Arenas og Redd skoruðu báðir 43 stig 19. apríl 2006 05:45 Michael Redd keyrir hér framhjá Gilbert Arenas í leik Washington og Milwaukee í gærkvöld, en þeir félagar skoruðu báðir 43 stig í leiknum NordicPhotos/GettyImages Sjónvarpsleikurinn á NBA TV í gærkvöldi var hin besta skemmtun en þar bar Washingto sigurorð af Milwaukee á heimavelli sínum 116-103, þar sem Gilbert Arenas hjá Washington og Michael Redd skoruðu 43 stig hvor. Það voru þó heimamenn sem höfðu sigur og eru í góðri stöðu með að ná fimmta sætinu í úrslitakeppninni í Austurdeildinni. Atlanta lagði varalið Miami á heimavelli 103-100 með sigurkörfu Tyrone Lue á lokasekúndunum. Sigurinn var sá 26. hjá Atlanta í vetur og þó það sé auðvitað ekki stórkostlegur árangur - er það engu að síður tvöföldun á sigurleikjum liðsins í fyrravetur. Zaza Pachulia skoraði 18 stig fyrir Atlanta, en Dorell Wright skoraði 19 stig fyrir Miami sem hvílir þá Shaquille O´Neal og Dwayne Wade fyrir átökin í úrslitakeppninni. Memphis lagði LA Clippers 101-95 á heimavellli sínum og tryggði sér þar með hið allt annað en eftirsótta fimmta sæti í Vesturdeildinni, þar sem ljóst er að liðið mun mæta sterku liði Dallas Mavericks. Clippers fær sjötta sætið, en því fylgir einvígi við lið Denver sem er í þriðja sæti Vesturdeildarinnar - en er í alla staði mun lakara lið en Dallas. Mikið hafði verið rætt um gallana í reglunum sem ráða uppröðun liða í úrslitakeppnina með tilkomu sjötta riðilsins í deildinni - því bæði Clippers og Memphis hefðu í raun hagnast á því að tapa leik kvöldsins. Ekki var uppstillingin til að þagga niður í þeim gagnrýnisröddum, því bæði lið hvíldu sína bestu menn. John Singleton skoraði 23 stig fyrir Clippers, en Jake Tsakalidis skoraði 18 stig og hirti 9 fráköst hjá Memphis. Að lokum vann Sacramento 9. sigur sinn í síðustu 11. leikjum þegar það skellti Seattle 111-105 á heimavelli sínum. Bonzi Wells skoraði 23 stig fyrir Sacramento og Kenny Thomas skoraði 17 stig og hirti 18 fráköst, en Ray Allen skoraði 26 stig fyrir Seattle og Luke Ridnour skoraði 14 stig og gaf 15 stoðsendingar. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sjá meira
Sjónvarpsleikurinn á NBA TV í gærkvöldi var hin besta skemmtun en þar bar Washingto sigurorð af Milwaukee á heimavelli sínum 116-103, þar sem Gilbert Arenas hjá Washington og Michael Redd skoruðu 43 stig hvor. Það voru þó heimamenn sem höfðu sigur og eru í góðri stöðu með að ná fimmta sætinu í úrslitakeppninni í Austurdeildinni. Atlanta lagði varalið Miami á heimavelli 103-100 með sigurkörfu Tyrone Lue á lokasekúndunum. Sigurinn var sá 26. hjá Atlanta í vetur og þó það sé auðvitað ekki stórkostlegur árangur - er það engu að síður tvöföldun á sigurleikjum liðsins í fyrravetur. Zaza Pachulia skoraði 18 stig fyrir Atlanta, en Dorell Wright skoraði 19 stig fyrir Miami sem hvílir þá Shaquille O´Neal og Dwayne Wade fyrir átökin í úrslitakeppninni. Memphis lagði LA Clippers 101-95 á heimavellli sínum og tryggði sér þar með hið allt annað en eftirsótta fimmta sæti í Vesturdeildinni, þar sem ljóst er að liðið mun mæta sterku liði Dallas Mavericks. Clippers fær sjötta sætið, en því fylgir einvígi við lið Denver sem er í þriðja sæti Vesturdeildarinnar - en er í alla staði mun lakara lið en Dallas. Mikið hafði verið rætt um gallana í reglunum sem ráða uppröðun liða í úrslitakeppnina með tilkomu sjötta riðilsins í deildinni - því bæði Clippers og Memphis hefðu í raun hagnast á því að tapa leik kvöldsins. Ekki var uppstillingin til að þagga niður í þeim gagnrýnisröddum, því bæði lið hvíldu sína bestu menn. John Singleton skoraði 23 stig fyrir Clippers, en Jake Tsakalidis skoraði 18 stig og hirti 9 fráköst hjá Memphis. Að lokum vann Sacramento 9. sigur sinn í síðustu 11. leikjum þegar það skellti Seattle 111-105 á heimavelli sínum. Bonzi Wells skoraði 23 stig fyrir Sacramento og Kenny Thomas skoraði 17 stig og hirti 18 fráköst, en Ray Allen skoraði 26 stig fyrir Seattle og Luke Ridnour skoraði 14 stig og gaf 15 stoðsendingar.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sjá meira