Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Í hádegisfréttum verður rætt við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra sem í morgun sendi frá sér yfirlýsingu vegna ástandsins á Gasa. Innlent 7.5.2025 11:39
Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Vatnsrennibrautir Lágafellslaugar í Mosfellsbæ verða lokaðar næstu vikuna eða svo vegna viðgerða. Innlent 7.5.2025 11:32
Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Yfirvöld í Pakistan saka Indverja um að hafa vísvitandi gert árásir á moskur og önnur borgaraleg skotmörk í Pakistan í gærkvöldi. Þeir segja 26 óbreytta borgara hafa fallið í þessum árásum, sem hafi verið gerðar á „ímyndaðar búðir hryðjuverkamanna“. Erlent 7.5.2025 10:46
Misstu aðra herþotu í sjóinn Áhöfn bandaríska flugmóðurskipsins USS Harry S. Truman hefur misst tvær herþotur í sjóinn á rúmri viku. F/A-18 Super Hornet orrustuþota féll í Rauðahafið í gær, strax eftir lendingu en tveir sem voru um borð í þotunni þurftu að skjóta sér úr henni og var þeim bjargað úr sjónum. Erlent 7.5.2025 07:19
Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Sunnan stinningskaldi eða allhvass vindur er nú á landinu með rigningu og súld, en þurrt norðaustantil. Þegar líður á daginn minnkar vindurinn smám saman og úrkoman verður skúrakenndari vestast á landinu. Veður 7.5.2025 07:13
Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi mann fyrir húsbrot og líkamsárás. Sá var vistaður í fangaklefa en alls gistu þrír þar í nótt, samkvæmt dagbók lögreglunnar. Fimmtíu mál voru skráð í kerfi lögreglu frá fimm í gær til fimm í morgun. Innlent 7.5.2025 06:36
Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Forsvarsmenn hers Pakistan segjast hafa skotið niður fimm indverskar herþotur eftir að Indverjar gerðu árásir í Pakistan í gærkvöldi og í nótt. Pakistanar svöruðu fyrir sig með stórskotaliðsárásum og segja yfirvöld beggja ríkja að óbreyttir borgarar liggi í valnum. Erlent 7.5.2025 06:25
Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Nokkrir þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Lagt er til að starfslokaaldur verði 73 ára í stað 70 ára. Innlent 6.5.2025 23:50
Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Þingmenn takast enn á um nýtt frumvarp um veiðigjöld á þingi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir Alþingi hafa mistekist að tryggja þjóðinni sinn hlut en það verði nú lagað. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ekki megi skemma verðmætasköpun með álögum. Innlent 6.5.2025 22:15
Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Búast má við því að sprengingar verði flesta daga í sumar vegna jarðvegsvinnu við undirbúning Hvammsvirkjunar. Innlent 6.5.2025 22:15
Moskítóflugur muni koma til Íslands Gísli Már Gíslason fyrrverandi prófessor í líffræði segir að moskítóflugur sem hafast við í Skandinavíu og á Bretlandseyjum geti vel lifað á Íslandi, en þær hafi bara ekki borist hingað til lands enn sem komið er. Hann segir að flugurnar laðist að líkamslykt, sérstaklega lyktinni sem kemur af fótum. Innlent 6.5.2025 22:08
Indland gerir árás á Pakistan Indland hefur gert árás á Pakistan með flugskeytum á níu staði í Pakistan og í þeim hluta Kasmír-héraðs þar sem Pakistanar ráða ríkjum. Erlent 6.5.2025 21:02
Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segir mikilvægara en nokkru sinni fyrr að varðveita þau gildi sem norrænt samfélag byggir á. Þegar áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ hafi fordæmisgildi „hins mjúka valds Norðurlanda“ aldrei verið meira. Innlent 6.5.2025 21:02
Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Atvinnuvegaráðherra segir ekki inni í myndinni að hvalveiðar við Íslandsstrendur haldist óbreyttar. Annað hvort muni hún herða skilyrði eða finna leiðir til að banna þær alfarið með frumvarpi næsta haust. Innlent 6.5.2025 21:02
Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Donald Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði hugmyndir sínar um að Kanada verði hluti af Bandaríkjunum á blaðamannafundi með Mark Carney nýjum forsætisráðherra Kanada í dag. Carney sagði að Kanada væri ekki til sölu en Trump sagði „aldrei segja aldrei.“ Erlent 6.5.2025 20:06
Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Íslenskum körfuboltamanni hafa borist líflátshótanir og börnum hans verið hótað af fólki sem hefur veðjað á leiki hans. Í úrslitakeppninni bárust honum rætin skilaboð eftir að hafa klikkað á vítum. Innlent 6.5.2025 20:02
Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Kona sem var borin út úr íbúð á vegum Félagsbústaða segist ekki eiga í nein önnur hús að venda. Hún hafi hvorki búað við frelsi né öryggi síðustu árin, og viti ekki hvað tekur nú við. Innlent 6.5.2025 19:03
Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ, afhenti Ölmu Möller heilbrigðisráðherra fyrsta álfinn í álfasölu SÁÁ þetta árið. Álfasalan hefst á morgun. Tekjum af sölunni er samkvæmt tilkynningu ætla að styðja við meðferðastarf SÁÁ. Innlent 6.5.2025 18:19
Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Íslenskum körfuboltamanni hafa borist líflátshótanir og börnum hans verið hótað af fólki sem hefur veðjað á leiki sem hann hefur spilað. Nú síðast í úrslitakeppninni bárust honum rætin skilaboð eftir að hafa klikkað á tveimur vítum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við körfuboltamanninn og við sýnum frá skilaboðum sem honum hafa borist. Innlent 6.5.2025 18:02
Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys á brúnni fyrir ofan Fífuhvammsveg við Smáralind í Kópavogi. Innlent 6.5.2025 17:36
Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Sigurði Almari Sigurðssyni sem grunaður er um að hafa frelsissvipt erlendan ferðamann á Hverfisgötu aðfaranótt 1. maí. Eva Hauksdóttir, lögmaður hans, segir ekki yfirvofandi hættu en þó áhyggjuefni að hann gangi frjáls. Hann þurfi stöðuga umönnun og aðstoð. Innlent 6.5.2025 17:35
Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir gríðarlegt áhyggjuefni hve miklum fjármunum ríkisfyrirtækið ÁTVR hafi varið í málaferli til að verja ákvarðanir sem hafi verið dæmdar ólögmætar. ÁTVR hefur varið hátt í 15 milljónum í kostnað vegna tveggja slíkra mála síðan 2023. Þá segir þingmaðurinn löngu tímabært að ræða ábyrgð ríkisstofnanna og stöðu ríkisfyrirtækja og spyrja hvort ohf. formið sé í raun heppilegt yfir höfuð. Innlent 6.5.2025 16:30
Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Starfshópur um lagaumgjörð hvalveiða telur úrbóta þörf í lögum. Verði hvalveiðum haldið áfram er lagt til að lægra sett stjórnvald fari með útgáfu hvalveiðileyfa í stað ráðuneytis, leyfin séu auglýst opinberlega og rammi um gildistími leyfa sé settur með lögum. Að loknu samráði mun ráðherra taka ákvörðun um framtíð hvalveiða. Innlent 6.5.2025 15:55
Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra hefur skipað nýjan fulltrúa í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) til að uppfylla lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Frá þessu er greint í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Innlent 6.5.2025 15:49