Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Yfir þrjú hundruð ríkisborgarar Suður-Kóreu voru handteknir í Bandaríkjunum fyrir helgi fyrir að starfa þar ólöglega í rafmagnsbílaverksmiðju. Suðurkóresk yfirvöld hyggjast flytja alla ríkisborgarana aftur til síns heima í leiguflugi. Erlent 7.9.2025 09:57
Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt og voru allar fangageymslur á Hverfisgötu fullar í morgun eftir eril næturinnar. Tilkynnt var um nokkrar líkamsárásir, fíkniefnalagabrot og ofurölvi menn til vandræða. Innlent 7.9.2025 09:54
Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Umræðuþátturinn Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni. Innlent 7.9.2025 09:31
Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Viðskiptafræðingur veltir því fyrir sér hvort núverandi starfsumhverfi veðmálafyrirtækja valdi því að íslensk íþróttafélög verði af milljörðum króna. Flest íþróttafélaga landsins lepji nánast dauðann úr skel. Innlent 6.9.2025 19:58
Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Ökumaður var handtekinn í hverfi 105 í Reykjavík í dag vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Maðurinn reyndist ekki vera með ökuréttindi og var með tvö börn í bílnum. Innlent 6.9.2025 19:18
Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Fjölmenn mótmæli fóru fram víða um land í dag til stuðnings fólkinu á Gasa. Fyrrverandi utanríkisráðherra kallar eftir raunverulegum aðgerðum og að viðskiptasambandi við Ísrael verði rift. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum. Innlent 6.9.2025 18:10
Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Tveir menn hafa verið ákærðir fyrir að nauðga ólögráða stúlku og útbúa af því myndband. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness. Innlent 6.9.2025 17:58
Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Mikið var um dýrðir á Ísafirði um helgina þegar stórsýningin Gullkistan var sett af forseta Íslands. Með atvinnuvegasýningunni er ætlað að sýna hvað starfsemi á Vestfjörðum hefur upp á að bjóða. Innlent 6.9.2025 17:45
Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á fyrsta forgangi vegna slasaðs ökumanns. Viðkomandi hafði verið að keyra velhjól er hann slasaðist. Innlent 6.9.2025 16:44
Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Mikill fjöldi fólks er saman kominn á Austurvelli á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði. Fjöldafundir fara fram um allt land í dag til að krefja ríkisstjórn Íslands um aðgerðir í málefni Palestínu. Innlent 6.9.2025 15:49
Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sextíu þúsund fermetrar í eigu eða leigu ríkisins standa nú tómir. Rúmlega fjórðungur þeirra stendur auður vegna staðfestra tilvika af raka og myglu. Heildarverðmæti fermetranna eru tæplega ellefu milljarðar króna. Innlent 6.9.2025 15:25
Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Roberto Luigi Pagani, Ítali sem hefur búið á Íslandi síðan 2014 og hefur starfað meðal annars við kennslu í íslenskum handritafræðum og forníslensku við Háskóla Íslands, fékk ekki samþykkta umsókn um íslenskan ríkisborgararétt vegna þess að hann hafði ekki tilskilið próf í íslensku. Hann segir málið leiðinlegt skrifræðisatriði sem er vonandi hægt að leysa. Innlent 6.9.2025 15:11
Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir fjölgun erlendra fanga stafa meðal annars af fólki sem dvelji ólöglega á landinu sem flytja á á brott og aukningu í skipulagðri brotastarfsemi. Hún setja á laggirnar mælaborð um útlendinga sem dvelja hérlendis þar sem meðal annars hægt verði að sjá hlutfall ákveðinna þjóðerna og atvinnuþátttöku. Innlent 6.9.2025 14:18
Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Mótmælin Þjóð gegn þjóðarmorði hefjast klukkan tvö um allt land en komið verður saman í sjö bæjarfélögum. Skipuleggjandi á Akureyri segist finna fyrir miklum meðbyr. Nöfn myrtra barna í Ísrael og Palestínu verða lesin upp í Glerárkirkju sem mun taka allan dag. Innlent 6.9.2025 13:38
Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Forstjóri PCC á Bakka segist eygja vonarneista í fyrsta sinn um langt skeið fyrir áframhaldandi rekstur fyrirtækisins í kjölfar ákvörðunar fjármálaráðuneytisins um að hefja rannsókn á meintu undirboði. Tíminn vinni ekki með fyrirtækinu og biðlar hann til stjórnvalda að setja á bráðabirgðatolla á meðan rannsókn stendur yfir. Innlent 6.9.2025 12:06
Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Forstjóri PCC á Bakka segist eygja vonarneista í fyrsta sinn um langt skeið fyrir áframhaldandi rekstur fyrirtækisins í kjölfar ákvörðunar fjármálaráðuneytisins um að hefja rannsókn á meintu undirboði. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum. Innlent 6.9.2025 11:47
Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sigurjón Þórðarson, líffræðingur og þingmaður Flokks fólksins, segir að sveiflur í villtum dýrastofnum séu ofureðlilegar og það sé mikil rörsýn að ætla kenna afar takmörkuðum veiðum um ris og hnig lundastofnsins. Það sé langsótt að segja að lundastofninn sé í hættu, og þeir sem beiti sér fyrir því að minnka veiðar geri það á grundvelli svokallaðrar Walt Disneylíffræði. Innlent 6.9.2025 11:16
Árborg girnist svæði Flóahrepps Bæjarráð Árborgar hefur óskað eftir samræðum við Flóahrepp um mögulega tilfærslu sveitarfélagamarkanna og til að ræða mögulega ávinninga við sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Mörkin milli sveitarfélaganna liggja alveg við Selfoss svo að golfvöllur Golfklúbbs Selfoss er í öðru sveitarfélagi en bærinn sem hann er kenndur við. Innlent 6.9.2025 11:05
Sendu kæligáma til Úkraínu Íslensk stjórnvöld hafa afhent stjórnvöldum í Kænugarði kæligáma sem notaðir verða til að varðveita líkamsleifar fallinna hermanna. Gámarnir eru nú þegar komnir til landsins. Innlent 6.9.2025 10:36
Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Hlutfallslega eru langflestir lögreglumenn í embætti Lögreglunnar á Suðurnesjum samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu. Meirihlutinn af þeim fimmtíu nýju stöðugildum innan lögreglunnar sem dómsmálaráðherra boðaði í vor fara til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 6.9.2025 09:45
Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Samkomulag hefur náðst um niðurrif og uppbyggingu við Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði, þar sem iðnaðarhúsnæði brann til kaldra kola í ágúst 2023. Til stendur að fjarlægja brunarústirnar og hefja íbúðauppbyggingu. Innlent 6.9.2025 08:38
Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Íbúar við Laugarásveg og í kring mótmæla byggingu nýs tvíbýlishúss á lóð við svokallað Gunnarshús. Þar er vinsæl sleðabrekka og samkomustaður fyrir börn og fullorðna í hverfinu. Rithöfundasamband Íslands, sem rekið er í Gunnarshúsi, tekur undir mótmælin. Framkvæmdastjóri segist frekar vilja börn en byggingu á lóðinni. Innlent 6.9.2025 08:02
Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Ökumaður buggy bifreiðar reyndi að komast undan lögreglu akandi þegar lögregla reyndi að gefa sig á tal við hann í nótt. Hann var að lokum stöðvaður og handtekinn grunaður um fjölda umferðarlagabrota. Innlent 6.9.2025 08:01
Bílvelta í Kömbunum Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning laust fyrir miðnætti um meðvitundarlausa konu á þrítugsaldri sem hafði ekið út af veginum og oltið nokkra hringi efst í Kömbunum. Brunavarnir Árnessýslu klipptu konuna úr bílnum sem og var hún í framhaldinu flutt á bráðamóttökuna í Fossvogi. Innlent 6.9.2025 07:45