Skoðun

Á ríkis­sjóður enga vini?

Ívar Karl Hafliðason skrifar

Í umræðum á Alþingi þann 10. maí síðastliðinn sagði fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson undrast hvað ríkissjóður Íslands ætti fáa vini. Umræðuefnið var vandi ÍL-sjóðs og þeir möguleikar sem eru í stöðunni. Farið var yfir stöðuna í skýrslu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu sem kom út í október á síðasta ári.

Skoðun

Skipu­lag vinnu­markaðar - steinn í götu jafn­réttis

Maj-Britt Hjördís Briem skrifar

Skipulag vinnumarkaðarins stendur jafnrétti á vinnumarkaði fyrir þrifum. Samtök atvinnulífsins (SA) hafa lengi bent á að launamunur kynja undanfarin ár hefur einna helst birst í mun á heildarlaunum karla og kvenna.

Skoðun

Enginn friður án kvenna, ekkert kven­frelsi án fjöl­breytni

Tatjana Latinovic skrifar

Árið 2000 samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðirnar ályktun nr. 1325 sem viðurkenndi í fyrsta sinn sérstöðu kvenna á átakasvæðum og mikilvægi framlags kvenna til friðar. Í ályktuninni er lögð áhersla á aðkomu kvenna að öllum ákvarðanatökum til að koma á friði.

Skoðun

RÚV má hita sitt grill og éta sitt eigið snakk

Bergvin Oddsson skrifar

Ég var undrandi í gær þegar ég heyrði auglýsingu Ríkisútvarpsins um kynningu á Eurovisionkeppninni. Hitum upp grillin, græjurnar og tökum upp snakkið. Hér er stofnunin að hlutast til um hvað við Íslendingar eigum að borða og maula yfir Eurovisionkeppninni.

Skoðun

Græðgin flytur fljót

Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Ferðalangar um hringveginn í Hörgárdal hafa í áranna rás eflaust rekið augun í malarhauga á bökkum Hörgár hér og þar, efni sem unnið hefur verið úr farvegi og eyrum árinnar líkt og við fjölmörg önnur íslensk vatnsföll. Malartekja við vatnsföll er vandmeðfarin svo ekki sé meira sagt. Hún þarf að vera afar hófleg og taka þarf fullt tillit til lífríkisins og náttúrunnar allrar. Að öðrum kosti getur mikill skaði hlotist af slíku brölti.

Skoðun

Rödd inn­flytj­enda sem virðist aldrei ná á­heyrn eða um­boði

Nichole Leigh Mosty skrifar

Það var mjög erfitt að kyngja þeirri ákvörðun sem félags- og vinnumarkaðsráðuneytið tók um að leggja niður Fjölmenningarsetur og færa hlutverk þess undir Vinnumálastofnun. Við upplausn stofnunarinnar var einnig leyst upp eina leiðtogastaðan hjá ríkinu þar sem manneskja af erlendum uppruna með þekkingu og reynslu varðandi inngildingu og málefni innflytjenda starfaði í.

Skoðun

Veiðimenn hafa freistast til að veiða við ófullnægjandi skilyrði og hafa þannig þverbrotið lög

Ole Anton Bieltvedt skrifar

Ný skýrsla, sem sannar þann hrylling, sem hvalveiðar Kristjáns Loftssonar/Hvals hf eru, liggur nú fyrir. Reyndar var þetta allt löngu vitað, alla vega af þeim, sem vita vildu, en nú liggur viðurstyggileg mynd þessa dýraníðs fyrir með svo óyggjandi hætti, að enginn heiðvirður maður getur lengur litið undan eða stungið höfðinu í sandinn.

Skoðun

Kaldar kveðjur til fram­halds­skólanna

Hólmfríður Árnadóttir og Álfhildur Leifsdóttir skrifa

Rannsóknir síðustu ára á líðan barna og ungmenna (rannsóknir og greining, Eurostudent) sýna fram á aukna vanlíðan meðal nemenda á elsta stigi grunnskóla og nemenda framhaldsskólanna, sérstaklega stúlkna.

