Í dag erum við öll Sandgerðingar 28. september 2011 06:00 Litli drengurinn er dáinn. Eftir sitjum við hin agndofa og reynum að skilja hvernig það má vera að hann sé horfinn frá okkur og komi aldrei aftur. Við reynum að setja okkur í spor foreldranna og fjölskyldunnar sem eftir situr og það setur að okkur óhug. Það ætti enginn að þurfa að jarða börnin sín. Ég held að flest okkar sem heyrðu fréttirnar úr Sandgerði hafi einnig hugsað hvernig í ósköpunum það megi vera að ungum dreng líði svo illa að hann telji sér enga útgönguleið færa nema að taka eigið líf. Við þá hugsun er stutt í reiðina og leitina að sökudólg. Það er ekki nema eðlilegt að hugsa til þess hvort ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta hörmulega andlát. Hefði félagsþjónustan getað gert eitthvað betur? Hefði skólinn getað gert eitthvað? Hefði heilbrigðiskerfið getað gripið inn í? Svo mætti lengi telja. Þessar spurningar eru eðlilegar, en það er óviðeigandi og ósanngjarnt að setja niður sök hjá þeim sem ekki eiga það skilið og að óathuguðu máli. Með því er verið að auka á sársaukann og sorgina og höggva þar sem síst skyldi. Stundum tekst einfaldlega ekki að bjarga mannslífum þótt til þess sé góður vilji og allt hafi verið gert rétt. Ég vil leyfa mér að nefna hér sérstaklega samhentan hóp kennara og starfsfólks í Sandgerðisskóla, en mér finnst skólinn ekki hafa notið sannmælis í umræðu síðustu daga. Sandgerðisskóli hefur orð á sér fyrir að taka vel á eineltismálum og sinna vel þeim börnum sem eiga um sárt að binda og minna mega sín. Sem fagmaður hef ég oft nefnt að Sandgerðisskóli væri öðrum skólum til fyrirmyndar hvað þetta varðar. Í dag er skólinn í sárum. Þrátt fyrir metnaðarfulla vinnu eftir þeim aðferðum sem vitað er að virka best, sitja börnin og starfsfólk skólans hnípin eftir í sársaukanum og syrgja góðan dreng. Ég á mér þá ósk heitasta að við heiðrum minningu Sandgerðingsins unga með því að við strengjum þess heit að verða betri í að gæta þeirra sem líður ekki vel og sinna betur þeim sem um sárt eiga að binda. Við skulum reyna að verða betri manneskjur og lifa lífinu með virðingu. Það eru drengnum verðug eftirmæli. Umræðan næstu daga þarf að vera skynsamleg og hófstillt og það skulum við kappkosta. Foreldrum drengsins, fjölskyldu, skólasystkinum, skólafólki og Sandgerðingum öllum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Í dag erum við öll Sandgerðingar. Gylfi Jón Gylfason fræðslustjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Litli drengurinn er dáinn. Eftir sitjum við hin agndofa og reynum að skilja hvernig það má vera að hann sé horfinn frá okkur og komi aldrei aftur. Við reynum að setja okkur í spor foreldranna og fjölskyldunnar sem eftir situr og það setur að okkur óhug. Það ætti enginn að þurfa að jarða börnin sín. Ég held að flest okkar sem heyrðu fréttirnar úr Sandgerði hafi einnig hugsað hvernig í ósköpunum það megi vera að ungum dreng líði svo illa að hann telji sér enga útgönguleið færa nema að taka eigið líf. Við þá hugsun er stutt í reiðina og leitina að sökudólg. Það er ekki nema eðlilegt að hugsa til þess hvort ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta hörmulega andlát. Hefði félagsþjónustan getað gert eitthvað betur? Hefði skólinn getað gert eitthvað? Hefði heilbrigðiskerfið getað gripið inn í? Svo mætti lengi telja. Þessar spurningar eru eðlilegar, en það er óviðeigandi og ósanngjarnt að setja niður sök hjá þeim sem ekki eiga það skilið og að óathuguðu máli. Með því er verið að auka á sársaukann og sorgina og höggva þar sem síst skyldi. Stundum tekst einfaldlega ekki að bjarga mannslífum þótt til þess sé góður vilji og allt hafi verið gert rétt. Ég vil leyfa mér að nefna hér sérstaklega samhentan hóp kennara og starfsfólks í Sandgerðisskóla, en mér finnst skólinn ekki hafa notið sannmælis í umræðu síðustu daga. Sandgerðisskóli hefur orð á sér fyrir að taka vel á eineltismálum og sinna vel þeim börnum sem eiga um sárt að binda og minna mega sín. Sem fagmaður hef ég oft nefnt að Sandgerðisskóli væri öðrum skólum til fyrirmyndar hvað þetta varðar. Í dag er skólinn í sárum. Þrátt fyrir metnaðarfulla vinnu eftir þeim aðferðum sem vitað er að virka best, sitja börnin og starfsfólk skólans hnípin eftir í sársaukanum og syrgja góðan dreng. Ég á mér þá ósk heitasta að við heiðrum minningu Sandgerðingsins unga með því að við strengjum þess heit að verða betri í að gæta þeirra sem líður ekki vel og sinna betur þeim sem um sárt eiga að binda. Við skulum reyna að verða betri manneskjur og lifa lífinu með virðingu. Það eru drengnum verðug eftirmæli. Umræðan næstu daga þarf að vera skynsamleg og hófstillt og það skulum við kappkosta. Foreldrum drengsins, fjölskyldu, skólasystkinum, skólafólki og Sandgerðingum öllum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Í dag erum við öll Sandgerðingar. Gylfi Jón Gylfason fræðslustjóri
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun