„Þetta er allt í vinnslu og fjárfestar bíða eftir okkur“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 17. september 2014 14:12 Ríkið átti lengi áburðarverksmiðju í Gufunesi. Hún framleiddi 60.000 tonn fyrir innanlandsmarkað. Vísir / Pjetur Hópur áhugamanna sem talað er um í þingsályktunartillögu Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, og nokkurra flokkssystkina hans er fyrirtækið Fertil ehf. Í þingsályktunartillögunni er vísað til þess að hópur áhugamanna hafi ráðist í frumáætlun um byggingu verksmiðju sem framleiða mundi 700 þúsund tonn af áburði og 700 þúsund tonn af kalsíumklóríði.Þriggja manna hópurAð félaginu standa þrír menn sem skipta með sér samtals 87 prósenta eignarhlut í félaginu, samkvæmt síðasta birta ársreikningi þess. Það eru bræðurnir Jón og Einar Hjartarsynir auk Eggerts Guðmundssonar byggingafræðings. Ekki er tilgreint í síðasta birta ársreikningi hver fer með eignarhald á því hlutafé sem eftir stendur en aðeins innlendir aðilar eru tilgreindir. Jón segir í samtali við Vísi að fjárfestar séu tilbúnir og bíði eftir að gengið sé frá lausum endum. „Við erum að ganga frá öllum samningum við byrgja, söluaðila og þess háttar. Þetta er allt í vinnslu og fjárfestar bíða eftir okkur,“ segir hann.Fjárfestingarþörfin hefur fjórfaldastÁrið 2009 áttu að verða til 150 bein störf, þar af 50 til 60 fyrir fólk með hátt menntunarstig en afleidd störf þrisvar til fjórum sinnum fleiri. Í dag er talað um að 150-200 störf verði til auk ótilgreinds fjölda afleiddra starfa. Jón segir töluna í tillögu Þorsteins ekki alveg rétta, kostnaðurinn sé aðeins lægri. Morgunblaðið sagði frá áætlunum fyrirtækisins 2009 en þá hermdu heimildir blaðsins að fjárfestingin yrði ekki undir 30 milljörðum og raforkuþörfin 350 MW. Það er talsvert minna en þeir 120 milljarðar sem talað er um í þingsályktunartillögu Framsóknarflokksins. Þorsteinn hafði sjálfur samband við forsvarsmenn Fertils.Vísir / Daníel Þorsteinn átti frumkvæðiðHugmyndin var kynnt fyrir öllum þingmönnum suðurkjördæmis og fleiri aðilum. Jón og Eggert segja í kjölfarið hafi Þorsteinn haft samband og lagt til að hann myndi taka málið upp á þingi. „Þorsteinn hafði samband við okkur og spurðist fyrir um hvað við værum að gera. Hann sagði: „Mig langar að leggja þetta fram“. Þetta var samþykkt einróma af Framsóknarflokknum á sínum tíma,“ segir Jón.Hafa ekki heyrt í Fertil í árVísir greindi frá því í morgun að lítil spenna væri í sveitarfélögunum tveimur sem koma til greina að hýsa verksmiðjuna. Framkvæmdastjóri atvinnu- og hafnarsviðs Reykjanesbæjar segir að síðustu samskipti sem sveitarfélagið hafi átt við forsvarsmenn Fertil hafi verið á síðasta ári. Viljayfirlýsing hefur verið undirrituð á milli sveitarfélagsins og Fertil um að útvega lóð fyrir verksmiðjuna. Samkvæmt bæði Jóni og Eggerti hefur einnig verið skrifað undir viljayfirlýsingu við sveitarfélagið Ölfus um lóðir. Alþingi Tengdar fréttir Sveitarfélögin ekki spennt fyrir áburðarverksmiðjunni Hugmyndir um áburðarverksmiðju í Helguvík eða Þorlákshöfn vekja litla hrifningu heimamanna 17. september 2014 09:46 Frosti ekki lengur til í áburðarverksmiðju Ekki einhugur á meðal Framsóknarmanna um áburðarverksmiðju 16. september 2014 11:54 Reyna enn á ný að blása ungu fólki von í brjóst með áburðarverksmiðju Þorsteinn Sæmundsson vill að ríkisstjórnin skoði möguleika á að byggja áburðarverksmiðju 15. september 2014 15:05 600 milljónir á bak við hvert framtíðarstarf í áburðarverksmiðjunni Reiknað er með að 120 milljarða þurfi til að koma verksmiðjunni af stað 16. september 2014 10:19 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Hópur áhugamanna sem talað er um í þingsályktunartillögu Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, og nokkurra flokkssystkina hans er fyrirtækið Fertil ehf. Í þingsályktunartillögunni er vísað til þess að hópur áhugamanna hafi ráðist í frumáætlun um byggingu verksmiðju sem framleiða mundi 700 þúsund tonn af áburði og 700 þúsund tonn af kalsíumklóríði.