Ronaldo meiddur á ökkla

Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, leikur ekki með landsliði sínu, Portúgal gegn Egyptum á miðvikudag vegna ökklameiðsla. Ronaldo missti af leik United gegn Everton vegna sömu meiðsla en verður líklega með United gegn Aston Villa næsta laugardag. Í stað Ronaldos var Luis Boa Morte,leikmaður Fulham valinn í landsliðið.