Skúrir og áfram milt í veðri Lægð vestur af landinu beinir suðlægum áttum yfir landið í dag og má reikna með sunnan og suðvestan golu og skúrum, en bjartviðri norðaustanlands. Veður 2.10.2025 07:10
Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Ísraelskir hermenn fóru í gærkvöldi og í nótt um borð í tugi báta og skipa sem tilheyra „Frelsisflotanum“ svokallaða og handtóku áhafnarmeðlimi og lögðu hald á skipin. Erlent 2.10.2025 07:01
Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Um það bil 750 þúsund ríkisstarfsmenn í Bandaríkjunum verða sendir í launalaust leyfi á meðan „lokun“ alríkisins stendur yfir. Starfsmenn sem sinna nauðsynlegri þjónustu, líkt og landamæragæslu, gætu þurft að vinna án þess að fá greitt fyrir. Erlent 2.10.2025 06:45
Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Að minnsta kosti tuttugu ísraelskir hermenn hafa ruðst um borð í eitt skipa Frelsisflotans svokallaða sem var á leið til Gasasvæðisins með aðgerðasinna, blaðamenn, heilbrigðisstarfsmenn og neyðarbirgðir um borð. Um er að ræða annað skip en það sem aðgerðasinninn íslenski Margrét Kristín Blöndal siglir með. Erlent 1.10.2025 20:30
Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Atvinnuþátttaka innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði er betri en meðal innfæddra og hlutfallslega fleiri þeirra eru háskólamenntaðir. Þeir hafa hins vegar lægri tekjur og eru í verri stöðu á húsnæðismarkaði samkvæmt nýrri könnun. Meirihluti heimila á Íslandi býr við góð lífskjör, en það virðast vera að myndast gjá á milli ólíkra hópa launafólks í landinu að sögn ASÍ. Innlent 1.10.2025 20:01
Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Ríflega áttatíu starfsmenn Play Europe á Möltu bíða eftir að starfsemin þar hefjist að nýju. Kröfuhafar eru í kappi við tímann við að endurnýja samninga við flugvélaleigusala um rekstur allt að sex véla fyrir félagið. Fyrrum starfsmaður félagsins á Möltu segist hafa gengið of langt þegar hann lýsti yfir að búið væri að tryggja fjármögnun félagsins þar. Innlent 1.10.2025 19:01
Jane Goodall látin Jane Goodall, Íslandsvinur og ein ástsælasta vísindakona heims, er látin 91 árs að aldri. Erlent 1.10.2025 18:46
Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni á þingi samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Miðflokkurinn bætir einnig við sig og Samfylkingin trónir enn sem áður á toppnum þó fylgið hafi örlítið dregist saman á milli kannana. Innlent 1.10.2025 18:40
Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Ríflega áttatíu starfsmenn Play á Möltu bíða eftir að starfsemin hefjist að nýju. Keppst er við að endurnýja samninga um leigu á flugvélum. Farið verður ítarlega yfir stöðu mála í kvöldfréttum. Innlent 1.10.2025 18:13
Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Franski sjóherinn ruddist um borð í olíuskip um helgina sem talið er vera hluti af „skuggaflota“ Rússa. Yfirvöld í Frakklandi gruna að áhöfn skipsins hafi skotið drónunum sem sáust á himni yfir Danmörku í síðustu viku. Frakklandsforseti kveðst „varkár“ um að tengja skipið beint við drónabröltið. Erlent 1.10.2025 18:05
Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Viðreisn býður í fyrsta sinn fram í eigin nafni í Árborg í næstu sveitarstjórnarkosningum. Viðreisnarmenn hafa hingað til boðið fram með Áfram Árborg. Formaður Viðreisnar í Árnessýslu segir flokkinn tilbúinn að taka næsta skref. Innlent 1.10.2025 17:55
Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Hjólreiðamaður var fluttur á bráðamóttöku til skoðunar eftir umferðaróhapp þar sem ökumaður bíls ók utan í hann. Innlent 1.10.2025 17:43
Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið Kælikerfi kjarnorkuversins í Sapórisjía í Úkraínu eru enn keyrð á ljósavélum, rúmri viku eftir að síðasta rafmagnslínan í kjarnorkuverið slitnaði. Yfirmaður Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar (IAEA) segir ástandið alvarlegt og nauðsynlegt að tengja orkuverið aftur við stöðugt rafmagn til að draga úr hættunni á því að kjarnakljúfar orkuversins bræði úr sér, með tilheyrandi hamförum. Erlent 1.10.2025 16:51
Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins lagði ekki fram tillögu um nýjan þingflokksformann á fundi þingflokksins nú síðdegis. Þingmenn eru á faraldsfæti í kjördæmaviku og ákveðið var að bíða með val á þingflokksformanni þar til „menn geta hist“. Innlent 1.10.2025 16:29
„Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Breytingar á stjórnarskrá Slóvakíu sem samþykktar voru fyrir helgi viðurkenna nú einungis tvö kyn. Forsvarsmaður hinsegin samtaka segir að um „dimman dag“ sé að ræða. Erlent 1.10.2025 16:04
Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tvö tilboð bárust eftir að Betri samgöngur ohf. buðu út smíði Öldu, brúnnar sem á að þvera Fossvoginn. Tilboðin voru bæði umfram áætlun. Innlent 1.10.2025 15:11
Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Unga konan sem ákærð var fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni í Gufunessmálinu var sýknuð þar sem ekki þótti sannað að ásetningur hennar hefði staðið til þess að fórnarlambið yrði beitt ofbeldi. Í dóminum er tekið fram að háttsemi sem hún gekkst við hefði mátt heimfæra sem hlutdeild í fjárkúgun, sem varðar allt að sex ára fangelsi. Innlent 1.10.2025 14:45
Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa „Ég get ekki sagt að ég þekki mig sem sömu manneskju og áður.“ Þetta segir Margrét Kristín Blöndal eða Magga Stína eins og við þekkjum hana flest þegar hún reynir að útskýra fyrir fréttamanni hvernig linnulausar loftárásir Ísraelshers á Gasa síðustu tvö ár hafa breytt henni og hvers vegna hún sem móðir og amma hættir að láta mótmælagöngur duga og leggur upp í leiðangur á átakasvæði. Innlent 1.10.2025 14:44
Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Prófessor í íslensku hefur sett á laggirnar undirskriftarlista þar sem hann skorar á íslensk stjórnvöld að hækka fjárframlög til kennslu í íslensku sem annað mál. Hann segir að læri innflytjendur ekki tungumálið bitni það á samfélaginu í heild. Innlent 1.10.2025 14:42
Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Nepalar völdu sér í gær nýja lifandi gyðju. Tveggja ára stúlka varð fyrir valinu og var hún borin frá heimili sínu í húsasundi í Katmandú, höfuðborg landsins, og flutt í hof. Þar mun hún búa þar til hún nær kynþroska. Erlent 1.10.2025 14:17
Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sett Eggert Benedikt Guðmundsson tímabundið í embætti forstjóra Hafrannsóknastofnunar en núverandi forstjóri stofnunarinnar hefur óskað eftir leyfi út sinn skipunartíma sem er til marsloka næsta árs. Innlent 1.10.2025 13:46
Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Prófessor í félagsfræði telur að þyngja þurfi refsingar fyrir brot sem tengjast gengum og útlaga-mótorhjólasamtökum líkt og á öðrum Norðurlöndum. Viðbúnaður lögreglu vegna samkoma Vítisengla hér á landi hefur vakið athygli en samt sem áður virðast sumum finnast slíkir hópar „kúl.“ Innlent 1.10.2025 13:40
Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Höfuðpaur hóps manna sem misnotaði tvær táningsstúlkur eins og kynlífsþræla í Englandi hefur verið dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir ýmis kynferðisbrot. Aðrir menn úr tælingarhópnum fengu einnig langa fangelsisdóma. Erlent 1.10.2025 13:30
Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Rafmagnslaust var á Dalvík vegna bilunar í aðalveitustöð Rarik. Innlent 1.10.2025 12:15