Þriggja manna hópurAð félaginu standa þrír menn sem skipta með sér samtals 87 prósenta eignarhlut í félaginu, samkvæmt síðasta birta ársreikningi þess. Það eru bræðurnir Jón og Einar Hjartarsynir auk Eggerts Guðmundssonar byggingafræðings. Ekki er tilgreint í síðasta birta ársreikningi hver fer með eignarhald á því hlutafé sem eftir stendur en aðeins innlendir aðilar eru tilgreindir. Jón segir í samtali við Vísi að fjárfestar séu tilbúnir og bíði eftir að gengið sé frá lausum endum. „Við erum að ganga frá öllum samningum við byrgja, söluaðila og þess háttar. Þetta er allt í vinnslu og fjárfestar bíða eftir okkur,“ segir hann.Fjárfestingarþörfin hefur fjórfaldastÁrið 2009 áttu að verða til 150 bein störf, þar af 50 til 60 fyrir fólk með hátt menntunarstig en afleidd störf þrisvar til fjórum sinnum fleiri. Í dag er talað um að 150-200 störf verði til auk ótilgreinds fjölda afleiddra starfa. Jón segir töluna í tillögu Þorsteins ekki alveg rétta, kostnaðurinn sé aðeins lægri. Morgunblaðið sagði frá áætlunum fyrirtækisins 2009 en þá hermdu heimildir blaðsins að fjárfestingin yrði ekki undir 30 milljörðum og raforkuþörfin 350 MW. Það er talsvert minna en þeir 120 milljarðar sem talað er um í þingsályktunartillögu Framsóknarflokksins. Þorsteinn hafði sjálfur samband við forsvarsmenn Fertils.Vísir / Daníel Þorsteinn átti frumkvæðiðHugmyndin var kynnt fyrir öllum þingmönnum suðurkjördæmis og fleiri aðilum. Jón og Eggert segja í kjölfarið hafi Þorsteinn haft samband og lagt til að hann myndi taka málið upp á þingi. „Þorsteinn hafði samband við okkur og spurðist fyrir um hvað við værum að gera. Hann sagði: „Mig langar að leggja þetta fram“. Þetta var samþykkt einróma af Framsóknarflokknum á sínum tíma,“ segir Jón.Hafa ekki heyrt í Fertil í árVísir greindi frá því í morgun að lítil spenna væri í sveitarfélögunum tveimur sem koma til greina að hýsa verksmiðjuna. Framkvæmdastjóri atvinnu- og hafnarsviðs Reykjanesbæjar segir að síðustu samskipti sem sveitarfélagið hafi átt við forsvarsmenn Fertil hafi verið á síðasta ári. Viljayfirlýsing hefur verið undirrituð á milli sveitarfélagsins og Fertil um að útvega lóð fyrir verksmiðjuna. Samkvæmt bæði Jóni og Eggerti hefur einnig verið skrifað undir viljayfirlýsingu við sveitarfélagið Ölfus um lóðir.
Alþingi Tengdar fréttir Sveitarfélögin ekki spennt fyrir áburðarverksmiðjunni Hugmyndir um áburðarverksmiðju í Helguvík eða Þorlákshöfn vekja litla hrifningu heimamanna 17. september 2014 09:46 Frosti ekki lengur til í áburðarverksmiðju Ekki einhugur á meðal Framsóknarmanna um áburðarverksmiðju 16. september 2014 11:54 Reyna enn á ný að blása ungu fólki von í brjóst með áburðarverksmiðju Þorsteinn Sæmundsson vill að ríkisstjórnin skoði möguleika á að byggja áburðarverksmiðju 15. september 2014 15:05 600 milljónir á bak við hvert framtíðarstarf í áburðarverksmiðjunni Reiknað er með að 120 milljarða þurfi til að koma verksmiðjunni af stað 16. september 2014 10:19 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Sveitarfélögin ekki spennt fyrir áburðarverksmiðjunni Hugmyndir um áburðarverksmiðju í Helguvík eða Þorlákshöfn vekja litla hrifningu heimamanna 17. september 2014 09:46
Frosti ekki lengur til í áburðarverksmiðju Ekki einhugur á meðal Framsóknarmanna um áburðarverksmiðju 16. september 2014 11:54
Reyna enn á ný að blása ungu fólki von í brjóst með áburðarverksmiðju Þorsteinn Sæmundsson vill að ríkisstjórnin skoði möguleika á að byggja áburðarverksmiðju 15. september 2014 15:05
600 milljónir á bak við hvert framtíðarstarf í áburðarverksmiðjunni Reiknað er með að 120 milljarða þurfi til að koma verksmiðjunni af stað 16. september 2014 10:19