Chicago burstaði Miami 28. apríl 2006 10:22 Leikmenn Miami höfðu litla ástæðu til að brosa í gær og voru duglegir að safna að sér villum. Chicago vann öruggan sigur í gær og ef liðið endurtekur leikinn á sunnudag - er aldrei að vita hvað gerist í einvíginu NordicPhotos/GettyImages Chicago Bulls gerði sér lítið fyrir og burstaði Miami á heimavelli sínum 109-90 í úrslitakeppni NBA í gærkvöldi og minnkaði muninn í 2-1 í einvíginu. Lið Miami virkaði alls ekki sannfærandi í leiknum og þarf virkilega að taka sig saman í andlitinu fyrir næsta leik í Chicago ef ekki á illa að fara. Shaquille O´Neal átti einhverja slökustu frammistöðu á ferlinum og skoraði aðeins 2 stig í fyrstu þremur leikhlutunum í leik sem sýndur var á NBA TV. Chicago-liðið sýndi hetjulega baráttu í fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu sem fram fóru í Miami, en var engu að síður komið 2-0 undir og Miami sannarlega í bílstjórasætinu fyrir leikinn. Það breyttist þó allt í gær og baráttuglaðir heimamenn unnu sannfærandi sigur, Michael Jordan til mikillar ánægju - en hann fylgdist með leiknum úr heiðursstúkunni. Ben Gordon var stigahæstur í liði Chicago með 24 stig, Kirk Hinrich skoraði 22 stig og gaf 11 stoðsendingar og þeir Andres Nocioni og Luol Deng skoruðu 19 stig hvor. Dwayne Wade skoraði 26 stig fyrir Miami en var langt frá sínu besta. Shaquille O´Neal skoraði 8 stig og tapaði 7 boltum á aðeins 24 mínútum og var í villuvandræðum allan leikinn. Til að kóróna arfaslaka frammistöðu Miami var svo James Posey hent út úr húsi fyrir tilgangslaust brot á Kirk Hinrich - og var svo óheppinn að gera það beint fyrir framan nefið á Stu Jackson sem sat á meðal áhorfenda í Chicago, en hann sér um að setja menn í leikbönn fyrir svona hegðun. Líklegt verður að teljast að Posey verði settur í eins leiks bann fyrir uppátæki sitt. Meiðslum hrjáð lið Indiana Pacers er komið í 2-1 gegn New Jersey eftir góðan 107-95 sigur á New Jersey Nets í gær. Jermaine O´Neal átti frábæran leik hjá Indiana, skoraði 37 stig, hirti 15 fráköst og hitti úr 12 af 15 skotum utan af velli og Anthony Johnson skoraði 25 stig og gaf 8 stoðsendingar. Þeir Vince Carter og Richard Jefferson skoruðu 25 stig hvor fyrir New Jersey. Denver náði að minnka muninn í 2-1 gegn LA Clippers með 94-87 sigri á heimavelli sínum. Hvorugt liðið náði sér almennilega á strik í leiknum, en mál manna vestanhafs er að andrúmsloftið í herbúðum Denver sé orðið ansi spennuþrungið í kjölfar leikbannsins sem Kenyon Martin var settur í og vegna taps í fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu. Carmelo Anthony átti erfitt uppdráttar þriðja leikinn í röð en var stigahæstur hjá Denver með 24 stig. Corey Maggette skoraði 23 stig af bekknum hjá Clippers og Sam Cassell skoraði 20 stig. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira
Chicago Bulls gerði sér lítið fyrir og burstaði Miami á heimavelli sínum 109-90 í úrslitakeppni NBA í gærkvöldi og minnkaði muninn í 2-1 í einvíginu. Lið Miami virkaði alls ekki sannfærandi í leiknum og þarf virkilega að taka sig saman í andlitinu fyrir næsta leik í Chicago ef ekki á illa að fara. Shaquille O´Neal átti einhverja slökustu frammistöðu á ferlinum og skoraði aðeins 2 stig í fyrstu þremur leikhlutunum í leik sem sýndur var á NBA TV. Chicago-liðið sýndi hetjulega baráttu í fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu sem fram fóru í Miami, en var engu að síður komið 2-0 undir og Miami sannarlega í bílstjórasætinu fyrir leikinn. Það breyttist þó allt í gær og baráttuglaðir heimamenn unnu sannfærandi sigur, Michael Jordan til mikillar ánægju - en hann fylgdist með leiknum úr heiðursstúkunni. Ben Gordon var stigahæstur í liði Chicago með 24 stig, Kirk Hinrich skoraði 22 stig og gaf 11 stoðsendingar og þeir Andres Nocioni og Luol Deng skoruðu 19 stig hvor. Dwayne Wade skoraði 26 stig fyrir Miami en var langt frá sínu besta. Shaquille O´Neal skoraði 8 stig og tapaði 7 boltum á aðeins 24 mínútum og var í villuvandræðum allan leikinn. Til að kóróna arfaslaka frammistöðu Miami var svo James Posey hent út úr húsi fyrir tilgangslaust brot á Kirk Hinrich - og var svo óheppinn að gera það beint fyrir framan nefið á Stu Jackson sem sat á meðal áhorfenda í Chicago, en hann sér um að setja menn í leikbönn fyrir svona hegðun. Líklegt verður að teljast að Posey verði settur í eins leiks bann fyrir uppátæki sitt. Meiðslum hrjáð lið Indiana Pacers er komið í 2-1 gegn New Jersey eftir góðan 107-95 sigur á New Jersey Nets í gær. Jermaine O´Neal átti frábæran leik hjá Indiana, skoraði 37 stig, hirti 15 fráköst og hitti úr 12 af 15 skotum utan af velli og Anthony Johnson skoraði 25 stig og gaf 8 stoðsendingar. Þeir Vince Carter og Richard Jefferson skoruðu 25 stig hvor fyrir New Jersey. Denver náði að minnka muninn í 2-1 gegn LA Clippers með 94-87 sigri á heimavelli sínum. Hvorugt liðið náði sér almennilega á strik í leiknum, en mál manna vestanhafs er að andrúmsloftið í herbúðum Denver sé orðið ansi spennuþrungið í kjölfar leikbannsins sem Kenyon Martin var settur í og vegna taps í fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu. Carmelo Anthony átti erfitt uppdráttar þriðja leikinn í röð en var stigahæstur hjá Denver með 24 stig. Corey Maggette skoraði 23 stig af bekknum hjá Clippers og Sam Cassell skoraði 20 stig.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira