Verða að halda vel á spöðunum Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 1. apríl 2014 06:00 Þingmenn verða að halda vel á spöðunum ef á að nást að ljúka mörgum stórum málum sem bíða afgreiðslu áður en þing fer í sumarfrí um miðjan maí. Fréttablaðið/Daníel Sjávarútvegsráðherra lagði ekki fram frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða eða um veiðigjöld í gær eins og vænst hafði verið. Dagurinn í gær, 31. mars, var síðasti dagur til að leggja fram ný þingmál á Alþingi fyrir sumarfrí, án þess að leita afbrigða. Annað frumvarp sem beðið hafði verið eftir með nokkurri eftirvæntingu kom heldur ekki fram. Það er frumvarp um gjaldtöku á ferðamannastöðum. Þegar gerðar voru breytingar á lögum um veiðigjöld í fyrra voru þau til eins árs. Að sögn þingmanna er því ljóst að það verður að nota ákvæði þingskaparlaga um afbrigði til að leggja fram veiðigjaldafrumvarp fyrir þinglok svo ný lög geti tekið gildi þegar nýtt fiskveiðiár gengur í garð fyrsta september næstkomandi. Annað mál sem beðið hefur verið eftir en hillir ekki undir er frumvarp um afnám verðtryggingar. Á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar voru á annað hundrað mál. Það styttist í þinglok, nú eru tólf þingfundardagar eftir áður en Alþingi fer í sumarfrí um miðjan maí. Rúmlega 80 mál bíða umræðu í þinginu. Stærstu málin eru leiðrétting verðtryggðra húsnæðislána og frumvarp um séreignarsparnað. Þá er umdeild þingsályktunartillaga utanríkisráðherra um að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið til umfjöllunar í utanríkismálanefnd og kemur væntanlega til annarrar umræðu í þinginu í kringum páska. Félags- og húsnæðismálaráðherra lagði fram eitt af stóru málunum sínum í gær, um húsaleigubætur. Af málum sem efnahags- og fjármálaráðherra lagði fram má nefna frumvarp um eiginfjárviðmið Seðlabanka og frumvarp um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki, þriðja frumvarpið sem kom úr fjármálaráðuneytinu er frumvarp til laga um opinber fjármál. ESB-málið Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra lagði ekki fram frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða eða um veiðigjöld í gær eins og vænst hafði verið. Dagurinn í gær, 31. mars, var síðasti dagur til að leggja fram ný þingmál á Alþingi fyrir sumarfrí, án þess að leita afbrigða. Annað frumvarp sem beðið hafði verið eftir með nokkurri eftirvæntingu kom heldur ekki fram. Það er frumvarp um gjaldtöku á ferðamannastöðum. Þegar gerðar voru breytingar á lögum um veiðigjöld í fyrra voru þau til eins árs. Að sögn þingmanna er því ljóst að það verður að nota ákvæði þingskaparlaga um afbrigði til að leggja fram veiðigjaldafrumvarp fyrir þinglok svo ný lög geti tekið gildi þegar nýtt fiskveiðiár gengur í garð fyrsta september næstkomandi. Annað mál sem beðið hefur verið eftir en hillir ekki undir er frumvarp um afnám verðtryggingar. Á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar voru á annað hundrað mál. Það styttist í þinglok, nú eru tólf þingfundardagar eftir áður en Alþingi fer í sumarfrí um miðjan maí. Rúmlega 80 mál bíða umræðu í þinginu. Stærstu málin eru leiðrétting verðtryggðra húsnæðislána og frumvarp um séreignarsparnað. Þá er umdeild þingsályktunartillaga utanríkisráðherra um að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið til umfjöllunar í utanríkismálanefnd og kemur væntanlega til annarrar umræðu í þinginu í kringum páska. Félags- og húsnæðismálaráðherra lagði fram eitt af stóru málunum sínum í gær, um húsaleigubætur. Af málum sem efnahags- og fjármálaráðherra lagði fram má nefna frumvarp um eiginfjárviðmið Seðlabanka og frumvarp um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki, þriðja frumvarpið sem kom úr fjármálaráðuneytinu er frumvarp til laga um opinber fjármál.
ESB-málið Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira