Innlent Yazan og fjölskylda komin með vernd Yazan Tamimi, ellefu ára langveikur drengur frá Palestínu og fjölskylda hans, fengu fyrr í dag samþykkta viðbótarvernd hjá Útlendingastofnun. Fjölskyldan var boðuð í viðtal og tilkynnt um þetta. Lögmaður fjölskyldunnar segir bæði kærunefnd útlendingamála og Útlendingastofnun hafa unnið hratt að umsókn þeirra. Innlent 8.10.2024 12:26 „Þetta er bara órætt okkar á milli“ Forsætisráðherra segist ekkert hafa rætt hugsanlegar kosningar í vor við hina formenn ríkisstjórnarflokkanna. Landsfundur Vinstri grænna ályktaði um helgina að ganga verði til kosninga næsta vor. Innlent 8.10.2024 12:20 Alvarleg staða á leikskólunum sem þurfi að taka á tafarlaust Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir mikla starfsmannaveltu á leikskólum borgarinnar vera alvarlegt vandamál sem þurfi að taka á tafarlaust. Hún vill að leitað verði nýrra leiða í leikskólamálum og Kópavogsmódelið tekið upp. Innlent 8.10.2024 12:18 Ekkert nema styrkleikamerki að birta öryggisveikleika Stofnandi Defend Iceland vill knýja fram viðhorfsbreytingu um öryggisveikleika. Hann fullyrðir að þeir séu jákvæðir ef þeir eru meðhöndlaðir á ábyrgan hátt; tilkynntir og birtir í forvarnaskyni. Sumum finnist óþægilegt að sýna veikleikamerki en ef veikleikinn er meðhöndlaður sé það ekkert annað en styrkleikamerki. Innlent 8.10.2024 12:02 Hugmyndir VG um vorkosningar óræddar og Kópavogsmódelið í borginni Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að hugmyndir Vinstri grænna um að gengið verði til kosninga í vor hafi ekki verið rætt milli formanna ríkisstjórnarflokkanna. Hann segir ríkisstjórnina eiga að halda áfram störfum þar til hún hefur lokið þeim verkefnum sem hún getur lokið. Rætt verður við Bjarna í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 8.10.2024 11:46 Verður kominn í rafrænt eftirlit þremur árum eftir manndrápið Sæmundur Tryggvi Norðquist Sæmundsson, nítján ára karlmaður sem hlaut tólf ára fangelsisdóm fyrir manndráp við Fjarðarkaup í apríl í fyrra, afplánar nú á áfangaheimilinu Vernd. Þar má hann vera í átján mánuði og eftir það fer hann í rafrænt eftirlit, gangi allt að óskum. Innlent 8.10.2024 11:32 Skjáskotin hafi ekki farið í dreifingu Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata segir að hvorki hún né þingflokkur Pírata hafi beitt sér gegn lýðræðislegra kjörinni framkvæmdastjórn flokksins. Hún segir því fara fjarri að hún eða þingflokkurinn hafi brotið persónuverndarlög, skjáskot af spjalli stjórnarmeðlima hafi ekki farið í neina dreifingu. Innlent 8.10.2024 11:29 Innan við helmingur nú hlynntur flugvelli í Vatnsmýri Tæpur helmingur segist hlynntur því að flugvöllur verði í Vatnsmýrinni til framtíðar í nýrri skoðanakönnun. Hlutfallið hefur lækkað umtalsvert síðasta áratuginn. Hlutfall þeirra sem eru andvígir flugvellinum þar hefur þó lítið breyst. Innlent 8.10.2024 11:28 „Eins og við höfum verið að hitta gamla vini” Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segir móttökur Friðriks X Danakonungs og Mary drottningar hafa verið ótrúlega hlýjar og skemmtilegar. Innlent 8.10.2024 11:10 Flugfreyjurnar segjast eiga sinn þátt í flugævintýrinu Fyrrverandi flugfreyjur, sem voru fyrsta kynslóðin sem gerðu starfið að ævistarfi, segjast ekki síður en karlarnir hafa átt þátt í að skapa íslenska flugævintýrið. Í þættinum Flugþjóðin er rætt við fjölda núverandi og fyrrverandi starfsmanna úr fluggeiranum. Innlent 8.10.2024 10:55 Söguleg heimsókn konungshjónanna í Jónshús Halla Benediktsdóttir umsjónarmaður Jónshúss í Kaupmannahöfn segir það afar merkilegt að Friðrik X Danakonungur komi, ásamt Höllu Tómasdóttur forseta Íslands, í heimsókn í Jónshús í dag. Það hafi aldrei gerst áður að þjóðhöfðingi Danmerkur sækir menningarmiðstöð Íslands í Kaupmannahöfn heim. Innlent 8.10.2024 10:14 Skrifstofustjóri með tuttugu ára reynslu nýr ráðuneytisstjóri Innviðaráðherra skipaði Ingilín Kristmannsdóttur í embætti ráðuneytisstjóra innviðaráðuneytisins. Ingilín hefur starfað í tuttugu ár fyrir ráðuneytið og forvera þess, síðustu tvö árin sem skrifstofustjóri stefnumótunar og fjárlaga. Innlent 8.10.2024 09:45 Þorbjörg ætlar sér fyrsta sætið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sækist eftir fyrsta sætinu í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík sem fyrirhugað í tengslum við næstu alþingiskosningar sem munu að óbreyttu fara fram á næsta ári. Innlent 8.10.2024 08:58 Drottningin baðst afsökunar á því að geta ekki boðið betra veður Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hófst í dag. Forsetahjónin komu siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, tóku á móti þeim. Innlent 8.10.2024 08:50 Engu um að kenna nema „handónýtu kerfi“ Inga Dagný Ingadóttir, móðir hinnar tíu ára Kolfinnu Eldeyjar sem ráðinn var bani í síðasta mánuði, segir um að ræða hörmulegan og ófyrirsjáanlegan atburð sem ekki sé hægt að kenna neinu öðru um en „handónýtu kerfi“. Innlent 8.10.2024 07:41 „Ekki næstum því allir íbúar með þetta app“ Sveitarstjóri Dalabyggðar segir ósk sveitarstjórnar vera þá að íbúar njóti lægra vöruverðs strax en ekki einungis í gegnum sérstakt app á vegum Samkaupa sem reka Krambúðina í Búðardal. Ár er síðan sveitarstjórn skoraði á Samkaup að opna þar dagvöruverslun í stað Krambúðarinnar. Innlent 8.10.2024 07:02 Sprautan umdeilda sem fólk er tilbúið að borga fyrir út ævina Sprenging hefur orðið í notkun þyngdarstjórnarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Ætla má að þúsundir Íslendinga sprauti sig í von um að léttast. Lyfin eru sögð öflugt tól í baráttunni við offitu en aðgengi að þeim virðist stjórnlaust og læknir óttast misnotkun. Í Kompás skoðum við notkun þessara lyfja á Íslandi. Innlent 8.10.2024 07:02 Banaslysið aftur til héraðssaksóknara Ríkissaksóknari hefur fellt úr gildi ákvörðun héraðssaksóknara um að fella niður mál vegna banaslyss sem varð á Kjalarnesi sumarið 2020. Héraðssaksóknari tók ákvörðun í júní síðastliðnum. Innlent 8.10.2024 06:20 Koma siglandi og sótt á hestvagni Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hefst í dag. Forsetahjónin munu koma siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, taka á móti þeim. Innlent 8.10.2024 06:01 Íbúakosning verður haldin í Hafnarfirði Fari svo að Hafnarfjarðarbær og Coda Terminal nái samningum um að fyrirtækið dæli innfluttu koldíoxíði niður í jörðina við bæinn verður haldin íbúakosning um málið. Innlent 7.10.2024 21:11 Segir að verjast þurfi árásum á flugvöllinn