Hraunið að verða stærra en úr Heklugosinu 1947 Kristján Már Unnarsson skrifar 23. september 2014 10:15 Hraunflæðið frá eldstöðinni er á við rennsli Þjórsár. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Hraunið sem myndast hefur er með þeim stærstu sem runnið hafa á Íslandi í langan tíma,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur í yfirliti sem birt var í gærkvöldi á vef Jarðvísindastofnunar um gosið í Holuhrauni. Það hefur nú staðið þrjár vikur og er ekkert lát á krafti þess. „Ef skoðuð eru gos síðustu 150 ára, er aðeins hraunið sem myndaðist í Heklugosinu 1947-48 stærra, 0,8 rúmkílómetrar, en það gos stóð í 13 mánuði. Ef gosið Holuhrauni heldur áfram með sama krafti og verið hefur gæti það náð 0,8 rúmkílómetrum eftir tvær vikur,“ segir Magnús Tumi. Meðalhraunflæðið þessar þrjár vikur hefur samkvæmt nýrri mælingu verið á bilinu 230-350 rúmmetrar á sekúndu. Til samanburðar er meðalrennsli Þjórsár við Urriðafoss um 350 rúmmetrar á sekúndu og Ölfusár við Selfoss um 370 rúmmetrar á sekúndu.Hraunjaðarinn kominn út í Jökulsá á Fjöllum. Dyngjujökull í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Vettvangshópur Jarðvísindastofnunar mældi á föstudag og laugardag þykktir hraunsins í 12 sniðum allt frá gígum að jaðrinum við Jökulsá. Naut hópurinn aðstoðar mælingamanna frá Landsvirkjun. Jaðrar hraunsins eru að meðaltali 8 m háir norðan megin en mest er þykktin á miðlínu hraunsins, segir á vef Jarðvísindastofnunar. Ef farið er eftir miðlínunni frá gígum til austsuðaustur að jaðri við Jökulsá, er þykktin mest næst gígunum um 30 metrar, en 18-22 metrar víðast hvar annarstaðar. Meðalþykktin er nú nú talin vera 14 metrar.Útbreiðsla nýja hraunsins.Kort/Jarðvísindastofnun HÍ.Samkvæmt korti sem Ingibjörg Jónsdóttir á Jarðfræðistofnun hefur sett saman á grundvelli nýjustu gagna var flatarmál hraunsins um 37 ferkílómetrar á laugardag, Rúmmálið er metið sem margfeldi þykktar og flatarmáls og niðurstaðan er um 0,5 rúmkílómetrar. Óvissan er allavega 0.1 rúmkílómetri til eða frá. Bárðarbunga Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Hraunið sem myndast hefur er með þeim stærstu sem runnið hafa á Íslandi í langan tíma,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur í yfirliti sem birt var í gærkvöldi á vef Jarðvísindastofnunar um gosið í Holuhrauni. Það hefur nú staðið þrjár vikur og er ekkert lát á krafti þess. „Ef skoðuð eru gos síðustu 150 ára, er aðeins hraunið sem myndaðist í Heklugosinu 1947-48 stærra, 0,8 rúmkílómetrar, en það gos stóð í 13 mánuði. Ef gosið Holuhrauni heldur áfram með sama krafti og verið hefur gæti það náð 0,8 rúmkílómetrum eftir tvær vikur,“ segir Magnús Tumi. Meðalhraunflæðið þessar þrjár vikur hefur samkvæmt nýrri mælingu verið á bilinu 230-350 rúmmetrar á sekúndu. Til samanburðar er meðalrennsli Þjórsár við Urriðafoss um 350 rúmmetrar á sekúndu og Ölfusár við Selfoss um 370 rúmmetrar á sekúndu.Hraunjaðarinn kominn út í Jökulsá á Fjöllum. Dyngjujökull í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Vettvangshópur Jarðvísindastofnunar mældi á föstudag og laugardag þykktir hraunsins í 12 sniðum allt frá gígum að jaðrinum við Jökulsá. Naut hópurinn aðstoðar mælingamanna frá Landsvirkjun. Jaðrar hraunsins eru að meðaltali 8 m háir norðan megin en mest er þykktin á miðlínu hraunsins, segir á vef Jarðvísindastofnunar. Ef farið er eftir miðlínunni frá gígum til austsuðaustur að jaðri við Jökulsá, er þykktin mest næst gígunum um 30 metrar, en 18-22 metrar víðast hvar annarstaðar. Meðalþykktin er nú nú talin vera 14 metrar.Útbreiðsla nýja hraunsins.Kort/Jarðvísindastofnun HÍ.Samkvæmt korti sem Ingibjörg Jónsdóttir á Jarðfræðistofnun hefur sett saman á grundvelli nýjustu gagna var flatarmál hraunsins um 37 ferkílómetrar á laugardag, Rúmmálið er metið sem margfeldi þykktar og flatarmáls og niðurstaðan er um 0,5 rúmkílómetrar. Óvissan er allavega 0.1 rúmkílómetri til eða frá.
Bárðarbunga Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira