás á veitingastaðnum Castello í Hafnarfirði árið 2023. Þar veittust bræðurnir að Berki Birgissyni, sem hlaut þungan dóm árið 2005 fyrir að reyna að ráða yngri bróðurinn af dögum með exi á veitingastaðnum A. Hansen árið 2004. Innlent 1.12.2025 15:20
Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Landspítalinn hefur samþykkt nýja tungumálastefnu þar sem gert er ráð fyrir að allt starfsfólk spítalans hafi einhverja færni í íslensku. Fjallað var um málið í kvöldfréttum RÚV í gær. Þar kom fram að fyrst verði þessar kröfur gerðar til hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og sérnámslækna. Samkvæmt stefnunni verður íslenskukunnátta nú eitt skilyrða fyrir því að færast á milli starfslýsinga. Innlent 1.12.2025 14:35
Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Töluvert minni eftirspurn er eftir raforku hér á landi en síðustu ár og orkuskiptin ganga mun hægar en vonast var til. Þetta kemur fram í nýrri Orkuspá fyrir næstu 25 ár. Sérfræðingur gerir ráð fyrir því að töluvert magn orku muni aldrei ná nýtast. Innlent 1.12.2025 13:04
Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Lögreglan á Suðurnesjum fagnar því að fram sé komið frumvarp um brottfararstöð fyrir útlendinga því slíkt úrræði sé mannúðlegra en að vista fólk ýmist í fangelsi eða á flugvelli. Yfirlögfræðingur embættisins vill að málsmeðferð fólks sem ekki hefur rétt á að dvelja á landinu verði minna íþyngjandi og þung og þá setur hún ákveðna fyrirvara við vistun barna í brottfararstöðinni. Innlent 1.12.2025 13:00
Hæstiréttur byrjaður á Instagram Til þess að auka frekar aðgengi að Hæstarétti og miðla upplýsingum um hann hefur verið ákveðið að rétturinn opni í eigin nafni síðu á samfélagsmiðlinum Instagram, undir heitinu haestiretturislands. Innlent 1.12.2025 12:57
Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir leiðsögumenn ekki þurfa að hafa áhyggjur af aðgengi að Skógafossi en nýtt bílastæði hefur verið tekið í notkun. Það er utan friðlýsts svæðis og fjær fossinum en eldra bílastæðið sem verður lokað þann 1. janúar. Innlent 1.12.2025 12:03
Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Í hádegisfréttum fjöllum við um Orkuspá fyrir næstu 25 ár sem kynnt var í morgun. Innlent 1.12.2025 11:36