með fullum hnefa Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur skipað Isavia að afhenda borginni flugvallarland í Skerjafirði undir nýtt íbúðahverfi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar þetta árásir á flugvöllinn, sem þurfi að verja með fullum hnefa. Innlent 7.10.2024 20:30 Búið að byrgja brunninn Búið er að skipta um lok brunns sem tveggja ára drengur datt ofan í og þannig byrgja brunninn almennilega. Starfsmenn ÞG verktaka voru sendir út í morgun til að skoða frágang brunna við fjölda húsa sem fyrirtækið hefur byggt síðustu ár. Innlent 7.10.2024 20:12 Lopabuxur og geitavesti á tískusýningu í sveitinni Íslenskar prjónavörur hafa sjaldan eða aldrei verið eins vinsælar og nú, enda rjúka vörurnar út eins og heitar lummur hjá prjónakonum og hönnuðum varanna. Geitaskinnsvesti eru líka að slá í gegn, svo ekki sé minnst á lopabuxur. Innlent 7.10.2024 20:06 Nýir aðilar ráðast í uppbyggingu Vesturbugtar Reykjavíkurborg hefur gengið til samninga við M3 fasteignaþróun um uppbyggingu tæplega 200 íbúða í Vesturbugt við Slippinn í Reykjavík. Félagið greiðir samanlagt um 3,2 milljarða króna fyrir byggingaréttinn og gatnagerðargjöld. Innlent 7.10.2024 19:30 Formenn stjórnarflokkanna hljóti að ræða framhaldið Nýkjörinn formaður Vinstri grænna segir forystufólk stjórnarflokkanna væntanlega setjast niður á næstunni til að ræða framhald stjórnarsamstarfsins fram að kosningum, sem Vinstri græn vilja að fari fram næsta vor. Forgangsraða verði málum á félagslegum forsendum. Innlent 7.10.2024 19:23 Orðinn „kokhraustur kvenhatari“ og tækifærissinni Jón Gnarr segir fréttamiðla mála ranga mynd af sér og snúa sigurvissu hans fyrir prófkjör Viðreisnar upp í yfirgang. Þingmaður Viðreisnar hafi tekið fréttaflutninginn gagnrýnilaust upp, skammað hann og gefið í skyn að hann væri tækifærissinni. Innlent 7.10.2024 19:06 Stjórnlaus ásókn í megrunarlyf og „árás“ á flugvöll Sala á lyfinu Ozempic, sem oft er notað til að stuðla að þyngdartapi, hefur meira en tuttugufaldast á einungis fimm árum. Sölutölur það sem af er ári gefa til kynna að notkun þyngdarstjórnunarlyfja sé enn að stóraukast. Læknir óttast of auðvelt aðgengi fólks að lyfjunum. Innlent 7.10.2024 18:02 Svikahrappurinn bjó í íbúð hinnar látnu í níu ár Karlmaður sem leysti út lyf í nafni látinnar konu um árabil hér á landi bjó einnig í félagslegri íbúð hennar í tæpan áratug. Upp komst um svik mannsins þegar lögregla sinnti útkalli vegna gruns um heimilisofbeldi. Læknir sem ávísaði lyfjunum eftir lygasögur mannsins var sviptur starfsleyfi. Framkvæmdastjóri Félagsbústaða segir málið sorglegt og vonandi einstakt. Innlent 7.10.2024 16:38 Dómur yfir Alberti kveðinn upp á fimmtudag Dómur í nauðgunarmáli Alberts Guðmundssonar verður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag. Verði hann sakfelldur á hann yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsisdóm. Innlent 7.10.2024 16:29 Með ófullnægjandi hjálm þegar banaslys varð Banaslys sem varð á Laugarvatnsvegi sumarið 2023 orsakaðist af því að bifhjólamaður missti stjórn á bifhjólinu þegar það fór að skjálfa og skakast á veginum. Þá var hann með ófullnægjandi hjálm og boltar í stýri hjólsins voru lausir. Innlent 7.10.2024 16:00 « ‹ 89 90 91 92 93 94 95 96 97 … 334 ›
Yazan og fjölskylda komin með vernd Yazan Tamimi, ellefu ára langveikur drengur frá Palestínu og fjölskylda hans, fengu fyrr í dag samþykkta viðbótarvernd hjá Útlendingastofnun. Fjölskyldan var boðuð í viðtal og tilkynnt um þetta. Lögmaður fjölskyldunnar segir bæði kærunefnd útlendingamála og Útlendingastofnun hafa unnið hratt að umsókn þeirra. Innlent 8.10.2024 12:26
„Þetta er bara órætt okkar á milli“ Forsætisráðherra segist ekkert hafa rætt hugsanlegar kosningar í vor við hina formenn ríkisstjórnarflokkanna. Landsfundur Vinstri grænna ályktaði um helgina að ganga verði til kosninga næsta vor. Innlent 8.10.2024 12:20
Alvarleg staða á leikskólunum sem þurfi að taka á tafarlaust Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir mikla starfsmannaveltu á leikskólum borgarinnar vera alvarlegt vandamál sem þurfi að taka á tafarlaust. Hún vill að leitað verði nýrra leiða í leikskólamálum og Kópavogsmódelið tekið upp. Innlent 8.10.2024 12:18
Ekkert nema styrkleikamerki að birta öryggisveikleika Stofnandi Defend Iceland vill knýja fram viðhorfsbreytingu um öryggisveikleika. Hann fullyrðir að þeir séu jákvæðir ef þeir eru meðhöndlaðir á ábyrgan hátt; tilkynntir og birtir í forvarnaskyni. Sumum finnist óþægilegt að sýna veikleikamerki en ef veikleikinn er meðhöndlaður sé það ekkert annað en styrkleikamerki. Innlent 8.10.2024 12:02
Hugmyndir VG um vorkosningar óræddar og Kópavogsmódelið í borginni Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að hugmyndir Vinstri grænna um að gengið verði til kosninga í vor hafi ekki verið rætt milli formanna ríkisstjórnarflokkanna. Hann segir ríkisstjórnina eiga að halda áfram störfum þar til hún hefur lokið þeim verkefnum sem hún getur lokið. Rætt verður við Bjarna í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 8.10.2024 11:46
Verður kominn í rafrænt eftirlit þremur árum eftir manndrápið Sæmundur Tryggvi Norðquist Sæmundsson, nítján ára karlmaður sem hlaut tólf ára fangelsisdóm fyrir manndráp við Fjarðarkaup í apríl í fyrra, afplánar nú á áfangaheimilinu Vernd. Þar má hann vera í átján mánuði og eftir það fer hann í rafrænt eftirlit, gangi allt að óskum. Innlent 8.10.2024 11:32
Skjáskotin hafi ekki farið í dreifingu Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata segir að hvorki hún né þingflokkur Pírata hafi beitt sér gegn lýðræðislegra kjörinni framkvæmdastjórn flokksins. Hún segir því fara fjarri að hún eða þingflokkurinn hafi brotið persónuverndarlög, skjáskot af spjalli stjórnarmeðlima hafi ekki farið í neina dreifingu. Innlent 8.10.2024 11:29
Innan við helmingur nú hlynntur flugvelli í Vatnsmýri Tæpur helmingur segist hlynntur því að flugvöllur verði í Vatnsmýrinni til framtíðar í nýrri skoðanakönnun. Hlutfallið hefur lækkað umtalsvert síðasta áratuginn. Hlutfall þeirra sem eru andvígir flugvellinum þar hefur þó lítið breyst. Innlent 8.10.2024 11:28
„Eins og við höfum verið að hitta gamla vini” Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segir móttökur Friðriks X Danakonungs og Mary drottningar hafa verið ótrúlega hlýjar og skemmtilegar. Innlent 8.10.2024 11:10
