Innlent

Boða til blaða­manna­fundar

Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra boða til blaðamannafundar á morgun klukkan 11:00 í Eddu, húsi íslenskunnar.

Innlent

Evrópu­ríki banna sam­komur til stuðnings Palestínu­mönnum

Þrjú Evrópulönd hafa bannað fólki að koma saman til að sýna Palestínumönnum stuðning og innanríkisráðherra Breta segir palestínska fánann jafn mikið hatursmerki og hakakrossinn. Formaður utanríkismálanefndar gerir ráð fyrir að þarna sé um vel ígrundaðar öryggisákvarðanir að ræða þó það sé alvarlegt að afskipti séu höfð af tjáningarfrelsinu.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um yfirvofandi stólaskipti í ríkisstjórninni en boðað hefur verið til ríkisráðsfundar á Bessastöðum á morgun. 

Innlent

Þing­mennirnir mættir til Þing­valla

Stjórnar­þing­menn og ráð­herrar ríkis­stjórnarinnar eru mættir til Þing­valla. Þangað ferðuðust þeir í rútu á vinnu­fund. For­sætis­ráð­herra segir fundinn hafa verið boðaðan fyrir löngu, ráð­herra­skipti verði ekki rædd þar.

Innlent

Kemur vel til greina að Bjarni taki annan ráð­herra­stól

Sigurður Ingi Jóhanns­son, inn­viða­ráð­herra og for­maður Fram­sóknar, segir vel koma til greina að Bjarni Bene­dikts­son taki að sér annan ráð­herra­stól. Hann segist virða á­kvörðun Bjarna um að stíga til hliðar sem fjár­mála­ráð­herra.

Innlent

Segir sveitar­fé­lög draga lappirnar vegna illa lagðra hlaupa­hjóla

Hjól­reiða­að­gerðar­sinni segir illa lögð rafhlaupahjól á hjól­reiða­stígum höfuð­borgar­svæðisins vera orðin eitt helsta vanda­málið á stígunum. Hann segir alveg ljóst að sveitar­fé­lög beri á­byrgð á málinu, þó sum hver firri sig ábyrgð og segir þrjá mögu­leika til betr­um­bóta.

Innlent

Stjórnar­þing­menn funda á Þing­völlum í dag

Þingflokkar stjórnarflokkanna ætla að funda sameiginlega á Þingvöllum í dag. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. Áformaður er ríkisráðsfundur á Bessastöðum á morgun þar sem Bjarni Benediktsson mun hverfa úr embætti fjármálaráðherra.

Innlent

Eldur kviknaði í bíl

Eldur kviknaði í bíl við gatnamót Bústaðavegar og Kringlumýrarbrautar í Reykjavík í kvöld. Engin slys urðu á fólki en bílinn var á ferðinni þegar eldurinn kviknaði.

Innlent

Lægsta boð í Vestfjarðaveg langt undir kostnaðaráætlun

Tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, vegfyllingu yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag og reyndist lægsta boð aðeins 74 prósent af kostnaðaráætlun. Brúin yfir Þorskafjörð verður tekin í notkun síðar í þessum mánuði, átta mánuðum á undan áætlun.

Innlent

„Að­ferðar­fræði til að sýna vand­lætingu á frá­farandi fjár­mála­ráð­herra“

Þingmenn stjórnarandstöðunnar stungu saman nefjum fyrir þingfund í morgun og óskuðu eftir dagskrárbreytingu, þannig að að í stað þess að fundurinn hæfist á óundirbúnum fyirrspurnum eins og fyrst hafði verið ákveðið þar sem Bjarni Benediktsson sæti fyrir svörum yrði byrjað á liðnum fundarstjórn forseta. Undir þeim lið sendi stjórnarandstaðan svo Bjarna Benediktssyni tóninn. Þetta útspil var af stjórnarliðum kallað aumingjaskapur.

Innlent

Banaslys á buggybíl á Skógaheiði

Eldri maður lést í dag eftir slys á Skógaheiði, norðan við Skógafoss á Suðurlandi. Lögreglunni barst tilkynning um slysið á fjórða tímanum í dag en það varð við notkun buggybíls.

Innlent

Ferðamenn elska íslenska veðrið þó allt sé á floti

Þeim var brugðið ferðamönnunum á tjaldsvæðinu á Selfossi þegar þeir vöknuð í morgun og tjaldsvæðið var allt á floti eftir nóttina og slydda á staðnum. Ferðamennirnir höfðu þó lúmskt gaman af veðrinu og segja það skapa skemmtilega minningar frá Íslandsheimsókninni.

Innlent

Sann­færð um að hún eigi ekki eftir að sjá Magnús aftur

Enn hefur ekkert spurts til Magnúsar Kristins Magnússonar sem týndist í Dóminíska Lýðveldinu fyrir rúmum mánuði. Bróðir hans kom heim í gær eftir árangurslausa ferð út í leit að svörum. Systir Magnúsar gagnrýnir sinnuleysi og hægagang yfirvalda hér á landi. Hún á ekki von á því að sjá bróður sinn á ný.

Innlent

Von á byltingu í Blá­fjöllum í vetur

Í morgun snjóaði í Bláfjöllum. Þó ekki nóg til að opna brekkurnar en rekstrarstjóri segir fólk eiga von á góðu í vetur. Það styttist í opnun og að nýja snjóframleiðslukerfið verði tekið í notkun. 

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum fjöllum við ítarlega um stöðuna á stjórnarheimilinu. Formenn og þingflokksformenn ríkisstjórnarflokkanna hittust í ráðherrabústaðnum í morgun en segja að engar ákvarðanir hafi verið teknar um hver taki við fjármálaráðuneytinu.

Innlent

Datt í Sund­höllinni og fær þrjár og hálfa milljón

Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Reykjavíkurborg var dæmd skaðabótaskyld í máli konu sem lenti í slysi í sundi. Borginni er gert að greiða konunni rúmar þrjár og hálfa milljón í skaðabætur, eða sömu bóta og konan hafði krafist.

Innlent

Þurfa að borga Slayer eftir allt saman

Landsréttur hefur dæmt þrjú félög, sem tóku við rekstri tónlistarhátíðarinnar Secret solstice, og einn stjórnarmann þeirra til að greiða kröfu bandarísku þungarokkssveitarinnar Slayer óskipt. 

Innlent

Fylgja eftir svartri skýrslu um vöggustofurnar

Borgarráð ætlar að fylgja eftir tillögum nefndar um málefni vöggustofa. Nefndin kynnti niðurstöðu sína í síðustu viku og benti á að vera barna á vöggustofum hafi haft veruleg áhrif á framtíð þeirra. Til að mynda væru lífslíkur þeirra einstaklinga minni en jafnaldra þeirra og þeir líklegri til að glíma við örorku.

Innlent