Skoðun

Útilokað að Ísland nái loftslagsmarkmiðum sínum?

Magnús Jóhannesson skrifar

Stjórnvöld hafa sett fram mjög metnaðarfull markmið í loftslagsmálum. Minnka á kolefnisfótspor landsins um 55% árið 2030 miðað við árið 1990 og ná kolefnishlutleysi árið 2040. Þessi markmið kalla á gríðarmikla endurnýjanlega raforku því skipta þarf út orkutegund t.d. í samgöngum. Um þetta eru allir sammála.

Skoðun

Er ég ekki með al­vöru sjúk­dóm?

Svanhildur A. Sigurgeirsdóttir skrifar

Samkvæmt nýjustu greiningar og meðferðarleiðbeiningum frá NICE í Bretlandi 2022 kemur fram að ME sé taugasjúkdómur sem leiðir til fötlunar, sjúkdómurinn var viðurkenndur af WHO sem taugasjúkdómur 1969 en af einhverjum ástæðum hefur alvarleikinn og það hversu algengur sjúkdómurinn er farið framhjá fólki og týnst, það hefur ekki fengist nægt fé til rannsókna og meðferðarúrræði eru sára fá.

Skoðun

Reykt í bíl með börnin aftur í og hval­kjöt í skottinu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Skýrsla Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur rennir stoðum undir það sem við flest þegar vissum að hvaladráp á ekki rétt á sér í nútímanum. Raunar eru hvalveiðar ámóta framsýnar og að ætla sér að reisa kolanámu til orkuvinnslu árið 2023.

Skoðun

Hvar liggur björgunar­viljinn?

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar

Allt frá árinu 2019 hefur verið í bígerð tilraunaverkefni um notkun sjúkraþyrlu til að styrkja sjúkraflutninga í landinu með það að markmiði að veita bráðveikum og slösuðum sérhæfða þjónustu með sem skjótustum hætti.

Skoðun

Á veikri jörð vöxum við hvorki né döfnum

Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir skrifar

Alþjóðlegur dagur hjúkrunar er12. maí. Á hverju ári er ákveðið þema og í ár lítum við til framtíðar. Our nurses, our future er yfirskriftin í ár, eða hjúkrun er framtíð okkar. Kollegar mínir hafa velt framtíðinni fyrir sér í auknum mæli undanfarið, sérstaklega í ljósi örra samfélagslegra breytinga og áhrifum loftslagsbreytinga og mengunar á heilbrigði.

Skoðun

Hvað verður loft­lags­sektin há vegna 35.000 í­búða?

Björt Ólafsdóttir skrifar

800 milljónum af fjárlögum íslenska ríkisins ársins 2023 er ráðstafað til sektar vegna þess að við Íslendingar höfum sofið á verðinum og ekki staðið við skuldbindingar okkar vegna Kyoto loftlagsbókunarinnar. Parísarsamningurinn sem við höfum líkt og aðrar ábyrgðafullar þjóðir undirgengist, er mun viðameiri og skilyrði hans koma til kasta fjárlaga innan skamms eða 2030.

Skoðun

Skilur borgar­stjóri ekki rekstur Reykja­víkur­borgar?

Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Ummæli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um ársreikning borgarinnar, bæði í Silfrinu og í borgarstjórn, hafa vakið mikla furðu þeirra sem til þekkja. Borgarstjóri hefur sagt að stóran hluta hallans mætti rekja annars vegar til verðbólgunnar og stýrivaxtahækkana henni tengdum.

Skoðun

Má trúin sjást í sjón­varpi?

Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Þróunin hérlendis í umgengni við þjóðfélagshópa sem falla utan við meginstrauminn hefur verið í þá átt að auka sýnileika þeirra og samtímis að auka fræðslu í samfélaginu um aðstæður, hugmyndir og lífsreynslu fólks.

Skoðun

Frekir, tengdir og ríkir fram fyrir röð

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Nýlega hitti ég konu sem sagði mér frá dóttur sinni sem greindist með ADD fyrir rúmu ári. Dóttir hennar bíður enn eftir að komast að hjá geðheilsuteyminu. Önnur kona sagði mér frá syni sínum sem þarf aðstoð talmeinafræðings. Biðlistinn eftir aðstoð fyrir hann er tvö til fjögur ár. 

Skoðun

Söfn, sjálfbærni og vellíðan

Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar

Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn hátíðlegur þann 18. maí ár hvert. Á hverju ári er safnadeginum valið sérstakt þema og í ár er þemað: Söfn, sjálfbærni og vellíðan. Í safnaflórunni á Íslandi eru að finna náttúruminja-, lista-, og minjasöfn. 

Skoðun

Tækifæri tónlistarinnar

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar

Í einni stærstu tónlistarviku ársins er viðeigandi að skrifa um þau risastóru skref sem við höfum tekið á Alþingi síðustu daga, í þágu íslenskt tónlistarlífs.

Skoðun

Ranghugmyndir Seðlabankans um efnahagsmál

Stefán Ólafsson skrifar

Seðlabankinn segir réttilega að það sé þensla (ofhitun) í hagkerfinu, en horfir framhjá helstu orsökunum. Helsta orsökin er taumlaus ofvöxtur ferðaþjónustunnar sem kallar á mikla fjárfestingu og gríðarlegan innflutning á vinnuafli, sem kyndir undir verðbólgu. Mikil einkaneysla efnaðri hluta þjóðarinnar er einnig mikilvæg orsök þenslunnar.

Skoðun

Lesum fyrir börnin okkar

Sverrir Norland skrifar

Um daginn hittum við konan mín yndislegan deildarstjóra á leikskóla yngra barnsins okkar. Ég hjó eftir því að deildarstjórinn nefndi sérstaklega að það sæist á syni okkar að við læsum fyrir hann. Í lestrarstund sæti hann spakur og hlustaði af áhuga, sem væri ekki algilt um krakka nútildags, margir þeirra hefðu ekki lengur eirð í sér til að hlusta á fullorðna lesa fyrir þá.

Skoðun

For­eldrar hafa nú þegar rétt á 20 mánaða leyfi

Ingólfur V. Gíslason skrifar

Nokkur samfélagsleg umræða hefur átt sér stað vegna vanda foreldra sem ekki fá pláss á leikskóla fyrir ung börn sín. Lausnir sem nefndar hafa verið, meðan þess er beðið að sveitarfélög auki framboð á leikskólarýmum, eru lenging fæðingarorlofs og heimgreiðslur.

Skoðun

Á­fellis­dómur ESA og blóð­merar

Björn M. Sigurjónsson skrifar

Með áliti sínu þann 10. maí 2023 hefur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) komist að þeirri niðurstöðu að blóðtaka úr merum og eftirfarandi vinnsla PMSG hormóns falli undir reglur um notkun dýra í tilraunaskyni sem tíundaðar eru í rg. 460/2017.

Skoðun

Ibiza norðursins

Stefanía K. Ásbjörnsdóttir skrifar

Mörg kannast við að hafa slett úr klaufunum á suðrænum eyjum einhvern tíma á lífsleiðinni. Færri vilja þó e.t.v. gangast við því. Tónlistin taktföst, bassinn í botni, stemmingin í hámarki. Gamanið tekur þó alltaf enda, hvort sem okkur líkar það betur eða verr.

Skoðun

Banka­ræningjar og stjórn­endur fyrir­tækja

Gunnar Ingi Björnsson skrifar

Árið 1987 söng Pálmi Gunnarsson um hversu hratt tíminn liði á gervihnattaöld. 36 árum síðar hefur hraðinn aukist og gervihnöttunum bara fjölgað. Magnús Eiríksson hitti nefnilega naglann á höfuðið þegar hann samdi þennan eftirminnilega texta.

Skoðun