Flugfreyjurnar segjast eiga sinn þátt í flugævintýrinu Fyrrverandi flugfreyjur, sem voru fyrsta kynslóðin sem gerðu starfið að ævistarfi, segjast ekki síður en karlarnir hafa átt þátt í að skapa íslenska flugævintýrið. Í þættinum Flugþjóðin er rætt við fjölda núverandi og fyrrverandi starfsmanna úr fluggeiranum. Innlent 8.10.2024 10:55
Söguleg heimsókn konungshjónanna í Jónshús Halla Benediktsdóttir umsjónarmaður Jónshúss í Kaupmannahöfn segir það afar merkilegt að Friðrik X Danakonungur komi, ásamt Höllu Tómasdóttur forseta Íslands, í heimsókn í Jónshús í dag. Það hafi aldrei gerst áður að þjóðhöfðingi Danmerkur sækir menningarmiðstöð Íslands í Kaupmannahöfn heim. Innlent 8.10.2024 10:14
Skrifstofustjóri með tuttugu ára reynslu nýr ráðuneytisstjóri Innviðaráðherra skipaði Ingilín Kristmannsdóttur í embætti ráðuneytisstjóra innviðaráðuneytisins. Ingilín hefur starfað í tuttugu ár fyrir ráðuneytið og forvera þess, síðustu tvö árin sem skrifstofustjóri stefnumótunar og fjárlaga. Innlent 8.10.2024 09:45
Þorbjörg ætlar sér fyrsta sætið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sækist eftir fyrsta sætinu í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík sem fyrirhugað í tengslum við næstu alþingiskosningar sem munu að óbreyttu fara fram á næsta ári. Innlent 8.10.2024 08:58
Drottningin baðst afsökunar á því að geta ekki boðið betra veður Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hófst í dag. Forsetahjónin komu siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, tóku á móti þeim. Innlent 8.10.2024 08:50
Engu um að kenna nema „handónýtu kerfi“ Inga Dagný Ingadóttir, móðir hinnar tíu ára Kolfinnu Eldeyjar sem ráðinn var bani í síðasta mánuði, segir um að ræða hörmulegan og ófyrirsjáanlegan atburð sem ekki sé hægt að kenna neinu öðru um en „handónýtu kerfi“. Innlent 8.10.2024 07:41
„Ekki næstum því allir íbúar með þetta app“ Sveitarstjóri Dalabyggðar segir ósk sveitarstjórnar vera þá að íbúar njóti lægra vöruverðs strax en ekki einungis í gegnum sérstakt app á vegum Samkaupa sem reka Krambúðina í Búðardal. Ár er síðan sveitarstjórn skoraði á Samkaup að opna þar dagvöruverslun í stað Krambúðarinnar. Innlent 8.10.2024 07:02
Sprautan umdeilda sem fólk er tilbúið að borga fyrir út ævina Sprenging hefur orðið í notkun þyngdarstjórnarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Ætla má að þúsundir Íslendinga sprauti sig í von um að léttast. Lyfin eru sögð öflugt tól í baráttunni við offitu en aðgengi að þeim virðist stjórnlaust og læknir óttast misnotkun. Í Kompás skoðum við notkun þessara lyfja á Íslandi. Innlent 8.10.2024 07:02
Banaslysið aftur til héraðssaksóknara Ríkissaksóknari hefur fellt úr gildi ákvörðun héraðssaksóknara um að fella niður mál vegna banaslyss sem varð á Kjalarnesi sumarið 2020. Héraðssaksóknari tók ákvörðun í júní síðastliðnum. Innlent 8.10.2024 06:20
Koma siglandi og sótt á hestvagni Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hefst í dag. Forsetahjónin munu koma siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, taka á móti þeim. Innlent 8.10.2024 06:01
Íbúakosning verður haldin í Hafnarfirði Fari svo að Hafnarfjarðarbær og Coda Terminal nái samningum um að fyrirtækið dæli innfluttu koldíoxíði niður í jörðina við bæinn verður haldin íbúakosning um málið. Innlent 7.10.2024 21:11
Segir að verjast þurfi árásum á flugvöllinn með fullum hnefa Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur skipað Isavia að afhenda borginni flugvallarland í Skerjafirði undir nýtt íbúðahverfi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar þetta árásir á flugvöllinn, sem þurfi að verja með fullum hnefa. Innlent 7.10.2024 20:30
Búið að byrgja brunninn Búið er að skipta um lok brunns sem tveggja ára drengur datt ofan í og þannig byrgja brunninn almennilega. Starfsmenn ÞG verktaka voru sendir út í morgun til að skoða frágang brunna við fjölda húsa sem fyrirtækið hefur byggt síðustu ár. Innlent 7.10.2024 20:12
Lopabuxur og geitavesti á tískusýningu í sveitinni Íslenskar prjónavörur hafa sjaldan eða aldrei verið eins vinsælar og nú, enda rjúka vörurnar út eins og heitar lummur hjá prjónakonum og hönnuðum varanna. Geitaskinnsvesti eru líka að slá í gegn, svo ekki sé minnst á lopabuxur. Innlent 7.10.2024 20:06
Nýir aðilar ráðast í uppbyggingu Vesturbugtar Reykjavíkurborg hefur gengið til samninga við M3 fasteignaþróun um uppbyggingu tæplega 200 íbúða í Vesturbugt við Slippinn í Reykjavík. Félagið greiðir samanlagt um 3,2 milljarða króna fyrir byggingaréttinn og gatnagerðargjöld. Innlent 7.10.2024 19:30
Formenn stjórnarflokkanna hljóti að ræða framhaldið Nýkjörinn formaður Vinstri grænna segir forystufólk stjórnarflokkanna væntanlega setjast niður á næstunni til að ræða framhald stjórnarsamstarfsins fram að kosningum, sem Vinstri græn vilja að fari fram næsta vor. Forgangsraða verði málum á félagslegum forsendum. Innlent 7.10.2024 19:23
Orðinn „kokhraustur kvenhatari“ og tækifærissinni Jón Gnarr segir fréttamiðla mála ranga mynd af sér og snúa sigurvissu hans fyrir prófkjör Viðreisnar upp í yfirgang. Þingmaður Viðreisnar hafi tekið fréttaflutninginn gagnrýnilaust upp, skammað hann og gefið í skyn að hann væri tækifærissinni. Innlent 7.10.2024 19:06
Stjórnlaus ásókn í megrunarlyf og „árás“ á flugvöll Sala á lyfinu Ozempic, sem oft er notað til að stuðla að þyngdartapi, hefur meira en tuttugufaldast á einungis fimm árum. Sölutölur það sem af er ári gefa til kynna að notkun þyngdarstjórnunarlyfja sé enn að stóraukast. Læknir óttast of auðvelt aðgengi fólks að lyfjunum. Innlent 7.10.2024 18:02
Svikahrappurinn bjó í íbúð hinnar látnu í níu ár Karlmaður sem leysti út lyf í nafni látinnar konu um árabil hér á landi bjó einnig í félagslegri íbúð hennar í tæpan áratug. Upp komst um svik mannsins þegar lögregla sinnti útkalli vegna gruns um heimilisofbeldi. Læknir sem ávísaði lyfjunum eftir lygasögur mannsins var sviptur starfsleyfi. Framkvæmdastjóri Félagsbústaða segir málið sorglegt og vonandi einstakt. Innlent 7.10.2024 16:38
Dómur yfir Alberti kveðinn upp á fimmtudag Dómur í nauðgunarmáli Alberts Guðmundssonar verður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag. Verði hann sakfelldur á hann yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsisdóm. Innlent 7.10.2024 16:29
Með ófullnægjandi hjálm þegar banaslys varð Banaslys sem varð á Laugarvatnsvegi sumarið 2023 orsakaðist af því að bifhjólamaður missti stjórn á bifhjólinu þegar það fór að skjálfa og skakast á veginum. Þá var hann með ófullnægjandi hjálm og boltar í stýri hjólsins voru lausir. Innlent 7.10.2024 16:00